Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1987, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 6. APRÍL 1987.
Veiðivon
17
Elliðavatn:
Vænir silungar en taka illa
„Þetta er heldur tregt og fiskurinn
er smár hérna, þó þeir sjáist vænir
innan um. Ég hef fengið 3 fiska og það
er hvítmaðkurinn sem ég beiti. Maður
hefur farið nokkrum sinnum í vetur
en tiðarfarið og gott veður hefur sett
strik í reikninginn," sagði eldri maður
sem sat á dorg á Elliðavatni í vikunni.
Það gekk á með éljum en annars var
gott veður og greinilegt að víða höfðu
menn reynt, því vakir voru margar.
Við reyndum um stund og fengum fisk
en ekki stóran, en þeir voru vænir sem
sáust niður um vakimar en þeir tóku
Það er betra að vera vel klæddur
þegar maður fer á dorg eins og þessi
eldri veiðimaður sem veiddi í Elliða-
vatni. DV-mynd G. Bender.
ekki, nörtuðu bara í ánamaðkinn hjá
okkur.
Eftir að vötnin lagði aftur hafa veiði-
menn farið víða til veiða og reynt,
Geitabergsvatnið, Gíslholtsvatnið og
Hafravatn em þar framarlega.
Vorveiðin hafin „Við sáum lítið líf
en það þarf ekki mikið til að fiskurinn
fari að sýna sig og taki, nokkurra
daga hlýindi, það er ís á helmingnum
af vatninu," sagði Skúli „Ármaður“
Kristinsson sem hóf veiðina í Hlíðar-
vatnþí Selvogi 1. apríl við þriðja mann
hjá Ármönnum. „Það var kalt, það
fraust í lykkjunum hjá okkur og við
urðum að vaða skafla sums staðar.
Þetta er spennandi og veiðin hefur
ekki hafist í vatninu svona snemma
áður. Þegar við vorum á 'heimleið eft-
ir veiðileysið var kominn blindbylur."
- Svo það er ekki komið vor ennþá
hjá ykkur Ármönnum frekar en öðr-
um?
„Nei, en það er að koma og um
næstu helgi ætlum við að halda vor-
fagnað Ármanna í sal templara í
Breiðholti, þar sem Verslunarbankinn
er, bak við kirkjuna. Þetta verður
laugardaginn 11. apríl klukkan tvö og
þaðverðurýmislegttilskemmtunar." '
Veiðin gekk vel og við fengum 50
fiska, veiddum frá þjóðvegi og niður
að bænum Bakka. Stærstu fiskamir
vom um 4 pund,“ sagði Haukur Har-
aldsson, sem hóf veiðina í Þorleifs-
læknum, eins og hann hefur gert
næstum 36 ár. „Jú, það var svolítið
kalt en þetta er spennandi og um helg-
ina ætla ég aftur.“
Lítið var víst um veiði í Laxá í Leir-
ársveit og reyndar víða, veiðimenn em
að bíða eftir betra tíðarfari.
G. Bender
SITUR ÞU KANNSKI TIL BORÐS MEÐ NÆSTA
MICHAEL JACKSON?!
,,Að fara í stúdíó“ eða ,,hefja upptökur i hljóðveri“
eru tötraorð hjá stórum hópi ungs fólks. Þú getur
hjálpað þeim til að koma þér á óvart. Það eina sem
vantar oft á tíðum er tækifæri til að vinna í full- **
komnu hljóðveri sem getur dregið það besta fram hjá
hverjum og einum, kennt rétt vinnubrögð og veitt
innsýn í þá þætti sem gera tónlistina í dag að því sem
hún er.
Við bjóðurn nú uppá skemmtilega og skapandi nýj-
ung: Gjafapakka sem gefur tónlistarmanninum í tjöl-
skyldunni tækifæri til að spreyta sig. Gjafapakkinn
felur í sér upptökutíma í fullkomnti hljóðveri. Út-
koman gæti komið öllum þægilega á óvart.
Sölustaðir: Hljóðaklettur Klapparstíg 28,
Fálkinn Suðurlandsbraut 8,
Plötubúðin Laugavegi 20,
ið Laugavegi 17
Fálkinn Laugavegi 24,
Sendum í póstkröfu.
HLJOÐA
KLETTUR
Klapparstíg 28 Slmi: 28630
Gullin bráð í moigunsárið..
Fáðu þér smjör og finndu muninn!