Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987.
3
DV
Kristín Halldórsdóttir um stjóm Kvennalista, Alþýðuflokks og SjáHistæðisflokks:
Stjómmál
Fusar til að athuga hveiju við
fengjum áoifcað í slíkri stjóm
„Við erum að búa okkur undir
alvöru stjómarmyndunarviðræð-
ur,“ sagði Kristín Halldórsdóttir,
þingkona Kvennalista, síðdegis í
gær.
„Við gerum okkur alveg grein
fyrir því að þetta er dálítið erfitt
vegna þess að við erum svo allt
öðruvísi heldur en hinir. Okkar
stefnuskrá, sem við byggjum auð-
vitað allt á og erum búnar að vera
að kynna, og vonum að sé grunnur-
inn að okkar ágæta árangri, er
nánast byltingarkennd. Þó að bylt-
ing sé heldur ljótt orð og við viljum
síst kenna okkur við blóðbragð,
eða nokkuð slíkt, þá tölum við nú
samt um hugarfarsbyltingu og
breytt verðmætamat.
Það er auðvitað vandi að móta
þannig skilyrði að við náum ár-
angri í samræmi við okkar stefnu
en göngum kannski ekki svo langt
að það sé ekki vinnandi vegur að
koma til móts við okkur.
Þetta er það sem við erum á fást
við þessa dagana og vinnum eins
og berserkir í þessu. Þetta kostar
miklar umræður og samtöl en það
gengur ágætlega. Við erum komnar
alveg með meginlinur en það er
ekkert sem við kynnum nánar í
fjölmiðlum á þessu stigi.“
- Ætlið þið að ræða frekar við
Jón Baldvin eða Þorstein áður en
forseti fer að kalla flokksformenn
á sinn fund?
„Það er ekkert frágengið. En ég
reikna ekkert sérstaklega með því.
Þorsteinn Pálsson mun hafa átt
símasamtal við Guðrúnu Agnars-
dóttur í gær. Þau komu sér saman
um að það lægi ekkert lífið á. Það
er vitað mál að það er ekki ætlunin
að flýta sér neitt með þessi viðtöl.
Og við erum mjög sammála því að
fólk fái frið til þess að átta sig og
sé virkilega reiðubúið til þess að
tala saman.
Jón Baldvin spurði um viðhorf
okkar til þess að þetta stjórnarsam-
starf yrði reynt. Hann hefur verið
ákaflega fús til þess að lýsa því
yfir að þetta sé það samstarf sem
hann telji líklegast til árangurs og
kannski vinsælda. Við erum fúsar
til þess að skoða þetta allt saman
og athuga hverju við fengjum áork-
að í slíkri stjórn."
- Eruð þið þá fúsar til að skoða
þennan möguleika á undan öðrum?
„Því get ég ekki svarað. Ég get
ekki metið það beint. En ég hef
bara séð það auðvitað hér og þar,
meðal annars haft eftir báðum
þessum formönnum, sem leiða við-
komandi flokka, að þeir virðast
telja þetta fyrsta kostinn sem verði
byrjað á að athuga. Og við höfum
ekkert á móti því að athuga það,“
sagði Kristín.
-KMU
Suðuriand:
643 útstrikanir á
Þorstein og félaga
Miklar útstrikanir voru á lista sjálf-
stæðismanna á Suðurlandi í nýaf-
stöðnum kosningum. Alls sáu 643
kjósendur flokksins ástæðu til að
breyta kjörseðlinum er þeir stóðu ein-
ir og alls ráðandi í kjörklefanum.
Að sögn Kristjáns Torfasonar, form-
anns kjörstjórnar í Suðurlandskjör-
dæmi, voru breytingar á atkvæðaseðl-
um í Suðurlandskjördæmi sem hér
segir:
A-listi: 15 breytingar.
B-listi: 178 breytingar.
D-listi: 643 breytingar.
G-listi: 8 breytingar.
S-listi: 14 breytingar.
V-listi: 2 breytingar.
M-listi: 1 breyting.
„Atkvæðaseðlamir em nú í tölvu-
vinnslu og ætti að liggja fyrir á
morgun hvemig útstrikanimar skipt-
ust. Á þessu stigi er ekkert hægt um
það að segja með vissu,“ sagði Kristján
Torfason í samtali við DV.
-EIR
Nýr þingfiokkur Alþýðuflokksins kom saman til fyrsta fundar i Alþingis-
húsinu i gær. Beðió verður með að kjósa stjórn þingflokksins þangað
til stjórnarmyndunarviðræður fara að skýrast. Frá vinstri sitja Jón Sæ-
mundur Sigurjónsson, Eiður Guðnason, Sighvatur Björgvinsson, Karvel
Pálmason, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Baldvin Hannibalsson, Karl
Steinar Guðnason, Kjartan Jóhannsson, Árni Gunnarsson og Jón Sig-
urðsson. DV-mynd GVA
Albert formaður
þingflokksins
Albert Guðmundsson, fyrrverandi
iðnaðarráðherra, var kjörinn for-
maður þingflokks Borgaraflokksins á
fyrsta þingflokksfundi í gær. Jafn-
framt var honum falið að leiða flokk-
inn í hugsanlegum stjómarmyndunar-
viðræðum.
Júlíus Sólnes, þingmaður flokksins
í Reykjanesi, var kjörinn varafor-
maður þingflokksins. Óli Þ. Guð-
bjartsson, Suðurlandskjördæmi, var
kjörinn ritari þingflokksins. Þeir tveir
vom einnig tilnefridir til hugsanlegra
stjómarmyndunarviðræðna af hálfú
flokksins.
Ákveðið hefúr verið að varaþing-
menn Borgaraflokksins hafi rétt til að
taka þátt í störfum þingflokksins.
-KMU
Mikil umfjöllun um kosningamar í Belgíu:
Vöktu mikla athygli
Kristján Bembuig, DV, Belgíu: .
Kosningamar á Islandi hafa vakið
mikla athygli hér í Belgíu og fengið
mikla umfjöllun í öllum fjölmiðlum.
Het Nieuwsblad, eitt stærsta dagblað
landsins, var þannig með fréttir af
úrslitunum strax á mánudaginn og í
ítarlegri grein í blaðinu vom þeim
gerð góð skil.
I umfjöllun Het Nieuwsblad er m.a.
mynd af Albert Guðmundssyni en í
myndatexta með henni segir: „í pólitík
skýtur hann hnitmiðað eins og hann
gerði í knattspymunni," en fyrirsögn
á grein blaðsins er „Knattspyrnumað-
ur og kvenréttindakonur settu ísland
á annan endann.“
GinSdlUGTI5
Skólavörðustíg 1 Simi: 22966 101 Reykjavik.
AUKIN SNERPA, BETRIAFKÖST
Ef þú sefur illa og erf úrillur ó morgnana, lœfur
umferðina fara í faugarnar ó þér, ólt erfitt með
að einbeita þér að verkefnum dagsins, skaltu
líta við í Heilsuhúsinu. Við leiðum þig í
allan sannleikann um Glfis<iHflGll5