Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1987, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1987, Síða 7
FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987. 7 Atviimumál DanskVíslenskt fiskvinnslufýrirtæki: Hefur gert samning um ísfiskkaup frá íslandi - fyrirtæki stofnaö á Suöureyri til að selja því fisk í sumar Dansk/íslenska fyrirtækið „Icedan of Dartmark" í Hanstholm hefor gert samning við smábátaeigendur á Suð- ureyri um að kaupa af þeim 600 lestir af fiski í sumar og er fyrirtækið nú að leita eftir kaupum á 2 þúsund lest- um til viðbótar. Fyrirtækið býður mjög gott verð fyrir fiskinn eða allt að 42 krónur fyrir kílóið. Verðið er miðað við danskar krónur og því geng- istryggt. Hér er um fob verð að ræða sem þýðir að fyrirtækið greiðir allan flutningskostnað. Nauðsynlegar bankatryggingar hafa þegar verið lagðar fram. Það er íslenskur maður, Lárus Þor- varðarson, sem búsettur hefur verið í Danmörku í nokkur áf. og rekið þar fiskverkun, sem hefur stófnað „Iced- an“ fyrirtækið ásamt Dananum Leo Erbs. Fyrirtæki Lárusar hefur gengið mjög vel og stækkað jafnt og þétt. Hann hefur aðallega verið með salt- fiskverkun en ætlar nú líka út í frystingu. Fyrirtæki það sem aðilar á Suður- eyri hafa stofnað heitir Kögurás hf. og eru hluthafar smábátaeigendur þar vestra og Valdimar Þorvarðarson, bróðir Lárusar, sem verður umboðs- maður „Icedan" á íslandi. Hefur þegar verið hafist handa um að byggja stál- grindarhús á Suðureyri þar sem fiskurinn verður ísaður í gáma áður en hann verður sendur til Danmerkur. -S.dór Kurr meðal útgerðarmanna vegna tilboðs í flotgalla tekið var fjórða hæsta tilboðinu í flotgalla fyrir flotann Mikill kurr er víða meðal útgerð- armanna vegna þess tilboðs sem Landssamband íslenskra útvegs- manna tók varðandi sameiginleg innkaup á flotgöllum fyrir fiskiskip- in í landinu. Landssambandið tók 4. hæsta tilboðinu sem hljóðaði upp á 15.800 krónur fyrir gallann en lægsta tilboðið hljóðaði upp á 7.300 krónur. Flotgallar allra þeirra aðila sem gerðu tilboð hafa hlotið samþykki slysavamasérfræðinga. Landssam- bandið kallaði til liðs við sig sérff æð- inga ffá ýmsum aðilum til að meta flotgallana sem eru að sjálfsögðu nokkuð misjafnir. Að lokum treystu þeir sér ekki til að gera upp á milli fjögurra tegunda. Þar í var sá galli sem valinn var og einnig sá galli sem var á lægsta verðinu. Utboðið ffá Landssambandinu hljóðaði upp á 5 þúsund flotgalla þannig að munurinn á tilboðinu sem tekið var og lægsta boðinu er um 40 milljónir króna. Það eru einkum stærstu útgerðaraðilar landsins sem vilja skoða þetta mál betur með þennan verðmun í huga og það að allir gallamir vom dæmdir hæfir. Gylfi Guðmundsson hjá Innkaupa- sambandi Landssambands útvegs- manna sagði að sú flotgallategund sem tekin var væri liprust og tæki minnst pláss um borð. Einnig taldi hann þessa tegund hafa verið þá bestu og menn vildu imifram allt setja það besta um borð í skipin. Þá væri 5 ára ábvrgð á þeim og fast eftirlit. Utgerðaraðilar. sem DV hefur rætt við. hafa haft á orði að ganga út úr þessum sameiginlegu innkaupum vegna þessa verðmunar á jafnhæfum flotgöllum. -S.dór I FMip TVILITU SMAT0SKURNAR Laugavegi 58 Simi 13311 Póstsendum um allt land, j|§ s Fermingargjöfin 1987 er vandað tölvuseðlaveski eða leðurmappa • " ■. ■■V,'; Heildsölubirgðir: LEÐURKAUPhf. SIMAR 91-23744 LAUGAVEGI 58 P.O. BOX 8130 R-8 Verð 1.195 Verð 1.595 Verð 1.595

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.