Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1987, Blaðsíða 20
20
MÁNUDAGUR 6. APRÍL 1987.
Stjómmál
A—listi Alþýöuflokksins:
1. Guómundur Einarsson,
alþingismaöur, Laugavegi 61, Reykjavik
2. Magnús Guðmundsson,
bæjarfulltrúi, Fjaröarbakka 10, Seyöisfiröi.
3. Hlíf Kjartansdóttir.
húsmóðir, Miöstræti 25, Neskaupsstað.
4. Grótar Jónsson,
rafveitustjóri, Túngotu 8, Stoövarfiröi.
5. Katrín Guömundsdóttir.
húsmóöir, Svínaskálahlíð 7, Eskifiröi.
6. Rúnar Stefánsson.
sjómaður, Skólavegi 74, Fáskrúðsfirði.
7. Ellert Arnason.
skrifstofustjóri. Kolbeinsgótu 44. Vopnafiröi.
8. Guðrún Arnadottir,
fóstra, Fjaróarbakka 10, Seyðirfirði.
9. Sigfús Guðlaugsson.
oddviti, Hæöargeröi 28, Reyðarfiröi.
10. Erling Garöar Jónasson,
rafveitustj, Koltroö21, Egilsstöðum.
B—listi Framsóknarflokksins:
1. Halldór Ásgrímsson.
Hofn.
2. Jón Kristjánsson.
Egilsstööum
3. Jónas Hallgrímsson.
Seyðisfiröi
4. Guórún Tryggvadóttir,
Egilsstoðum.
5. Þórhalla Snæþórsdóttir,
Egilsstoöum
6. Vigdis Sveinbjörnsdóttir.
Egilsstoðum
7. Einar Baldursson,
Reyöarfiröi.
8. Jóhanna Guömundsdóttir,
Breiðdalsvik
9. Kristján Magnússon,
Vopnafirði
10. Þórdís Bergsdóttir,
Seyðisfiröi
D—listi Sjálfstæöisflokksins:
1. Sverrir Hermannsson,
Eimmel 9. Reykjavik
2. Egill Jónsson,
Seljavollum, A Skaftafellssýslu.
3. Kristinn Pótursson,
Brekkustig 4. Bakkafiröi
4. Hrafnkell A. Jónsson,
Fogruhlíð9, Eskifirði
5. Dóra Gunnarsdóttir,
Hlíðargotu 38. Fáskrúösfirói
6. Theodór Blöndal,
Botnahlið 19, Seyöisfirði
7. Laufey Egilsdóttir,
Miöfelli 1, Fellabæ
8. Pétur Stefánsson.
Markarflot 24, Garöabæ
9. Stella Steinþórsdóttir,
Hlíðargotu 9. Neskaupsstað
10. Baldur Pálsson,
Ásvegi 15, Breiðdalsvik.
G—listi Alþýðubandalagsins:
1. Hjörleifur Guttormsson.
alþmgismaður, Neskaupsstað.
2. Unnur Sólrún Bragadóttir,
húsmóöir, Fáskrúðsfirði
3. Björn Grótar Sveinsson.
form verkalýðsfél. Jokuls, Höfn.
4. Álfhildur Ólafsdóttir,
ráðunautur. Vopnafirði.
5. Sigurjón Bjarnason,
bókari. Egilsstoóum
6. Oddný Vestmann,
forstoðumaður, Borgarfirði
7. Þórhallur Jónasson,
verksmiðjustjóri, Hofn
8. Einar Már Siguröarson,
kennari, Neskaupsstað.
9. Þuríður Backman,
hjúkrunarfræðingur, Egilsstoðum
10. Helgi Seljan.
alþingismaður, Reyðarfirði
M—listi Flokks mannsins:
1. Methúsalem Þórisson,
Safamýri 91. Reykjavik.
2. Magnea Jónasdóttir.
Réttarstig 3. Eskifirði.
3. Sveinn Jónasson,
Strandgotu 9, Eskifiröi.
4. Svanur Jóhannsson.
Ránarslóð12, Hofn
5. Heimir Magnússon,
Svinabokkum, Vopnafirði.
6. Guöbjörg Ragnarsdóttir,
Múlavegi 6, Seyöisfirði
7. Sigrún Þorleifsdóttir,
Dalbarði 4,'Eskifirði
8. Þórir Gunnarsson.
Rauðási 19, Reykjavik
9. Sigríður Elliöadóttir,
Lindarflot 37. Garðabæ
10. Einar Georg Einarsson,
Viðiteigi 10. Mosfellssveit.
S—listi Borgaraflokksins:
1. Ingvar Níelsson,
verkfræðingur Tómasarhaga 29, Reykjavík.
2. Tryggvi Árnason,
sveitarstjóri, Hrfsbraut 14, Höfn.
3. Finnur V. Bjarnason,
framkvæmdastjóri, Útgarði 6, Egilsstoðum
4. Garðar Svavarsson,
matreiðslum. Skólavegi82, Fáskrúðsfirði
5. Sverrir Hermannsson.
fasteignasali, Fornhaga 17, Reykjavik.
6. Björn Jónsson,
rafvirki, Roðli. Djúpavogi
7. ÚlfarSigurösson,
okukennari, Strandgotu 21, Eskifirði.
8. Lára Thorarensen,
húsmóðir, Bakkastíg 7B. Eskifirði.
9. Þórarinn Hávarösson,
verkamaður, Bakkastig 7B, Eskifirði.
10. Valdimar Jóhannsson.
sveitarstjóri, Asvegi 11, Breiðdalsvik.
V—listi Samtaka um kvennalista:
1. Kristín Karlsdóttir,
fóstra, Seyðisfiröi.
2. Helga Gunnarsdóttir,
félagsráðgjafi, Eiðum.
3. Anna María Pálsdóttir,
húsmóðir, Vopnafirði.
4. Ragnhildur Jónsdóttir,
þroskaþjálfi. Hofn.
5. Bára Bryndís Sigmarsdóttir,
nemi, Neskaupsstað
6. Guðrún Hjartardóttir,
kennari/bóndi, Vopnafiröi
7. Guörún Ingimundardóttir,
húsmóóir, Hófn.
8. Hrefna Guömundsdóttir,
bóndi, Suðursveit.
9. Kristbjörg Kristmundsdóttir,
bóndi, Vallahreppi.
10. Kristín Árnadóttir,
blaöamaöur, Reykjavik.
tMisti Þjóðarflokksins:
1. Guöni Nikulásson,
Arnkelsgeröi, Völlum, Suður-Múlasýslu.
2. Sigríöur Rósa Kristinsdóttir,
Strandgotu 67, Eskifiröi.
3. Bragi Gunnlaugsson,
Setbergi, Fellum, Noröur-Múlasýslu.
4. Kristín Jónsdóttir,
Hlið, Lóni, Austur-Skaftafellssýslu.
5. Björgúlfur Hávarðsson.
Túngötu 6, Stoövarfirði.
6. Hreggviöur M. Jónsson,
Heimatúni 4, Fellabæ.
7. Þröstur Bjarnason,
Asgerði 4, Reyðarfiröi.
8. Kristjana Björnsdóttir.
Bakkavegi 1, Borgarfiröi.
9. Snorri Hallgrímsson,
Þorbrandsstoöum, Vopnafirði.
10. Ingvar Guöjónsson,
Dolum, Hjaltastaöaþinghá, Suður-Múlasýslu.
X>V
DV á framboðsfundi á Austuviandi:
„Liprasti snælduhali
í pólitík sem ég þekki“
Það er spuming af hverju fólk sækir
framboðsfundi á borð við þann sem
DV leit inn á í félagsheilmilinu á
Reyðarfirði síðastliðið fóstudagskvöld
því vart er það til að skipta um skoð-
un í pólitík. Svarið hlýtur frekar að
vera fólgið í því að litið er á fund sem
þennan sem skemmtun öðru fremur
því vissulega er skemmtun að heyra
stjómmálamenn níða niður skóinn
hver af öðrum en mesta skemmtunin
er þó ef gott rifrildi verður milli fram-
bjóðenda og einhvers af almúganum í
salnum.
Þar sem íyrirspumir voru ekki leyfð-
ar á þessum íúndi var skemmtigildi
hans fremur lítið, eða eins og Halidór
Ásgrímsson spurði undiiTÍtaðan undir
lok fundarins: „Finnst þér þetta ekki
hrútleiðinlegur fúndur?" Svarið var
jákvætt.
Það eina sem lyfti fundinum aðeins
upp í huga gesta var er Sverrir Her-
mannsson steig í pontu því óspart var
skotið á hann úr salnum og nokkrar
hláturrokur komu í kjölfar óvenjulegs
málflutnings hjá fuiltrúum Flokks
mannsins, sem í munni annarra fram-
bjóðenda var kallaður „Flokkur eina
mannsins" og dómsdagsræðu eins full-
trúa Þjóðarflokksins sem kallaður var
„Flokkur litla mannsins" af öðrum
frambjóðendum.
Fulltrúar þeirra átta flokka sem
mættir voru til að skýra stefnu sína á
fundinum á Reyðarfirði fengu alls 25
mínútur til þess hver i tveimur um-
ferðum. Fyrstir í pontu stigu þeir
Sveinn Jónasson og Metúsalem Þöris-
son fyrir Flokk mannsins.
Heildsali með lélegt bókhald
Sveinn ræddi í máli sínu aðallega
um unga fólkið og sagði málefni þess
ofarlega í hugum samflokksmanna
sinna. Unga fólkið í dag væri beitt
misrétti en Flokkur mannsins legði
áherslu á að það nyti réttinda sinna.
Hann kvað það siðleysi að fólk undir
kosningaaldri borgaði opinber gjöld
og afnema bæri skylduspamaðinn.
Einnig ræddi hann um þær hug-
myndir Flokks mannsins að sett yrðu
lög um ábyrgð stjómmálamanna og
sagði m.a.: „Við viljum að sett verði
lög um ábyrgð stjómmálamanna til
að tryggja að þeir standi við kosninga-
loforð sin og ef þeir gera það ekki fari
slíkt fyrir dómstóla."
Metúsalem hafði miklar áhyggjur
af því að hér á landi væri fasismi í
uppsiglingu og fyndi hann sér farveg
í framboði Borgaraflokksins. Sagði
hann að ekki skipti máli hvort um
væri að ræða lítinn mann með yfir-
varaskegg og hakakross eða digran
mann með vindil. Við Albert væri þó
ekki að sakast, hann væri bara heild-
sali með lélegt bókhald.
„En hörðustu stuðningsmenn Al-
berts em þeir sem hlusta á ræður
Hitlers af plötum í viku hverri," sagði
hann.
Langaði í vindil
Næstur í pontu steig Finnur Bjama-
son fyrir Borgaraflokkinn og hóf hann
mál sitt á að segja að hann hefði ekki
heyrt betur en að síðasta ræðumann
hefði langað mjög í vindil. Eftir að
Finnur hafði rætt um stefnuskrá
flokks síns skellti hann fram einu fer-
skeytlunni sem kveðin var á þessum
fundi en hún var á þessa leið.
Framboðslista hausa fjöld
finnast hér í slaginn.
Það sem aðra tekur öld
Albert tekur daginn.
Þau Unnur Sólrún Bragadóttir og
Bjöm Grétar Sveinsson töluðu næst
fyrir Alþýðubandalagið. Eftir að Unn--
ur hafði talað um viðskilnað stjómar-
innar, sem hún taldi slæman í því
góðæri sem ríkt hefur, sagði hún: „Það
er enginn sem efast um góðærið, held-
Þéttsetinn salurinn í félagsheimilinu á Reyðarfirði. DV-myndir KAE.
ur réttlæti þess að það sé fárra eign.“
Unnur Sólrún lauk síðan ræðu sinni
með því að segja að pólitík væri ekk-
ert annað en spuming um mannlega
vellíðan.
Bjöm Grétar talaði um að fjármagn-
inu væri í auknum mæli beint af
landsbygginni og á suðvesturhom
landsins en hann sagði að yfir þá
stefnu væri aðeins til eitt orð og það
væri „andstyggðarstefna".
Allt I steik
Egill Jónsson talaði fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn í fyrri umferð umræðnanna
og gerði hann samanburð á viðskiln-
aði þessarar stjómar og vinstri stjóm-
arinnar síðustu en hjá vinstri
stjóminni hefði allt verið komið í steik
er hún fór frá þannig að þurft hefði
að gera sérstaka neyðaráætlun til að
forða þjóðarskútunni frá endanlegu
skipbroti sem hún stefhdi í með 130%
verðbólgu.
Þessi stjóm hefði hins vegar sett sér
það markmið að ná verðbólgunni nið-
ur, og það hefði tekist, en slíkt væri
Metúsalem: „Það er fasismi í uppsigl-
ingu..
Bragi: „Þá hefðu kommagreyin fengið
eitthvað aö heyra."
gmndvallaratriði í stjóm efnahags-
mála hér og til þess að því verki yrði
haldið áfram væri nauðsynlegt að
veita Sjálfstæðisflokknum brautar-
gengi.
„Látið aldrei það slys verða að fara
að orðum síðasta ræðumanns. Sjálf-
stæðisflokkurinn er mesti þrjótur
gagnvart landsbyggðinni sem ég hef
þekkt," sagði Bragi Gunnlaugsson,
sem næstur steig í pontu á eftir Agli
fyrir Þjóðarflokkinn.
Og Bragi sparaði ekki stóm orðin í
allar áttir. Hann sagði að landsbyggð-
in stæði nú í nauðvöm gegn eyðingu
byggðar og Þjóðarflokkurinn neitaði
að liggja undir því að litið væri á
landsbyggðarfólk sem þriðja flokks
fólk. Stjómarflokkamir væm nú
margklofnir og ekki nema gott eitt um
það að segja.
„Þessir stjómarherrar em með tvær
tungur, aðra fyrir austan og hina fyrir
sunnan... Þeirra fjármálastjóm er
þannig að sex milljarða króna halli
hefur orið á fjárlögum eftir kjörtíma-
bilið. Kommagreyin hefðu fengið að
heyra eitthvað ef þeir hefðu skilið
þannig við,“ sagði Bragi.
í lok máls síns sagði Bragi svo að
kosningamar væm krossapróf kjós-
enda.. .„þeir sem krossa við íhald,
Framsókn, komma eða krata em falln-
ir á prófinu."
Auk Braga talaði Sigríður Rósa
Kristinsdóttir fyrir Þjóðarflokkinn.
Hún líkti uppbyggingu Reykjavíkur
við það að Danir hefðu á sínum tíma
blóðsogið íslendinga til að byggja upp
Kaupmannahöfn og sagði hún að
Reykjavík yxi eins og hver önnur
ófreskja á vinnu landsbyggðarfólks.
Þessu vildi flokkurinn breyta.
Sverrir: „Og þar flýr hann úr salnum.“
Flóttamaður af Reykjanesi
Þau Jónas Hallgrímsson og Guðrún
Tryggvadóttir töluðu næst fyrir Fram-
sóknarflokkinn. Jónas eyddi nokkrum
tíma í að ræða framboð Guðmundar
Einarssonar fyrir krata í kjördæminu
og kallaði hann flóttamann af Reykja-
nesi og fann honum flest til foráttu.
Alþýðubandalagið fékk einnig vænan
skammt af skömmum. Sagði Jónas að
þar á bæ væri.. .„allt í grænum sjó,
öll siglingatæki úr lagi gengin, flestöll
mið týnd og aflabrögðin eftir því.“
Síðan kæmu fjögur smáflokkafram-
boð, byggð á þingmannaveikinni, og
þá sérstaklega Þjóðarflokkurinn með
sína hundaþúfupólitík, en þetta fram-
boð hefði verið hnífúrinn í bakið á
Samtökum um jafnrétti milli lands-
hluta. Um eftirhreytumar í Sjálfstæð-
isflokknum þyrfti vart að ræða.
Á eftir þeim Jónasi og Guðrúnu
komu Kristín Karlsdóttir og Anna
María Karlsdóttir i pontu fyrir
Kvennalistann. Kristín talaði almennt
um tilurð kvennaframboðsins í kjör-
dæminu og sagði að þær vildu leggja
til grundvallar reynslu sína sem kon-
ur. Lauk hún máli sínu með því að
segja: „Vaff er végurinn."
Fyrri umferð umræðnanna lauk síð-
an með máli Magnúsar Guðmunds-
sonar fyrir Alþýðuflokkinn og Grétars
Jónssonar fyrir sama flokk. Þeir
ræddu m.a. um að Gróa á Leiti hefði
farið um kjördæmið og hvíslað rætn-
um sögum um Guðmund Einarsson
af Djúpavogi og Bakkafirði. Þetta
sýndi einfaldlega hræðslu annarra
flokka við framboð hans.
Meira fjör I seinni umferð
Seinni umferðin á fúndinum var mun