Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1987, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1987, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987. Iþróttir i Framsigur FrankArnesen til Danmerkur Danski knattspymumaðurinn Frank Arnesen, sem um árabil heíur leikið sem atvinnumaður í Evrópu, hefur nú ákveðið að yfirgefa félag sitt í Hollandi, PSV Eindhoven, og halda heini á leið. Amesen hefur þó ekki en ákveðið með hvaða liði hann ætlar að leika í dönr.ku í. deildínni en hann mun vera langt frá því að ætla að leggja skóna á hilluna. í>að em Bröndby og OB í Óðinsvé sem bítast um kappann en vitaskuld mun hann styrkja hvaða lið sem er í Dan- mörku gífurlega. Ástæða þess að Arnasen heldur nú heim á leið er sú að honum finnst hann hafa verið bæði niðurlægður og sniðgenginn hjá PSV. Hann hefúr átt erfitt með að vinna sér fast sæti í liðinu og hefur hann orðið fómar- lamb valdabaráttu innan liðsins. Það var framkvæmdastjóri félagsins, Kees Ploegsma, sem stóð fyrir því að kaupa Amesen en þjálfari liðs- ins, Guus Hiddink, vildi ekki sjá Amesen og hefur reynt allt sem hann getur til að koma honum í burtu. „Ég hef engan áhuga á því að sitja á bekknum hjá PSV og því síður að leika með varaliðinu. Ef ég leik ekki nú um helgina gegn Utrecht fer ég. í Danmörku em það aðeins OB og Bröndby sem hafa fjárhagslegt bol- magn til að fá mig,“ sagði Amesen. -SMJ Júlíus er með t frá Bayer Levert - „Þetta er allt vemlega freistandi,“ segir Júlíus J Bayer Leverkusen, lið Atla Hilmarssonar í V-Þýskalandi, leitar nú logandi ljósi að arftaka hans. Eins og menn vita hættir Atli með liðinu þegar þetta misseri er úti og hafa nú forkólfar liðsins sótt það fast að fá Valsmanninn Júlíus Jónasson í sínar raðir. Leverkusen vill gjarnan fá annan íslending í sínar raðir og hef- ur liðið gert Júlíusi tilboð sem hann ætlar að liggja yfir um helgina. í samtali við DV í gærkvöldi. „Ráðamað ur liðsins bauð mér út til að líta ; aðstæður en ég er þó enn óráðinn oi hef enn sem komið er mestan hug á ai leika hér heima næsta vetur. „Forráðamenn Leverkusen fengu í hendur myndband með leik íslendinga og Svía á Evstrasaltsmótinu," sagði Atli Hilmarsson í samtali við DV seint í gærkvöldi. „Vom þeir yfir sig hrifriir af Júlíusi Jónassyni og er nú allt kapp lagt á að fá hann hingað út.“ „Ég get ekki neitað því að Leverkusen hefúr falast eftir mér. Ég hef fengið visst tilboð frá félaginu," sagði Júlíus sjálfur Vitanlega em svona tilboð freistand en það spila svo margir þættir saman svona málum. Ég er til að mynda enn námi og svo stefrii ég umfram annað ; verkefhi með landsliðinu. Ég vil sís gera hluti sem standa í vegi fyrir fram; mínum á þeim vettvangi. Landsliðið e Framarar lögðu IR-inga að velli í ■ I Reykjavíkurmótinu í gærkvöldi. Lokatölur voru 3-0 og skoraði hinn I * ungi og efnilegi Arnljótur Davíðsson tvö marka Fram en Viðar Þorkels- | son, sem hér sést á myndinni, skoraði þriðja markið. Það er því ekki | I hægt að segja annað en að titilvörn Framara byrji vel. Næsti leikur í _ | Reykjavikurmótinu er á, sunnudagskvöldið og þá mætast Víkingur og | j^KR. Leikur þeirra hefst kl. 20.30. DV-mynd Brynjar Gau^j Spila þá bara á Grænlandi áá - segir landsliðsmaðurinn Sigurður Jónsson „Ég ætti að koma heim í sumar og leika með Skagamönnum. Maður þarf af halda sér í formi yfir sumarmánuð-, ina. - Ég er til en kallinn stendur sjálfsagt í veginum.“ Þetta sagði Sigurður Jónsson, lands- liðsmaður í knattspymu, í samtali við DV í gær. Sigurður lék á als oddi og var kampakátur þrátt fyrir rysjótta tíð í Englandi. Sigurður lék þó með sigurliði Sheffi- eld gegn Manchester United um daginn en var síðan settur á gaddinn strax á eftir. „Ég lét kallinn heyra það sem hann átti skilið. Það kann ekki góðri lukku að stýra að gjörbylta sigurliði. Þegar ég leik jafh vel eða betur en félagam- ir finnst mér sanngjamt að ég haldi stöðu minni í liðinu. Annars lék ég með aðalliðinu gegn Helsinki í fyrra- kvöld. Finnsku meistaramir vom léttir og unnum við auðveldan sigur, 5-0. Ég lék sómasamlega en skoraði ekki, - ég er að spara kraftana og mörkin fyrir landsleikinn gegn Frökk- um í París. Annars er allt á huldu með framtíðina. Maður verður þó að taka þessu létt. Sjálfsagt get ég leikið á Grænlandi og tekið út öll laun í brennivíni. Það er aldrei að vita upp á hverju maður tekur. Grínlaust, ég læt þetta tímabil líða áður en ég breyti til - ef ég breyti þá til,“ sagði Sigurður Jónsson að lokum. -JÖG ISigurður Jónsson. AHreð og Jóhann í þýska sjónvarpið Atli Hilmaissan, DV, V-ÞýskaJand; Ef Essen vinnur stig í leik sínum gegn Hofweier um helgina er það orðið landsmeistari í V-Þýskalandi, annað árið í röð. Ríkissjónvarpið er búið að bjóða leikmönnum liðsins í útsendingarsal á laugardagskvöld, nái þeir þessu takmarki sínu. Ef svo fer sem horfir munu þeir fóstbræður, Jóhann lngi og Alfreð Gíslason, halda merki íslendinga hátt til lofts. Aðeins kraftaverk getur komið í veg fyrir sigur Essen í Bun- desligunni. -JÖG „Fönim óhræddir á Evrópumótið" - segir Bjöm Leósson landsliðsþjátfari • Drengjalandsliðið í körfuknattleik, sem keppir á Evrópumótinu i Englandi, ásamt þjálfurum. „Við fórum óhræddir á þetta mót og ég vonast til að liðið nái góðum árangri. Undirbúningur hefur verið nær stanslaust í tvö ár og við gerum okkur vonir um að vinna í það minnsta einn leik. Annað yrði vonbrigði fyrir okkur,“ sagði Bjöm Leósson, aðal- þjálfari drengjalandsliðsins í körfu- knattleik, en liðið heldur á sunnudag i mikið ferðalag. Fyrst verður farið til Portúgal og keppt á æfingamóti þar. Þá verður dvalið í viku í æfingabúðum í Portúg- al og síðan haldið rakleitt á Evrópu- meistaramótið sem hefst 21. apríl. I riðli með íslenska liðinu eru drengja- lið frá Skotlandi, Belgíu, Englandi og Frakklandi. Leikmenn sem skipa drengjaliðið em þessir: Herbert Amarsson, ÍR Ari Gunnarsson, Brynjar Harðarson, ÍBK Gunnar Öm Örlygsson, UMFN Hörður Gauti Gunnarsson, KR HörðurLindberg Pétursson, Haukum Jón Páll Haraldsson, UMFG Ottó Davíð Tynes, ÍR Skúli Skúlason, ÍBK Sveinbjöm Sigurðsson, UMFG Þórir Viðar Þorgeirsson, ÍR • Aðalþjálfari er Björn Leósson en honum til aðstoðar em þeir Dick Ross og Jón Sigurðsson. Sigurður Valur Halldórsson alþjóðadómari verður í för með drengjalandsliðinu. -SK N mæ næs urb íski mn tilj atri ver þeti úni Áns og. ætl, ver am og Mo aus Ani mn IV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.