Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1987, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1987, Side 3
FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987. 3 Fréttir Óveðrið á Norður- og Austuriandi: Skemmdir hjá Isno Þá hvolfdi plastbáti með 25 hestafla vél sem bundinn var í höfninni. Bátur- inn mun ekki hafa skemmst. Nokkrar skemmdir urðu á sveitabæj- um í Kelduhverfi. Á Fjöllum I fuku þakplötur af annarri hliðinni á íbúðar- húsinu. Að sögn Jófríðar, húsfreyju þar, er þetta versta veður sem hún man eftir. í Garði II fuku 20 plötur af íjárhúshlöðu. Þá fauk eitthvað af gömlum hlöðum í Ærlækjarseli í Öx- arfirði en það var minni háttar. Jón Sgurðssan, DV, Kelduhveifi; Nokkrar skemmdir urðu á mann- virkjum hjá laxeldisstöðinni Isno í óveðrinu sem gekk yfir fyrr í vikunni. Til dæmis rifnaði nælondúkur af stál- grindarskemmu og fauk hann. Eitt- hvað hefúr fokið af því sem inni í skemmunni var. T.d. vantaði þrjú fiskiker. Talsvert af fóðri var í skemmunni en vel var um það búið og það því ekki í mikill hættu. Innheimta afnotagjalda RÚV: Málið sent til ríkissaksóknara Ríkissaksóknari hefúr nú fengið til meðferðar athugun sem rann- sóknarlögregla ríkisins hefur unnið að samkvæmt beiðni frá Jóni Odds- syni hrl. Athugunin snerist um það hvort staðið væri að innheimtu af- notagjalda RÚV, sem komin væru í vanskil, með löglegum hætti eða ekki. Að sögn Amars Guðmundssonar, deildarstjóra hjá RLR, fór Jón fram á opinbera rannsókn á þessu máli fyrir hönd eins af skjólstæðingum sínum. Athugun RLR væri hins veg- ar vart hægt að flokka undir opin- bera rannsókn, enginn hefði t.d. verið yfirheyrður en RLR aflaði sér gagna víða að, auk álitis og greinar- gerða frá lögfróðum mönnum og upplýsinga hjá RÚV um hvemig þessari innheimtu væri háttað. Að lokinni þessari athugun var málið í heild sent ríkissaksóknara eins og fyrr greinir og mun hann taka afstöðu til þess hvort ákæra verður gefin út eða ekki. -FRI Adrian Meyer t.v. og Roberto Amsler hreiðruðu um sig í tjaldi sinu á Valstúninu. Þeir voru hressir og kváðust ekki kvíða kulda i nótt. DV-mynd Brynjar Gauti IVeir hressir frá Sviss: Tjöiduðu á túninu hjá Val Þeir vom ekki bangnir, Svisslend- ingamir tveir sem höfðu reist tjald sitt á túninu við Valsheimilið í fyrra- dag. Þeir heita Adrian Meyer og Roberto Amsler og kváðust þeir ætla að sofa í tjaldinu um nóttina. Ekki sögðust félagamir óttast kulda, enda vel útbúnir, með dúnsvefnpoka, í góðu tjaldi. Adrian og Roberto hafa dvalið á Is- landi undanfama daga og meðal annars ferðast um Norðurland. Vom þeir nýkomnir frá Blönduósi og vom að sögn ánægðir með ferðalagið. TM-HUSGÖGN Síðumúla 30 - Sími 68-68-22 Við bjóðum nú stæna úrval af sófasettum en nokkru sinni áður. Sófasett úr leðri í mörgum litum. Sófasett úr áklæði, margar gerðir og liti. Sófasett úr „leðurlux", 12 liti. Einnig hornsófa af mörgum gerðum og stærðum. Gott verð, goð kjör. Opið laugard. kt. 9-5, sunnud. kl. 2-5.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.