Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1987, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1987, Page 37
MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987. 37 „Óskar - húrra!" Framieiðandi Piatoon myndarinnar var i sjöunda himni þegar óskarnum var úthlutaö að þessu sinni enda með einn slikan i góðu gripi. Arnold Kopelson með þann margfræga gyllta karlmannsbúk en hann féll i hans hendur þegar Platoon var valin besta kvikmynd ársins að þessu sinni. Simamynd Reuter Sviðsljós Safnvörður sýnir rammana sem voru utan um málverkin sem stolið var frá listasafninu í Argentínu. Listaverkin eru metin á tiu milljónir dollara. Símamynd Reuter Stuldur á Goya og öðrum afreksmönnum Málverkum eftir Goya, E1 Greco og fleiri listmálara hefur verið sto- lið úr listasafni í Argentínu og þau eru metin á tiu milljónir dollara. Þjófarnar bönkuðu á hliðardvr listasafnsins í Rosario, sem er 310 kílómetra fyrir norðan Buenos Air- es, og beindu byssu að gæslumann- inum. Þeir hurfu á brott með tvö málverk eftir Goya, tvö eftir Vero- nese, eitt eftir Tiziano og Guð- spjallamanninn eftir E1 Greco. Listasafnið var byggt fyrir fimmtíu árum og hafði engu þjófavarnar- kerfi verið komið fyrir í húsinu. Þjófarnir skáru sundur símasnúrur í safninu. að sögn lögreglunnar. Virðist sem þjófnaðurinn hafi verið framinn af atvinnumönnum þar sem augljóst er að vanir hand- verksmenn tóku málverkin úr römmunum. Ekkert vafstur á staðnum heldur gengu þeir beint að málverkunum og voru fljótir að athafna sig og hverfa af vettvangi. Rússatíska í eplaborginni Rússarnir eru komnir alla leið til New York og gera meðal annars innrás í tiskuheiminn. Rautt þema skal það líka vera þvi sovésku hönnuð- irnir Vladimir Chopinov og Faina Menyuk sýna rauðan ullarjakka með hettu og svart pils á kynningu sinni á tisku næsta vetrar. Endaskipti virðast ofarlega á blaði þannig að ef til vill verður Nancy bráðlega á vappi um ganga Hvita hússins iklædd rússnesku vaðmáli - sem mótvægi við Raisu umvafða tittnefndum evrópskum hátiskuplöggum. Simamynd Reuter Ólyginn sagði... Hans heilagleiki - krókódíllinn Þetta er ekkert unglamb sem fær hér blíðlegt klapp frá gæslumanninum, vini sínum í Pakistan. Krókódíllinn er orðinn áttatíu ára gamall en þarf þrátt fyrir hrumleikann litlar áhyggjur að hafa af daglegu amstri og afkomu. I tilefni hátíðar, sem afkomendur Afríkumanna i Pakistan - Sheedimenn - halda árlega, var rósakrans hengdur um háls þessa heilaga krókódíls og honum að auki færðar fórnir. Hrátt kjöt er efst á vinsældalistanum og er það talið gæfumerki ef Króki tekur til matar sins en hreinasta hörmung ef hann fúlsar við fóðrinu. Símamynd Reuter Liz Taylor er alveg orðlaus um þessar mundir og þykir það svo sannar- lega saga til næsta bæjar. Sá sem vann það afrek að þagga rækilega niður i kerlu er Lynn Redgrave enda mun hún þekkt fyrir allt annað en linkulegan málflutning. Stöllurnar voru önnum kafnar við að afhenda gagnrýnendaverðlaun i epla- borginni ógurlegu þegar Lynn kom því hressilega á framfæri að fyrir nákvæmlega tuttugu árum hefði Liz gerst svo gróf að láta sig vanta á sambærilega samkomu. Viðstaddir fengu meiningu Lynn á slikri fram- komu nákvæmlega afgreidda með kröftugu orðbragði og að þessu sinni átti Liz hreinlega ekki orð til varnar. Kunnugir spá uggvænlegri hrinu úr þeirri átt- inni síðar. Diana prinsessa svaraði næturklúbbasólói Kalla á einum slíkum alvörustað fyrir nokkrum dögum. Hún smellti sér til plötusnúðsins og bað hann að brenna Chain P.eaction með Diönu Ross á fóninn. Að því fengnu ýtti hún Kalla prmsi snyrtilega út I næsta horn og tók geggjað rokksóló á dansgólfinu. Erfðadúlla Bretaveldis þorði hvorki að æmta né skræmta þarna i skammarkróknum en gestir staðarins ætluðu hreint óðir að verða í fagnaðarlátunum sem skullu yfir eftir að Di hætti að snúast. Sagt er að stjúpan góða i Öskubusku hefði ekki átt nokkurn möguleika i hálfan hring með þeirri rokkóðu Breta- kvensu. Brooke Shields á í miklum erfiðleikum með hið gagnstæða kyn - karlmennina. Skólafélagarnir vestra hafa það á hreinu að slíkur kvenmaður sitji uppi með þúsundir boða á hverju kvöldi og jarða þvi alla drauma um Brooke jafnóðum og þeir láta á sér kræla. Þvi situr sú fagra vera ein heima flest kvöld - illilega án nokkurs karl- mannsbúks í nágrenninu - og segist neydd til að taka hvaða hallærisgutta sem bara léti í sér heyra. Það er kannski reynandi fyrir íslenska afreksmenn að taka vélina vestur?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.