Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Qupperneq 2
2
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987.
Stjórnmál
Uppgjór í öllum stofnunum
Kosningaósigur Alþýðubandalagsins:
flokksins óumflýjanlegt
Úrslit alþingiskosninganna á dög-
unum eru mesti kosningaósigur sem
Alþýðubandalagið aeíur orðið fyrir
allt frá því að það bauð fyrst fram til
þings 1956, þá sem kosningabandalag
Félags jafhaðarmanna og Sósíalista-
flokksins. Sjálísagt hafa allir þeir sem
þekkja til innviða Alþýðubandalags-
ins gert sér grein fyrir því að um sigur
í þessum kosningum gæti ekki orðið
að ræða. En eflaust haía fair búist við
að flokkurinn færi jafhneðarlega og
raun ber vitni.
Flestir eru sammála um að það sé
einkum tvennt sem hafi ráðið mestu
um þetta tap. í fyrsta lagi sú kjara-
málapólitík sem Alþýðusamband
íslands, undir stjóm Ásmundar Stef-
ánssonar, hefur rekið undanfarin ár
og þó alveg sérstaklega í desember-
samningunum í fyrra. Og í öðm lagi,
og það vegur ekki síður þungt, þær
deilur og þau miklu átök sem átt hafa
sér stað í flokknum, einkum í Reykja-
vík, síðustu tvö til þrjú árin.
Enn erdeilt
Það er alveg ljóst að hinar hatrömu
deilur sem verið hafa innan Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík undanfarin
ár hafa fráleitt verið settar niður. Þær
vom það á yfirborðinu síðustu mánuð-
ina fyrir kosningar, en óánægjan
kraumar enn undir. Mjög margir
málsmetandi menn i flokknum kusu
hann ekki nú, skiluðu auðu, sátu
heima eða kusu Kvennalista, jafhvel
Alþýðuflokk. Þetta gerðu þeir til að
mótmæla sundrungunni innan flokks-
ins.
Óánægjan með kjaramálapólitík
flokksins, undir stjóm Ásmundar Stef-
ánssonar, magnaðist upp þegar ýmis
félög iðnaðarmanna, sem neituðu að
vera með í desembersamningunum,
náðu mun betri samningum nokkrum
mánuðum síðar. Og ekki minnkaði
óánægjan þegar menn horfðu á hve
góðum samningum opinberir starfs-
menn náðu, en stéttarfélög í opinbera
geiranum eru mörg undir stjóm al-
þýðubandalagsmanna. Viðbrögð
Alþýðusambands Islands við þessum
samningum vom svo komið sem fyllti
mælinn.
Enda þótt óánægjan hafi verið mest
í Reykjavík, þar sem Alþýðubandalag-
ið tapaði manni og hefur aldrei fyrr
átt aðeins 2 þingmenn, barst hún út
um landið síðustu vikumar fyrir kosn-
ingar. Þetta sönnuðu allar skoðana-
kannanir sem gerðar hafa verið frá
því í byrjun ársins.
Uppgjör óumflýjanlegt
Uppgjör innan Álþýðubandalagsins
eftir þessa útreið er óumflýjanlegt.
Þetta uppgjör mun ná til allra stofh-
ana flokksins og senrúlega Þjóðviljans
líka. Ef ekki þá væri það í fyrsta sinn
sem Þjóðviljanum og starfsfólki hans
væri ekki kennt um það sem aflaga
fer í flokknum. Það kemur fram í við-
tah við foringja allra lista flokksins í
Þjóðviljanum síðasthðinn þriðjudag
að menn kaha á uppgjör.
Svavar Gestsson, formaður flokks-
ins, segir þar að frambjóðendur
flokksins hafi ekki verið samstiga,
ekki í takt í úrshtamáh, í kjaramálum.
Hann segir menn upplifa Alþýðu-
bandalagið að einhverju leyti sem
Alþýðusambandið. Rristinn H. Gunn-
arsson, foringi á Vestfjörðum, segir
að Alþýðubandalaginu hafi verið
kennt um kjarasamningana í desemb-
er. Hann segir ennfremur að kalla
verði saman miðstjómarfund strax og
síðan halda landsftmd í sumar. Hann
segir flokkinn verða að endurskoða
störf sín og stefriu og vera viðbúinn
haustkosningum.
mundar. Nú þegar eru menn famir
að tala um Ragnar Amalds sem vænt-
anlegan formann flokksins og yrði
Ragnar þar eins konar sáttamaður.
Hann hefur áður verið formaður
flokksins og var nokkuð umdeildur.
Nú er hann með meiri reynslu. Aftur
á móti mun Ragnar ekkert áfjáður í
að verða formaður. Þrátt fyrir frekar
slæma útkomu á Reykjanesi er Ólafur
Ragnar enn inni í myndinni sem for-
maður þótt möguleikar hans hafi
minnkað. Guðrún Helgadóttir hefur
einnig verið nefhd og einnig Stein-
grímur Sigfússon. Hvemig sem menn
velta þessu fyrir sér er ljóst að mikil
átök em fram undan um formanns-
sætið eins og mörg önnur áhrifaemb-
ætti innan flokksins.
Verkalýðshreyfingin og flokkur-
inn
Á framkvæmdastjómarfundi Al-
þýðubandalagsins, sem haldinn var á
mánudaginn síðasta, komu fram kröf-
ur um að tengsl milli forystumanna
flokksins og forystumanna verkalýðs-
hreyfingarinnar verði endurmetin og
shk krafa kom einnig fram í viðtölun-
um við foringja hstanna í Þjóðviljan-
um á þriðjudaginn. Það er ljóst af
þessum viðbrögðum að flokksmenn
vilja ekki að flokknum verði aftur
kennt um óvinsæla kjarasamninga.
Það er einnig ljóst að staða Ásmundar
Stefanssonar, forseta Alþýðusam-
bandsins, innan flokksins hefhr veikst
til muna og einnig staða hans sem
forseta Alþýðusambandsins. Ásmund-
ur var oiðin býsna áhrifamikiU innan
flokksins. Þó er vitað að margir verka-
lýðsforingjar löttu hann til að fara í
framboð og taka 3ja sætið í Reykja-
vík. Hann hefiir greinilega ofinetið
stöðuna og geldur þess nú.
Margir tala nú um að Alþýðubanda-
lagið eigi að sinna félögum innan
Bandalags starfsmanna ríkis og bæja
meira en það hefur gert til þessa. Ur
þeim hópum komi orðið mun fleiri
stuðningsmenn flokksins en úr röðum
verkalýðshreyfingarinnar sem greini-
lega hafi í stórhópum stutt Borgara-
flokkinn.
Óróihjá yngrafólki
Um langan tíma hefur verið órói
hjá hópi yngra fólks í flokknum og
er þá ekki bara átt við Æskulýðs-
fylkinguna. Þessi hópur er nú uppi
með hugmyndir um að kalla til stór-
fundar ungs fólks í flokknum af öllu
landinu. Þar er meiningin að móta
samstöðu til að ná meiri áhrifum í
flokknum en ungt fólk telur sig hafa
nú og standa saman á landsfundi,
hvort sem hann verður haldinn í sum-
ar eða haust í forystu fyrir þessum
hópi er hin svonefrida lýðræðiskyn-
slóð sem svo mikið bar á fyrir síðustu
borgarstjómarkosningar.
Þá mun vera ákveðið að halda mið-
stjómarfúnd 16. og 17. maí og þar
verður tekin ákvörðun um hvenær
landsfúndur verður haldinn. Það er
því áreiðanlegt að mikilla tíðinda er
að vænta frá Alþýðubandalaginu á
næstu mánuðum og þessi kosninga-
ósigur nú mun án efa valda miklum
breytingum hjá flokknum. I hvaða átt
þær breytingar verða er ómögulegt
að seg]a til umá þessari stundu. Held-
ur gamla flokkseigendafélagið áfram
völdum? Nær yngri kynslóðin aukn-
um völdum? Slitnar á milli flokks og
verkalýðshreyfingar? Tekur lands-
byggðin öll völd í flokknum? Og loks
stóra spumingin. Kloíhar flokkurinn
'milli lýðræðiskynslóðar og flokkseig-
endafélagsins?
-S.dór
Staða Svavars Gestssonar sem formanns hefur veikst við kosningaósigur flokksins. Nær útilokað er talið að
hann verði endurkjörinn formaður á næsta landsfundi. Á þessari mynd er hann á leið á kjörstað á dögunum
ásamt eiginkonu sinni. Jónínu Benediktsdóttur.
Skúli Alexandersson, þingmaður
Vesturlands, segir að flokkurinn veiði
að marka sér harðari og ákveðnari
atvinnustefnu og taka sér tak í verka-
lýðsmálunum. Ragnar Amalds,
þingmaður Noiðurlands vestra, segir
að ræða verði málefni flokksins af
hreinskilni. Ólafúr Ragnar Grímsson
segir að Alþýðubandalagið verði að
skerpa stefnu sína, bæði hvað varðar
málefrii launafólks og sem viðkemur
öðrum þáttum stjómmálanna.
Líkt þessu tala nú allir alþýðu-
bandalagsmenn sem tjáð hafa sig
opinberlega um úrsht alþingiskosn-
inganna. Sá hópur sem hvað mest
völd hefúr í flokknum, gamla flokks-
eigendafélagið, er þó enn ekkert farið
að tjá sig um málið. Það hggur undir
feldi og hugsar sitt ráð. Það sér nú
að það hefúr veðjað á ranga hesta og
það verður flokkseigendafélagið sem
mun ráða mestu um með hvaða hætti
uppgjörið innan flokksins fer fram.
Það hefúr enn bæði tögl og hagldir
innan flokksins.
Fréttaljós
Sigurdór Sigurdórsson
eða ekki. Því er útilokað að hann
verði aftur kjörinn formaður flokksins
í sumar eða haust.
Menn em þegar famir að velta því
fyrir sér hver taki við. Vitað var að
bæði Ásmundur Stefansson og Ólafur
Ragnar Grímsson ætluðu í formanns-
slaginn ef undantekning hefði ekki
verið gerð með Svavar. Þeir fóm báð-
ir iha út úr þessum kosningum og
hafa möguleikar þeirra minnkað og
þó alveg sérstaklega möguleikar Ás-
Formannssætið
Samkvæmt endumýjunarreglu
flokksins er kjörtímabil Svavars
Gestssonar sem formanns útrunnið á
landsfúndinum síðar á þessu ári. Þó
vom uppi hugmyndir um að gera þar
undantekningu á ef flokkurinn hefði
farið vel út úr kosningunum. Staða
Svavars í flokknum er nú veikari en
nokkm sinni af skiljanlegum ástæð-
um. Hann er formaður flokksins og
hann verður að taka skelhnn hvort
sem mönnum þykir það sanngjamt
Margir kenna kjaramálapólitik Alþýðusambandsins, undir forystu As-
mundar Stefánssonar, um ófarir flokksins nú. Ásmundur er þó á annarri
skoðun og segir orsakirnar allt aðrar og fleiri.