Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1987, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987.
31
Sandkom
Ragnhildur Helgadóttir.
Völvan og
pólitíkin
Völva Vikunnar hefur löng-
um þótt nösk að sjá fyrir
óorðna hluti. Þessi ágæta spá-
dómsgáfa bregst henni ekki í
spánni fyrir árið 1987 sem birt-
ist í janúarblaði. Þar tæpir
hún á umróti i pólitíkinni og
segir meðal annars að kosn-
ingabaráttan verði „mjög
óvægin" að þessu sinni. Völ-
van segir enn fremur: „Það
munu verða breytingar á
sætaskipan manna á listum
svo um munar.“
Hún víkur ögn að ráðherra-
málum hjá Sjálfstæðisflokkn-
um eftir kosningar og segir: „1
Sjálfstæðisflokki verða ráð-
herrar útnefndir af þriggja
manna nefnd, sem formaður
flokksins skipar. Ég sé aðeins
tvo af núverandi ráðherrum
þess flokks í þessari útnefn-
ingu, formann flokksins,
Þorstein Pálsson, og Ragn-
hildi Helgadóttur."
Enginn Albert nefndur þar.
Höfuðvígi
allaballa
Algjör glundroði ríkir nú í
pólitíkinni. Eins og glöggt
kom fram í síðustu skoðana-
könnun DV skipta menn nú
um flokka eins og sokka.
Að undanfömu hefur meira
að segja verið spáð í hvort
höfuðvígi Framsóknar í Norð-
urlandi eystra væri að hrynja
til grunna. Hefurýmislegt
þótt benda til þess að sérfram-
boð Stefáns Valgeirssonar
hafi ekki haft góð áhrif á blóð-
rennslið í félagshyggjufólkinu
þar nyrðra. Heyrðust meira
að segja raddir um að allaball-
ar væru að leggja kjördæmið
undir sig.
En nú telur Framsókn sig
ekki þurfa að óttast Alþýðu-
bandalagið. Það var nefnilega
svo að allaballar efndu til ár-
ans mikillar baráttusamkomu
í Sólgarði á dögunum. Þar
mættu þrír frummælendur svo
og maður til að leiða sam-
kunduna og stjóma umræð-
um. Þær urðu hins vegar af
skomum skammti því fundar-
gestir vom ekki nema fjórir.
Amerísk
barátta
Búast má við að kosninga-
baráttan, sem hafin er, verði
nokkuð ólík því sem þekkst
hefur fyrir alþingiskosningar
til þessa. Nú verður barist á
ameríska vísu. Er þegar farið
að örla á þessu og þá að sjálf-
sögðu í Borgaraflokki Alberts
Guðmundssonar. Má búast
við að hinir flokkarnir tileinki
sér líka ameríska takta ef þeir
gefast vel hjá Albert.
Þessi nýja aðferð kom ber-
lega í ljós á sameiginlegum
framboðsfundi flokkanna á
Hvolsvelli um daginn. Þar
mætti Helena Albertsdóttir
ásamt friðu föruneyti. Þegar
fundurinn hófst kom í ljós að
þama var á ferðinni þraut-
þjálfað klapplið sem smellti
Helena Albertsdóttir.
saman lófum á réttum stað og
stundu.
Eitthvað munu Alberts-
menn hafa gert af því að
hringja í kollega sína í Suður-
landskjördæmi og biðja þá að
koma og klappa á fundinum.
Mættu þeir og ræktu hlutverk
sitt mætavel. Þessir lófaskellir
fóm svolítið fyrir brjóstið á
einum ræðumanni kvöldsins,
Áma Johnsen. Tilkynnti hann
að hann myndi ekki láta fá-
mennt klapplið tmfla ræðu
sína.
En það er ekki séð fyrir end-
ann á þessari nýstárlegu
aðferð...
Öngstrætiö
Það hefur margt skrýtilegt
skotið upp kollinum í fjöl-
miðlahasar þeim sem staðið
hefur yfir undanfama daga.
Fólk ræðir ýmislegt sem því
hefur komið á óvart í ham-
forunum. Einkum virðist
fréttastofuundur ríkissjón-
varpsins hafa komið mönnum
í opna skjöldu vegna þeirra
viðbragða sem skutust upp á
yfirborðið þar.
Óánægjuraddir heyrðust
fljótlega í kjölfar rabbþáttar
Ingva Hrafns og Halls Halls-
sonar með Albert Guðmtmds-
syni. Þóttu fréttamennimir
sýna viðmælandanum full-
mikla samúð og hluttekningu.
Ingvi Hrafn JónsSon.
Einstaklingar í útvarpsráði
vom eitthvað óhressir með
þáttinn og var það sjónarmið
rætt á fundi ráðsins. Ingvi
Hrafn sá þó ekki ástæðu til
að vera að ansa þvf kroppi.
Það var ekki fyrr en tekið
var í svipaðan streng í Reykja-
víkurbréfi Morgunblaðsins að
fréttastjórinn sá ástæðu til að
taka mark á athugasemdun-
um. Hugleiddi hann að segja
af sér en sendi svo út yfirlýs-
ingu úr sumarbústað sínum í
Borgarfirði um málið. Sagðist
hann ekki ætla að ansa Mogg-
anum sem lent hefði í „faglegu
öngstræti." Varð þá einhveij-
um snillingnum að orði að í
þeirri götu hefðu þeir þá lík-
lega hist, fréttastjórinn og
Morgunblaðsmenn.
Hvað um það, fjölmargir eru
óhressir með þessa sérstöku
tillitssemi fréttastjórans við
Morgunblaðið. Sé engu líkara
en að það sé Moggi en ekki
útvarpsráð sem telji sig hafa
foðurlega umsjá þar innan
dyra.
Umsjón:
Jóhanna S. Sigþórsdóttir
Islenskir songvar
íslenskir söngvar, hljómplata i útgáfu is-
lenskrar tónverkamiðstöðvar. ITM 5-07.
Rytjendur Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Anna
Guðný Guðmundsdóttir og Sigurður Ingvi
Snorrason.
Tónmeistarí: Bjami Rúnar Bjamason.
Hljóðmeistari: Vigfús Ingvarsson.
Kápa og bæklingur: Erlingur Páll Ingvarsson.
Skurður og pressun: Teldic Hamburg.
Það er líkast til vandinn mestur að
velja þegar setja ó saman efni á söng-
plötu sem dæmigerð skuli teljast fyrir
nútímalega sönglagagerð á Islandi,
jaíhvel þótt aðeins sé um einsöngslög
að ræða. Margir kunna tónsmiðir að
þykja sjólfskipaðir á slíka plötu. En
þótt býsna þétt sé pakkað á umrædda
plötu, eða fast að einnar klukkustund-
ar söng, kemst samt ekki nema
takmarkað úrval fyrir á henni.
Tónlist
Eyjólfur Melsted
Mér þykir valið þó hafa tekist harla
vel. Ekki veit ég gjörla hvort neinum
einstökum er að þakka, en geri ráð
fyrir að þar hafi róðið smekkur flytj-
endanna og að góð ráð útgáfústjómar
flotið með. Það eitt að gæði plötunnar
skuli vera sambærileg við aðrar plötur
í þessum flokki vitnar um þá vand-
virkni sem lögð er í tæknihliðina.
Að mega sækja í sjóðinn
En annað er það sem maður rekur
augun í, og gleður að sjálfsögðu eyrað
líka, og það er við hve gegnumvandað-
an kveðskap lögin em samin. Þó
breyting hafi orðið á síðan gömlu
meistaramir allt að því kepptust við
að gera leirburð ódauðlegan með
snjallri músík sinni, þá hygg ég að
íslensk tónskáld njóti forréttinda að
geta kafað ofan í annan eins ljóðafjór-
sjóð og við eigum og alltaf er að
bætast i.
Ekki bara eyrnaormana
Þau sóma sér þama harla vel hvert
með öðm, Atli Heimir, Jórunn Viðar,
Jón Þórarinsson annars vegar og hins
Ólöf Kolbrún Harðardóttir söngkona.
vegar Páll Pampichler Pálsson, Fjölnir
Stefánsson, Snorri Sigfús Birgisson og
Þorkell Sigurbjömsson. Sérstaklega
þykir mér vænt um að lög Jómnnar
skuli vera þama með. Mér finnst oft
að Sigvaldi Kaldalóns hafi einn verið
jafnoki hennar í að stíla sönglög sin
svo „absolut" inn á mannsröddina.
Einnig er það svolítið sérstakt að Ólöf
Kolbrún skuli velja þau af Ljóðakom-
um Atla Heimis sem ekki hafa náð
jafh skjótt að bora sig inn i hlustir,
en standa eymaormunum i engu að
baki.
Magnsins vegna
Ástarljóð Hannesar Péturssonar
öðlast fagurgerðan ramma hjá Páli
Pampichler og Ljóðasveigur Þorkels
Sigurbjömssonar við kvæði Jóns úr
Vör úr Þorpinu held ég að hafi fest
sig sem klassík í íslenskri ljóðsöngva-
gerð.
Það kann að vera magnsins vegna
að mér finnst þessi plata ekki hitta
jafn vel í mark og systur hennar í
flokknum. Að minnsta kosti kemur
hvorki til greina að kenna flytjendum
né einstökum efhisþáttum á plötunni
um. Þar er allt á sama veg og með
tæknivinnuna sem getið var um fyrr
- alúð og metnaður lögð í verk og
árangur eftir því. EM
Atvinnuinál
Vestmannaeyjar:
Þórunn VE
hefur landað
1000 tonnum
Ómar Garöaisson, DV, Vestmannaeyjum:
Þómnn Sveinsdóttir VE landaði á
laugardag 33 tonnum af þorski og var
þar með búin að fá rúmlega 1000 tonn
frá því að vertíð hófst. Þórunn. sem
er á netaveiðum, byrjaði vertíðina 23.
janúar og var fyrstu dagana á snur-
voð. I snurvoðina fékk hún 130-140
tonn af langlúru en 9. mars byrjaði
skipið á netaveiðum.
Sigurjón Óskarsson skipstjóri, sem
oft hefur verið aflakóngur á vertíðum
í Eyjum, sagði í viðtali við DV að
þetta hefði verið mesti afli sem hann
hefði fengið á ekki lengri tíma, eða
rúmum tveim mánuðum. Annars sagði
hann að vertiðin einkenndist af því
að þorskur gengi ekki á grunnslóð og
það væri svipað og verið hefði á vertíð-
inni í fyrra. Stærstu róðrar á vertíðinni
sagði hann að hefðu verið ufsaróður.
þar sem þeir fengu 74 tonn. og seir.na
hefðu þeir fengið 73 tonn af þorski í
einum róðri.
Enn er rúmur mánuður eftir af ver-
tíðinni og ef svo heldur fi-am sem
horfir mun þetta verða góð vertíð hjá
þeim á Þórunni. Suðurev VE er með
næstmestan afla báta í Vestmannaeyj-
um. 7-800 tonn. Katrín VE er með
afla á bilinu 6-700 tonn og aðrir með
minna.
Vetrarvertiðin:
Lélegar gæftir
og lítill afli
Heldur er dauft hljóð í mönnum á
helstu vertíðarstöðvunum um þessar
mundir. Bæði hefur veður verið rysj-
ótt og þegar gefið hefúi- á sjó hefur
afli verið tregur. Eina undantekningin
hvað afla varðar er á Snæfellsnesi. þar
er afli sæmilegur þegar gefur. Þó er
aflinn á Rifi um þúsund lestum minni
á vertíðinni miðað við sama tíma í
fyrra. I fyrra var einmuna tíð alla ver-
tíðina en gæftaleysi hefur verið mikið
það sem af er marsmánuði.
I Grindavík var þungt hljóð í mönn-
um. Vikuafli netabátanna i síðustu
viku var aðeins á milli 20 og 30 lestir
enda veður rysjótt og minni bátamir
komust lítið á sjó. Það litla sem aflað-
ist var fallegur fiskur eða þetta 5 til 7
kílóa þorskur.
Bæði í Þorlákshöfn og Vestmanna-
eyjum var dauft hljóð í mönnmn.
V'kuaflinn í Þorlákshöfh var 1172
lestir á 47 báta. Fór saman leiðinlegt
veður og lítill afli þegar gaf á sjó. Afla-
hæsti báturinn i Þorlákshöfh á vertíð-
inni er Höfrungur 3. ÁR með 572 lestir.
í öðru sæti er Friðrik Sigurðsson ÁR
með 562 lestir og í þriðja sæti er Jó-
hann Gíslason ÁR með 537 lestir og
fjórði Þorleifur Guðjónsson með 531
lest.
..Þetta er ósköp dapurt hjá okkur,"
sagði Torfi Haraldsson í Vestmanna-
eyjum og bætti því við að vertíðin það
sem af væri hefði verið léleg og mun
lakari en i fyrra. Sagði Torfi að saman
færi gæftaleysi og lítill afli þegar gæfi
nema hjá netabátum sem sæktu lengst
austur eftir. I síðustu viku hefði verið
óróasamt á þeim miðum. bæði straum-
ur og vont veður.
-S.dór
Fiskmarkaðimir:
Enn er lágt verð
á þýska markaðnum
Enn er verðið lágt á þýska fiskmark-
aðnum. Vigri RE seldi í gær 326 lestir
af ufsa og karfa í Þýskalandi og fékk
meðalverð 47,19 krónur fyrir kílóið.
Ymsir bundu vonir við að fiskverð
myndi hækka á föstunni en svo virðist
ekki ætla að verða og er lítil eftir-
spum eftir fiski á þýska markaðnum.
Betra verð fæst í Bretlandi. Otto
Wathne seldi í Grimsby í fyrradag og
fékk 61,75 krónu meðalverð fyrir afl-
ann. Mikill smáfiskur var í aflanum
og verðið því lægra en ella.
-S.dór
Isafjörður.
Góður þorskafli
Bjami Guðmarsson, DV, Ísafirði:
Þorskafli togara hefur að undan-
fómu verið mjög góður. Hafa þeir
komið að landi með 110-140 tonn
eftir stutta útiveru og hefur nokkuð
af því jafnan farið í gáma.
Þá hefur afli línubáta einnig verið
nokkuð góður þegar gefur. Línubát-
ar hafa aðallega fengið steinbit.