Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1987, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 6. APRÍL 1987.
Fréttir
Hér má sjá skemmtilegt líkan af Ólafsvik en líkanió unnu yngstu nemendur grunnskólans meö
aðstoð kennara sinna. DV-myndir Ævar Guðmundsson
Krambúðin sem sett var upp fyrir sýninguna.
Stórmerk sögusýning í tilefni 300 ára afmælis Ólafsvíkur:
„Ófétis kötturinn vakti mig“
- sagði bróðirinn þegar María Markan fæddist
Siguijón Egilsscm, DV, Ólafevflc
Það hefur efalítið ekki farið fram-
hjá neinum að 26. mars sl. átti
Ölafsvík þrjú hundruð ára afrnæli
sem löggiltur verslunarstaður. Það
hefur áður komið fram í fjölmiðlum
að Ólafsvíkingar gera sér margt til
hátíðarbrigða af þessu tilefhi. Eitt
af þeim dagskráratriðum. sem geng-
ist verður fyrir á árinu, er sögusýn-
ing sem unnin er af kennurum,
nemendum og foreldrum. Alls var
einni viku varið í undirbúning sýn-
ingarinnar. Þegar sýningin er
skoðuð er ekki laust við að gestir
fyllist undrun og fögnuði yfir því
hversu vel hefur tekist til. Hér verð-
ur reynt að gera sýningunni skil í
máli og myndum. Undirritaður leit
inn í grunnskólann þegar verið var
að leggja síðustu hönd á undirbún-
ing sýningarinnar. Þeir sem að
undirbúningnum hafa unnið voru á
þönum um allt skólahúsið. Sóknar-
presturinn, séra Guðmundur Karl
Ágústsson, var í vanda því hann
vantaði sárlega hestshaus. Guð-
mundur hafði orðið sér úti um hest
úr leikfimihúsinu til að nota undir
söðul, póstpoka o.fl. Nú vantaði höf-
uð á skepnuna. Árni Albertsson
kennari kom Guðmundi til hjálpar,
fann hestshaus sem einn nemandinn
hafði skorið út í einangrunarplast.
„Fínt,“ sögðu allir viðstaddir, og
þó. . . „Það vantar fax,“ sagði ein-
hver. Guðmundur og Ámi dóu ekki
ráðalausir frekar en fyrri daginn.
Enn var farið út í leikfimihús og
sóttur þangað gólfþvegill, hann var
síðan nældur á hausinn og þá varð
þessi fljóttilbúni hestur orðinn ansi
raunvemlegur. Þessi dæmisaga er
aðeins ein af mörgum slíkum. Bæjar-
stjóri Ólafsvíkinga, Kristján Páls-
son, var í óðaönn að bera inn palla
fyrir kórinn, svo mikill var asinn að
Kristján mátti ekki vera að því að
taka af sér yfirhöfhina við burðinn.
Auk mokkajakkans var hann í upp-
háum kuldaskóm, önnur skálmin
var yfir skóinn en hin hafði dregist
upp fyTÍr hinn skóinn. Það vissu all-
ir viðstaddir að þama var bæjar-
stjórinn að verki en samt flaug
manni í hug að viðkomandi maður
hefði ofan af fyrir sér með einhveij-
um allt öðrum hætti en að stjóma
bæjarfélagi. Bæjarbúum var boðið í
kaffi, það þurfti sinn undirbúning.
Bæjarritarinn, Ólafur Amfjörð, var
í óðaönn að leggja á kaffiborðið. Af
þessum dæmum má marka að flestir
lögðu sig fram um að gera afmælis-
hátíðina sem glæsilegasta.
Sögusýningin
Allir nemendur skólans hafa lagt
drjúga hönd á frágang sýningarinn-
ar. Yngstu nemendumir höfðu m.a.
heimsótt nokkur fyrirtæki í Ólaf-
svík. Höfðu skrifað stuttar greinar
um heimsóknirnar og teiknað mynd-
ir. Skemmtilegt er að sjá hvemig
bömin lýsa því sem þau sáu. Hér eru
tvö dæmi:
„Við fórum í Stakkholt h/f og sáum
margt fólk vinna. Pétur og Villi voru
góðir við okkur og gáfu okkur fisk
sem við fórum með i skólann og
skoðuðum. Okkur fannst vond lykt
í Stakkholti en það er víst af slor-
inu
Önnur frásögn: „Það sem mér
fannst sniðugast í Sæfiski var það
sem kallað er kinnavél. Því miður
ætla ég aldrei að vinna í kinnum og
gellum en ég gæti hugsað mér að
vinna í því að flaka."
Með þessum stuttu frásögnum
vom margar skemmtilegar teikning-
ar. Sex ára böm og böm í 1., 2. og
3. bekk bjuggu til átta fermetra líkan
af Ólafsvík. Á líkaninu voru öll hús
í Ólafsvík, bátar bæði í höfn og eins
á siglingu eða að veiðum á Víkinni.
Sjálft Ólafsvíkurenni var að sjálf-
sögðu með á líkaninu.
Þau settu svip á bæinn
Ein sýningardeildin bar nafnið:
Þau settu svip á bæinn. Var þar,
eins og nafnið gefur til kynna,
minnst á nokkra Ólafsvíkinga sem
settu svip sinn á bæjarlífíð. Til að
mynda var getið um séra Magnús
Guðmundsson, sem var sóknarprest-
ur í Ólafsvík í fjörutíu ár, frá
1923-1963. Þar mátti líka sjá að Erró,
hinn frægi listamaður, fæddist í Ól-
afsvík 19. júlí 1932. Ein landsfræg
manneskja til fæddist í Ólafsvík, það
var á árinu 1905. Lítum á hvemig
nemendur Grunnskólans í Ólafsvík
segja frá fæðingu umgetinnar mann-
eskju. „Það var eldsnemma á
sunnudagsmorgni 25. júní 1905 að
vinnukona hjá Einari Markússyni,
verslunarstjóra í Ólafsvík, kom inn
til Sigurðar sonar hans og sá að
hann var vakandi.
„Hvað er þetta, ert þú vaknaður?"
„Já, ófétis kötturinn vakti mig,“
ansaði Sigurður gramur yfir því að
fá ekki að njóta blundsins. En það
var ekki köttur sem hafði vakið
hann heldur nýfætt telpukom sem í
skím hlaut nafnið María. Þetta vom
fyrstu ummælin um rödd Maríu
Markan ópemsöngkonu.
Krambúð
Einn hluti þessarar glæsilegu
sögusýningar er krambúð sem sett
hefur verið upp. Þar má sjá gamla
verslunarmuni, s.s. aldnar vogir,
grútarlampa og að sjálfsögðu romm-
og komámur ásamt tilheyrandi ílát-
um öðrum og áhöldum.
Sjávarútvegur
I sjávarútvegsdeildinni kenndi
margra grasa. M.a. var þar ker sem
í var hálft annað tonn af vatni og
vom þar alls sjö bátar á hinum ýmsu
veiðum, s.s. togari að draga troll,
línubátur, netabátur og skakbátar.
Einnig vom þar gömul sjómanna-
klæði, gömul áhöld og ný. Bömin
höfðu skrifað greinargerð um fiska,
veiðarfæri o.fl. Þar mátti einnig sjá
áhöld sem uppfinningamenn í Ölaf-
svík höfðu gert.
Ólafsvík í dag
Nemendur fjórða bekkjar höfðu
heimsótt fyrirtæki og stofnanir og
sagt frá heimsóknum sínum. Mátti
sjá mun á frásögn þeirra og yngstu
bamanna úr sambærilegum heim-
sóknum. Lítum á hvemig nemendur
fjórða bekkjar lýsa heimsókn í Heil-
sugæslustöðina. „Heilsugæslustöðin
hóf starfsemi sína í núverandi hús-
næði í byijun desember 1985. Hún
var áður að Hjarðartúni 4, frá vorinu
1971 til des. 1985. Það sem hér fer
fram er öll almenn læknaþjónusta,
heilsuvemd, tannlækningar, slys-
amóttaka, vaktþjónusta lækna, allar
almennar blóð- og þvagrannsóknir,
ungbamaeftirlit, mæðraskoðun,
skólaheilsuvemd og heimahjúkmn.
Starfsmannafjöldi er 11 manns.“
Stuttar ritgerðir á við þessa vom um
flest ef ekki öll fyrirtæki Ólafsvíkur.
Verslun og samgöngur
Síðasta deildin, sem getið verður
um hér, er verslun og samgöngur.
Það var margt skemmtilegra muna
en hvemig lýsa nemendur upphafi
verslunar í Ólafsvík. „Þegar versl-
unin var gefin frjáls 1786 og verslun-
arstaðir konungs vom seldir keypti
danskur maður að nafni Jacop Plum
Ólafsvíkurverslun. Hann hafði verið
assistent og faktor hjá einokuninni
og ætlaði nú að slá sér upp á því
að fara að versla sjálfur en það fór
á annan veg. Fyrir honum fór eins
og flestum sem eignuðust verslanir
konungs að hann komst fljótt í fjár-
þrot, fyrr en nokkum varði. Þegar
Plum hafði gefist upp á að versla í
Ólafsvík laust fyrir aldamótin 1800
keypti verslunina danskur maður,
Emst Hedman, sem þá átti fyrir
verslunina á ísafirði en hans naut
ekki lengi við. Hann fórst með skipi
sínu á útsiglingu frá Ólafsvík árið
1800. Það var seglskúta en kaup-
maður hafði hlaðið hana ullarböll-
um í miðmastur og er álit manna
að það hafi orðið honum að fjör-
tjóni. Hedman átti íslenska konu,
Valgerði Pétursdóttur, bóndadóttir
frá Búð í Hnífsdal, af ætt Jóns Indía-
fara. Valgerður, sem kölluð var
Hedmanneskjan, varð landsffæg
kona því að við hana þótti betra að
versla en alla aðra. Hún seldi alltaf
komtunnuna einum ríkisdal ódýr-
ara en aðrir og gaf líka einum
ríkisdal meira fyrir hvert skippund
af fiski og þó græddist henni fé en
hún mun og hafa verið óvenju hag-
sýn kona... Valgerður hefur mjög
líklega verið fyrsta kaupkonan á ís-
landi... “
Þessi veglega sögusýning er
greinilegur vísir að byggðasafrii fyrir
Ölafsvfk. Er það von allra að slíkt
safh verði að veruleika sem fyrst.
Það er sárt til þess að hugsa að sýn-
ing sem þessi, með allri þeirri vinnu
sem að baki liggur, skuli aðeins fá
að standa í fjóra daga en þá verða
þeir fjölmörgu sem lögðu hönd á
plóginn að gera svo vel að pakka
öllu niður aftur. Það er þó huggun
harmi gegn fyrir þetta duglega fólk
að það ætti að vera öllu léttara verk
en hin hliðin, það er að setja upp svo
stóra sýningu sem raun ber vitni.
Vinnudagur kennara ætti nú að fara
að komast í venjulegt form en al-
gengur vinnutími að undanfömu
hefur verið fjórtán til átján tímar á
sólarhring. Við sem ekkert gerðum
nema skoða þökkum fyrir okkur.
Ólafsvíkur-Svanurinn en það fræga skip var í siglingum milli Ólafsvikur
og Kaupmannahafnar í 120 ár.
Nokkrir sýningargestir.