Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Side 18
18
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987.
Menning
Kannski landslag
IVeir ungir málarar í Nýlistasafninu
Tveir ungir myndlistarmenn halda
um þessar mundir sýningu á verkum
sínum í Nýlistasafninu. Þeir heita
Aðalsteinn Svanur Sigfusson og
Hlynur Helgason og eru nýútskrif-
aðir úr Myndlista- og handíðaskól-
anum.
Báðir eru þeir Akureyringar og
lofar frammistaða þeirra góðu um
framtíð myndlistar þar nyrðra.
Aðalsteinn Svar.ur sýnir 28 mál-
verk sem eru mjög i anda þeirrar
fígúratífu bylgju sem gengið hefur
yfir listina á undanfömum árum.
Viðfangsefhin eru af ýmsum toga og
benda til þess að listamaðurinn sé
enn að þreifa fyrir sér um markmið
og leiðir. Skólamyndir af fígúrum
við daglega sýslan og aðstæður
keppa við ævintýramyndir með ljóð-
rænum áherslum. Sjálf túlkunin er
ívið sjálfstæðari. Aðalsteinn Svanur
málar sterkbyggðar, massífar fi'gúrur
og notar til þess þykka og efriis-
mikla litaáferð, eins og til að gefa
þeim aukna vigt á fletinum.
Aðalsteinn Svanur Sigfússon - Sjáandinn, málverk.
Þessi áferð, og sérstakt litróf lista-
mannsins, nær í sumum tilfellum
tilætluðum árangri, gefur verkunum
mónúmental yfirbragð, þótt ekki séu
þau stór um sig. Hins vegar verða
þessir effektar einnig til þess að of-
þyngja mörgum þeirra, gera þau hrá
og stirðleg. En Aðalsteinn Svanur
virðist hafa alla burði til að snúa
þessari þróun sér í hag í nánustu
framtíð.
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
Huglæg reynsla
Á hinn bóginn kemur Hlynur
Helgason hér fram sem óvenju sjálf-
stæður og þroskaður myndlistar-
maður. Hann sýnir 15 akrýlmálverk,
sem í venjulegum skilningi mundu
kallast afstrakt, en eru í raun til-
raunir til að draga saman bæði
áþreifanlega og huglæga reynslu í
myndræna kjama. Sérstakt við þessi
„óhlutbundnu" málverk Hlyns er til
dæmis að þau sniðganga helstu hefð-
ir í íslenskri afstraktlist. Hér á ég
til að mynda við hinn formfasta
„flugstiT margra Septem-manna og
hina opnu, en þó formsæknu af-
straktlist listamanna á borð við
Kristján Davíðsson og Elías B.
Halldórsson.
Andlegt veðurfar
Málverk Hlyns gætu sem best ver-
ið eins konar afstrakt eftirmáli við
muskulega myndlist þeirra Vest-
mannaeyinganna, Júlíönu Sveins-
dóttur og Ágústs Petersen.
Þau eru hlutgervingar á ákveðnu
andrúmslofti eða andlegu veðurfari,
Hlynur Helgason - „alföður" og „I
sem umvefur ýmisleg óræð kenni-
leiti, kannski landslag, kannski
einstaka fígúru, fugl eða fjall, sem
rissuð hafa verið upp með kolum og
hálffalin í lituðum slæðum.
Þroski þessara mynda birtist alls
staðar, í heillegri framsetningö hlut-
anna, í öruggri beitingu mjög svo
háskalegra lita (fjólubláma, dumb-
rauðra o.s.frv.), ekki síst í markvissri
upphengingu þeirra.
Það verður spennandi að fylgjast
með framhaldinu. -ai
I", málverk.
Að hún leiki þannig
sem allra oftast
af og hafi í sumum hringunum haft
meira að segja. Svo er stykkið mjög
vel „instrúmenterað“ og blásaramir
okkar fluttu það prýðisvel. Vonandi
þarf ekki að biða lengi þar til eitthvað
heyrist meira frá Oliver Kentish.
Fullskipuð mætti hljómsveitin til
leiks í forleik Berlioz, Kameval i Róm.
Berlioz var mikill aðdáandi hljóð-
færasmiðsins Adolfs Sax. Notaði hann
hin nýuppfúndnu hljóðfæri hans oft í
verkum sínum, meðal annarssaxófón-
inn eftir að hann kom fram um miðja
síðustu öld. Mig minnir að hann hafi
bæði notað althom og tenórhom í
Rómarkamevalinu en nú tíðkast að
skrifa þær raddir inn fyrir fastahljóð-
færi sinfóníuhljómsveitarinnar. í
þessum efnum ætti það að vera vanda-
laust að hverfa til upprunaleiks og
blærinn á því er á sinn hátt skemmti-
legur. Annars skyldi ekki við hljóm-
sveitina sakast eins og hún lék á
þessum degi.
Nú mátti hrópa bravó og standa
upp
Hljómurinn í Berliozforleiknum gaf
til kynna að hljómsveitin væri til mik-
ils vís þennan daginn. Meðal annars
kvað við nýjan hljóm hjá lágfiðlunum.
Þar birtist óvænt aukin mýkt og fyll-
ing tóns. Vonandi helst sá sumarboði.
Og svo kom að Mahler. - Ég held að
hljómsveitin okkar hafi ekki leikið
eins skínandi vel í vetur og hún gerði
nú. Með lykilmennina, Joshep Ogni-
bene á einleikshominu og Ásgeir
Hermann Steingrímsson á einleikst-
rompet, eins og glæstar galíonsfígúrur
á stefni, sigldi hún í gegnum Fimmtu
Mahler með þvílíkum glæsibrag að
manni datt helst í hug að jafha henni
við frægar stöllur sínar úti í heimi.
Þama sýndi Arthur Weissberg hvað
hann kann að fá út úr hljómsveitinni
og fyrirgefst (og meira en það) fyrir
þurrlega afgreiðslu mála í haust. Fyrir
svona leik mátti sannarlega hrópa
bravó og standa upp (sem annars er
orðinn slíkur plagsiður að spariglans-
inn er að minnsta kosti af því farinn)
i virðingarskyni. Megi hljómsveitin
okkar leika svona sem allra oftast.
-EM
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands i Há-
skólabíói 25. apríl.
Stjórnandi: Arthur Weissberg.
Hfnisskrá: Oliver Kentish: Myrkraverk; Hect-
or Berlioz: Karneval i Róm; Gustav Mahler:
Sinfónia nr. 5 i cis-moll.
Einhver ruglingur varð með dag-
setningu á fyrstu sumartónleikum
hljómsveitarinnar okkar. Svo þurfti
bæði veðrið, einsog það var nú, og
kosningar í ofanálag að dynja yfir á
sama degi. í þokkabót var ekki verið
að hampa neinum aðfengnum, ffægurn
einleikara eða því um líku, heldur
treyst á heimafengnu baggana; „Is-
lenskt" verk eftir nær óþekkt tónskáld
frumflutt,-ein forleikur á milli og svo
Mahlersinfónía. Það var því engin
Tónlist
Eyjólfur Melsted
furða þótt húsið væri hálftómt á þess-
um degi.
Hvað fældist fólk?
En hvað þurfti fólk að fælast? Frum-
flutta verkið reyndist hið snotrasta
stykki fyrir blásarasveit. Ég held að
þetta sé örugglega fyrsta verkið eftir
Oliver Kentish, sem flutt er hér syðra.
Hann vinnur í Myrkraverkum nostur-
samlega úr smáu frumi. Stundum
finnst manni að hann klippi fullfljótt
Oliver Kentish
Gunnar Idenstam
Orgelsnillingur
UNGIR NORRÆNIR EINLEIKARAR
Orgeltónleikar Gunnars Idenstam í Frikirkj-
unni 26. april.
Á efnisskrá, orgelverk eftir: Duruflé, Johann
Sebastian Bach, Schumann, Vierne, Ravel
og Idenstam.
Aðrir tónleikar í röð Norræna húss-
ins, Ungir norrænir einleikarar, voru
haldnir í Fríkirkjunni. Reyndist þar
rétt valið því vart getur aðra eins radd-
fegurð í íslensku orgeli og í orgeli
Fríkirkjunnar. Bar þar líka allt að
sama brunni því að efnisval þessa
unga sænska orgelleikara var í góðu
samræmi við eðli og hljómblæ orgels-
ins.
Hinn franski skóli
Leikur Gunnars Idenstam ber með
sér áhrif hins franska skóla sem svo
margan hefur heillað. Það geislar
beinlínis af þeim ferskleikinn, ungu
ffanskmenntuðu organistunum sem
hér hafa leikið hin síðari ár. Ferskleik-
inn nær ekki einungis til verka hins
gallíska tónheims heldur einnig til
verka gömlu germönsku meistaranna
eins og Bachs. Án þess að ganga beint
á svig við góðar og gildar hefðir um
leik verka Bachs tekst þeim að gæða
leikinn léttleika og á stundum sveiflu
sem fer hinum gamla meistara prýðis-
Tóiílist
Eyjólfur Melsted
vel. í þessum sökum er Gunnar
Idenstam dæmigerður fyrir hinn
franska skóla.
í orðsins fyllstu merkingu
En pilturinn kann fleira fyrir sér.
Hann lék til dæmis eigin útsetningu,
stórvel gerða, á hinum fræga Pavan,'
Ravels. Svo klykkti hann út með því
að spinna fjórþætt sinfónískt ljóð yfir
sálmastefið sem við þekkjum sem tut-
tugasta og sjöunda Passíusálm, eða
Víst ertu, Jesú, kóngur klár. Þótti mér
sérstaklega til annars þáttarins, sem
var impressioniskur mars, koma.
Annars þarf ekki að orðlengja það
eða tíunda í smáatriðum hversu snjall
organisti Gunnar Idenstam er. Hann
er orgelsnillingur í fyllstu merkingu
þess orðs. Meira þarf ekki um leik
hans að segja. En verst var að svo
margir skyldu þurfa að sofa úr sér
kosningahrollinn og missa þar með
af stórkostlegum tónleikum.
-EM