Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1987, Page 15
FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987.
15
Jariinn af Halamiðum
íslendingar hafa lífsviðurværi sitt
að mestu af auðlindum sjóvar, 70-80
prósent útflutningsverðmæta okkar
eru sjávarafurðir. Nútíma menning-
arríki væri ekki hugsanlegt hér á
þessari eyju norður við Dumbshaf
ef ekki kæmu til gjöful fiskimið.
Þróað menntakerfi, fullkomið heil-
brigðiskerfi, almannatryggingar
o.s.frv., allt er þetta reist á grunni
sjávarútvegsins.
Ef ekki væri dreginn fiskur úr sjó
væru litlir peningar til að greiða
fyrir menntun, læknishjálp og vel-
ferðarkerfið í heild. Engum getur þvi
blandast hugur um nauðsyn þess að
nýta auðlindir hafsins á sem hag-
kvæmastan hátt fyrir þjóðarbúið.
Stjórnun fiskveiða
Stjómun fiskveiða hefur tekist vel
á undanfömum árum að flestra mati.
Sjavarútvegsráðherra, Halldór As-
grímsson, hefur hlotið mikið lof fyrir.
Honum hefur tekist við erfiðar að-
stæður að ná samstöðu ólíkra
hagsmunaaðila í sjávarútvegi og
fiskvinnslu og þar með tekist að
halda sæmilegum friði um nýtingu
auðlinda hafsins. Kvótakerfið hefur
auðvitað ýmsa galla, segja menn, en
jafnvel hörðustu andstæðingar þess
hafa ekki getað bent á aðra leið sem
gengur með sæmilegu öryggi.
Sjónarmið framsóknarmanna hef-
ur verið: við erum fúsir að ræða
aðrar leiðir til stjómunar fiskveið-
unum ef menn geta sýnt fram á að
þær gangi upp. En nýtingu auðlinda
hafsins verður að stýra, ella gæti
mikið óhapp hlotist af, sem seint
yrði bætt fyrir.
Ofveiði ýmissa tegunda þekkja
menn frá liðnum árum og afleiðingar
hennar.
Gallar núverandi kvótakerfis em
þó nokkrir og menn ræða hversu
megi úr bæta.
Kvótinn fylgir skipi og selst með
því, þar af leiðir að skip seljast óeðli-
lega dýrt ef þeim fylgir góður kvóti.
Margir benda á erfiðleika ungra
Kjallariim
Guðmundur G.
Þórarinsson
alþingismaður fyrir
Framsóknarflokkinn
í 10 ár til þess að kostir þess njóti
sín til fulls.
Ég ætla að gera hér að umræðu-
efni enn aðra hlið þessa máls.
Greifinn af Selvogsbanka
í Evrópu ríkti um tíma hið svokall-
aða lénsskipulag og reyndar víðar.
Lénshöfðingjar tóku vald sitt og eig-
ur, lén, frá stjómvöldum, konungi.
Þær auðlindir sem um var að ræða
vom á þessum svæðum ýmsar land-
nytjar, akrar, beitilönd, skógar,
veiðilendur o.s.frv.
Af þessum landnytjum hafði fólkið
lífsviðurværi sitt.
Konungur setti lénsherra sinn yfir
þessar landnytjar á ákveðnum svæð-
um. Aðrir á svæðinu, innan lénsins,
áttu sitt því undir lénsherranum,
sem aftur var öflugri þeim mun gjöf-
ulla sem landsvæðið var og landnytj-
amar meiri.
„Er þá langt í að við komum okkur upp
jarlinum af Halamiðum, greifanum af
Selvogsbanka, barónum og riddurum?
Og ekki losnar um við að lögfesta kerfið
í 10 ár eða neita öllum breytingum nema
í samráði við hagsmunaðaila, jarlana
sjálfa.“
manna við að hasla sér völl í útgerð
og segja að sumir af okkar aflakóng-
um hefðu ef til vill aldrei einu sinni
orðið sjómenn ef kvótakerfið hefði
verið viö lýði þegar þeir ólust upp.
Sumir benda á lagfæringar, kvót-
inn skuli fylgja fyrirtækjum og
mönnum en ekki skipum og fisk-
vinnslan eigi að fá kvóta o.s.frv.
Enn aðrir benda á nauðsyn þess
að allar lagfæringar séu gerðar í
fullu samráði við hagsmunaaðila og
nausyn sé á að lögfesta kvótakerfið
Enginn maður gat náð slíkum
landnytjum af lénsherranum sem
þáði vald sitt og auðlindir frá kon-
ungi.
Nú komast menn ekki hjá því að
draga nokkra samlíkingu af léns-
skipulaginu og kvótakerfinu þó ekki
megi um of jafna saman.
Nokkrir leggja til, og þá sérstak-
lega alþýðuflokksmenn, að kvótinn
verði látinn í té mönnum og fyrir-
tækjum.
Erfitt mundi reynast að ná kvótan-
„Nú komast menn ekki hjá því að draga nokkra samlíkingu af lénsskipu-
laginu og kvótakerfinu þó ekki megi um of jafna saman."
um aftur af slíkum aðilum og þyrfti
talsverða réttlætingu til.
Auðlindir hafsins, sem öll þjóðin
nánast lifir á, eru þá fengnar
ákveðnum aðilum til nytja en aðrir
mega þar hvergi koma nærri.
Stjómvöld hafa valið lénsherrana
og þeir þiggja vald sitt og sjávamytj-
ar af þeim.
Afrakstri sjávarnytjanna er í rík-
um mæli haldið hjá þeim aðilum sem
auðlindimar nýta.
Selt erlendis ef betra verð byðist,
hæsta markaðsverð til lénsherranna.
Er þá langt í að við komum okkur
upp jarlinum af Halamiðum, greifan-
um af Selvogsbanka, barónum og
riddurum? Og ekki losnar um við
að lögfesta kerfið í 10 ár eða neita
öllum brevtingum nema í samráði
við hagsmunaaðila. jarlana sjálfa.
Það er auðvelt að gagnrýna
Já, það er auðvelt að gagnrýna en
erfitt að benda á sannfærandi lausn.
Sjálfur hefi ég oft sagt að það er
enginn vandi að standa utan við
veginn og ausa skít á þá sem draga
vagninn. En okkur er öllum hollt
að staldra við annað slagið og hugsa
málið.
Kerfið má ekki fara að lifa sínu
eigin lífi. Hættumar em margar. Ég
hefi hér freistað þess að horfa á
vandamálið frá annarri hlið. Vandi
stjórnvalda við skiptingu gæða er
ævinlega mikill.
Ef til vill finnst mörgum þessar
samlíkingar mínar langsóttar. En
hugsið vkkur aðeins um aftur. Það
skyldi þó ekki vera að það komi hik
á einhverja.
Guðmundur G. Þórarinsson
Stefha ríkisstjómarinnar í skólamálum
Þegar þetta er skrifað standa enn
yfir viðræður um stjómarmyndun
milli Alþýðuflokks, Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks. Af
málflutningi þess sem viðræðunum
stýrir mætti ætla að stjóm þessara
flokka sé í burðarliðnum. Daglega
er frá því skýrt sem rætt hefúr verið
og væri synd að segja að þjóðinni
væm ekki gefnar skýrslur. Þær em
þó næsta innihaldslausar enn sem
komið er.
Fjölmargir málaflokkar hafa verið
til umræðu og athygli rnína vakti
að skóla- og menntunarmál em eitt
þeirra mála sem ræða á. Það hefúr
ekki gerst fyrr í stjómarmyndunar-
viðræðum að þessi málaflokkur hafi
verið talinn þess eðlis, eða kannski
þess virði að hann væri ræddur sér-
staklega. Rétt er að geta þess að
Samtök um kvennalista vom með
skólamál sem einn meginflokk í við-
ræðum um nýja ríkisstjórn.
Nauðsynlegt er fyrir þá sem ætla
að vinna saman i ríkisstjórn að koma
sér saman um stefnu í þessum mál-
um. Fráfarandi ríkisstjórn hafði
enga stefnu í skólamálum, með þeim
afleiðingum að allt gekk á afturfót-
unum. Ekki gekk eins illa með
nokkum málaflokk á síðasta kjör-
tímabili ef ríkisfjármálin em frátal-
in.
Grundvallarmál
Skóla- og menntunarmál era
gmndvallar málaflokkur í öllum
nútíma þjóðfélögum. Aðrar þjóðir
láta sig mál þessi miklu varða og í
kosningabaráttu em þau i hávegum
höfð. Þau taka enda til sín mikinn
hluta af tekjum ríkisins. Þvi hlýtur
það að vera óeðlilegt ef ríkisstjórn
hefur ekki ákveðna stefnu í skóla-
málum. Það er nauðsynlegt að koma
í veg fyrir að sú handabakavinna
sem átti sér stað í skólamálum í tíð
fráfarandi stjónar endurtaki sig.
Hætt er við því að hver ráðherra
fari sínar eigin leiðir ef ekki er
ákveðinn starfsrammi fyrir hvem
málaflokk. Um það höfum við glögg
dæmi. Mörg axarsköft vom gerð á
síðasta kjörtímabili. Má þar til nefna
endurskipulagningu menntamála-
ráðuneytis, sem virtist ekki hafa
annan tilgang en þann að losna við
ímyndaða andstæðinga úr ráðuneyt-
inu sem þar áttu að vera búnir að
hreiðra um sig. Afleiðingin varð
ringulreið og óstjóm þar sem stjóm-
málaskoðanir vom teknar fram yfir
hæfni. Forðast var að hafa samvinnu
við samtök kennara enda lentu báð-
ir ráðherrar menntamála i mikilli
andstöðu við skólamenn í landinu.
Embættisafglöp, eins og þau sem
gerst hafa í tíð núverandi mennta-
málaráðherra, verða ekki umflúin
með öllu þó skýr stefna sé mörkuð
en plagg eins og frumvarp að nýjum
lögum fyrir gmnnskóla sem lagt var
fram til kynningar í þinglok ætti
ekki að koma frá ráðherra nema það
sé stefria viðkomandi stjómar.
Þó völd ráðherra séu mikil eiga
KjaUarinn
Kári Arnórsson
skólastjóri
þau ekki að ganga út vfi'r yfirlýsta
stefriu viðkomandi stjómar. Stefnan
á að veita ráðhemmi aðhald. Rikis-
stjóm er ábyrg fyrir stefnunni en
hún ber líka ábyrgð á afleiðingum
stefnuleysis. Fráfarandi ríkisstjórn
ber því ábyrgð á verkum sinna ráð-
herra.
Mikið fagnaðarefni
Á nýafstöðnu þingi Kennarasam-
bands íslands, sem era fiölmennustu
samtök kennara á íslandi, var sam-
þykkt skólastefna. Samþykktin
markar timamót, því í fyrsta sinn er
sett fram af kennarasamtökum
heildstæð stefiia í skólamálum. Það
ætti að verða til mikils hægðai-auka
fvrir þá flokka. sem nú ræða stjóm-
armyndun. að kennarasamtökin
skuli hafa sett fram skýra og af-
markaða stefnu. Kennarasamtökin
hafa alla tíð tjáð sig reiðubúin að
vinna með ráðuneyti menntamála
að bættum og betri skóhun. Mark-
mið þeirra og ráðuneytisins hljóta
að fara saman. Skiptar skoðanir
kunna að sjálfsögðu að vera um leið-
ir að marki og ekkert við það að
athuga. En kennurum þarf að vera
ljóst hver stefna ríkisstjómar er á
hverjum tíma. Náist samkomulag
milli þessara aðila er það farsælasta
lausnin.
Skólamál virðast lengi hafa verið
á því plani í hugum stjómmála-
manna að þau væm ekki alvöra-
stjómmál og þess vegna væri hægt
að ýta þeim þegjandi frá sér. Sé
mönnum annt um íslenska þjóð má
slíkur hugsunarháttur ekki ríkja.
Því er það sérstakt fagnaðarefni að
nú skuli eiga að taka skólamál sér-
staklega til umræðu við myndun
stjómar. Það vekur vonir um að þau
fái hærri sess í komandi ríkisstjóm,
hvemig sem hún svo verður saman
sett.
Kári Arnórsson
„í fyrsta sinn er sett fram at kennarasamtökunum heildstæð stefna i
skólamálum. Það ætti að verða til mikils hægðarauka fyrir þá flokka,
sem nú ræða stjórnarmyndun, að kennarasamtökin skuli hafa sett fram
skýra og afmarkaða stefnu."
„Fráfarandi ríkisstjórn hafði enga stefnu
í skólamálum, með þeim afleiðingum að
allt gekk á afturfótunum. Ekki gekk eins
illa með nokkurn málaflokk á síðasta
kjörtímabili ef ríkisfjármálin eru frá-
talin/‘