Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1987, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1987, Qupperneq 32
44 Sviðsljós Ólyginn sagði... Sara Ferguson er í uppáhaldi hjá samlöndum sínum, enda þykir hún meö afbrigðum hress og óþvinguð og smitar það út frá sér hvert sem hún fer. Það er því ekki að furða þótt hún sé vinsæl hjá Bretanum, en nú fylgjast aílir spenntir með því hvort henni og Andrew prinsi fer ekki að fæðast barn, en það hefur víst verið þeirra heitasta ósk undanfarna mánuði. Ann- ars þykir Fergie, eins og hún er kölluð, sjaldan hafa litið betur út en nú, enda nýkomin úr ströngu líkamsræktar- og megrunarprógrammi. Árang- urinn lætur ekki á sér standa. Samantha Fox, söngkonan og Ijósmyndafyrir- sætan; hélt upp á tuttugasta og fyrsta aldursárið fyrir skömmu. Á sama tíma er hún alveg æf út í kaþólsku kirkjuna því að á hennar vegum var nýlega gefin út bæklingur með hollum ráðum til ung- linga um hvernig þeir eigi að haga kynlífi sínu. í bæklingn- um var notuð mynd af Samönthu, topplausri, og hún tekin sem dæmi um hvernig ungar fáfróðar stúlkur niður- lægja sig með því að láta birta af sér nektarmyndir. Saman- tha varð að sjálfsögðu afar óhress með þetta enda telur hún sig hvorki fáfróða né nið- urlægða, einungis stúlku sem hefur auðgast á útliti sínu á eðlilegan hátt, án þess t.d. að hafa komið nálægt klámiðn- aðinum. Jacqueline Bisset fer með hlutverk Jósefínu í sjónvarpsmyndaþáttum um Napóleon og Jósefínu, en gerð á þeim stendur nú yfir. Með hlutverk Napóleons hins mikla fer Armand Assante. Búningagerð sem þurfti með þáttunum var gríðarmikil, enda var fatabúr þeirra hjóna ekki af verri toganum. Fyrir hlutverk Jósefínu einnar þurfti að sauma um fimmtíu kjóla, að sjálfsögðu í þeim stíl sem ríkjandi var um 1800, en flíkur frá þeim tíma eru frægar fyrir flókinn saumaskap. Jacquel- ine varð líka að gjöra svo vel og fullnema sig í billiardlist- inni vegna þess að slíkt var ein helst skemmtun Jósefínu keisaraynju, þótt undarlegt megi virðast! FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987. Krakkaskarinn kominn á kreik. Skarinn skeiðadi Jón G. Hauksson, DV, Akureyri: Hið geysivinsæla Brekkuhlaup var haldið á Akureyri um hvítasunnuna. Fjölmargir krakkar mættu í hlaupið að vanda. Það er verslunin Garðs- horn sem heldur hlaupið sem frekar ætti eiginlega að nefna útihátíð því krökkunum er boðið upp á margt fleira en að hlaupa. Sumir þeirra tefldu við stórmeistarann Jóhann Hjartarson, trúðar mættu á svæðið og svo var þar að sjálfsögðu nammi handa öllu liðinu eftir hlaupin. Þau urðu líka aðeins að fá að fita sig eft- ir allt fitutapið. Trúðar mættu í hlaupið og hlupu á sig. Jóhann Hjartarson stórmeistari tefldi fjöltefli og fór létt með að vanda. m 'y' ' i g Skriðjöklarnir fyrir framan nýja Benzinn. Þeir fóru til Þýskaiands og keyptu bíl af Benz-verksmiðjunum DV-mynd JGH Skrið- jöklar bruna á Benz Jón G. Hauksson, DV, Akureyri: Hljómsveitin Skriðjöklar frá Ak- ureyri stendur í ströngu þessa dagana, meðlimir hennar eru ný- búnir að kaupa sér Benz-kálf og um miðjan mánuðinn er stór plata væntanleg á markaðinn frá þeim, þeirra fyrsta stóra plata. Mercedes Benzinn keyptu þeir félagar i Þýskalandi. Hann er not- aður, ekinn 30 þúsund kílómetra, og gripinn fá Jöklarnir frá sjálfum Benz verksmiðjunum í Branz. Þetta ku hafa verið sýningarbíll. „Þeir tóku vel á móti okkur Benz- höfðingjarnir í Þýskalandi, gáfu okkur Benz-húfur og buðu okkur svo upp á fínan málsverð," sagði Ragnar Gunnarsson, söngvari Skriðjökla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.