Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1987, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1987, Page 14
14 / Neytendur í umferðinni: Fjórhjólin - nýjasta della íslendinga - í umsjá Bindindisfélags ökumanna Nokkuð hefur verið rætt um svo- nefiid flórhjól undanfarið. Þessi nýju fai'artæki, sem nú eru mjög vinsæl hér á landi, hafa reyndar verið bönnuð annars staðar á Norðurlöndum vegna þeirrar hættu og þeirra spjalla sem þau hafa valdið. Þá hafa Bandaríkjamenn ekki farið varhluta af því vandamáli sem þeim fylgir, bæði aukinni slysa- tíðni og vaxandi gróðurskemmdum. Nú fer fjöldi þeirra hér á landi að . nálgast þúsundið. Hvar eru fjórhjólin? Faiið er að bera nokkuð á þessum farartækjum í þéttbýli en enn sem komið er virðast eigendur þeirra nota þau meira fyTÍr utan þéttbýlið. Þau eru mikið á óbyggðum svæðum og meðan snjór er yfir öllu er lítil hætta á að þau skemmi gróður en þegar vora tekur eykst hættan á gróðurskemmd- imi af völdum ijórhjólanna. Síðastlið- inn sunnudag var ég staddur á Hellisheiðinni ofan við Skíðaskálann í Hveradölum. Þar var fólk á skíðum og böm að renna sér á snjóþotum nið- ur brekkumar. Skyndilega birtist hópur af þessum farartækjum og sum þeirra renndu sér beint í gegn um hópinn á mikilli ferð. Minnstu munaði að eitt górhjólanna æki niður bam sem var að renna sér niður eina brekk- una. Hvað ertil ráða? Ég vona að slík sjón, sem mætti mér á Hellisheiðinni um síðustu helgi, sé undantekning, Það er skiljanlegt að þeir sem eiga slík farartæki vilji leika sér með þau í óbyggðum. En þið sem akið slíkum farartækjum verðið að sýna tillitssemi og fara varlega í ná- grenni við skíðasvæði og þar sem böm em að leik. Þá ættuð þið að brýna fyrir ykkar samferðamönnum, sem einnig aka slíkum tækjum, að vera á varðbergi og aka aldrei hraðar en svo að þið hafið fúllkomið vald á þeim kringumstæðum sem geta komið upp. Þessi tæki komast mjög hratt og börn, sem em að renna sér á skíðum eða snjóþotum, eiga erfitt með að fylgjast með því sem er að gerast í kring um þau. Þvi ber okkur sem eldri erum að taka tillit til þeirra. Fyrir hverja eru fjórhjólin? Nú, eftir að nýju umferðarlögin vom samþykkt, er ljóst að til að geta stjóm- að vélknúnu farartæki þarf að hafa réttindi. Það nær einnig yfir fjórhjólin. Því er það ljóst að börn innan við 15 Það eru einir fimm aðilar sem flytja þessi nýjustu „dellu-farartæki" inn, Honda, Suzuki, Sambandið, Polaris og Þór hf. Kawasaki er frá síðasttalda fyrirtækinu og kostar á bilinu frá 82 þús. kr. upp i 153 þúsund. Þór hefur nú selt milli 250 og 260 hjól. DV-mynd Brynjar Gauti H FOSTUDAGUR 3. APRÍL 1987. ára aldur mega EKKI stjórna eða vera á fjórhjólum. Þegar lögin taka gildi breytast einnig tryggingar á þessum tækjum og þau verður að skyldu- tryggja eins og önnur vélknúin farar- tæki. Nú er það hins vegar undir hælinn lagt hvort þau em tryggð. Ert þú borgunarmaður fyrir því tjóni sem þú getur valdið á slíku tæki? Fjórhjólin em vandmeðfarin farar- tæki og því verða ökumenn þeirra að r hegða sér samkvæmt því. Því viljum við biðja þig, ef þú átt slíkt farartæki, að fara varlega, aktu aldrei hratt þar sem von er á gangandi fólki, fólki á skíðum eða snjóþotum. Aktu heldur ekki þannig að þú skemmir viðkvæ- man gróðurinn og síðast en ekki síst; aktu þannig að þú verðir ekki sjálfum þér að fjörtjóni. Þannig stuðlar þú að auknu öryggi annarra og þínu eigin. EG Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð J>ér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fiölskyldu af sömu stærð og yðar. Nafn áskrifanda i Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks Kostnaður í mars 1987: Matur og hreinlætisvörur kr. j Annað I kr. Alls kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.