Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1987, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1987, Qupperneq 17
FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987. 17 Lesendur Lækkið tollana Erla Ingvarsdóttir skrifar: í færibandavinnu á Alþingi síðustu daga íyrir þingslit var aragrúi af fhimvörpum kejrður í gegn. Mörg að lítt athuguðu máli og í tíma- hraki. Þar fóru í gegn frumvörp um lækkun tolla af myndavélum, spól- um og myndböndum sem teljast írekar til munaðarvöru. En ekki eitt einasta frumvarp varð ég vör við um lækkun tolla á bama- vörum sem allar eru í hæstu toll- flokkum. Margt ungt fólk langar að eiga böm en hefur hreinlega ekki efrii á því. Unga fólkið er að basla við að koma yfir sig þaki. Það þekkja allir þá sögu. Bameignir em þar ekki á dagskrá. í þættinum I takt við tímann hinn 4. mars, sem var tekinn upp á fæð- ingardeildinni, kom fram að bams- fæðingum fer stórfækkandi. „Svo uggvænlegt er,“ eins og einn lækn- anna sagði, þróunin væri líklega sú að helmingi færri fæðingar yrðu árið 2000 heldur en nú er. Það segir sig sjálft að ekki fjölgar bömunum við aukna notkun á smokkum sem kemur í kjölfarið á sjúkdómnum eyðni. Þannig að slysa- bömum fer líka fækkandi. Nú fara kosningar í hönd og allir þurfa þingmenn að hafa einhver málefni á oddinum til að fá at- kvæði. Góðar þingkonur og þing- tollana á bamavörum, með því menn, sýnið nú manndóm og lækkið tryggið þið ykkur atkvæði. „Ekki eitt einasta frumvarp varð ég vör við um iækkun tolla á barnavörum sem allar eru i hæstu tollflokkum." Aukið ötyggiskrafur við bryggjur Lesandi hringdi: Mig langaði að vekja athygli á bágborinni aðstöðu við bryggjur hér við land vilji svo óheppilega til að fólk detti niður milh akips og bryggju. Slík slys hafa því mið- ur orðið og munu verða, oft með skaðvænlegum aöeiðingum. Ef slíkt kemur upp öllum að óvörum og enginn sér til þeas er féll út- byrðis em ekki miklar líkur að viðkomandi komist lífe af. Þess vegna segi ég að það þurfi að koma upp einhvers konar aðstöðu við biyggjur svo fólk geti bjargað sér sjálft falli það útbyrðis. Það væri td. hægt að leggja kaðla meðfram bryggjunum með eins metra milli- bili með upplýstum endurskins- merkjum sem em greinileg. Eða þá að bafa vaktmann er skip em í höfn til að fylgjast með svona löguðu. Af þessu hafa hlotist stórelys bæði á Akureyri og ísafirði, þetta ætti að vekja stjómvöld til um- hugBunar, það er mjög brýnt að aukið sé við öryggisaðstæður við biyggjur. „Mér fannst lagið hans Valgeirs, Hægt og hljóft, tvimælalaust besta lagið og virkilega fallegt. “ Söngvakeppnin: „Átti skilið að vinna“ Jóhanna Friðriksdóttir hringdi: Ég vil þakka sjónvarpinu fyrir spennandi og tvísýna söngvakeppni er mér fannst mjög vandað til. Mér fannst lagið hans Valgeirs, Hægt og hljótt, tvímælalaust besta lagið og virkilega fallegt. í rauninni var þetta eiginlega eina lagið sem var ekki sam- ið í eurovision stíl og af þeirri ástæðu einni hafði það mikla sérstöðu. Mér fannst Halla, sem söng lagið, líka standa sig með mikilli prýði og þetta lag átti svo sannarlega skilið að vinna. Ég efast ekki um að þetta hugljúfa lag á eftir að ná langt en við verðum bara að bíða óþreyjufull eftir sjálfri keppninni í Brussel. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Reykjavík vegna alþingiskosninga 1987 hefst í Ár- múlaskóla laugardaginn 4. apríl kl. 14 og stendur til kl. 18. Síðan verður kjörstaðurinn opinn alla virka daga kl. 10-12, 14-18 og 20-22 en sunnudaga og helgidaga kl. 14-18. Lokað verður föstudaginn langa og páskadag. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. AÐALFUNDUR Verzlunarbanka íslands hf. verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, laugardaginn 11. apríl 1987 og hefst kl. 14.00 Dagskrá: 1. Aðalfúndarstörf skv. 33. grein samþykktar fyrir bankann. 2. Tillaga um útgáfú jöfiiunarhlutabréfa. 3. Tillaga um breytingar á samþykktum bankans. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fúndarins verða afhentir hluthöfúm eða umboðsmönnum þeirra í afgreiðslu aðalbankans Bankastræti 5, miðvikudaginn 8. apríl, fimmtudaginn 9. apríl og föstudaginn 10. apríl 1987 kl. 9.15-16.00 alla dagana. Bankaráð VERZLUNARBANKA ÍSLANDS HF. UCRZLUNRRÐRNKINN st. 541 m/skáp og hátölurum 24.300 stgr. st. 543 m/skáp hátölurum 35.910 atgr. st. 545 m/leysiplötu- spilara, skáp og hátölurum 49.950 stgr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.