Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1987, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1987, Qupperneq 44
62 • 25 • 25 FRÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987. Tilboð Þorsteins: Fer 6-7% um- fram verð- bólgumarkmið stjómvalda Fyrstu útreikningar á tilboði Þor- steins Pálssonar fjármálaráðherra til Starfsmannafélags ríkisstofnana benda til þess að nú stefni í launa- hækkanir sem kosti ríkið tvo milljarða króna á árinu og 600-700 milljón krón- um meira en ef desembersamningar á almenna vinnumarkaðnum hefðu haldið hjá ríkinu. Hækkun launa- kostnaðar verður 17-18%, sem er 6-7% umfram síðustu verðbólgumark- mið ríkisstjómarinnar. I þessum útreikningum er gengið út frá því að sambærilegar hækkanir og fjármálaráðherra bauð Starfsmanna- félagi ríkisstofhana gangi til allra ríkisstarfsmanna. Enda þótt búið sé að semja við nokkrar stéttir um minni hækkanir vega þeir samningar lítið í heildardæminu. Ennfremur em þar fyrirvarar sem talið er víst að verði notaðir til endurskoðunar. Reikni- meistarar ríkisins virðast alla vega reikna fastlega með þeim möguleika að allir fái svipað. -HERB Samgöngur í eðlilegt horf Samgöngur virðast oú vera að fær- ast i eðlilegt horf viðast um land. Hjá Flugleiðum er fastlega gert ráð fyrir að hægt verði að fljúga um allt land. Amarflug gerir einnig ráð fyrir að hægt verði að fljúga til allra við- komustaða félagsins. Nokkur óvissa er þó með flug til Siglufjarðar en búist er við að veður þar gangi niður. Hjá vegaeftirlitinu fengust þær upp- lýsingar að færð væri ágæt á Suðurl- andi og austur um firði. Holtavörðu- heiðin hefur verið lokuð síðan á miðvikudag en gert er ráð fyrir að takist að opna hana nú strax eftir hádegi. Oxnadalsheiðin er nú um það bil að opnast og fært er á Siglufjörð. Búið er að moka Vatnsskarð og tæki em á leið til moksturs á Steingríms- fjarðarheiði. Útlit er þvi fyrir að samgöngur fæ- rist til betri vegar eftir óveðrið sem geisaö hefur víða um landið undan- fama daga ef ekki kemur til vonsku- veðra á ný. -es Ávallt feti framar 68-50-60 ÞRÖSTIIR SÍÐUMÚLA 10 LOKI En ætlí Sverrir veröi samstarfs- hæfur? Hannes Agústsson með töskuólina, blár og marinn, á áttræðisaldri. Fatlaður fomsali rændur á Njálsgötunni: DV-myndir S „Hótuðu að hengja mig í töskuólinni“ Þetta er í þriðja sinn sem Hannes er rændur á skömmum tíma. Síðast var hann rændur 20 þúsund krónum fýrir aðeins tveimur dögum. Hann heldur sjálfur að það séu tengsl á milli þessara rána: Ráðist var á fatlaðan fomsala á Njálsgötunni síðdegis í gær og hann barinn og rændur. „Þeir komu hér inn í gær og sögð- ust ætla að kaupa svefhbekk en fyrr en varði var ég sleginn í gólfið og mér misþyrmt. Ég reyndi að kalla á hjálp en þá börðu þeir mig í andlitið og hótuðu að hengja núg í töskuól- inni sem ég held á héma,“ sagði Hannes Ágústsson fomsali er DV neddi við hann í morgun. „Mennim- ir sögðust koma aftur og drepa mig ef ég hringdi á lögregluna og því til áréttingar slitu þeir símann úr sam- bandi áður en þeir fóm.“ „Ræningjamir bera sig alltaf eins að. Þeir slá inig og fara síðan beint í rassvasann þar sem ég geymi pen- ingana. Síðast náðu þeir 20 þúsund krónum, í gær vom það um 10 þús- und krónur í peningum og nokkrar ávísanir," sagði Hannes en hann er 72 ára, fatlaður, með gervifót upp að hné á hægri fæti. Lögreglan brást hart við er til- kynnt var um ránið á Njálsgötunni og handtók þegar fimm manns í húsi við Hverfisgötuna. Tveir hinna handteknu játuðu þegar á sig ránið. „Ég er búin að reka verslun héma í 37 ár en nú sé ég ekki fram á ann- Hannes Ágústsson. Hann vonast til að en ég verði að hætta. Ég hef ekki að fá peningana sína aftur. efni á að ráða mér lífvörð,'1 sagði -EIR Odæðismennimir og félagar þeirra handteknir á Hveifisgötunni siðdegis í gær. Sverrir Hermannsson: Útilokar stjómar- samstarf við Albert Sverrir Hermannsson menntamála- ráðherra telur stjómarsamstarf Sjálf- stæðisflokks og Borgaraflokks útilokað. „Það er ekki umræðuhæft. Þó að þeir hefðu meirihluta saman kæmi það ekki til greina. Svo fjarri öllu lagi er þetta. Þetta er svo einfalt svar að þess þarf ekki að spyrja. Við Glistrupa er aldrei talað," sagði Sverrir í samtali við DV í morgun. Hann taldi 'að aðrir forystumenn Sjálfstæðisflokksins væm sömu skoð- unar. „Það leiðir enginn hugann að þessu. Hvemig mætti það vera? Em menn með réttu ráði? Sagan endurtekur sig ævinlega. Hér er að fjcUga flokkum, eins og í Dan- mörku, þar sem allt fór á hliðina í stjóm þess blessaða lands af of mörg- um flokkum. Þar reið Glistrup sem næststærsti flokkur þjóðarinnar um árabil. Þar varð að kjósa stundum tvisvar á ári. Svona verður þetta hjá okkur. Það hefur ævinlega verið staðreynd að ef þurfa fleiri en tveir flokkar að taka saman um stjóm landsins þá fer allt fjandans til.“ Hvað segir Albert Guðmundsson um þessi orð Sverris? „Ég hef enga möguleika á að vita ástæðuna fyrir því að hann talar svona og heldur ekki í hvaða umboði hann talar svona.“ - Sverrir líkir þér við Glistmp. „Ég þekki Glistrup ekki. Hann hlýt- ur að þekkja Glistmp vel úr því að hann getur líkt mér eða öðrum mönn- um við hann. Ég veit ekki hvað hann á við með því. Ég útiloka ekki stjómarsamstarf við neinn. Ég hef aldrei neitað að starfa með nokkrum manni. Ég útiloka ekki neitt. Það em þá aðrir sem verða að útiloka," sagði Albert. -KMU SÍS á Akureyri: Skinnasauma- stofu lokað - sautján sagt upp Jón G. Haukssan, DV, Akureyri: Mokkajakkamir frægu frá Sam- bandinu munu nú hverfa af markaðn- um, ef fram heldur sem nú horfir, því skinnasaumastofa Sambandsins á Ák- ureyri er að hætta. Um 17 konum hefur verið sagt upp. Þeim hefur þó öllum verið boðin vinna annars staðar hjá Sambandsverksmiðjunum á Akureyri en þar vinna nú um 600 manns. „Ástæðan fyrir uppsögnunum er verkefnaskortur. Markaðimir hafa bmgðist. En þetta er ekki endanleg lokun, við erum að afla verkefna," sagði Jón Sigurðarson, forstjóri Sam- bandsverksmiðjanna á Akureyri. Sambandið hefur aðallega selt mokka- flíkur til Norðurlanda og Sovétríkj- anna og einnig á innanlandsmarkað, þótt hann sé ekki stór. : „Við búum við aukningu í öllum öðrum deildum og okkur vantar fólk. Störfum fer hér fjölgandi," sagði Jón og bætti við að ekki mætti blanda saman skinnadeild og saumastofu, yfir 200 manns ynnu í skinnadeild og þar færi verkefhum fjölgandi, sérstaklega í sútuninni. i í i í i i i i i i i i i i i í i i i i i i i i i i i 4 i «

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.