Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1987, Síða 32
32
MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987.
Dægradvöl
Keilarar
Keila er íþrótt sem lengi hefur ver-
ið iðkuð víða erlendis við miklar
vinsældir, ekki síst í Þýskalandi og
Bandaríkjunum. Þessi íþrótt hefur
ekki verið stunduð hérlendis að
neinu marki fyrr en fyrir rúmum
tveimur árum að aðstaða til þessa
var opnuð í Öskjuhlíðinni í Reykja-
.vík.
í innliti í Keilusalinn síðastliðið
mánudagskvöld var margt um mann-
inn og allar átján brautir salarins
fullskipaðar. Þar var einnig fólk í
billiard eða ballskák eins og sumir
kalla það og einn hópur æfði sig í
golfherminum.
Ekkert kynslóöabil
Guðný og Asgeir Heiðar sjá um
starfið í Keilusalnum og spila að
sjálfsögðu bæði keilu. Þau sögðu að
það sem væri sérstakt fyrir keiluna
væri það að hana gætu allir verið
saman um að spila, það væri ekki
flokkað eftir aldri eða kyni, heldur
væri einmitt mikið um að hópar
tækju sig saman um að mynda lið
sem mætti reglulega til að spila.
Það er þess vegna alveg tilvalið
fyrir fjölskyldur að spila saman og
reyndar er töluvert mikið um það og
Guðný og Ásgeir nefna að allt tal
um kynslóðabil fjúki út í veður og
vind þegar fólk kemur saman og spil-
ar keilu. í keilunni geta allir náð
árangri og það er ekki bundið við
neina ákveðna aldurshópa.
Öll heiti íslenskuð í byrjun
Það vakti strax athygli, þegar stað-
urinn var opnaður, að eigandinn,
Jón Hjaltason, kom orðinu keila á
framfæri í stað þess að nota erlenda
orðið bowling og er svo nú að orðið
keila er notað. Síðan var bætt um
betur og fyrir öll orð viðvíkjandi
keiluíþróttinni voru fundin íslensk
orð um leið og staðurinn var opnað-
ur. Þýðingin þykir hafa tekist vel
hjá Boga Arnari Finnbogasyni og
Jóni Hjaltasyni og mörg þeirra eru
notuð í dag enda halda starfsmenn-
irnir íslensku heitunum á lofti og
reyna að forðast enskuslettur. Ensku
orðin þykja jafnvel hallærisleg í dag
miðað við þau íslensku.
Sem dæmi um nýyrði má nefna að
keilari er leikmaður í keilu, amlóði
er sá sem fæst stig fær í tveggja liða
keppni og bikkja er sú keila sem
ekki fæst til að falla.
Með hæstu skor í kvennaliðinu. Svava Johansen og Ásgeir Johansen stunda keiluna reglulega.
Keila og félagsskapur
Yfirleitt er keila leikin í liðum með
fimm eða fleiri aðilum og oft vill svo
verða að hópurinn heldur saman svo
árum og áratugum skiptir. Leikmenn
eru flestir sammála um að það sem
keilan hafi umfram aðrar íþróttir sé
félagslegi þátturinn sem er stór hluti
af leikgleðinni.
Einn hópurinn, sem hefur fasta
tíma á mánudagskvöldum, er skipað-
ur þeim Þorsteini, Inga, Hermanni
og Þór og hafa þeir mætt síðan stað-
urinn var opnaður. Þeir eru allir
meðlimir í hjónaklúbbi sem nefnir
sig Villtir fætur og því fannst þeim
tilvalið að kalla keiluhópinn, sem
þeir skipa, Villtar hendur en það er
einmitt venja að hóparnir nefni sig
viðlíka nöfnum. Meðlimir Villtra
handa sögðu keiluna vera ómissandi
hluta af tilverunni og alveg ákjósan-
legt að mæta í keilu á meðan
konurnar væru í saumaklúbb, en
fyrst og fremst væru þeir í þessu
vegna félagsskaparins og kunningj-
anna.
Kvennalið í keilu
Kvennalið í keilu ber nafnið Ball-
lið og æfir það af kappi á hverjum
sunnudegi. Sú sem á hæstu skor
kvenna í liðinu er Svava Johansen
og var hún mætt á mánudagskvöldi
til að spila keilu með bróður sínum,
Ásgeiri, og að sögn þeirra er öll fjöl-
skyldan á kafi í keilunni og jafnan
væru þau sex í hóp. Þau sögðu að
það ríkti góður mórall hjá keilurun-
um í salnum og að keilan væri
skemmtileg íþrótt.
Á einni brautinni var ein fjölskylda
saman komin til að spila og sögðu
hjónin Þorsteinn og Anna að þau
kæmu þarna saman ásamt kunn-
ingjafólki sínu. Sögðu þau þetta vera
eitt besta fjölskyldusportið til að
stunda innivið, a.m.k. yfir veturinn.
í sumar tæki svo sumarbústaðurinn
og hestamennskan við. Bömin
þeirra, Margrét og Skapti, sögðu
keiluna vera æðislega skemmtilega
og þegar börn eiga í hlut fá þau létt-
ari kúlu en fullorðnir og kúlumar
em holaðar samkvæmt stærð hand-
arinnar.
Golfhermir
Á meðan golfvellir eru á kafi í snjó
eða veður hamlar útiveru, er hægt
yfir vetrartímann að halda sér í formi
og aðrir spilarar
Félagarnir í keiluhópnum Villtar hendur: Þorsteinn, Ingi, Hermann og Þór.
Ásamt keilunni taka menn öðru hvoru í billiard
t *
ilflp * ]
, |MM|m