Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1987, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 6. APRÍL 1987. Utlönd Líbanon á barmi efnahags- legs hruns GOteDofQ Engtand Danmafk fímynduð göng undir' fErmasund faiver Londonjj 2úr)ch Hraðlestarkerfl fyrir Evrópu. \ 0st-Tyskiand Vest-Tyskland Undirbúningur að byggingu Ermarsundsganganna er þegar hafinn. Er hug- myndin að göngin tengist járnbrautakerfi meginlands Evrópu. # 0*«o ' Frankrike Af a \ ?Á' 1 Vj Z Eftir tólf ára innanlandsátök virðist líbanska efna- hagskerfið loks vera komið í þrot. Gjaldmiðill landsins er orðinn nær verðlaus, óðaverðbólga geisar og fram- leiðni hefur stórlega dregist saman. Efnahagslegt neyðarástand blasir nú við Líbönum. með tilhevrandi örbirgð og jafnvel hungursneyð, ef ekki dregur til sátta milli stríðandi afla í landinu. Héldu sínu striki Á fyrstu árum átakanna milli kristinna manna og múhameðstrúar í Líbanon virtist hernaðarástandið ekki ætla að hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir efnahags- líf landsins. Líbanska pundið hélt verðmæti sínu, verðbólga fór ekki úr böndum og þótt erlend stórfyrir- tæki drægju starfsemi sína verulega saman, jafnvel hættu henni algerlega, virtust Líbanir sjálfir ætla að halda sínu striki lítt breyttu. Líbanskir kaupahéðnar héldu áfram að fjárfesta, erlendis sem innanlands, juku við eignir sínar jafnt og þétt og virtust hafa takmarkað- an áhuga á að þvi að leysa deilur fylkinganna tveggja. Bar jafhvel á grunsemdum um að vegna færslna á eign- um og áhrifum af erlendum höndum yfir á líbanskar, teldu innlendir ríkisbubbar litla ástæðu til að hrófla við stöðu mála. Almenningur í Líbanon virtist einnig sætta sig mögl- unarlítið við að ganga daglegra erinda sinna innan um rústir, vopnaða hópa úr fylkingum kristinna og múha- meðstrúarmanna og jafnvel vígvélar Israela og Sýiiend- inga. Hrun pundsins Styrkur líbanska pundsins byggðist á miklum gullforða seðlabanka landsins og hagstæðum greiðslujöfnuði. Þessi grunnur fór að raskast verulega á fyrstu árum þessa áratugar og undanfarin fjögur ár hefur ástand efnahagsmála farið versnandi dag frá degi. Líbanska pundið, sem fyrir fjórum árum var skráð á um tíu krónur íslenskar (reiknað á núverandi verð- gildi), er nú nálægt fjörutíu aurum. Verðbólga hefúr undanfama mánuði verið um tuttugu prósent á mán- uði, eða 24 prósent í janúarmánuði og 16 prósent í febrúar. Lágmarkslaun eru komin niður í um tólf hundr- uð krónur á mánuði, liðlega þrjú þúsund líbönsk pund, og kaupmáttur hefúr rýmað vemlega. Líbanon býr ekki við neinar auðlindir frá náttúrunnar hendi. Viðskipti og verslun, þar á meðal alþjóðleg banka- viðskipti, hafa alltaf verið meginatvinnugrein landsins og framleiðslugreinar haft lítið gildi í samanburði við þau. Neysluvörur hafa því að mestu verið innfluttar og sá framleiðsluiðnaður sem stundaður er þarf innflutt hráefhi. Rýmun kaupmáttar líbanska pundsins hefur nú valdið verulegum samdrætti í innflutningi. Við það versnar að sjálfsögðu hagur verslunar í landinu og þótt innlendur framleiðsluiðnaður njóti við slíkar aðstæður hagstæðrar samkeppnisstöðu getur hann ekki tekið við atvinnulaus- um verslunarmönnum í atvinnu né skapað grunn til að byggja á kaupmátt launa. Utflutningur hefur á síðustu tveim árum aukist nokk- uð að nýju. Mikið vantar þó á til þess að hann nái fyrri reisn. Síðastliðið ár fluttu Líbanir út vörur að verðmæti um þrjú hundmð milljónir Bandaríkjadala sem var tvö- földun frá árinu 1985. Fyrir fjórum árum nam verðmæti útflutnings þeirra hins vegar tólf hundruð milljónum dollara og stóð undir nær helmingi innflutnings. Neyðarástand Líbanir segja nú að versni ástand efnahagsmála enn meir muni draga til neyðarástands í landinu. Ef ekki finnist stjómmálaleg lausn deilumála kristinna og múha- meðstrúarmanna blasi örbirgð og hungursneyð við því varla nokkur maður geti séð sjálfum sér eða fjölskyldu farborða lengur. Flestir eru þó svartsýnir á að til sátta dragi. Ríkis- stjóm landsins er óvirk að flestu leyti, hefur raunar ekki komið saman til funda í hálft annað ár. Skatt- heimta er öll í óreiðu, talið að aðeins um fimmtán prósent skatta innheimtist, og þeim fjármunum sem heimtast er sóað. Bankakerfið stendur í dag að miklu undir skuldum ríkissjóðs. Getu þess eru þó takmörk sett og ef ríkis- stjóm landsins grípur ekki fljótlega til aðgerða sem skapað geta stöðugleika í viðskiptalífi að nýju, má bú- ast við að sjóðir verði fljótlega þurrausnir. Benda líbanskir bankamenn á að takist ríkisstjóminni að draga úr glundroða í landinu muni gjaldmiðill þeirra fljótlega jafiia sig því gullforði sá er hann byggir á er enn til staðar. Sáttaumleitanir þær sem nú standa yfir í Líbanon virð- ast í engu frábmgðnar þeim sem áður hafa staðið, árangurslítið, og jafhvel þótt samningar af einhveiju tagi náist á pappír getur orðið erfiðara að framfylgja þeim. Ljóst er að stilla verður til friðar í átökunum í flóttamannabúðum í Líbanon áður en önnur deiluefni verða tekin fyrir. Er næsta ótrúlegt að það geti gengið hnökralaust fyrir sig. Lifið í Beirút, höfuðborg Líbanon, hefur undanfarin tólf ár einkennst af fólki sem gengur daglegra erinda sinna framhjá rústum og öðrum ummerkjum átaka og hryðjuverka. Bygging Ermar- sundsganganna lyfUstöng bresks iðnaðar Iðnfyrirtæki í Bretlandi em nú að undirbúa baráttuna um samninga að verkefni sem er eins milljarðs sterlingspunda virði. Það sem um er að ræða er bygging ganga undir Ermarsund. Gert er ráð fyrir risastórri um- ferðarmiðstöð fyrir utan ensku hafnárborgina Folkestone og yrði hún miðbik allra jámbrautaflutn- inga milli Englands og Frakklands. Bygging ganganna hefúr enn ekki verið endanlega samþykkt á þingi en í Glasgow í Skotlandi er þegar farið að framleiða stórar borvélar fyrir uppgröftinn frá hafsbotninum. Gerðar verða pantanir á efhi og útbúnaði fyrir tæplega einn og hálf- an milljarð sterlingspunda. Eiga bresk fyrirtæki rétt á að afgreiða pantanir fyrir sjö hundmð milljónir sterlingspunda en Frakkar og önnur Evrópubandalagsríki skipta á milli sín afganginum. Viðbúnar aukinni eftirspurn Til viðbótar við það hafa bresku jámbrautimar, sem em ríkisreknar, ákveðið að verja fjögur hundmð milljónum punda til þess að end- umýja bæði lestar og brautarstöðv- ar. Ætla þær að vera viðbúnar aukinni eftirspum. Fyrirtækjasamstaðan Eurotunnel, sem tekið hefúr byggingu Ermar- sundsganganna að sér, telur að iðnfyrirtæki um allt Bretland muni njóta góðs af verkefhinu en þó er gert ráð fyrir að flestar pantanir muni fara til Birmingham, New- castle, Manchester og Glasgow þar sem stöðugt ríkir atvinnuleysi. I síðasta mánuði var bygging jám- brautarspora undir Ermarsundi samþykkt í neðri deild breska þings- ins. Vinna að verkefninu, sem stjómmálamenn og verkfræðinga hefúr dreymt um allt frá dögum Napóleóns, verður að bíða þar til í júlí er lávarðadeildin hefur sam- þykkt frumvarpið. 5.000 atvinnutækifæri Ekki þykir leika nokkur vafi á öðm en að það verði samþykkt og hefúr Eurotunnel þegar hafist handa. Keypt hafa verið hús í Folke- stone til þess að geta hýst þá er vinna við bygginguna og að uppgreftrin- um. Áætlað er að fimm þúsund at- vinnutækifæri skapist í Bretlandi vegna framkvæmda við bygginguna. Þeir sem reka ferjur á þessari leið em á móti framkvæmdunum og ótt- ast að aðilar tengdir feijurekstrinum geti misst vinnuna. Umhverfisvemd- armenn eru einnig á móti fram- kvæmdunum sem þeir segja að komi til með að eyðileggja landslagið í Kent en það er með því fegursta í Englandi. Aukin viðskipti Eurotunnel játar að hætta sé á að þeir er tengjast ferjurekstrinum geti misst vinnuna en á móti komi aukin viðskipti milli Bretlands og megin- landsins. Farið hefur verið fram á það við alla stærri stjórnmálaflokka að kosningarnar, sem gert er ráð fyrir að haldnar verði á þessu ári, verði ekki látnar hafa áhrif á framkvæmd- imar þar sem mörg þúsund atvinnu- tækifæri verði þá í hættu. Verkamannaflokkurinn hefúr sagt að ef hann vinni kosningamar muni hann láta fara fram opinbera rann- sókn varðandi byggingu ganganna. Það er venja í Bretlandi þegar um meiri háttar framkvæmdir er að ræða. Stjóminni er umhugað um að engar tafir verði við bygginguna og hefur hún í staðinn beðið útsendara sína að skila áliti til þingnefndar. I janúar síðastliðnum hóf Euro- tunnel herferð þar sem kynntur var mögulegur gróði vegna framkvæmd- anna. Var tilgangurinn að reyna að fá hikandi fjárfestingaraðila til þess að létta á pyngjunni. Ef ekki tekst að afla þess fjár sem með þarf í sum- ar getur það haft alvarleg áhrif á samninga um lán upp á fimm millj- arða sterlingspunda í fjörutíu al- þjóðlegum bönkum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.