Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Page 19
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987.
19
lan Rush hefur skoraö mörg mikilvæg mörk fyrir Liverpool en fer brátt til ítaliu aö spila þar.
Umsjón: Eiríkur
Snúin
úrslit
Getraunaspá
fjölmiðlanna
LEIKVIKA NR.: 37
Arsenal ..Aston Villa 1 1 1 1 1 1 1
Charlton ..Luton X X 2 X 1 2 X
Chelsea „Leicester 1 1 X 2 1 1 1
Coventry „Liverpool 2 2 2 2 2 2 2
Manchester Utd.... „Wimbledon 1 1 1 1 1 1 1
Nottingham F „Tottenham X 2 X 1 2 X 2
Oxford „Norwich X 1 1 2 X 1 1
Sheffield Wed „Queens Park R 1 X 1 X 1 X X
Watford „Southampton 1 1 1 1 1 1 1
West Ham .. Newcastle 1 1 2 X X 1 X
Derby „Leeds 1 1 X 1 1 1 2
Oldham „Plymouth 1 1 1 2 1 2 X
Hve margir réttir eftir 36 leikvikur: 178 174 178 169 174 187 168
Enska 1. deildin
HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR
L U J T IVIörk________________________U J T Mörk S
38 14 3 1 45 -10 Everton.............. 9 4 7 26 -20 76
39 14 3 3 42-16 Liverpool............. 8 4 7 26 -22 . 73
38 13 3 4 36 -14 Tottenham............. 7 5 6 28 -25 68
39 11 5 3 28 -9 Arsenal............... 7 5 8 23 -22 64
39 14 5 1 27 -10 Luton............:...... 3 7 9 16 -29 63
39 9 10 1 27 -19 Norwich............... 6 7 6 23 -30 62
38 11 4 3 34 -16 Watford............... 6 4 10 29 -33 59
39 10 8 1 32 -13 Nottingham F.......... 6 3 11 28 -36 59
39 10 5 5 30 -21 Wimbledon............. 6 4 9 22 -28 57
37 13 2 3 32 -15 Coventry.............. 2 7 10 11 -25 54
38 12 3 4 35 -16 Manchester Utd....... 1 10 8 14 -23 52
39 9 7 4 30 -23 Queens Park R...... 4 4 11 15 - 28 50
39 7 5 7 25 - 27 Chelsea.............. 5 7 8 22 - 32 48
39 9 3 7 30 - 27 WestHam.............. 4 6 10 19 -38 48
39 10 5 5 43 -24 Southampton........... 3 3 13 23 -42 47
39 8 7 4 32 -21 SheffieldWed......... 3 6 11 17 -34 46
39 10 4 6 33 -26 Newcastle............. 2 6 11 12 -33 46
39 8 7 4 30 -24 Oxford................ 2 5 13 11 -42 42
39 9 6 5 38 -23 Leicester............. 2 1 16' 14 -49 40
39 6 7 6 24 -20 Charlton.............. 3 4 13 16 -33 38
39 7 7 6 24 -23 AstonVilla............ 1 .5 1 3 18 - 49 36
39 7 6 7 27 -24 Manchester City....... 0 8 11 8-31 35
Enska 2. deildin
HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR
L U "J T Mörk_______________________________U J T Mörk S
39 12 6 1 36 -15 Derby................. 11 3 6 22 -18 78
38 16 2 1 34 -9 Portsmouth............. 6 7 6 16 -15 75
38 11 6 2 31 -15 Oldham................. 8 3 8 27 -26 66
39 14 4 2 40 -14 Leeds................. 3 7 9 13 -26 62
39 12 6 2 39 -20 Plymouth............... 4 7 8 19 -28 61
39 11 5 3 25 -8 Ipswich................. 5 6 9 30 -33 59
39 11 4 5 34 -20 Crystal Palace....... 7 1 11 16 -29 59
39 10 7 3 31 -19 Sheffield Utd.......... 4 5 10 17 -27 54
38 10 5 3 33 -15 Stoke.................. 4 5 11 20 -31 52
39 10 4 6 29 -22 Blackburn.............. 4 6 9 14 -27 52
39 10 4 6 26 -15 Millwall............... 4 4 11 12 - 24 50
39 8 7 5 26 -22 Barnsley............... 4 6 9 19 -27 49
39 10 4 6 31 -23 Reading................ 3 6 10 18 -33 49
38 7 5 6 26 -19 W.B.A.................. 5 6 9 20 -24 47
39 7 9 3 26 -19 Birmingham............. 3 8 9 20 -37 47
38 9 5 6 34 -27 Bradford............... 3 4 11 18 -29 45
39 10 3 7 22 -14 Shrewsbury............. 3 3 13 15 -36 45
39 5 7 8 16 -19 Grimsby................ 5 6 8 20 -32 43
38 7 6 5 18 -22 Hull..............;..... 3 7 10 14-31 43
39 7 6 6 33 -30 Huddersfield............ 3 6 11 15-31 42
38 7 6 5 20 -17 Sunderland............. 4 5 11 23 -35 44
38 6 6 7 20 -19 Brighton............... 2 6 11 15 -31 36-
Úrslit voru snúin um síðustu
helgi því þau lið sem tipparar
treystu almennt brugðust, svo sem
Luton sem gerði jafntefli gegn
Sheffield Wednesday og einnig
Norwich sem náði einungis jafn-
tefli á heimavelli gegn Coventry.
Watford sigraði á útivelli, hið sama
gerði Derby gegn Sheffield United
og Manchester City vann Arsenal
á heimavelli.
Potturinn var ekki mjög stór, eða
561.662 krónur. Alls seldust því
234.026 raðir. Ekki fundust nema
tvær raðir með tólf réttum leikjum
og fær hvor röð 196.580 krónur.
Einnig fundust fáar raðir með ell-
efu réttum lausnum, eða 14, og fær
hver röð 12.035 krónur.
Nú eru ekki nema tvær vikur
eftir og má búast við að sala glæð-
ist þessar tvær vikur eins og
undánfarin ár er tipparar sletta
nokkru fjármagni í lokapottinn.
Kevin Moran hefur veriö sem klettur
í vöm Manchester United í vetur.
Tippað á tólf
Tvær vikur eftir
1 Arsenal - Aston Villa 1
Þegar þijár umferðir eru eftir í ensku knattspymunni er
Aston Villa næstneðst í 1. deildinni og verður að vinna að
minnsta kosti tvo leiki til að halda sér uppi. Arsenal á ekki
að neinu sérstöku að keppa nema að vera sem efst á stiga-
töflunni. Liðið hefur staðið.sig vel á heimavelli, einungis
fengið á sig 9 mörk í 19 leikjum eða mark í öðrum hveijum
leik. Heimasigur.
2 Charlton - Luton X
Charlton á enn von á að halda sér uppi en verður að vinna
upp tveggja stiga forskot Leicester. Luton hefur staðið sig
ágætlega í vetur, er í fimmta sæti án þess að hafa unnid
nema þrjá leiki á útivelli. Nú verður jafntefli.
3 Chelsea - Leicester 1
Chelsea bjargaói sér frá falli með góðum spretti eftir ára-
mótin. Leicester er enn að beijast við fallið. Helsta verkið
er að halda sér frá þriðja neðsta sætinu. Þaö hefur tekist
hingað til en þessi leikur á Stamford Bridge er erfiður.
Leicester hefúr einungis fengið 7 stig af mögulegum 57
stigum á útivelli og er þvi varla hægt að spá þeim hjá
Leicester miklum árangri í þessum leik.
4 Coventry - Liverpool 2
Nú fer að líða aö því að hin stóra stund Coventry renni upp
er liðið spilar á Wembley. Slíkir hlutir taka yfirleitt mikla
athygli leikmanna frá öðrum atburðum þannig aó Coventry-
liðið er þegar komið með mínus vegna þess þegar tekið
er tillit til úrslita í leik liösins gegn Liverpool. Liverpool er
komið á sigurbraut á ný eftir fjóra tapleiki sem komu á slæm-
um tima fyrir liðið. En Liverpool er aldrei hættulegra en
þegar þaö hefur verið æst upp og finnur blóðbragð. Útisig-
ur.
5 Manchester United - Wimbledon 1
United hefur ekki tapað mörgum leikjum síðan Alex Fergu-
son framkvæmdastjóri tók við. í síðustu 16 viðureignum
sinum hefur liðið tapað þrisvar sinnum. Heimavöllurinn
hefur verið drýgstur í stigasöfnun því 12 leikir hafa unnist
þar, þar af þeir fjórir síðustu. Leikmenn Wimbledon hafa
verið að gefa eftir í síðustu leikjum þvi þrír þeirra fjögurra
síðustu hafa tapast. Heimasigur.
6 Nottingham Forest - Tottenham X
Nottingham Forest hefur valdiö aðdáendum sínum von-
brigðum undanfarið því þó að nokkrir leikir hafi unnist
hafa að minnsta kosti jafnmargir tapast. Tottenham hefur
verið sannfærandi á útivöllum í vetur en þó hafa sex leikir
tapast af 18. Nottingham tapar ekki oft á heimavelli. Jafiitefli.
7 Oxford - Norwich X
Oxford er í fallbaráttusæti en Norwich er við hinn enda
stigatöflunnar, toppinn. Norwich hefúr tapað fæstum leikjum
allra liða í 1. deildinni en gert alls 17 jafntefli í vetur. Ox-
ford hefur verið að reyta stig á heimavellinum sínum litla.
Baráttan færir liðinu mörg stigin og hér er ekki undantekn-
ing á því máli þannig að spáin er jafntefli.
8 Sheffield Wednesday - QPR 1
Þrátt fyrir að Sheffield Wednesday væri komið í fallhættu
fyrir hálfum mánuði er liðið sennilega alveg sloppið nú því
nokkurt jafnvægi er á liðinu sem stendur. QPR hefur ekki
unnið leik í síðustu viðureignum sinum þannig að ekki er
útlitið gott. Sheffield Wednesday er með góðan árangur á
heimavelli og vinnur nú.
9 Watford - Southampton 1
Watford er í miklu formi um þessar mundir og hefur unn-
ið §óra síðustu leiki sína. Southampton hefur ekki verið
nógu sannfærandi á sama tíma þó liðið hafi ekki tapað nema
einum leik af síðustu átta. Útivallarárangur er slappur þann-
ig að spáin er heimasigur.
10 West Ham - Newcastle 1
West Ham hefur gengiö herfilega illa undanfarið og tapað
átta af ellefu síðustu leikjum sínum. Newcastle hefur á sama
tíma átt sínar fegurstu stundir í vetur. Þessi leikur hefur
ekki mikla þýðingu fyrir liðin sem eru bæði sloppin úr
fallhættu. West Ham spilar skemmtilega knattspymu þegar
sá gállinn er á liðinu. Heimasigur.
11 Derby - Leeds 1
Derby er efst í 2. deildinni en Leeds er litlu neðar. Baráttan
við toppinn er mikil því lið allt niður í 5. sæti eiga mögu-
leika á aö komast upp í 1. deildina. Sérstakt úrslitafyrirkomu-
lag milli liða gerir það að verkum. Derby er með ákaflega
marga snjalla og góða leikmenn. Leedsliðið er stemmnings-
lið sem þolir ekki mikla pressu og því er spáin heimasigur.
12 Oldham - Plymouth 1
Óldham hefur verið í einu af þremur efstu sætunum mest
allan veturinn. Plymouth hefur einnig staðið sig vel og á
möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Liðið hefur unnið
mörg góð lið á útivelli en Oldham er sterkt á gervigiasinu
heima og sigrar.