Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1987, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1987, Síða 38
50 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987. SYNGILL VIKUNNAR U2 - With Or Without You (ISLAND) U2 eru í framvarðasveit þeirra hljómsveita og ein- staklinga sem leika það sem kallað hefur verið gáfumannapopp. Er þá átt við vandaða popptónlist sem ekki rennur bara inn- um annað eyrað og útum hitt heldur skilur eitthvað eftir. Og þetta lag uppfyllir öll skilyrði; er á sinn hátt grípandi eftir stutta hlust- un en skilur sífellt meira eftir sem oftar er hlustað. Hér sameinast allt í einu lagi; frábær hljóðfæraleik- ur, söngur, túlkun og framsetning. Alvöru popp. AÐRIR ÁGÆTIR SYNGLAR The Go Betweens - Right There (BEGGARS BAN- QUETT) Mjúkt popp í millitakti, með skemmtilegum strengjaútsetningum, blíð- um röddum og angurværð inná milli. Melódían liggur ekki alveg í augum uppi strax en þetta er eitt þeirra laga sem vinna á við nán- ari kynni. World Party - Ship Of Fools (CHRYSALIS) Gamli tíminn trommar upp enn á ný; hér er engu líkara á stundum en að gömlu Animals hafi þvælst inná plötuna, meira að segja er söngvarinn þræl- líkur Eric Burdon í hljóm og töktum. Það er víðar en í Hollywood sem týnda kynslóðin skýtur upp koll- inum. Jackie Wilson - I Get The Sweetest Feeling (SMP) Talandi um týnda kyn- slóð má segja að Jackie Wilson tilheyri þeirri kyn- slóð sem nú týnir tölunni óðum. En þrátt fyrir að vera kominn undir græna torfu fyrir nokkru er Jackie heitinn vinsælli en nokkru sinni og á hvern smellinn í toppsætum breska listans á fætur öðr- um. Hér er enn eitt gull- kornið; soul eins og það gerist best og þeir gera ekki betur í dag þó þeir hafi lært. Eurythmics - Missionary Man (RCA) Enn er verið að tína lög af Revenge á smáskífur og enn eru þau ekki farin að dala neitt í gæðum að heit- ið geti. Þetta er hreint og beint rokklag í ekta Eur- ythmics anda og það fer ekki á milli mála að Dave Stewart er eitt af örfáum ekta séníum í poppinu í dag. -SþS- Level 42 - Running In TTie Family Ættariaukurinn Ferill bresku hljómsveitarinnar Le- vel 42 er um margt nokkuð sérstakur. Hljómsveitin var stofnuð árið 1980 og lék þá mestanpart jass-fónk tónlist án söngs. Var Mezzoforte til að mynda líkt við Level 42 á þessum tíma. Fljótlega tóku Level 42 uppá að bæta röddum við í stöku lagi og fjölg- aði þoim lögum eftir því sem leið á ferilinn. Jafnframt fór að bera á aukn- um áhrifum frá soultónlist á plötum hljómsveitarinnar. Og á allra síðustu árum hefur hljóm- sveitin svo stigið síðustu skrefin yfir i simgna tónlist eingöngu og við það skipað sér á bekk með allra vinsæl- ustu hljómsveitum Bretlands i dag. Tónlistin er nú svotil alfarið afhrigði af soulrokki ekki ósvipað því sem oft mátti heyra frá Earth, Wind And Fire fyrir nokkrum árum. Þetta er áferðarfalleg, mjúk popp- tónlist sem stuðar engan sem slík eri er engu að síður áleitin og krefst hlust- unar til að hennar verði notið til fulls. Aðaldnfíjöður Level 42 er söngvar- inn, bassaleikarinn og lagasmiðurinn Mark King og er hann nú talinn í hópi allra færustu manna á sínu sviði í Bretlandi. Er það ekki furða þegar mið er tekið af þeim gæðum sem ein- kenna bæði lagasmíðar hans og söng. Og á þessari nýju plötu Level 42 má segja að King blómstri, enn frekar en fyrr, því hér er tvímælalaust um heil- steyptustu plötu Level 42 að ræða og yrði ég ekki hissa þótt bessi plata yrði ofarlega á blaði yfir bestu plötur árs- ins þegar upp verður staðið í árslok. Hér er hvert lagið öðru betra, eitt rejmdar frá í fyrra, stórsmellurinn Lessons In Love, en það fellur mjög vel að efhi plötunnar.' Önnur stórgóð lög á þessari plötu eru núverandi I smellur hljómsveitarinnar, lagið Running In The Family, sem reyndar er titillag plötunnar; lagið To Be With You Again, Two Solitudes og Sleep- walkers, sem er eina lagið sem sker sig örlítið úr, en það er meirayfir í reggaedeildina. Running In The Family er kosta- gripur í alla staði og það fer ekki milli mála að Level 42 er með áhugaverðari hljómsveitum um þessar mundir. -SþS- Colin James Hay - Looking For Jack Einn úr vinnuflokknum Áströlsku hljómsveitinni Men At Work skaut heldur betur upp á stjömuhimininn fyrir rúmlega íjórum árum. Hvert lagið af öðm vermdi vin- sældalista víða um heim og á stuttum tíma komu tvær LP plötur sem seldust eins og heitar lummur. En eitthvað hefur farið úrskeiðis því sama og ekk- ert hefur heyrst frá hljómsveitinni síðan. Ekki veit ég hvort Men At Work er hætt. Allavega hefur söngvari, laga- smiður og gítarleikari hljómsveitar- innar, Colin James Hay, yfirgefið þá og þegar hann er farinn er nú ekki mikið eftir af sérkennum þeirra. Það var nefhilega Hay sem með sinni ein- stöku rödd gaf Men At Work þann sérstaka blæ sem einkenndi hljóm- sveitina. James Colin Hay hefur nú gefið út sólóplötu er nefnist Looking For Jack. Eins og komið hefur fram hefur Hay nokkuð sérstaka rödd og þegar lög hans em í sama farveg og lögin sem hann samdi fyrir Men At Work, þá er samlíkingin óhjákvæmileg og því er plata hans nokkum veginn endur- ómur af tónlist Men At Work. Það er svo bara smekksatriði hvort mönnum líkar betur eða verr. James Colin Hay er mjög melódískur laga- höfundur og á létt með að semja lög sem venjast vel, svo er um flest lögin á Looking For Jack. Rólegheita rokk í fyrirrúmi. Áreynslulaust í flutningi og allur umbúnaður fyrsta flokks. Ef undan er skilið titillag plötunnar Looking For Jack á fyrri hlið plötunn- ar er lítið um tilþrif þar. Miðlungs lög sem renna ljúflega í gegn og gleymast fljótt. Meira er lagt í Looking for Jack sem er róleg ballaða flutt með góðum tilþrifum af Hay sem nýtur aðstoðar sjálfs Herbie Hancock í þessu lagi. Á seinni hliðinni tekur Hay sig að- eins á og þar er að finna ágæt lög eins og Puerto Rico, Ways Of The World og Fisherman’s Friend, lög sem taka því fram sem Men At Work gerði á sínum tíma, þó ekki séu þau líkleg til vinsælda. í heild er Looking For Jack meló- dísk og þægileg plata sem þó varla boðar nein stórtíðindi fyrir Colin Ja- mes Hay. HK Sæl uú!*. .. Eins oij sjá má á siðuimi hér víö hliðína fer gamla Bitlalagið Let It Be beinustu íeiö á toppinn í Bretlandi en þetta lag var hljóöritað uppá nýtt á dög- unum i þeim tílgangi að styrkja aðstandendur þeirra setn fórust i ferjuslysinn við Belcjiu um tl ir fratgir popparar málefninu lið og lögðu til raddir sínar og hijóðfæra- ieik; þeirra á ineóal má nefna Boy George, Frankíe Goes To Holiywood, Curi- ostiíy Kilied The Cat og Mark Knopfler. Paul McCartney. annar af höfnnd- um lagsins, gat ekki komið til leiks en gaf gúðfúslega leyfi til að söngnr hans á uppiunalegu upptökunni yrði notaður. Og Michaef Jack- son, sem á útgáfuréttinn á larjinu, gefur cftii allar tekj- ur sem iun koma af sölu lagsins . , • Bronski Beat ittunu risa aftur úr gröfinni eii aðeins i stutta stund. Jimmy Sommerville fékk fyrrum féfaga sina i hijóni- sveitinní tii að koma fram með sér á alþjóðlega eyðni- daginn sem er á morgun , . . Rod Stewart hefur gefið grænt Ijós á að gantfi smell- urinn hans, Sailing, verði endurútgefinn til styrklat sama málefni og getið er um hér að framan . .. Rotl er ennfremur farinn að huga að næsiu breíðskífu sínni og athygli hefur vakið að meðal vinnumanna lijá honum við gerð þeirrar plötu verður Andy Taylor, fyrrum gítarísti . Duran Ðuran. (Roddi gæti verið pabbi hans). . . Fleet- wood IVIac hefur verið endmreist og er nýr syngiify væntanlegur innan skamms' og segja þeir sem hafa heyrt. að hér sé vhkilega gott efní á feiðinní. Stór plata er svo væntanleg i kjölfarió og mun hún heita Tango )n The Night . , . Robert Pahner, bieski rokkarinn sem settist að á Bahamaeyjum og sló i gegn á nýjan Ieik i fyrra með plótuna Riptide og söng með Powei Statíon, hefur i hyggju að taka upp samstarf við þýsku lokksveitifia Scotpions af öllum rokk- sveitum. Allt vai þetta tilvíljun ein; Palmer var á þvælingi í KÖIn og komst " þar i kynni við trommara Scorpions og síðan restina af sveitinni og leist svona skrambi vel á þýðverskti rokkatana aó hann stakk uppá samstarfi Þaó verður fróðiegt aó sjá og beyra . .. og hana nó . ,.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.