Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1987, Side 34
34
MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987.
Andlát
w Sölvi Ingólfsson, Fögrukinn 8,
Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá
Hafnarfjarðarkirkju, fimmtudaginn
2. apríl kl. 13.30.
Ólafur Rósinkarsson lést 24. mars
sl. Hann fæddist 28. september 1917.
Eftirlifandi eiginkona hans er Sölv-
eyja Jósepsdóttir. Þeim hjónum varð
fjögurra barna auðið. Síðustu árin
vann Óli í rækjuverksmiðjunni O.N.
Olsen. Útför hans verður gerð frá
ísafjarðarkirkju í dag kl. 14.
Gréta Kristjánsdóttir Rasmussen
lést 24- mars sl. Hún var fædd í
Holbæk í Danmörku 31. mars 1937.
Foreldrar hennar voru Karl Kristian
og Dorathea Carla Rasmussen. Gréta
kom til íslands 1957 og kynntist
skömmu síðar eftirlifandi eigin-
manni sínum, Garðari Finnbogasyni.
Þeim hjónum varð fimm barna auð-
ið, en misstu einn son á fyrsta ári.
Útför Grétu verður gerð frá Þjóð-
kirkjunni í Hafnarfirði í dag kl. 15.
Ólafur Gíslason, Súðavík, lést í
Landakotsspítala sunnudaginn 29.
mars. Minningarathöfn verður í kap-
ellunni í Fossvogi fimmtudaginn 2.
apríl kl. 15. Útförin fer fram frá Súða-
víkurkirkju og verður hún auglýst
, síðar.
Bálför Eyjólfs R. Árnasonar, Eski-
hlíð 14, fer fram frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 2. apríl kl. 10.30.
Grétar Jóhannesson, Eiríksgötu
19, lést í Landakotsspítala 31. mars.
Guðmundur Guðjónsson, Páls-
húsum, Garðabæ, lést 30. mars á St.
Jósepsspítala, Hafnarfirði.
Jón Sigurðsson frá Hópi í Grinda-
vík, Austurbrún 4, verður jarðsung-
inn frá Grindavíkurkirkju laugar-
daginn 4. apríl kl. 13.
Margrét Þorsteinsdóttir fyrrum
húsfreyja á Hallanda, Hraungerðis-
hrepp í Flóa, Þinghólsbraut 35,
andaðist 22. mars. Útförin hefur farið
fram.
Flóamarkaður
Söngfélag Skaftfellinga
verður með kökubasar í Blómavali við
Sigtún sunnudaginn 5. apríl og hefst kl.
13. Á boðstólum verða góðar heimabakað-
ar kökur. Kórinn ætlar að fara í söngferð
í Vestur-Skaftafellssýslu í byrjun maí og
ætlar að afla sér farareyris með þessu.
Fundir
Skólamálaumræöa KHÍ
• Á næstunni verður efnt til umræðu á veg-
um KHl er tengist skólastarfi, kjaramálum
og menntun kennara. Fyrirlestramir
verða haldnir á fimmtudögum. Þeir hefjast
kl. 15.15. Að fyrirlestri loknum fara fram
umræður í kaffistofu stúdenta þar sem 3.
árs nemar sjá um veitingar. Umræðum
mun jafnan Ijúka kl. 17. Tveir fyrirlestrar
verða í vor: 2. apríl: Úr kennaraskóla í
kennarastarf- úr öskunni í eldinn. Hvem-
v ig skila kennaranemar sér til kennslu-
starfa að námi loknu? Hvers konar
leiðsögn og stuðning fá kennarar, sem
hefja störf í íslenskum skólum? Frummæl-
andi: Sigurjón Mýrdal kennslustjóri. 30.
apríl: Starfsmenntum kennara og kjara-
mál. Kalla nýir þjóðfélagshættir á breytta
skilgreiningu kennarastarfsins? Umræða
sem snertir kennara og kennaranema.
Frummælandi: Stella Guðmundsdóttir
skólastjóri. Ráðgert er, í samvinnu við
Kennarasamband Islands, að efna til síð-
degisráðstefnu í maí nk. um efnið: Skóla-
stefna á íslandi í ljósi OECD-skýrslunnar.
Nánari upplýsingar um tilhögun og tíma-
setningu þeirrar ráðstefnu koma síðar.
Fundur Kvenfélag Hallgríms-
kirkju
verður haldinn fimmtudaginn 2. apríl kl.
20.30 í safnaðarheimili kirkjunnar. Hró-
bjartur Darri Karlsson segir frá ferð sinni
til Suður-Ameríku. Upplestur, létt efni,
kaffi og að lokum hugvekja sem sr. Pétur
Ingjaldsson flytur. Konur eru hvattar til
að mæta og taka með sér gesti.
Messur
Hallgrímskirkja
Föstumessa í kvöld kl. 20.30, sameiginleg
með Ássöfnuði. Sr. Árni Bergur Sigur-
bjömsson predikar. Kór Áskirkju syngur,
organisti Kristján Sigtryggsson. Kvöld-
bænir eru í Hallgrímskirkju alla virka
daga nema laugardaga kl. 18.
I gærkvöld
Andrés Indriðason rithöfundur
Frísklegar fréttir á Stöð 2
Mitt uppáhaldsfólk í sjónvarpinu
um þessar mundir eru sómahjónin
George og Mildred. Þau brugðust
ekki í gærkveldi frekar en endra-
nær. Að þeim slepptum var ekkert
sem togaði sérstaklega í mig í Ríkis-
sjónvarpinu í gærkveldi. Ég hef ekki
fylgst með Svarta tuminum, nenni
sjaldan að hanga yfir svona vana-
bindandi þáttum. Oftast kíki ég á
fréttimar og þá yfirleitt á Stöð 2 af
því að þær em á undan og eins vegna
þess að mér finnst þær frísklegri en
í Ríkissjónvarpinu. Auk fréttanna
sá ég á Stöð 2 þáttinn 1 návígi þar
sem fjallað var um þátt fjölmiðlanna
í hinu pólitíska umróti líðandi
stundar. Þama vom valinkunnar
skraískjóður og fannst mér Ingvi
Hrafn komast sterkastur úr út karp-
inu þó að saumað væri að honum,
hinir hafa -verið á valdi tilfinning-
anna í frægum spjallþætti við Albert
á dögunum. Hann er svo sannarlega
ekki að vera með höfúðið undir
handarkrikanum þó að hann hafi
verið mjúkur í þeim þætti. Frétta-
mennska má ekki verða svo hörð og
óvægin að hinn mannlegi þáttur
Andrés Indriðason.
verði alveg útundan. Þorbjöm
Broddason sagði mikið atriði að fólk
gæti treyst ljósvakamiðlinum og
borið virðingu fyrir honum. Ég tek
undir það.
Mér finnst þættir eins og í návígi
sýna og sanna að Stöð 2 er lifandi
sjónvarp í takt við tímann. Það er
líka margt gott um Ríkissjónvarpið
að segja, þó hefur innlenda dag-
skrárgerðin verið með dræmara
móti í vetur. Þættir eins og í takt
við tímann hafa aldrei náð sér á
strik. Það sem hefúr heppnast sem
best í vetur er framkvæmd söngva-
keppninnar. Það var vel að henni
staðið núna og sigurlagið verður
okkur ömgglega til sóma í Brússel,
svona notalega yfirlætislaust. Til
hamingju Valgeir.
Tilkyimingar
Flotbjörgunarbúningar keypt-
ir í fiskiskip
Sl. föstudag undirskrifaði Innkaupadeild
Landssambands ísl. útvegsmanna kaup-
samning á flotbjörgunarbúningum til
notkunar um borð í fiskiskipum félaga
samtakanna við danska fyrirtækið A/S
nordisk Gummibádsfabrik í Esjberg.
Samningurinn nær yfir 3.400 stk. auk
kaupréttar á frekari 1.600 stk. Útboð á
búningunum var sent til 14 tilbjóðenda,
sem buðu 19 mismunandi búninga. Allir
þessir búningar höfðu hlotið viðurkenn-
ingu Siglingamálastofnunar ríkisins. Við
mat á tilboðum var haft mjög náið sam-
starf við Slysavarnafélag íslands, Sjó-
mannasamband Islands og Farmanna- og
fiskimannasamband Islands. Við endan-
legt val var haft að leiðarljósi að taka
þann búning, sem flestir gætu fellt sig við
og uppfyllti þau skilyrði best sem gera
verður til slíkra búninga, þ.e. með eins
mikla flothæfni og hitaeinangrunargildi
og frekast er kostur. Mikil áhersla var
lögð á það atriði að pökkun búninga í
upphafi væri þannig úr garði gerð að end-
ing þeirra væri tryggð að lágmarki 5 ár
án skoðunar. Með þessu einu sparast út-
gerðinni verulegir fjármunir. Tilgangur
LÍÚ og félaga þess með þessu framtaki,
er að tryggja, sem best má vera, öryggi
sjómanna okkar sem iðka störf sín af mik-
illi elju og samviskusemi við hvað hættu-
legustu aðstæður sem þekkjast í íslensku
atvinnulífi.
Málstofa heimspekideildar
Næsta erindi verður fimmtudag 2. apríl
kl. 16.15 í stofu 301 í Árnagarði. Þá ílytur
Magnús S. Magnússon sagnfræðingur er-
indi sem nefnist „Nýsköpun atvinnulífs
1880-1930“. Að loknu errindi verða um-
ræður. Öllum er heimill aðgangur.
Styrkir til unglingaþjálfara
I ár, eins og á undanfömum árum, mun
Iþróttasamband Islands veita styrki til
unglingaþjálfara sem hyggjast sækja nám-
skeið erlendis. Að þessu sinni verða veittir
3 styrkir að upphæð kr. 25.000 hver. Um-
sóknir um styrki þessa þurfa að vera á
sérstökum eyðublöðum sem send hafa ve-
rið héraðs- og sérsamböndum og eru einnig
til í skrifstofu ÍSÍ. Umsóknarfrestur er til
1. maí nk.
Kökusala
Kvenfélag Hallgrímskirkju heldur köku-
sölu laugardaginn 4. apríl kl. 15 í safnaðar-
heimili kirkjunnar. Þess er vænst að
félagskonur og aðrir velunnarar kirkjunn-
ar gefi kökur. Tekið verður á móti
kökunum milli kl. 13 og 14 á laugardag í
safnaðarheimilinu.
Kvenfélag Laugarnessóknar
ákvað á síðasta fundi að í stað afmælis-
fundar fjölmenntu félagskonur í kvöldverð
á Hótel Sögu fostudaginn 3. apríl kl. 19.
Nánari upplýsingar hjá Lilju s. 34228, Erlu
s. 34139 eða Jónínu s. 32902.
Tónlist
Músíktilraunir ’87
Bylgjan og Tónabær munu nú á næstu
dögum standa fyrir Músíktilraunum ’87
og eru þær hugsaðar sem tækifæri fyrir
unga tónlistarmenn til að koma á fram-
færi verkum sínum. Mikil áhugi er nú á
lifandi tónlist og hefur 21 hljómsveit til-
kynnt um þátttöku. Músíktilraunir 1987
verða haldnar á fimmtudagskvöldum í
Tónabæ sem hér segir. 2. apríl, 9. apríl,
23. apríl, og úrslit verða síðan 24. apríl. Á
hveiju þessara tilraunakvölda koma fram
7 tilraunahljómsveitir og flytur hver
þeirra 4 frumsamin lög. Þær hljómsveitir
sem skipa svo efstu sætin í keppninni fá
í verðlaun stúdíótíma auk glæsilegra verð-
launa frá hljóðfæraverslunum Steina
v/Skúlagötu, Paul Bemburg og Rín. Á
fyrsta tilraunakvöldinu, 2. apríl, koma
fram: Illskásti kosturinn frá Laugarvatni,
Saffó frá Garðabæ, Kvass frá Stykkis-
hólmi, Skóp frá Sandgerði, Forté frá
Stykkishólmi, Sogblettir úr Reykjavík og
Skræpótti fuglinn frá Samvinnuskólanum
á Bifröst. Gestir kvöldsins verða Rauðir
fletir.
Ljóðatónleikar í Bústaða-
kirkju
John Speight barítonsöngvari og Svein-
björg Vilhjálmsdóttir píanóleikari halda
tónleika í Bústaðakirkju fimmtudaginn 2.
apríl kl. 20.30. John og Sveinbjörg hafa
haldið fjölda tónleika á undanfornum
ámm víða um land. Nú þegar hafa þau
haldið tónleika á Akranesi og í Njarðvík.
Á efnisskránni eru lög eftir Beethoven,
m.a. An die feme Geliebte og lög eftir
Vaughan-Williams, m.a. lagaflokkurinn
Songs of travel.
Einleikaraprófstónleikar
Tónlistarskólans í Reykjavík
Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur
tvenna einleikaraprófstónleika í Austur-
bæjarbíói 2. og 3. apríl nk. Fimmtudaginn
2. apríl verða tónleikar Þórhildar Björns-
dóttur píanóleikara og hefjast þeir kl. 19.
Þórhildur leikur verk eftir: Bach-Busoni,
Beethoven, Chopin Debussy og Sjostako-
vitsj. Föstudaginn 3. apríl verða píanótón-
leikar Þórarins Stefánssonar og hefjast
þeir kl. 19. Þórarinn leikur verk eftir: J.S.
Bach, Beethoven, Debussy og Chopin.
Þessir tónleikar em hluti af einleikara-
Hjálpum prógrammi Mrs. I.
Kancheya í Zambíu
Þessi zambíska kona hefur hætt launuðu
starfi sínu hjá Hjálparstarfsemi KFK í
Lusaka til að setja á stofn prógramm fyrir
stúlkur í sínu héraði. Þetta prógramm er
fyrir stúlkur sem af ýmsum ástæðum hafa
hætt í skóla og eru atvinnulausar. Irena
og fjölskylda hennar eiga lítinn bóndabæ
fyrir utan Lusaka. Þangað koma til henn-
ar stúlkur úr héraðinu til að læra að ■
sauma svo þær geti væntanlega séð fyrir
sér með saumaskap. Vill ekki einhver láta
af hendi saumavél til þessarar starfsemi.
Einnig er hægt að veita aðstoð með því
að senda pakka af fatnaði í pósti.
Heimilisfang Irena Kanchenja er:
Donation to the schoolgirl drop-out pro-
gram
c/o Mr. Mrs. Kancheya
Price and Income Commission
P.O. box 30707,
Lusaka,
Zambia.
Ef óskað er nánari upplýsinga, vinsamleg-
ast hringið í síma 33137 (Margrét).
prófi Þórarins og Þórhildar en þau munu
ljúka prófi frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík í vor. Aðgangur er ókeypis og
öllum heimill.
Afenæli
90 ára er í dag, 1. apríl, Guðmundur
Matthíasson, Lönguhlíð 3, Reykja-
vík, fyrrum bóndi að Óspaksstöðum
í Hrútafirði. Afmælisbamið tekur á
móti gestum á heimili dóttur sinnar
og tengdasonar að Bugðulæk 13 eftir
kl. 18.
Fíkniefni um borð
í ísbeiginu
Fíkniefnalögreglan leitaði að
fíkniefnum um borð í flutningaskip-
inu ísbergi en það liggur nú í
Hafnarfjarðarhöfn. Eitthvert magn
fíkniefha mun hafa fúndist og í
morgun voru hafitar yfirheyrslur yfir
skipverjum hjá fíkniefnalögregl-
unm.
I morgun var ekki hægt að fá nein-
ar upplýsingar um þetta mál hjá
fíkniefnalögreglunni um hvaða
fíkniefni hér væri að ræða eða hve
margir tengdust málinu
Við leit tollvarða í skipinu fannst
lítið af smygli, 30 bjórkassar og eitt-
hvað af vodka og skinku en ísbergið
var að koma frá Grimsby hingað en
hafði áður haft viðkomu í Bremer-
haven og Rotterdam. -FRI