Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1987, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 6. APRÍL 1987. Fréttir Sigurður Líndal lagaprófessor í DV-viðtali: Glundroði í löggjöfinni og ringulreið á reglugerðunum Sigurður Líndal les lagatexta Jónsbókar sem hann á og var prentuð á Hólum DV-mynd Brynjar Gauti - Þú hefur gagnrýnt störf Alþingis um langan tíma, talað um glundroða í löggjöfinni og ringulreið reglugerð- anna. Þetta fmnst mörgum ansi harður dómur. Spumingin er þá sú hvort þér finnst Alþingi vera orðið úrkynjuð stofnun: Já, Alþingi á samkvæmt okkar stjómskipan að annast lagasetningu og heíur auk þess Qárveitingavald. Þetta em aðalverkefni þess, auk þess sem það hefur svo þau afskipti af fram- kvæmdavaldinu að það ræður því hverjir skipa ríkisstjóm. En lagasetn- :ngin er höfuðviðfangsefni Alþingis og mér finnst mjög skorta á að því hlut- verki sé sinnt sem skyldi. - Er þá Alþingi komið um of út á þær brautir að blanda saman löggjafar- starfinu og framkvæmdavaldinu? Nú eru ráðherrar undantekningalítið valdir úr hópi þingmanna og þing- menn em auk þess í alls konar stússi á vegum framkvæmdavaldsins, í nefndum og ráðum, og einnig í alveg óskyldum störíum. Það er orðinn meiri og minni sam- runi á milli löggjafarvalds og fram- kvæmdavalds og það er eins og þingmenn hafi miklu meiri áhuga á framkvæmdavaldsstörfum. Ég hef að vísu ákveðnar skýringar á því. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur 10-11 Lb óbund. Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 10-15 Sb 6 mán. uppsögn 11-19 Vb 12 mán. uppsögn 13-22 Sp.vél. 18 mán. uppsögn 20,5-22 Sp Ávísanareikningar 4-10 Ab Hlaupareikningar 4-7 Sp Innlán verðtryggo Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5-2 Ab.Bb, Lb.Úb, Vb 6 mán. uppsöan Innlán meðsérKjörum 2,5-4 Ab.Úb 10-22 Innlán gengistryggð Bandaríkjadalur 5-6 Ab Sterlingspund 8,5-10.5 Ab Vestur-þýsk mörk 3-4 Ab Danskarkrónur 9-10,25 Úb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 19-20 Lb.Úb Viöskiptavíxlar(forv.)(1) 22 eða kge Almenn skuldabréf(2) 20-21,5 Ab,Úb Viöskiptaskuldabréf(1) kge Allir . HlaupareikningarMirdr.) Útlán verðtryggð 20-21,5 Lb Skuldabréf Að 2.5árum 6-7 Lb Til lengri tíma 6,5-7 Ab.Bb, Lb.Sb, Úb.Vb Útlán til framleiðslu Isl. krónur 16,25-21 Ib SDR 7,5-8,25 Lb Bandarikjadalir 7,6-8 Sb.Sp Sterlingspund 11,25-13 Bb.Vb Vestur-þýsk mörk 5,5-6,5 Bb.Úb, Vb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-6,75 Dráttarvextir 30 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala apríl 1643 stig BygQ'ngavísitala 305 stig Húsaleiguvlsitala Hækkaði 3% 1. apríl HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennartryggingar 121 kr. Eimskip 200 kr. Flugleiðir 166kr. Hampiöjan 147 kr. lönaðarbankinn 135kr. Verslunarbankinn 125 kr. (1) Við kaup á viðskiptavixlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa þó viðskiptavíxla gegn 21 % ársvöxtum. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskil- alána er 2% bæði á verðtryggð og óverð- tryggð lán, nema I Alþýðubanka og Verslunarbanka. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaöarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Versl- unarbankinn, Sp=Sparisjóðirnir. Nónari upplýslngar um penlngamarkaðlnn birtast i DV á flmmtudögum. - Sem eru hveijar? Þær eru fleiri en ein. En sérstaklega vil ég vekja athygli á því að stjómmál nú á dögum snúast að langmestu leyti um skammtímamarkmið og menn verða að sýna skjótan árangur. Til þess er lagasetning ekkert sérstaklega vænleg. Samkvæmt hefðbundnum skilningi á lögum er lagasetningin langtímaverkefhi. Þarna held ég að Qölmiðlamir eigi líka vissa sök. Þeir hafa þingmenn mjög undir smásjá sem vilja því skilja eitthvað eftir sig á hverju ári, eitthvað áþreifanlegt og sem allir skilja. Sem dæmi nefhi ég að ef Alþingi setur meiri háttar lagabálka um sigl- ingar, vátryggingar eða lausafjárkaup, sem snerta nálega alla - eða þá réttar- far, eins og dómstólaskipan, getur verið ákaflega erfitt að koma því ná- kvæmlega til skila til 'almennings hvaða gildi þétta hefur. Auk þess hafa stjómmálamenn greinilega meiri áhuga á almennum stjómmálaumræðum sem ég held að fjölmiðlamir ýti talsvert mikið undir. - Nú er oft talað um þetta, ekki síst í sambandi við það sem miður fer í þjóð- félaginu, að fjölmiðlamir beri svo og svo mikía sök. Manni dettur oft í hug þegar það þótti lausn á vandanum að hengja sendiboðann fyrir fréttfrnar, Nú em það ekki fjölmiðlarnir, sem búa atburðina til, þeir segja bara frá þeim. Jú, alveg rétt. En það að störf Al- þingis eru svona mjög undir smásjá fjölmiðlanna veldur því að þeir hafa þama óæskileg áhrif. Auðvitað er sök- in sjálf Alþingis. Við skulum taka annan þátt ríkisvaldsins, dómstólana. Þeir halda sínu striki, enda sýna flöl- miðlamir þeim miklu minni áhuga. - Þú hefur sagt um mörg lög frá Al- þingi, við skulum segja frá síðustu tíu ámm, að þau hafi verið að meira og minna leyti lítið annað en almennar stefnuyfirlýsingar í veigamiklum at- riðum. Þetta er eitt af því sem er til marks um það hve lög hafa úrkynjast, ef svo má segja, einmitt þetta að það er verið að setja í lög alls konar stefnuyffrlýs- ingar, hugleiðingar og óskir um eitt og annað ellegar þá að reglur verða ákaflega flóknar vegna undantekn- ingarákvæða og fyrirvara. En eðli laga er að þar séu fyrirmæli um að þetta eða hitt skuli gert. Við getum nefnt ákvæði úr grunnskólalögunum sem eitt af fjöldamörgum dæmum um þetta af því að þau hafa verið mikið á dag- skrá. Þar stendur meðal annars: „I strjál- býli skal stefnt að heimanakstri nemenda þar sem honum verður við komið vegna vegalengda, vegakerfis og verðurfars." Hvað segir svona laga- grein? - Það er spumingin. En nú hefur maður það á tilfinningunni að svona frágangur laga eigi eins við um skatta- lög, um lög sem fjalla um alls konar framkvæmdir, lög um. vinnumarkað- inn, jafnvel um kosningalög. Þetta virðist því orðið helsta einkenni á ýmsum grundvallarlögum frá Alþingi, að þau þynnist út í stefnuyfirlýsingar í mörgum atriðum? Já, þau gera það. Skýringamar eru eins og áður fleiri en ein. En þó er einn vandi sem vegur þungt og það er þegar verið er að stýra daglegum rekstri þjóðfélagsins með lögum sem mjög virðist fara í vöxt. Það er einfald- lega ekki hægt. Þá fara menn út í það að setja saman almennar stefnuyfir- lýsingar eins og dæmið sem ég tók áðan. Við skulum taka annað dæmi. í lög- um um Þjóðleikhúsið segir að það skuli sýna eina óperu á ári. Það er vitað mál að engan veginn er alltaf farið eftir þessu, enda er ekki nokkur ástæða til þess að fara að binda hend- ur manna þannig. í Hjaltadal 1709. , - Nú em fiöldamörg lög sem maður hefði haldið að væm bindandi fyrir bæði Alþingi og framkvæmdavaldið þar sem kveðið er á um bein framlög til alls konar sjóða, félagasamtaka og verkefha. Á hveiju ári koma hins veg- ar alltaf ný og ný lög sem kippa fótunum undan þessum lögum og skerða meira eða minna, jafnvel fella niður þessi framlög. Gengur þetta upp? Nei, nei. Þetta er algert sjónarspil. Það byijar á því að stjómmálamaður eða flokkur setur fram stefhuskrá, lof- orðalista, sem hann ætlar að standa við. Það er gert einkum fyrir kosning- ar eða þá að aðilar vinnumarkaðarins knýja fram loforð við gerð kjarasamn- inga. Við þessi loforð er ekki hægt að standa og þá em búin til loðin ákvæði eða almenn óskalög, eins og ég hef oft talað um áður. Þar em líka sett ákvæði um fjárframlög. Það kemur svo á daginn að það er ekkert fé til. Ef framlögin em lögbundin er auðvit- að ekki hægt að hrófla við þeim með fjárlögum. En þá hafa menn annað ráð og breyta þessu öllu saman með láns- fjárlögum. Þar er upptalning, fjöldi ákvæða í hveijum einustu lánsfjárlögum sem byrja á orðunum „þrátt fyrir“ og þar em skert framlög bæði í fjárlögum og almennum lögum, rétt eins og mönn- um sýnist. Þá em menn komnir í hring. - Er hægt að bera virðingu fyrir svona vinnubrögðum? •'* Það held ég að hljóti að vera mjög erfitt. En hitt er svo annað mál að ég held að fólk hugsi almennt ekki svo mikið um þetta. - Er þetta þá eitt af því sem fólk er orðið vant, þótt vitlaust sé? Jú, fólk er orðið vant þessu... - En það er tæplega gott að venja fólk við að lögum sé hagrætt eftir hentug- leikum? Nei, fólk er orðið vant þessu og það hugsar einfaldlega ekki mikið um grundvallaratriði í löggjöf eða stjóm- skipan. Það hugsar um hvemig málin velta frá degi til dags. Og eitt er það sem er mjög algengt, engu síður meðal stjómmálamanna en almennings en sérstaklega áberandi meðal almenn- ings, sem er oftrú á lögum og hvað hægt sé að gera með lögum. Við sjáum það ef eitthvað bjátar á í þjóðfélaginu þá er óðara ályktað um að nú vanti lög um þetta og lög um hitt. Viðtal: Herbert Guðmundsson - En víkjum aftur að þessu með lög- bundnu fjárveitingarnar. Nú eru þær yfirleitt ákveðnar vegna einhverra brýnna viðfangsefna og yfirleitt ákveðnir hópar eða jafnvel fjöldi manna sem eiga í hlut. Maður hefði haldið að svona mál þyrftu nokkuð trausta afgreiðslu svo að hægt væri að skipuleggja fram í timann og vinna þannig að fjármagnið nýttist en gufaði ekki að stórum hluta upp. Þetta er nákvæmlega í samræmi við það sem ég var að segja áðan. Öll stjóm miðast við skammtímamarkmið. Menn bara hugsa frá einu ári til ann- ars. Ég hef stundum sagt að þeir hugsi í lengsta lagi í kjörtímabili og það sé sú allra mesta framsýni sem sýnd er, en samt afar fágæt. Auðvitað er þetta slæmt. Eftir hefð- bundnum skilningi Vésturlanda- manna eiga lög í réttarríki umfram allt að vera stöðug og ef þau eru það ekki og ekki er treystandi á þau skap- ar það auðvitað óvissu og margs konar óhagræði, því er ekki hægt að neita. - Nú, þú hefur jafnframt þvi að gagn- rýna ómarkviss lög frá Álþingi talað mikið um reglugerðarríkið sem bendir til þess að þér finnist það hið mesta fargan. Jú, jú, þetta er alveg kapítuli út af fyrir sig. Reglugerðimar em þó vitan- lega angi af lögunum. Það er mála sannast að hér er slíkur sægur af reglugerðum að enginn maður svo ég viti til hefur yfirsýn yfir reglugerðir á Islandi. Þetta rekst hvað á annars hom og eitt af því sem er brýnt er að skera þetta reglugerðaflóð niður við trog. Mér hefur verið sagt að þegar Norð- menn gengu í sama mál þá hafi þeir getað fækkað reglugerðum úr 25.000 í 10.000, sem teljast má svona nokkuð góður árangur. - Niðurstaðan er sem sagt sú að þér finnst vera mikil óregla á löggjöfinni: Það er rétt. I fyrsta lagi er kannski ekki auðvelt að ráða við stjómmála- mennina sem vilja breyta lögum í samræmi við stjómmálahugmyndir sínar og hagsmuni, skammtímahags- muni. Að því slepptu má segja að vandinn sé fyrst og fremst sá að það vanti alveg heildarstefnu, heildaryfir- sýn yfir löggjöf og löggjafarstefnu. - Er löggjafarstarfið með öðrum orð- um ekki faglega unnið? Nei, því miður, það vantar talsvert á fagmennskuna í löggjöf hér á landi. Það gerist til dæmis allt of oft að lög skarast meira og minna og refsiá- kvæði em í ósamræmi hvert við annað. Ýmisleg svona tæknileg vinna er langt frá því nógu góð, auk þess sem ég hef sagt áður um innihald laganna. - Hvað ætli þessi óregla kosti, til dæm- is í dómskerfinu? Gríðarlega mikið, alveg gríðarlega. Það er ekki nóg með að lögin séu jafnómarkviss og raun ber vitni vegna þess að þau séu illa unnin og í ósam- ræmi, sem kostar iðulega langvinnar þrætur sem skera verður úr. En við skulum einnig hafa í huga að óvissa í lögum er stundum vísvitandi höfð til þess að miðla málum. Þá má segja að þegar Alþingi samþykkir lög, sem em óljós og opin, sé einfaldlega verið að velta vandanum yfir á dómstólana. En auðvitað kostar það alltaf mikið að hafa óskýr lög. Það á ekki ein- göngu við um dómstólana. Hugsum okkur bara öll þau ósköp sem stafa af deilum og fundahöldum, viðræðum, símtölum og alls konar snúningum sem leiða af þessu vinnulagi eða segj- um háttalagi stjómmálamanna og Alþingis. - Hvað er til ráða? Það sem blasir við er að það vantar svo til algerlega skilgreiningu á hlut- verki stjómsýslunnar og einstakra stjómsýslustofnana þannig að ein- stakir þættir séu afmarkaðir. Einnig skortir mjög aðhald í því að farið sé eftir settum reglum. Einu stjómar- stofiianir íslenska ríkisins, sem hafa sæmilega skilgreind markmið, eru dómstólamir. Alþingi sem löggjafaraðili hefúr til dæmis ekki nægilega skilgreint hlut- verk og þá á það um leið við um þingmenn. Við getum til dæmis riíjað upp að það þykir ekki við hæfi að dómarar gegni tilteknum störíúm. í sjálfú sér væri það eðlilegt að alþingis- menn lytu alveg sömu lögmálum, það væri ósamrýmanlegt að þingmenn sætu í valdastöðum innan stjómkerf- isins. Þetta myndi strax verða til mikilla bóta. Hinu megum við samt ekki gleyma að þingræðisskipanin býður að vissu leyti upp á þetta, að þama verði blönd- un. Vandinn er sá að finna mörkin og virða þau þannig að Alþingi nái reisn sinni. Ég lít svo á að það sé okkur afar óhollt að láta löggjafarstarfið reka á reiðanum eða að nota löggjöf- ina í jáfnríkum mæli og nú er gert til þess að aka seglum eftir pólitískum vindum. -HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.