Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1987, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1987, Side 17
f LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987. 17 eiginlega gamalt. „Það er líklega fjögurra ára,“ segir höfundurinn Kristján Viðar. „Þetta er gamalt en gott vín á nýjum belgjum. Við tókum þetta lag upp í Hljóðrita í nóvemb- er.“ „Og á tveim dögurn," bætir Felix við. „Við komum með lagið að mestu leyti fullmótað í stúdíóið. Gunnar Þórðarson stjórnaði upptökunum. Hann kom með sínar athugasemdir og gerði síðan breytingar í samráði við okkur. Við höfum reyndar heyrt utan að okkur að sumum fmnist lag- ið vera dálítið i anda hans. Samt er það nú svo að það sem mönnum fmnst hvað mest einkennandi fyrir Gunnar Þórðar í laginu, er algerlega eftir okkar höfði,“ Engin útihátíð „Við erum að vinna núna að dag- skrá fyrir sumarið," segir Felix. „Það tekur mikinn tíma. Þetta eru mikil hlaup og lítil laun. Og svo er stór plata í uppsiglingu.“ Mjög stór? „Fullorðinsstærð," staðfestir Kristján. „Við hófum undirbúning fyrir tveim mánuðum og höfum feng- ið Tómas Tómasson til að stjórna upptökum. Markmiðið er að byrja að taka upp í Grettisgati 20. apríl. Við ætlum okkur mánuð i verkið. Síðan er stefnt að því að platan komi út mánuði síðar, um miðjan júní.“ Svona rétt tímanlega fyrir útihátíð- irnar? „Ó nei. Það verður engin útihátíð á þessari plötu.“ Frá hjartanu Otihátíð átti víst aldrei að vera á hinni plötunni. Laginu var kippt með á síðustu stundu, útilegumönnum um verslunarmannahelgina til ánægju og yndisauka. Og það hreif. „Nýja platan á eftir að koma mikið á óvart,“ segja Kristján og Felix og hafa Blátt blóð í huga. „Hún var satt best að segja dálítið hroðvirknis- lega unnin. Sú nýja verður af allt öðru sauðahúsi. Þama ægir ýmsu saman, allt frá melódísku rokki yfir i ballöður.“ Ballöður já. Mjög væmnar? „Þetta er ekkert ástarkjaftæði,“ svarar Kristján að bragði, „þó það sé svo sem í lagi að hafa smáróman- tík.“ Sem lýsir sér þá hvernig? FOLLKOMIN VÉL A FRÁBÆRU VERÐI Heitt og kalt vatn, 400/800 snúningar, íslenskar merkingar á stjórnborði, 18 þvottakerfi, sjálfstætt hitaval. kr.27.997,- NÝJABÆ-EIÐISTORGI SÍMI 622-200 Rokkspildan „Til dæmis í laginu Nótt. Þetta er ekki ástarsöngur heldur miklu frek- ar söngur til vinar. Lagið er byggt á sannsögulegum atburðum, eins og Þyrnirós." „Það er erfitt að semja texta sem ekki eru byggðir á eigin reynslu," leggur Felix til málanna. „Þa fyrst fara hlutirnir að fara úr böndunum, verða væmnir eða eitthvað í þá ver- una.“ „Einmitt," samsinnir Kristján glottandi. „Þetta verður að koma frá manni sjálfum. Eins og til dæmis lag- ið Ég vil fá hana strax.“ Með skoðanir „Það er afskaplega þreytandi þegar fólk segir að við tjáum engar skoðan- ir í textunum," halda Greifamir áfram. „Auðvitað höfum við skoðan- ir þó textarnir okkar séu kannski auðlærðir. Við segjum einfaldlega það sem við meinum. Við gefum okk- ur ekki út fyrir að vera eitthvað annað en við erum.“ Ymsir harðneita einmitt að taka ykkur alvarlega. „Það er kannski að vissu leyti skiljanlegt. Fyrsta platan gaf ekki beint rétta mynd af okkur. En síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Við tökum okkur alvarlega og gerum okkar besta. Samt er ekki reiknað með okkur. í stað þess er verið að smjaðra fyrir hinum og þessum hljómsveitum sem að flestu leyti hafa náð mun minni árangri en við. Og þó höfum við ekki starfað í nafni Greifanna nema í rúmt ár.“ Afgreiddir eins og hver önnur af- þreying? „Einmitt. Samt eru við ekki meiri afþreying en Stuðmenn eða jafnvel Bubbi. Hann er skapandi og hefur um leið visst afþreyingargildi, rétt eins og við.“ Vindur í seglin Greifarnir draga andann djúpt og fylla lungun lofti eftir þessa yfirlýs- ingu. Ætli þetta séu vindhanar? Þeir svara því neitandi. „Við viljum að- eins að fólk taki með í reikninginn að við erum að leggja okkur alla fram. Við höfum þróast mikið frá þeim punkti sem við byrjuðum á, það er að segja í Músíktilraunum. Við erum mjög spenntir að fara að vinna að nýju plötunni með Tómasi. Hann er enda einn besti upptökustjóri landsins." Og þið ætlið að halda út eitthvað fram á sumarið, kannski fram yfir verslunarmannahelgi? „Alveg örugglega," segja Greifarn- ir valdsmannslega. „Við erum rétt að byrja.“ -ÞJV Rauði kross íslands heldur námskeið til undirbúnings fyrir HJÁLPARSTÖRF í Munaðarnesi 8.-15. maí nk. Þátttökuskilyrði eru: - 25 ára lágmarksaldur - góð tungumálakunnátta, a.m.k. enska - góð starfsmenntun - góð almenn þekking og reynsla. Námskeiðið fer fram á ensku og verða leiðbeinendur frá Alþjóða Rauða krossinum í Genf. Fjöldi þátttakenda er áætlaður 20 og er þátttökugjald kr. 6000 (fæði, gisting, kennslugögn og ferðir Reykja- vík - Munaðarnes - Reykjavík). Umsóknareyðublöð fást á aðalskrifstofu RKÍ að Rauð- arárstíg 18 í Reykjavík og hjá deildum RKÍ úti á landi. Umsóknum ber að skila á aðalskrifstofu RKl fyrir 15. apríl og þar veitir Jakobína Þórðardóttir nánari upplýs- ingar, sími 26722. Nýjasti bíllinn frá Ford í Þýskalandi er CRiGil n SVEINN EGILSSON HF. Skeifunni 17. Sími 685100. Til afgreiðslu strax Verð beinskiptur kr. 526.500. Verð sjálfskiptur kr. 577.800. Opið laugardaga kl. 13-17. > j I-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.