Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Page 20
20
íþróttir
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987.
DV
Laugardalsvöllur lítur betur út nú en í fyrra og aö sögn Jóhanns Óla vallarstjóra er völlurinn
i þokkalega ástandi. Leikur íslands og Hollands, 26. mai, fer fram á vellinum og annar landsleikur viku síðar. Fram
er eina liöið i 1. oeild sem leikur heimaleiki á vellinum og mun liðið væntanlega leika 2. heimaleik sinn á vellinum.
Ástand valla
er mjög gott
Nú fer senn að líða að því að keppnin í 1. deildinni í
knattspyi’nu hegist og því fannst okkur við hæfi að fara á
stúfana og kanna ástand þeirra leikvalla sem leikið verður
á í deildinni í sumar.
Þegar á heildina er litið virðist ástand vallanna vera
mjög gott enda mildur vetur að baki. Hér fyrir neðan eru
myndir sem teknar voru af öllum völlunum í gær og stutt
umsögn um hvern völl fyrir sig:
Akureyrarvöllur er dálitið spurningarmerki. Um horfurnar er ákafiega lítið
hægt að segja á þessari stundu en að sögn heimildarmanns okkar er engin ástæða til að
örvænta. Umsjónarmaður vallarins reiknaði með að fyrsti leikurinn á vellinum yrði í byrjun
júni.
Kaplakrikavöllur kemur þokkalega undan vetri, að sögn Bergþórs Jóns-
sonar, formanns FH, og heldur betur en í fyrra. „Ég get ekki séð neitt því til fyrirstöðu að
byrja að leika á vellinum i fyrsta heimaleik okkar, það er að segja ef ekkert hret kemur á
næstunni," sagði Bergþór Jónsson.
Húsavíkurvöllur er rétt að byrja að taka við sér og kemur örugglega fljótt
til vegna góðrar tiðar undanfarið. Völlurinn var tyrfður sl. haust og að sögn Freys Bjarnason-
ar þá vonast þeir á Húsavík eftir því að fyrsti heimaleikur Völsungs í 1. deild fari fram á
vellinum.
Garðsvöllur er mjög svipaður og á sama tíma í fyrra og ekkert kal er í vellin-
um, að sögn Heiðars Þorsteinssonar, gjaldkera knattspyrnudeildar Víðis. Það hefur verið
kalt undanfarið en ef hlýnar þá vonumst við eftir að fyrsti heimaleikur okkar fari fram á
vellinum.
Akranesvöllur er í mjög svipuðu ástandi og í fyrra, nokkuð góður og er að
koma til. Ekkert kal er sjáanlegt og kannski helst mikil bleyta sem gæti aftrað því aðyöllur-
inn yrði tilbúinn á réttum tíma. Eins og málin standa í dag reikna menn með að ÍA leiki
sinn fyrsta heimaleik á vellinum.
Valsvöllur kemur ágætlega undan mildum vetri, að sögn Gunnars Svavarsson-
ar, en þó setur mjög mikið álag síðustu daga síðasta keppnistimabils strik i reikninginn.
Völlurinn er engu að síður þokkalegur og eiga Valsmenn ekki von á öðru en að geta leikið
fyrsta heimnaleik sinn í 1. deildinni á Valsvellinum.
Keflavíkurvöllur er í mjög góðu ástandi, að sögn Marels Sigurðssonar.
Völlurinn er i svipuðu ástandi og í fyrra en þó eru engir kalblettir á vellinum núna. Marel
sagði að mikið mætti ganga á ef Keflvíkingar gætu ekki leikið fyrsta heimaleik sinn á vellinum.
KR-völlur kemur vel undan vetri og voru KR-ingar að bera áburð á völiinn í gær,
að sögn Jóakims Snæbjörnssonar hjá KR. Völlurinn er alls ekki verri en í fyrra og leika
KR-ingar fyrsta heimaleik sinn á vellinum. Þess má geta að ný stúka verður tekin í notkun
á svæði KR-inga í sumar.