Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987. 15 Gjör rétt „Stóra spurningin er samt sú. Er Kvennalistinn stjórnarhæfur?“ Sjö flokkar komu manni á þing í kosningunum um helgina, allt niður í einn mann: Það gæti því orðið „ógæfa íslands" sem yrði hinn end- anlegi sigurvegari kosninganna. Glundroðinn næði undirtökunum, verðbólgudraugurinn magnaðist enn og ekkert réðist við erlenda skuldasöfnun. Þetta þarf þó ekki að fara svona. Alþýðuflokkurinn siggrvegarinn Flestir telja Kvennalistann ásamt Alberti Guðmundssyni sigurvegara kosninganna. Aðrir benda á Al- þýðuflokkinn og Stefán Valgeirsson. Alþýðuflokkurinn, einn gömlu flokkanna, kom sterkur út úr þessum kosningum. Framsókn stóð í stað, Alþýðubandalagið tapaði tveimur mönnum, líklega báðum til Kvenna- lista, og Borgaraflokkurinn tók sjö þingmenn sína líldega mikið til frá Sjálfstæðisflokki sem tapaði mest. Auk þess ruglaði Borgaraflokkurinn alla lokasókn kosningabaráttunnar og kom þannig í veg fyrir enn stærri sigur Alþýðuflokksins. Sé þessa gætt ásamt því að Alþýðuflokkurinn var eini sigurvegaraflokkurinn, sem byggði á yfirgripsmikilli, meitlaðri kosningastefiiuskrá, sem braut alla málaflokka kosninganna til mergjar og lagði fram ítarlegar tillögur til úrbóta í hverju smáatriði, þá er það ljóst að framtíðin mun að öllum lík- indum dæma Alþýðuflokkinn endanlegan sigurvegara þessara kosninga. Persónulegur sigur Jóns Baldvins Flokkurinn jók fylgi sitt meðal þjóðarinnar úr 11,7% í 15,2% eða um 3,5 af hundraði, en fylgisaukn- ingin sjálf varð um þrjátíu af hundraði. Sérstaklega varð þetta svo persónulegur sigur fyrir formann flokksins, Jón Baldvin Hannibals- son, sem sté upp úr öruggu fyrsta sætinu og fómaði sér í þriðja sætið, til þess að styrkja baráttustöðu flokksins. Viðurkennt var að Al- þýðuflokkurinn var höfuðstjómar- andstöðuflokkurinn á kjörtímabil- inu og hafði alltaf foiystu fyrir stjómarandstöðunni á þingi. Fall ríkisstjómarinnar er því sér- stakur sigur Alþýðuflokksins auk þess sem komið var líka í veg fyrir það að smáflokkakraðakið gæti myndað meirihlutastjóm að kalli Framsóknar. Slíkar stjórnir hafa orðið íslenska lýðveldinu líklega hvað dýrastar. Kvennalisti og Sjálfstæðis- flokkur Formaður Alþýðuflokksins hefur . lýst yfir áhuga sínum á stjóm með Kvennalista og Sjálfstæðisflokki. Þetta er mjög eðlilegt í stöðunni. Margir telja Kvennalistann sigur- vegara kosninganna sem áður segir og Sjálfetæðisflokkurinn er enn stærsti flokkur þjóðarinnar. í slíku stjómarsamstarfi væri hægt að tak- ast á við skuldasöfnunina, verð- bólguna og ríkissjóðshallann. Stóra spumingin er samt sú. Er Kvenna- listinn stjómarhæfur? Ráðherrakaliber? Þetta er ekki sagt vegna þess að innan þessa stjómmálaflokks séu ekki hæfir einstaklingar til þess að gegna ráðherradómi. Bæði Kristín Halldórsdóttir og Guðrún Agnars- dóttir em t.d. ásamt fleirum greini- lega „ráðherrakaliber". En skipulag Kvennalistans getur einfaldlega hafhað þeim. Þær era t.d. hvorki formaður né varaformaður og ætla auk þess ekki að sitja á þingi nema hálft kjörtímabilið. Úlfúðin í flokkn- um, sem kæmi upp þegar til nauð- synlegra efnahagsráðstafana þyrfti að grípa, gæti líka einfaldlega gert út af við þær. Svo er það líka stór spuming almennt með Kvennalist- ann hvort hann sé yfirhöfuð í pólitík til þess að axla ábyrgð. Það er kannski eitt að vera sæt og skemmti- leg og annað að neyta vitsmunanna til þess að axla stjómsýslulega ábyrgð sem aðeins framtíðin sker úr um hvort til vinsælda sé fallin. Era bara ekki öll vandamálin karl- remba? Hrossakaup Á hinn bóginn geta svona hug- renningar orðið gersamlega óþarfar. Gömlu stjómarflokkamir misstu nefnilega ekki stærri meirihluta en svo að þeim nægir einn þingmaður í viðbót til þess að halda jöfnu í deild- unum og hafa meirihluta í samein- uðu Alþingi með fjárlög. Slikur maður blasir við, Stefán V algeirsson. Sögulegt verð á honum er t.d. ca eitt bankaráð. Það finnst Framsókn ábyggilega ekki hátt verð núna. Síð- an má bjóða í einn borgara. Sögulegt verð á Albert Guðmundssyni var t.d. ráðherradómur. Væri það ekki til- vinnandi til þess að klekkja á „kröt- unum, kommunum og kellingun- um?“ Nú, ef það er of áberandi að Kjállarinn Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræðingur taka Albert, þá til dæmis Júlíus Sól- nes. Enginn efast um gáfúr prófess- orsins. Nema þá að Þorsteinn Pálsson reyndist enn gáfaðri og neit- aði að ákveða eigin pólitíska aftöku með því nokkuð að vera að daðra við borgarana yfirleitt. Láta tímann vinna verkið -nýjarkosningar Þá er sá kostur að drepa öllu mál- inu á dreif og gera bókstaflega ekki neitt í nokkra mánuði. Láta bara allt danka og skella sér síðan aftur í kosningar í vetur. Vona að Borg- araflokkurinn dalaði, Framsókn væri orðin blönk og gæti ekki aug- lýst, Alþýðubandalagið næði sér ekki á strik og Kvennalistanum fat- aðist flugið. Viðreisn væri þá borð- leggjandi, en verðið væri óðaverð- bólga og mikil skuldasöfnun á tímabilinu, auk óvissu um alla fram- tíðina. Svona tala bara ævintýra- menn. Hótel Griðastaður Þá er það spumingin um nýsköp- unarmunstrið. A, D og G. „Sögulegar sættir" og „aðilar vinnumarkaðar- ins“ sjónarmið koma þarna til athugunar. Spumingin er bara ein- faldlega þessi: Er Alþýðubandalagið einhver sérstakur aðili að vinnu- markaðinum? Með Ásmund Stefans- son utan þings og Guðmund J. utan pólitíkurinnar yfirleitt þá blasir það ekki beint við. Svavar í sárum og Geir Gunnarsson á móti ráðherra- dómi, ef marka má fyrri reynslu. Ekki beint greinilegur kostur í stöð- unni, en kemur þó sterklega til greina, enda slær Ólafur Ragnar vefinn ótt í títt á Hótel Griðastað. Hvað kostar Framsókn þjóðina? Að lokum er sá kostur, sem mörg- um finnst koma til greina, sérstak- lega sjóuðum efhhagsmálajálkum, en síður hefur kennt bjarma í áhyggjufúllum brám formanns Al- þýðuflokksins, þótt honum séu ristar rúnir höfúðrullunnar. Hér er boðið upp á Alþýðuflokk, Sjálfetæðisflokk og Framsóknarflokk. Vandkvæðin era augljós þar sem Alþýðuflokkur- inn taldi Framsóknarflokkinn höfuðandstæðing sinn í kosninga- baráttunni. Málin skipuðust bara einfaldlega þannig að hæstvirtir kjósendur hér í þéttbýlinu vora ekki sammála og gulltryggðu t.d. per- sónulegan stórsigur Steingríms Hermannssonar og þannig vamar- sigur Framsóknar á öllu landinu. Auðvitað neitar enginn að Stein- grímur hafi fádæma hæfileika og atfylgi að taka glærblankan Fram- sóknarflokk með allt NT-tapið á herðunum og bókstaflega auglýsa hann upp til sigurs. Þá vann Halldór Ásgrímsson stórsigur fyrir austan og Guðmundur Þórarinsson góðan vamarsigur hér í Reykjavík. Spum- ingin er bara einfaldlega þessi. Hvað kostar Framsókn þjóðina? Er Fram- sókn tilbúin að styðja forystu Alþýðuflokksins í svona samstarfi og hvað þá um Þorstein Pálsson? Auðvitað væri frábært fyrir hann að geta talað til borgaranna úr sterku ríkisstjómarsamstarfi, sem stjóm efiiahagsmála léki í höndun- um á og ætti alla framtíðina fyrir sér. En togarasjómaðurinn af Hala- miðum og ísafj arðarkratinn lýnir í fjárlagahalla og skuldasöfhun. Hvað kostar Framsókn? Guðlaugur Tryggvi Karlsson Svikin við Sverri h/f hjálp - hjálp Ég undirritaður er búinn að vera að berjast við undarlega menn eða vofúr í þessu margrómaða embættis- mannakerfi um þau svik og þjófnað er áttu sér stað í júlí ’82, þegar þeim tókst að stela 150 tonna skipi frá Sverri hf. upp á 50 milljón kr. og færa það til Ólafsvíkur sem eins konar viðbit við þann flota sem þar var fyrir. Þriðjudaginn 11. nóvember ’86 lagði ég nokkrar spumingar fyrir opinbera starfsmenn sem hafa af ein- hverjum ástæðum ekki svarað mér ennþá, eða geta það ekki sóma síns vegna, eða era á einhvem hátt með- sekir þessum þjófúm frá ísafirði. Vegna hvers neitar tollstjórinn í Reykjavík, Kristinn Ólafsson, að svara mér, hvort skipasmíðastöð M.B. hf. hafi haft heimild til að nota stöðina sem tollvörageymslu og skipasmíðastöð í senn á árunum ’79-’82. Vegna hvers þorir hinn ungi sýslumaður á Isafirði ekkert að gera meira í málinu en raun ber vitni, hefúr hann einhverra hagsmuna að gæta í þessu máli? Fyrirspurnir Saksóknaraembættið og sérstak- lega Jónatan Sveinsson, útgerðar- maður og samherji minn í útgerðar- braskinu, hefúr neitað mér um rannsókn á þessum þjófnaði og svikamyllu sem Skipasmíðastöð M.B. hf. setti á svið með aðstoð stjómar Fiskveiðasjóðs. Mig langar að spyrja Jónatan Sveinsson: 1. Samræmist það íslenskum lögum að skipasmíðastöð láti hækka allar vélar um 40% hér heima, láti Fiskveiðasjóð borga brúsann og flytja síðan 40% til KjaUaiirm Magnús Þ. Sverrisson framkvæmdastjóri landsins aftur sem skipasmíðaaf- slátt og leggja það inn á einka- reikning hjá Gunnari Emi Gunnarssyni og Fýlki Ágústs- syni hjá Útvegsbankanum á Isafirði? 2. Samræmist það íslenskum lögum að bankastjóri viðskipta- banka Sverris hf. í Grindavík gefi skipasmíðastöð M.B. hf. upp stöðu Sverris hf. þegar stöðin óskar upplýsinga? Ég vona að Jónatan Sveinsson sjái sér fært að svara mér eða kanna málið á annan hátt. Svika- og þjófnaðarmál Hvar er lögregla og/eða dómsvald- ið, er það eitthvað sem var til í landi þessu, eða era þetta allt frímúrarar, ég spyr. Ætlar bæði lögreglan og dómsvald- ið í þessu landi að sleppa sýslu- mannssyninum frá Isafirði, Gunnari Emi Gunnarssyni, og félaga hans, Fylki Ágústssyni, með þann tug- milljóna þjófriað er þeir frömdu í gegnum umboðslaun og Fiskveiða- sjóð, með dyggilegri aðstoð þeirra Stefáns Péturssonar, lögmanns Landsbanka íslands, Ólafe Stefáns- sonar, lögmanns Fiskveiðasjóðs, og hins umdeilda lögmanns Útvegs- banka íslands, svo ekki sé meira sagt, Axels Kristjánssonar og Guð- mundar Malmqvist hjá Byggða- stofnun. Vegna hvers þora þessir opinbera starfsmenn ekki, ef þeir era saklausir, að koma fram í dagsljósið og skýra frá mínum ósannindum, ef era, í þessu svika- og þjófnaðarmáli? Ég fæ ekki með nokkra móti skilið vegna hvers stjóm Fiskveiðasjóös og frændi minn, Sverrir Júlíusson framkvstj. (frændur era frændum verstir stendur einhvers staðar) vildu Sverri hf. feigan í þessu máli. En ég hafði 15 ár að baki í viðskipt- um við Fiskveiðasjóð og borgaði öll mín lán þar skilmerkilega, þrátt fyr- ir það setti stjóm Fiskveiðasjóðs „Það get ég sagt ykkur, lands- menn góðir, það eru ekki allir jafnir til vina hjó Rannsóknarlög- reglu ríkisins." mitt fyrirtæki á hausinn, eða svo gott sem, til þess að bjarga M.B. hf. frá gjaldþroti er stöðin var komin í er þetta gerðist. Lokað augum og eyrum fyrir skjalafalsi Það merkilegasta í málinu er það að þeir lögmenn og qpinbera aðilar, sem hafa fjallað um málið, hafa bara hlustað á þá að vestan, lokað augum og eyrum fyrir skjalafalsi, þjófnaði upp á tugi milljóna, þó svo að þeir hinir sömu viti það mætavel að Sverrir hf. á allan rétt til eignar á skipi nr. 51 frá M.B. hf., það var af- hent til Ólafevíkur í júlí ’82 án þess að borga svo mikið sem eina krónu í skipinu, en Sverrir hf. þurfti að sanna fyrir Fiskveiðasjóði sinn hlut upp á 12 millj. kr. á árinu, sem við og gerðum, en samt stálu þeir skip- inu frá okkur. Gunnar Öm og Fylkir Ágústsson vora því miður bara klókari, þeir þurftu ekki að sanna neina fjár- mögnun, þeir stálu því í gegnum umboðslaunakerfið og Fiskveiða- sjóð. Heldur þykir mér það nöturlegt að í þeim hildarleik svika og þjófnað- ar, er átti sér stað í júlí ’82, skuli forsætisráðherra vor vera dálítið ill- yrmislega viðriðinn þau málalok er urðu er hann skipaði fjárhæðanefnd fiskiskipa svo fyrir að skipið skyldi tryggt fyrir 14 hærra verð en það var virt á, hann var enn þingmaður þeirra fyrir vestan og vann þeim vel, en þar sem kosið hefur verið og ráðherra er væntanlegur á suðvest- urhomið býð ég hann ekki velkom- inn og vonast ég til að hann þvælist ekki fyrir fótum manna hér á Suð- ur- eða útnesjum Þó að ég viti að hann á ekki einn sök á því hvemig fór. Það get ég sagt ykkur, landsmenn góðir, það era ekki allir jafnir til vina hjá Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Að lokum Að lokum þetta. Ég er búinn að vera með lögmann í hlutastarfi í ein 4 ár til að berjast við aðra lögmenn og allt helvítis fjármála- og mafíu- kerfið sem heldur aðallega til í Útvegsbankanum, en ekkert hefur gengið nema þokkaleg peningaútlát. Er einhver lögmaður harður, ófyr- irleitinn, helst hjartalaus, eða jafh- ingi þeirra sem á undan er getið, til í að aðstoða mig eða að reyna að .ná mínum rétti í þessu máli. Ég neita því alfarið að gefast upp fyrir þess- ari fjármálamafíu, sem stjóm Fisk- veiðasjóðs er, fyrr en tæmar verða kyrrar upp í loft. Magnús Þ. Sverrisson „En ég hafði 15 ár að baki í viðskiptum við Fiskveiðasjóð og borgaði öll mín lán þar skilmerkilega, þrátt fyrir það setti stjórn Fiskveiðasjóðs mitt fyrirtæki á hausinn, svo gott sem.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.