Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1987, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 6. APRÍL 1987. 13 Neytendur Kúluhús í pakka: Nú geta allirorðið húsbyggjendur Ef þig langar til þess að byggja þér garðhús,' sumarhús, íbúðarhús eða stórhýsi, allt upp í rúmlega 600 fer- metra, er ekkert til fyrirstöðu að þú getir gert það sjálfur. Nú er hægt er að fá skapalón og nákvæmar bygging- arleiðbeiningar um hvemig á að byggja kúluhús og hvað þarf mikið timbur í hveija hússtærð fyrir sig. Höfundur þessa kerfis, Einar Þor- steinn Ásgeirsson arkitekt, sagði í viðtali við DV að þetta gæti hver meðalmaður gert án nokkurra vand- ræða. Aðeins að fara eftir leiðbeining- unum og verða sér úti um hamar, nagla og lím. Gróðurhús eða garðstofa Þessar byggingarleiðbeiningar er hægt að fá í öllum kaupfélögum og Blómavali og kosta þær 2.500 kr. I leið- beiningunum eru nákvæmar upplýs- ingar um hve mikið efni á að kaupa í hveija stærð af húsi. Allar stoðimar eru úr timbri en stoðimar em festar með steinsteypu í grunninn. Þannig er tiltölulega lítið mál að smíða sér t.d. 25 fermetra gróðurhús eða sól- stofu. Efhiskostnaður fyrir slíkt hús, fyrir utan grunninn, er timbur fyrir ca 7 þúsund kr. og plast fyrir ca 3 þús. kr. Einnig er hægt að nota gler en þá kostar það mun meira eða allt að 25 þús. kr. Að sögn Einars dugar plastið ekki nema í eitt ár nema gerðar séu ein- hveijar ráðstafanir en það nægir að strengja fiskinet yfir húsið yfir vetur- inn og taka það svo af yfir sumartím- ann. Nú þegar hafa verið reist sex stór íbúðarhús hér á landi, allt upp í 430 fermetrar að stærð og ein fjömtíu garðhýsi úr timbri og trefjaplasti. Ein- ar sagði að öll þessi hús hefðu staðist íslenska veðráttu með prýði enda hús- in þannig löguð að þau standa vel af sér allt veður. Einn sumarbústaður, sem reistur hefur verið eftir þessu fyr- irkomulagi, er þakinn með torfi. Einar sagði að bústaðurinn félli svo gjörsam- lega inn í landslagið að eigendumir ættu stundum í erfiðleikum með að finna hann! Þama sýnist því vera tilvalið bygg- ingarform fyrir þjónustubyggingar á friðlýstum útivistarsvæðum eins og t.d. við Gullfoss og í þjóðgörðunum. Hægt er að byggja stór kúluhús sem falla síðan inn í landslagið með því BILALEIGA Utibú í kringum landið REYKJAVÍK:.....91-31815/686915 AKUREYRI:.......96-21715/23515 BORGARNES:.............93-7618 BLÖNDUÓS:.........95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR:.....95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:.........96-71489 HÚSAVÍK:........96-41940/41594 EGILSSTAÐIR:...........97-1550 VOPNAFJÖRÐUR:.....97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI . 97-8303 að þau em klædd torfi. Þetta er í anda hins mikla mannvinar og arkitekts Buckminster Fuller. Einar Þorsteinn Ásgeirsson er nú búsettur í Bandaríkjunum og hefur markaðssett byggingarleiðbeining- arnar þar í landi. Skjóta nú kúluhúsin víða upp kollinum því þetta er vin- sælt byggingarform í landi einkafrám- taksins. -A.BJ. Skapalónin í pakkanum og leiðbeiningamar sem virðast mjög nákvæmar og megin á myndinni má sjá tölur yfir hve mikiö timbur þarf i hverja hússtærð auðvelt aö fylgja þeim. A blaðinu vinstra fyrir sig. interRent

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.