Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987. „Allar dellur sérdeild“ Dægradvöl Hann Þorleifur Ásgeirsson, eða Leifur eins og hann er jafnan kall- aður, hefur ólíklegustu hluti og fyrirbæri fyrir dellur. Ein af alvar- legri dellunum er spilamennskan en þar fyrir utan er hann á kafi í flugmódelum, tattóveringum, mót- orhjólum og tölvuleikjum svo eitthvað sé nefnt. „Það var borð- spilið King-maker sem kom spila- dellunni af stað á sínum tima,“ sagði Leifur og nú safnar hann öll- um tegundum af spilum. Miklu verra en í skákinni. Eitt af þeim spilum sem hann er algjör sérfræðingur í eru hin svo- kölluðu hernaðarspil. Þau ganga út á að spila á borði ýmis þekkt stríð sem háð hafa verið, þar á meðal má nefna Víetnamstríðið, Kyrrahafsstríðið, orrustuna um Stalíngrad, 'Rósastríðið og Súez- stríðið. Þessi spil styðjast við raunverulegan framgang stríðanna og sagði Leifur að þessi hernaðar- spil krefðust heilabrota sem mest mætti verða - miklu meiri en í ská- kinni. Aðspurður hvað honum þætti um spilið Trivial Pursuit, sem tröllreið öllu á jólunum í lyrra, sagði Leifur að það væri fræðandi spil fyrir þá sem hefðu gaman af því. Aftur á móti sagðist hann í staðinn miklu frekar lesa bókina Michael Canes Book of Useless Facts sem er full af einskis nýtum staðreyndum og sparðatíningi eins og nafnið gefur til kynna. Spilað í Hvíta húsinu ... Borðspilið Diplomacy sagði Leif- ur að væri spil spilanna, alveg svakalega spennandi og hver leik- ur getur staðið yfir frá nokkrum klukkutímum upp í tvo til þrjá sól- arhringa. Spilið er svokallað heimsyfirráðaspil þar sem mark- miðið er, eins og nafnið bendir til, að ná yfirráðum yfir heiminum. Leikurinn krefst útsjónarsemi, klækja, svika og pretta og sagðist Leifur hafa fyrir satt að það væri spilað í Hvíta húsinu... Það er einmitt mjög algengt í Ekki skortir áhugamálin hjá honum Þorleifi Ásgeirssyni. Spilamennskan er eitt þeirra og hér er hann búinn að setja upp hernaðarspil sem snýst um Súez-striðið eins og það var í raunveruleikanum. DV-mynd Brynjar Gauti þessu spili að spilaramir verði svo spenntir að þeir gleymi sér alveg í hita leiksins og ranki ekki við sér fyrr en að nokkrum sólarhringum liðnum... Eitt er það spil sem nýlega kom út í Bandaríkjunum undir nafninu Dr. Ruths Game of Good Sex. Þessi kona, dr. Ruth, sem spilið er kennt við, er eins konar kynlífspostuli Bandaríkjamanna ef marka má þær vinsældir sem hún nýtur þar vestra. Spilið snýst því um spurn- ingar og svör er tengjast öllu því sem nofnum tjáir að nefna og á einhvern hátt getur tengst kynlífi. „Kaninn er alveg dýrvitlaus í dr. Ruth,“ hafði Leifur á orði en sagði að sér þætti hún heldur gróf fyrir sinn smekk en þó gæti hann alveg mælt með þessu sem góðu samkvæ- misspili. „Það er undarlegt að þeim mun meira sem video- og sjónvarpsgláp og tölvuleikir færast í aukana þá hefur áhugi fyrir spilunum aukist að undanförnu," sagði Leifur og er hann sjálfur engin undantekn- ing því hann segist varla hafa tíma fyrir annað en dellurnar og má varla vera að því að vinna. Er þá ekki upplagt fyrir hann að opna búð í þessum bransa? Leifur var fljótur að svara því til að hann hefði ekki peningavit fyrir fimm aura og bætti því við að hann tap- aði alltaf í matador. Að öllu jöfnu stundar Leifur sjó- inn á slóðum nafna síns, Leifs heppna í nýju flugstöðinni, en þennan frídag, sem hann ræddi við blaðamann DV, notaði hann að sjálfsögðu til að fylgjast með því markverðasta sem er að gerast í spilamálum og nú eru ný spil að koma á markaðinn og byggja á hinum kunnu sögum eftir J.R.R. Tolkien. Spilin og leikirnir eru komin um langan veg Flest þau spil sem við þekkjum í dag eru mörg hundruð ára gömul. Mylluspilið er t.d. ættað frá Egyptalandi, skákin á rætur sínar að rekja til Indlands, rúllettan er upphaflega frönsk, dómínóið kinverskt og svo mætti áfram telja. Það var Alfonso X, konungur í Kastilíu, sem skrifaði á þrettándu öldinni bók um hin ýmsu spil sem þá voru þekkt meðal Mára og Spánverja á miðöldum. í formála þeirrar bókar segir konungur: „Það er Guðs vilji að fólk stytti sér stundir við spil af ýmsu tagi,“ og bendir á að slík dægradvöl „geri mönnum glatt í lund og létti af þeim leiða,“ svo vitnað sé í bókina Spil og leikir um víða veröld sem AB hefur gefið út. Þar segir einnig: „Tiltekin spil og leikir hófust sem þjálfun fyrir yngri kynslóðina eða stuðluðu að varðveislu fenginnar færni. Skák var snjöll stílfærð spegilmynd af vígvelli og kænskan og framsýnin, sem sá leikur krefst, þykja fullgildar til hugarþjálfunar enn sem fyrr. Öllu hagnýtari og gagnlegri færni fólst í ýmsum öðr- um leikjum, t.d. að velta gjörð, skutla í mark, iðka kapphlaup eða leggja stund á hverja þá afþreyingu sem krefst afls og fimi. Japanskir hermenn æfðu eitt sinn badminton í þjálfun sinni til að efla viðbragðs- snerpu og fimi, en annars staðar á hnettinum þjálfuðu ungir indíánar skotfimi sína með því að þeyta örv- um gegnum veltandi gjörð. Leikir, sem krefjast skjóts skiln- ings og hugsunar, hafa jafnan notið vinsælda. Hellisbúamir forðum daga hljóta að hafa stytt sér stund- ir við eldinn með því að glíma við gátur. f svallveislum á Grikklandi til forna urðu menn að sæta viður- lögum gætu þeir ekki ráðið gátur sem lagðar voru fyrir þá - urðu þeir að tæma horn með víni eða miði, sem hafði stundum verið salt- aður. Þeir sem ekki reyndust getspakir ultu því brátt út af undir borði, en verðlaun fyrir rétt svar voru góðgæti af einhverju tagi - eða konukoss eftir eigin vali.“ Barnaleikir - spilavíti Bókin Spil og leikir um víða ver- öld er prýdd skemmtilegum lit- myndum og greinir frá sögu, reglum og leikmunum hinna ýmsu spila, sem bæði eru þekkt og óþekkt hér á íslandi. Þar er til dæmis minnst á rúllettuna sem er upp- runnin í Frakklandi á 17. öld. Það var Frakki nokkur sem breytti rúl- lettunni frá upprunalega formi og gerði Monte Carlo að ríkustu og frægustu spilaborg veraldar. Mörg önnur spil eiga rætur sínar að rekja óralangt aftur í tímann og má þar nefna dómínó sem var fundið upp í Kína fyrir 300 árum. í þá daga var spilið notað til spásagna en í dag sem samkvæmisspil. Leikir eins og sipp, snúsnú, keila og parís, sem í dag eru taldir vera barnagaman, eru síður en svo nýir af nálinni. Þeir eiga oft rætur að rekja til fornra trúarbragða, frjó- semisdýrkunar og annarra helgiat- hafna. Reiptogið er t.d. stílfærð togstreita náttúruaflanna, parísar- hoppið tengdist gömlum sögnum um völundarhús en var síðan lagað til að lýsa ferð kristinna sálna frá jörðu til himnaríkis. Leikir og spil hafa borið svipmót siðmenningarinnar í gegnum ald- irnar og einungis verið breytt í anda líðandi stundar. W i *liii

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.