Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1987, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1987, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987. 15 Neytendur MViðskiptavinurinn hefur alltaf á réttu að standa“ Gilda þessi gómlu sannindi ekki hér á landi? Léleg þjónusta er því miður oft áberandi á ýmsum sviðum, eins og t.d. í verslunum og ekki síður á opin- berum stöðum. Við þekkjum mörg dæmj um slíka þjónustu. En einnig þekkjum við dæmi um góða þjón- ustu, sem því miður er ekki eins skeytt um að segja frá. Nýlega fengum við bréf frá konu þar sem sagt er frá lélegri þjónustu sem hún fékk í kvenfataverslun í Reykjavík. Við ætlum að birta hluta bréfsins en ekki segja frá nafhi versl- unarinnar að svo komnu máli. Sá sem þetta hittir tekur það til sín og bætir sig vonandi í framtíðinni. Kjóllinn notaður tvisvar „Fyrir jólin keypti ég kjól sem ég hef farið tvisvar í. í seinna skiptið varð ég fyrir því óhappi að hellt var yfir mig á veitingahúsi. Þegar heim var komið las ég leiðbeiningar á kjólnum þar sem stóð að hann mætti þvo á 30°. Eftir að hafa druslað kjóln- um til í ylvolgu vatni hengdi ég hann upp rennandi blautan. Er skemmst frá því að segja að kjóllinn varð ein krumpa á eftir. Þá fór ég í verslunina og hitti eig- andann og kvartaði yfir því hvernig kjóllinn hefði farið eftir þennan eina þvott og yfir því að mér hafði ekki verið sagt við kaupin að þetta efhi (100% acetate) krumpaðist. Eigandinn neitaði með öllu að gefa mér afslátt af kjólnum og vildi meina að efhið væri svona krumpsækið. - Orðum sínum til áherslu barði eig- andinn með herðatré í borðið og sagðist ekki vera neinn okrari sem ég hafði aldrei minnst á. Mér var farið að ofbjóða hvemig frúin lét og sagði að hún hlyti að leggja á sína vöm eins og aðrir sem versluðu. Að lokum kallaði hún mig andskotans fífl. Hér með hef ég komið þessu á framfæri eins og ég lofaði eigandan- um. Svona framkoma er ekki til að laða kúnnann að. Kurteisi kostar ekki peninga og náttúrlega mun ég aldrei versla í þessari verslun á með- an þessi eigandi er.“ Ótal dæmi um ókurteisi Þetta dæmi er því miður ekkert einsdæmi, að verslunarfólk komi ekki auga á þann gamla sannleika að „viðskiptavinurinn hafi alltaf á réttu að standa“. Ég er ekki að segja að verslunin hafi borið ábyrgð á þvi að kjóllinn krumpaðist og varla von til þess að viðskiptavinurinn gæti átt von á endurgreiðslu eða afslætti. Gerviefni eiga það til að krumpast illilega, betra hefði verið að setja kjólinn í hreinsun. En auðvitað er ófyrirgefanlegt að verslunareigandi Verslunareigendur ættu ekki að láta eftir sér að segja viðskiptavinum sinum til syndanna. Afstaða til við- skiptavinanna verður að vera hlut- laus. kalli viðskiptaavini sína fífl, jafnvel þótt honum finnist þeir vera það. Komum við að öðm atriði í grein- inni. Bréfritari segist hafa orðið „fyrir því að hellt var yfir“ hann á veitingahúsi. Ef það var starfsmaður veitingahússins sem hellti yfir við- komandi var það að sjálfsögðu skylda veitingahússins að láta hreinsa kjólinn eða bæta hann að öðm leyti. Ég man eftir dæmi frá Bandaríkj- unum þar sem helltist yfir konu þannig að kjóllinn varð gegndrepa. Veitingahúsið hafði engin umsvif og greiddi andvirði kjólsins umsvifa- laust og án nokkurra vandræða. Ekki var tekið mið af þvi að þama var um að ræða eldgamlan kjól sem svo sannarlega var búinn að „lifa sitt fegursta". Á dögunum urðum við vitni að því að kertavax lak ofan á jakkaermi á gesti á einu af veitingahúsunum í Reykjavík. Gesturinn kvartaði og þjónninn brá sér afsíðis með jakkann sem var hreinsaður á viðeigandi hátt á stundinni og gesturinn var ánægður. Aðra sögu af góðri þjónustu heyrð- um við. Maður keypti sér sjóngler. Er hann hafði notað það í viku tók hann eftir því að óhreinindi vom á linsunni og fór því með hana aftur í verslunina. Linsunni var umsvifa- laust skipt fyrir nýja og ónotaða. Viðkomandi sagðist ekki búast við að ef um varahlut í bifreið hefði ver- ið að ræða og hann hefði verið búinn að nota hann í eina viku að honum vrði skipt út fyrir nýjan. Bílavarahlutir og pósthús Við höfum heyrt flöldann allan af sögum um viðskipti fólks við bif- reiðavarahlutaverslanir. Nú seinast sagði einn samstarfsmaður að það væri sér undrunarefni hvemig sum- ar varahlutaverslanir gætu staríað því svo erfitt væri að fá þar viðun- andi afgreiðslu á nauðsynlegum varahlutum. Þá era það þessir „opinbem". Oft ekki barnanna bestir. Við þurftum að setja bunka af bréfum fyrir fé- lagasamtök í póst. Er komið var í pósthúsið með bréfin var þar fyrir karlkyns afgreiðslumaður sem hreinlega neitaði að telja bréfin í bunkanum! Taldi það ekki í sínum verkahring að gera slíkt, Við leituðum þá í annað pósthús. Þar var fyrir kvenkyns afgreiðslu- maður sem spurði hvað bréfin væru mörg, en er við vissum það ekki taldi hún þau og við fengum svo frímerk- in afhent. Afgreiðslumaðurinn í fyrra póst- húsinu fær að vera í friði fyrir okkur í framtíðinni. Revndar höfum við áður fengið lélega þjónustu í þessu pósthúsi og fórum þangað ekki í nokkur ár, en hún hefur sýnilega ekki batnað. Nóg af vondri þjónustu í bili. -A.BJ. G TÆRU ÍSLENSKU VATNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.