Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1987, Side 43
FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987.
55
Útvarp - Sjónvarp
Bylgjan kl. 14.00:
Flaumur af frægum
skemmtikröftum
Söngvarinn og lagasmiðurinn Chico
De Barge mætir í dag í beina útsend-
ingu hjá Pétri Steini klukkan tvö en
hann er nú staddur hér ó landi og mun
skemmmta í veitingahúsinu Evrópu
um helgina. Lagið hans „Talk to me“
hefur notið mikilla vinsælda hér á
- hjá Pétri Steini
landi að undanfömu. Hins vegar fær
hann klukkan 16.30 stórsveitina frá
fyrri árum, Paper Lace, í beina útsend-
ingu. Hún mun skemmta í Glaumbergi
um helgina í fyrsta skipti á íslandi.
Hún sló í gegn með lögunum „Billy
don’t be a hero“ og „The Night Cicago
died“. Auk þessa mun Pétur Steinn
ræða við liðsmenn hljómsveitanna
sem komust í úrslit músiktilrauna
Bylgjunnar og Tónabæjar í gær-
kvöldi. Sem sagt,. það verður margt
góðra gesta á Byígjuniii í- dag.
í von um betri tiö leiðist fólkiö á
landamærunum út í aö smygla
vamlngi, fólkl og peningum.
Sjónvarpið kl. 23.10:
Einskis
manns land
Svissnesk-franska bíómyndin No
Man’s Land eða Einskis manns
land fró árinu 1984 verður föstu-
dagsmynd sjónvarpsins í kvöld.
Myndin segir frá einstaklingum
sem búa beggja vegna landamæra
Sviss og Frakklands og una ekki
aðstæðum sínum af ýmsum ástæð-
um. í von um betri tíð leiðist þetta
fólk út í að smygla vamingi, fólki
og peningumn á milli landanna.
Myndin dregur nafh sitt af skógi
vöxnu einskis manns landi milli
tollstöðva landanna og er þar vett-
vangur smyglaranna að næturlagi.
Með aðalhlutverk í myndinni
fara Hugues Quester, Myriam
Méziéres, Jean Philippe Ecoffey
og Betty Berr. Leikstjóri er Alain
Tanner.
Rætt verður við fjöldann allann af frægum skemmtikröftum á Bylgjunni i dag, þar á meðal Chico De Berge og
Paper Lace í beinni útsendingu.
m
20.00 Opin lina. Áhorfendum Stöðvar 2
gefst kostur á beinu símasambandi á
milli kl. 20.00 og 20.151 síma 673888.
20.20 Klassapiur (The Golden Girls).
Blanche blómstrar eins og yngismær
þegar hún verður ástfangin á ný.
20.45 Geimálfurinn. Ýmsar óvæntar uppá-
komur eiga sér stað á heimili Tanner
fjölskyldunnar eftir að geimveran Alf
bættist I hópinn.
21.15 Þú snýrð ei heim á ný (You Can t
Go Back Home Again). i þessari
bandarísku sjónvarpsmynd öðlast
sjálfsævisöguleg bók Thomas Wolfe
nýtt líf. Myndin gerist um 1920 og
segir frá baráttu ungs rithöfundar, sem
er staðráðinn I því að vinna sér sess
meðal hinna þekktu og ríku. Aðal-
hlutverk leika Chris Sarandon, Lee
Grant, Hurt Hatfield og Tammy Gri-
mes.
22.35 Stranda á milli (Coast to Coast).
Dyan Cannon leikur eiginkonu á flótta
undan manni sinum í þessari gaman-
mynd frá árinu 1980. Skilnaður getur
verið dýrt spaug og því vill læknirinn,
maður hennar, heldur láta loka hana
inni á geðsjúkrahúsi. Leikstjóri er Jos-
eph Sargent.
00.05 Myrkraherbergið (The Dark Room).
Áströlsk kvikmynd með Svet Kovich,
Alan Cassel og Anna Jemison í aðal-
hlutverkum. Mögnuð spennumynd
um mann nokkurn sem tekur sér unga
ástkonu. Sonur hans, sem er á svipuð-
um aldri og stúlkan, verður gagntekinn
þeirri hugsun að komast upp á milli
þeirra og beitir til þess öllum ráðum.
Ceikstjóri er Paul Harmon.
01.35 Myndrokk.
03.00 Dagskrárlok.
Útvajp rás I
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleik-
ar.
14.00 Miödegissagan: „Áfram veginn",
sagan um Stefán íslandi. Indriði G.
Þorsteinsson skráði. Sigríður Schiöth
les (30).
14.30 Nýtt undir nálinni. Elin Kristinsdóttir
kynnir lög af nýjum hljómplötum.
15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
15.20 Landpósturinn. Lesið úr forustu-
greinum landsmálablaöa.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.05 Dagbókin. - Jóhanna Hafliðadóttir.
Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið.
17.00 Fréttir. Tilkynningar.
17.05 Siðdegistónleikar. a. Giuseppe di
Stefano syngur lög frá Napólí. b. Var-
sjár konsertinn eftir Richard Addinsell.
Isador Goodman leikur á píanó með
Sinfóniuhljómsveitinni I Melbourne:
Patrick Thomas stjórnar.
17.40 Torgið. - Viðburðir helgarinnar.
Umsjón: Þorgeir Ólafsson.
18.00 Fréttir. Tilkynningar.
18.05 Torgið, framhald. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endur-
tekinn þáttur frá morgni sem Erlingur
Sigurðarson flytur.
19.35 Bein lina til stjórnmálaflokkanna.
Fulltrúar frá Flokki mannsins. Annar
þáttur.
20.15 Tónskáldatimi. Aðalsteinn Ásberg
Sigurðsson kynnir íslenska samtíma-
tónlist.
20.40 Framboðsskynning stjórnmálaflokk-
anna. Þriðji þáttur: Framsóknarflokkur-
inn kynnir stefnu sína.
21.00 Kvöldvaka. a. Athafnamenn við
Eyjafjörð. Bragi Sigurjónsson flytur
þriðja þátt sinn: Enginn meðalmaður
á ferð, um útgerðarsögu Ásgeirs Pét-
urssonar. b. Þrir mansöngvar. Svein-
björn Beinteinsson kveður úr
frumortum rímum.
21.30 Sigild dægurlög.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Lestur Passiusálma. Andrés Björns-
sor) les 33. sálm.
22.30 Vísnakvöld. Guðmundur Árnason
sér um þáttinn.
23.10 Andvaka. Þáttur i umsjá Pálma
Matthíassonar. (Frá Akureyri.)
24.00 Fréttir.
00.10 Næturstund i dúr og moll með Knúti
R. Magnússyni.
01.00 Dagskrárlok.
Næturútvarp á rás 2 til morguns.
Útvazp xás II
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Á milli mála. Leifur Hauksson kynn-
ir létt lög við vinnuna og spjallar við
hlustendur. Afmæliskveðjur, bréf frá
hlustendum o.fl. o.fl.
16.05 Hringiðan. Umsjón: Broddi Brodda-
son og Margrét Blöndal. Síðdegisút-
varp rásar 2, fréttatengt efni og tónlist.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Lög unga fólkslns. Valtýr Björn Val-
týsson kynnir.
21.00 Merkisberar. Skúli Helgason kynnir
tónlistarmenn sem fara ekki troðnar
slóðir.
22.05 Fjörkippir. Erna Arnardóttir kynnir
dans- og skemmtitónlist.
23.00 Á hinni hliðinni. Albert Jónsson
fréttamaður velur lögin.
00.10 Næturútvarp.
02.30 Ungæði. Hreinn Valdimarsson og
Sigurður Gröndal senda hlustendum
tóninn og láta flest flakka.
Fréttir eru sagðar klukkan 9.00, 10.00,
11.00, 12.20. 15.00, 16.00 og 17.00.
Alfa FM 102,9
13.00 Tónlistarþáttur með lestri úr Ritning-
unni.
16.00 Hlé.
20.30 Ljóskorn. Stjórnendur: Alfons
Hannesson og Eiður Aðalgeirsson.
24.00 Á réttum nótum. Tónlistarþáttur.
04.00 Dagskrárlok.
Bylgjan FM 98,9
12.00 Fréttir.
12.10 Á hádegismarkaði með Þorsteini
J. Vilhjálmssyni. Fréttapakkinn, Þor-
steinn og fréttamenn Bylgjunnar
fylgjast með því sem helst er I fréttum,
segja frá og spjalla við fólk. Fréttir kl.
13.00 og 14.00.
14.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd.
Pétur spilar síðdegispoppið og spjallar
við hlustendur og tónlistarmenn. Frétt-
ir kj. 15.00, 16.00 og 17.00.
17.00 Ásta R. Jóhannesdóttir í Reykjavík
siðdegis.þægileg tónlist hjá Ástu, hún
lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk
sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00.
19.00 Tónlist úr ýmsum áttum. Bylgjan
kannar hvað næturlífið hefur upp á að
bjóða.
22.00 Haraldur Gíslason, nátthrafn Bylgj
unnar, kemur okkur I helgarstuð með
góðri tónlist.
03.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Hörður
Arnarson leikur tónlist fyrir þá sem
fara seint I háttinn og hina sem fara
snemma á fætur.
Útrás FM 88,6
17.00 Blanda með Sigurði Sverrissyni.
(IR)
18.00 Unglingamenning. Þáttur I umsjá
Jean Adele (MS)
21.00 Þegar laufin sofa eru spaöarnir and-
vaka. Valdimar Óskarsson, Ragnar
Vilhjálmsson og Magnús Guðmunds-
son. (FG)
23.00 FBtrallar i beinni útsendingu. (FB)
00.00 FB jóðlar í beinni útsendingu. (FB)
01.00 Næturvaktin. FG heldur hlustendum
vakandi til morguns. (FG)
Svæðisútvazp
Akuzeyzi
18.03-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri
og nágrenni. - FM 96,5. Föstu-
dagsrabb. Inga Eydal rabbar við
hlustendur og les kveðjur frá þeim,
leikur létta tónlist og greinir frá helstu
viðburðum helgarinnar.
Sjónvazp Akureyri
18.00 Einstök vinátta (Special Friendship).
19.45 Viðkvæma vofan.
20.10 Opin lína. Bryndís Schram fjallar um
brjóstagjöf.
20.20 Klassapiur (Golden Girls).
21.00 Geimálfurinn (Alf).
21.30 Endurfundir. Bandarisk sjónvarps-
mynd sem tengist Vietnamstriðinu.
23.05 Náttfari (Midnight Man). Bandarísk
bíómynd með Burt Lancaster.
00.35 Dagskrárlok.
■-QBpH
Heiti potturinn
Jazzklúbbur
Dagskrá í
mars-maí 1987.
JAZZ hvert SUNNUDAGS-
KVÖLD kl. 9.30
i DUUSHÚSI.
Komdu i Heita pottinn!
Sunnudagur 5/4
Tríó Egils B. Hreinssonar
ásamt Sigurði Jónssyni
tenórsaxófónleikara.
Sunnudagur12/4
Kristján Magnússon
og félagar.
Sunnudagur 26/4
Tríó Guðmundar
Ingólfssonar.
Sunnudagur 3/5
Stórsveit Kópavogs
(Djassband Kópavogs).
18 manna stórsveit („big
band") undir stjórn Árna
Scheving.
FISCHERSUNDI SlMAR: 14446 - 14345
Veður
Vegna verkfalls veðurfræð-
inga fást engar veðurspár til
birtingar í DV né öðrum fjöl-
miðlum.
Akureyri skýjað -2
Egilsstaðir snjókoma -1
Galtarviti snjóél -3
Hjarðames sandfok 1
Kefla vikurflug\'öllur hálfskýjað -3
Kirkjubæjarklaustur léttskýjað 1
Revkjavík léttskýjað -2
Sauðárkrókur skafrenn- ingur -3
Vestmannaeyjar léttskýjað -2
Útlönd kl. 6 í morgun:
Bergen skýjað 2
Helsinki þokumóða 0
Kaupmannahöfn skýjað 3
Osló skýjað 1
Stokkhólmur skýjað 1
Þórshöfn alskýjað 6
Útlönd kl. 12 í gær:
Algarve súld 13
Amsterdam mistur 10
Aþena léttskýjað 12
Barcelona (Costa Brava) skýjað 13
Berlfn súld 5
Chicago skýjað 2
Feneyjar (Rimini/Lignano) skýjað 11
Frankfurt léttskýjað 7
Hamborg mistur 6
LasPalmas (Kanarieyjar) léttskýjað 19
London hálfskýjað 8
LosAngeles léttskýjað 17
Lúxemborg skýjað 7
Miami hálfskýjað 23
Madrid rigning 9
Malaga skýjað 18
Mallorca (Costa Del Sol) skýjað 14
Montreal snjókoma 0
New York alskýjað 12
Nuuk alskýjað 4
Paris skýjað 7
Róm rigning 9
Vín þokumóða -1
Winnipeg hálfskýjað 1
''alencia (Benidorm) skýjað 18
Gengið
Gengisskráning nr. 65 - 3. 1987 kl. 09.15 april
Eining kl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi
Dollar 38,910 39,030 38,960
Pund 62,499 62,692 62,743
Kan. dollar 29,810 29,902 29,883
Dönsk kr. 5,6702 5,6876 5,7137
Norsk kr. 5,7107 5,7283 5,7214
Sænsk kr. 6,1411 6,1600 6,1631
Fi. mark 8,7606 8,7876 8.7847
Fra. franki 6,4418 6,4617 6.4777
Belg. franki 1,0350 1,0382 1,0416
Sviss. franki 25,6916 25.7709 25,86-17
Holl. gyllini 18,9898 19,0483 19.1074
Vþ. mark 21,4321 21,4982 21,5725
ít.lira 0,03008 0,03017 0,03026
Austurr. sch. 3,0504 3,0599 3,0669
Port. escudo 0,2769 0,2778 0,2791
Spá. peseti 0,3055 0,3064 0,3064
Japansktyen 0,26627 0,26709 0,26580
írskt pund 57,178 57,355 57,571
SDR 49,8633 50,0166 49,9815
ECU 44.4663 44,6035 44.7339
Simsvari vegna gengisskráningar 22190.
LUKKUDAGAR
3. apríl
9568
Hljómplata frá
FÁLKANUM
að verðmæti
kr. 800.-
Vinningshafar hringi i sima
91-82580.