Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1987, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1987, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987. Neytendur i>v „Lokað á laugar- dögum,“ segja Kaup- mannasamtökin og V.R. „Opið á laugardögum," segir kaupmaðurinn á hominu Eins og fram hefur komið í DV að undanfömu, ætlast Kaupmannasam- tökin og Verslunarmannafélag Reykjavíkur til þess að afgreiðslutími verslana í Reykjavík hafi breyst þann 1. júní sl. Samkvæmt kjarasamningum þess- ara félaga, er gert ráð fyrir því að verslanir í Reykjavík hafi lokað á laugardögum í júní, júlí og ágúst. Verslunarmannafélag Reykjavíkur hefúr undanfarin ár sótt það fast að fá að samningsbinda afgreiðslutíma verslana í Reykjavík og kröfúr þeirra í þeim efnum hafa reyndar gengið nokkuð lengra en núgildandi kjara- samningur félaganna gerir ráð fyrir. Kaupmannasamtökin hafa hins vegar reynt að draga úr þessum kröfum Verslunarmannafélagsins og innan Kaupmannasamtakanna virðast mjög skiptar skoðanir um réttmæti þessa samningsákvæðis. Matvörumarkaðir og margar stórar hverfaverslanir hafa orðið við tilmæl- um Kaupmannasamtakanna um að loka á laugardögum. Hins vegar hafa aðrar stórar hverfaverslanir og flestar minni hverfaverslanir hundsað þessi tilmæli og bjóða því viðskiptavini sína velkomna á laugardögum jafnt sem aðra virka daga. Umsjónarmenn neytendasíðunnai tóku sig til og óku á milli matvöru- verslana í Reykjavík í góða veðrinu í vikunni í því skyni að kanna svolítið nánar afstöðu kaupmanna til þessara mála. Könnun okkar leiddi i ljós að það eru a.m.k. fjörutíu matvöruverslanir í Reykjavík sem hafa opið á laugardög- um í sumar. Þessar verslanir verða ýmist opnar til hádegis, til 13:00,14:00, 15:00 eða jafnvel til 16:00. Flestir þeir kaupmenn, sem við tók- um tali, voru andsnúnir afstöðu Kaupmannasamtakanna og jafnvel hneykslaðir yfir þeirri miðstýringu sem samtök þeirra gera kröfu um: „Eg er Bjartur í Sumarhúsum og stend mínar vaktir þegar mér dettur í hug,“ sagði dæmigerður kaupmaður á hom- inu sem kominn var á efri ár. „Við í litlu búðunum látum ekki stórmarkaðina og stofnanakarla segja okkur fyrir verkum,“ sagði kaup- mannsfrú í austurbænum. „Ég er yfir mig hneykslaður á því að stærstu samtök um verslun í landinu skuli leyfa sér að taka ein- hliða ákvörðun í þessu máli, án nokkurs samráðs eða tillits til þess aðila sem mestu máli skiptir, en það er viðskiptavinurinn sjálfur," sagði kaupmaður i Breiðholtinu. Einstaka kaupmenn sögðust hins vegar hlakka til að fá nú loksins að sofa út á laugardögum og bentu þá jafnframt á að verslunarstörf væru gjarnan erilsöm og þreytandi. Enn aðrir sögðust svo gjaman vilja hafa opið á laugardögum en vildu hins vegar ekki þurfa að standa í illdeilum við Kaupmannasamtökin og Verslun- armannafélagið. Á meðfylgjandi töflu og Reykjavík- urkorti er að finna þær matvöruversl- anir í Reykjavík sem við vitum til að verða opnar á laugardögum í sumar. Við viljum taka það skýrt fram að við vorum öll af vilja gerð til að hafa allar þær verslanir hér með sem ætla að hafa opið í sumar, en Reykjavík er glettilega stór borg og verslanir hennar margar. Það er því ekki loku fyrir það skotið að hér vanti enn ein- hverjar verslanir inn í myndina. Ef svo er, viljum við biðja hlutaðeigandi kaupmenn að hafa samband við okkur svo hægt sé að leiðrétta mistökin. Að lokum vonumst við til þess að meðfylgjandi tafla verði lesendum DV notadrjúg hafi þeir ekki tök á því að gera helgarinnkaupin á föstudögum. KGK Skrá yfir verslanir í Reykjavík sem hafa opið á laugardögum í suman Vesturbærinn: 1. Kjötbúð Vesturbæjar, Bræðraborgarstíg 43, sími 14879, opið frá 9 til 13. 2. Neskjör, Ægissíðu 123, sími 19292, opið frá 9 til 12. 3. Ragnarsbúð, Fálkagötu 2, sími 26680, opið frá 9 til 12. 4. Skerjaver, Einarsnesi 36, sími 11246, opið ffá 10 til 16. 5. Skjólakjör, Sörlaskjóli 42, sími 18555, opið frá 9 til 12. 6. Verslun Áma Einars, Fálkagötu 13, sími 12693, opið ffá 9 til 12. 7. Verslunin Lögberg, Bræðraborgarstíg 1, sími 18240, opið frá 9 til 16. Þingholtin 8. Kjötbúr Péturs, Laugavegi 2, sími 11112, opið frá 9 til 13. 9. Njálsbúð, Njálsgötu 64, sími 14063, opið frá 8:30 til 12. 10. Verslunin Baldursgötu 11, sími 14062, opið frá 9 til 13. 11. Þórsbúð Bergstaðastræti 46, simi 12737, opið frá 9 til 12. TúninogTeigarnir 12. Lundur, Sundlaugavegi 42, sími 34880, opið frá 9 til 16. 13. Nóatún, Nóatúni 17, sími 17260, opið frá 10 til 15. 14. Teigabúðin, Kirkjuteig 19, sími 32655, opið frá 9 til 12. 15. Teigakjör, Laugateigi 24, sími 38645, opið frá 9 til 13. Laugarneshverfi 16. Dalver, Dalbraut 3, sími 33722, opið frá 9 til 12. 17. Kjötmiðstöðin, Laugalæk 2, sími 686511, opið frá 8 til 16. 18. Lækjarkjör, Brekkulæk 1, sími 35525, opið ffá 9 til 13. Laugarás, Kleppsholt 19. Laugarás, Norðurbrún 2, sími 35570, opið frá 10 til 13. 20. Matarhomið, Laugarásvegi 1, sími 36541, opið frá 9 til 16. 21. Rangá, Skipasundi 56, sími 33402, opið frá 9 til 15. 22. Siggi og Lalli hf„ Kleppsvegi 150, sími 84860, opið frá 10 til 16. Heimar og Vogar 23. Álfheimabúðin, Álfheimum 4, sími 34020, opið frá 10 til 13. 24. Kjalfell, Gnoðarvogi 78, sími 35382, opið frá 9 til 16. 25. Langholtsval, Langholtsvegi 174, sími 34320, opið frá 10 til 21. Hlíðar 26. Hlíðakjör, Eskihlíð 10, sími 11780, opið frá 9 til 12. 27. Sunnubúðin, Mávahlíð 26, sími 18725, opið ffá 9 til 14. 28. Sunnukjör, Skaftahlíð 24, sími 36373, opið frá 9 til 12. 29. Verslun Áma Pálss., Miklubraut 68, sími 10455, opið ffá 9 til 13. Háaleitishverfi 30. Herjólfúr, Skipholti 70, sími 31275, opið frá 9 til 13. 31. Kjöthöllin, Háaleitisbraut 58, sími 38844, opið ffá 9 til 12. 32. Verslunin Starmýri 2, sími 30420, opið frá 9 til 14. Bústaða- og Smáibúðahverfi 33. Áskjör, Ásgarði 22, sími 36960, opið ffá 10 til 13. Breiðholt 34. Ásgeir, Tindaseli 3, sími 76500, opið ffá 9 til 14. 35. Iðufell, Iðufelli 14, sími 74550, opið frá 10 til 14. 36. Kjöt og fiskur, Seljabraut 54, sími 74200, opið ffá 10 til 14. 37. Nýi-Garður, Leimbakka 36, sími 71290, opið frá 9 til 16. 38. Seljakaup, Kleifarseli 26, sími 75466, opið frá 9 til 16. Árbæjarhverfi 39. Árbæjarkjör, Rofabæ 9, sími 82240, opið frá 9 til 12. 40. Kjörbúð Hraunbæjar, Hraunbæ 102, sími 672875, opið frá 9 til 14. Grafarvogur 41. Gunnlaugsbúð, Hverafold 1—3, sími 673060, opið ffá 9 til 12. Afgreiðslutímann þarf að endurskoða - segir formaður Kaupmannasamtakanna „Þú mátt haía það eftir mér að ég tel tímabært að endurskoða af- greiðslutíma veralana með það í huga að samræma hann á öllu höf- uðborgarsvæðinu. Það er óþolandi að á höfúðborgarsvæðinu skuli vera mismunandi reglur í þessum efiium, eftir því hvaða eveitarfélag á í hlut,“ sagði Guðjón Oddason, formaður Kaupmannasamtakanna, við DV í gær þegar hann var spurður tun af- stöðu sína til laugardagslokunarinn- ar í Reykjavík. Guðjón telur hins vegar sjálfeagt mál að heildarreglur gildi um af- greiðslutímann og hann telur einnig að fijáls afgreiðslutími muni hækka vöruverð þegar til lengdar lætur. En hver er afetaða Kaupmanna- samtakanna til þeirra reykvísku kaupmanna sem hafa opið á laugar- dögum í sumar? „Vegna kjarasamninga Kaup- mannasamtakanna og VR hafa ekki allar verslanir í Reykjavík mögu- leika á því að hafa opið á laugardög- um. Það er því illa séð í okkar samtökum að einn og einn kaup- maður sé að skorast undan merkjum með því að hafa opið. En svona eru nú hlutimir. Það eru alltaf einhveij- ir sem ekki vilja fara eftir reglum og það er miður," sagði Guðjón. Þegar formanni Kaupmaxmasam- takanna var bent á að þessi „einn og einn“ kaupmaður ætlaði að hafa meira en fjörutíu matvöruverelanir opnar á laugardögum í Reykjavík sagði hann m.a.: „Ég veit nú ekki hvar þið faið þessar fjörutíu verelan- ir. En það eru augljóslega uppi kröfur um að hafa opnar verslanir á laugardögum og um þetta er ekkert að segja annað en að þetta verður gefið fijálst einhvem tíma.“ Blaðamaður spurði Guðjón að lok- um hvort allsheijarreglur um af- greiðslutíma fælu ekki í sér samkeppnÍ8hömlur. „Við erum nátt- úrlega í samkeppni hver við annan en það verða að vera reglur á öllum hlutum. Ég tel að neytendur hafi alveg nógu rúman tíma til að versia þó farið sé eftir núgildandi reglum og ég er á móti því að kaupmenn séu að níða hver annan niður.“ KGK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.