Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1987, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1987, Side 33
FÖSTUDAGUR 12. JÚNl 1987. 45 DV Svidsljós Þeir virðast fullir iðrunar, þessir Þessir kumpánar voru meðal fjöld- tveir Pólverjar í trúarlegum fatnaði, ans og tóku þeir þátt i messunni af undir messu sem Jóhannes Páll páfi miklum trúarhita í miklum sólarhita annar hélt í bænum Tarnow i Suð- en hvort andlitsgretturnar stafa af austur-Póllandi í fyrradag. Um tvær iðrun, syíju eða ofbirtu í augum milljónir manna hlýddu á messuna vegnasólarinnarererfittaðspáum. sem haldin var undir berum himni. Símamynd Reuter Simamynd Reuter Það mætti halda að Margaret Thacther væri að bægja frá sér illum öndum áður en hún gekk inn á kjörstað sinn í Westminster i gær. eins og sjá má á þessari mynd. Revndar var þó ekki um illa anda að ræða í þetta skiptið heldur sæg fréttamanna og ljósmyndara sem virðist hafa tekist að króa járnfrúna upp við vegg og er hún þarna í óða önn að reyna að bægja þeim frá og verjast spurningum. „Mig vantaði pening. Þess vegna tók ég hlutverkið. Það hvarflaði ekki að mér að það ætti eftir að færa mér auðæfi, enda átti þetta ekki að taka nema sex vikur í fyrstu,“ segir leikarinn John Karlen, betur þekktur sem dyggur eiginmaður lögreglukonunnar Lacey i sjónvarpsþáttunum um Cag- ney og Lacey. Öðruvísi fór en á horfðist. Nú er Karlen orðinn heimsfrægur fyrir leik sinn í þessum þáttum, sem eru meðal þeirra vinsæl- ustu í Bandríkjunum, og hefur hann auk þess hlotið Emmy verðlaunin fyrir aukahlutverk, fyrir leik sinn í þeim. Karlen hefur reynt fyrir sér í leikaralíf- inu undanfarin fimmtán ár án þess þó að hafa slegið nokkum tíma í gegn og raunar hefur hann verið blankur í gegnum tíðina. Hann tekur því rólega núna, er i upptökum á Cagney og Lacey tvo daga vikunnar en þess á milli sinnir hann uppá- haldsáhugamálinu, hesta- mennskunni, eða keyrir um á Jagúarnum sínum. Einnig hef- ur hann tekið gestahlutverk í öðrum sjónvarpsþáttum, t.a.m. í þáttunum um Mike Hammer þar sem kunningi hans, Stacy Keach, fer með aðalhlutverk. Simamynd Reuter Hinn heimsfrægi óperusöngvari Placido Domingo hefur nú tekið að séi hlutverk óperutónskáldsins Puccini, í kvikmynd sem á að gera um lífsferi Puccinis. Hér sést Placido undirrita samning við forráðamann kvikmyndafyr- irtækisins sem framleiðir myndina, Kenneth Beacham. Viðamestu óperusen- urnar í myndinni verða unnar í samráði við kinversk kvikmyndafyrirtæk og teknar í Kina. Hlutverk eiginmannsins i þáttunum um Cagney og Lacey hefur gjörbreytt lifi leik- arans Johns Karlen. Sæll, rikur og frægur. Símamynd Reuter Ólyginn sagði... Charles Dance þekkja íslendingar m.a. úr sjónvarpsþáttunum Dýrasta djásnið og úr kvikmyndinni Plenty þar sem hann lék á móti Meryl Streep. Þessi hlut- verk auk margra annarra hafa gert hann heimsfrægan á ör- skömmum tíma og síðasta hlutverk hans i nýjustu mynd Eddie Murphys virðist enn ætla að auka á hróður hans. « Charles hefur þó einsett sér að láta ekki frægðina stíga sér til höfuðs og reynir sem hann mest má við að halda sjálfum sér og konu sinni, Joönnu, auk barnanna, Oliver og Rebeccu, utan sviðsljóssins. Hann hefur hafnað stóru hlut- verki I nýrri bandarískri sápuóperu enda hefur hann nú efni á að velja og hafna þegar góð hlutverk eru annars vegar. Paul Newman hefur lýst því yfir að ef hann fengi að lifa lífinu aftur þá myndi hann ekki eyða því eins og hann hefur gert. Helst myndi hann þá langa til að verða sjávarlíffræðingur. Newman er nú orðin sextíu og tveggja ára gamall og hefur að mestu dregið sig út úr kvik- myndaleik, „enda orðinn lúinn og þreyttur", eins og hann orðar það sjálfur. Ekki fyrr en eftir sjö útnefningar til óskarsverðlauna hlaut hann þau, en það var síðasta ár fyr- ir leik sinn í kvikmyndinni „Color of money". Á efri árum segist ætlar hann að sökkva sér í áhugamál sitt, sjávarlíf- fræðina, „á meðan honum endist tími". Lisa Bonet er sögð valda aðdáendum sín- um miklum vonbrigðum með því hlutverki sem hún fer með i kvikmyndinni Angel Heart, a.m.k. er sjónvarpspabbinn hennar, hann Bill Cosby, al- veg gáttaður á framferðinu. Lisa, sem leikur dóttur svarta- galdursprests, sést nefnilega i nokkuð mörgum ansi svæsn- um senum í myndinni, svo margar eru þær að minnstu munar að myndin fái á sig pornóstimpil. Mótleikari hennar er Mickey Rourke, sem m.a. lék eitt aðalhlutverk- ið i Níu og hálfri viku, þannig að hann er ekki alveg ókunn- ugur erótískum senum á við þessar. Stökk Lisu úr hlutverki fyrirmyndardótturinnar þykir hins vegar vera nokkuð stærra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.