Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1987, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNl 1987.
5
Fréttir
Hætt að henda rækjuskelinni aftur í hafið
Bandaríska sendiráðið
Rækjur í filmufram-
köllun og laxafóður
„Það er markaður fyrir mjöl og
fleiri eíni úr rækjuskelinni og það á
að vera hægt að vinna úr henni af-
urðir fyrir tugi milljóna króna í
staðinn fyrir að henda henni í sjó-
inn,“ segir Sigurjón Arason, efria-
verkfræðingur hjá Rannsóknastofn-
un fiskiðnaðarins. Líklegast er að
skelin verði unnin í laxafóður en úr
henni fæst einnig kítín sem notað er
í filmuframköllun.
Þetta mál er til athugunar meðal
annars fyrir rækjuveiðamar við ísa-
fjarðardjúp og á Vestfjörðum.
Nýting á rækjunni er ekki nema
25% og skelin, sem er 40%, fer bein-
ustu boðleið í sjóinn aftur. Á
Djúpsvæðinu fást 10-15 þúsund tonn
af rækju á ári og af því magni er
þá 4-6 þúsund tonn skel. Með
vinnslu fást um þúsund tonn af
rækjumjöli, prótíni, sem er eftirsótt
til blöndunar í fóður eldislaxa.
Úr skelinni fæst einnig verðmætt
litarefni til blöndunar i laxafóðrið,
en það gefur fiskholdinu eftirsóttan
lit. Og loks er það kítínið sem er fjöl-
sykurefni og er notað í filmufram-
köllun. Markaður fyrir það er
einkum í Japan og Bandaríkjunum.
Aftur á móti er mestur markaður
fyrir fiskafóður í Noregi. Þaðan hafa
komið tilboð nú þegar um kaup á
rækjumjöli og litarefni.
En fleiri hafa áhuga á fiskafóðrinu
og tilboð eða fyrirspumir hafa einn-
ig borist frá Danmörku, Finnlandi
og Þýskalandi. Siguijón segir að nú
sé verið að meta eftirspumina en það
liggi fyrir að vinnsla á rækjuskelinni
borgi sig og því sé að líkindum stutt
þangað til hún byrji.
Annars konar nýting á skelinni
hefur komið til álita. Þar er um að
ræða vinnslu i maming sem notaður
yrði í ýmsa tilbúna rétti og sem
bragðefni í súpur. Siguijón segir að
humarskelin henti að líkindum bet-
ur í þennan mannamat.
Fyrir utan Djúpsvæðið og næstu
firði er rækjuvinnsla nokkuð dreifð
og því er ekki jafnljóst hvort vinnsla
á rækjuskelinni borgar sig þar. Á
síðasta ári var heildarveiði á rækju
um 26 þúsund tonn og þar af tæpur
helmingur fyrir vestan. Næststærsta
rækjuveiðisvæðið er við Norðurland
og Rannsóknastofnun fiskiðnaðar-
ins er einnig að kanna vinnslu á
rækjuskelinni þar og raunar víðar.
Á nokkrum stöðum er rækjuskelin
orðin mengunarvandamál þar sem
henni er sturtað í sjóinn frá rækju-
verksmiðjunum. Það getur því orðið
tvöfaldur hagur af því að vinna skel-
ina í verðmæti. -HERB
Umframnautakjöt
í gæludýrafóður?
Mikil óánægja meðal
íslenskra starfsmanna
Mikil og almenn óánægja er meðal
íslenskra starfsmanna bandariska
sendiráðsins. í DV síðastliðinn
fimmtudag var greint frá sögu Baldurs
Frederiksen en hann var rekinn frá
störfum hjá sendiráðinu þar sem hann
hafði starfað frá árinu 1978. Saga
Baldurs er margbrotin. Á árinu 1984
gekkst hann undir lungnauppskurð
vegna asmaveiki. Vegna uppskurðar-
ins var Baldur frá vinnu í þrjá mánuði
og fékk hann greidd laun í einn mán-
uð en var launalaus hina tvo. Hjá
sendiráðinu fá starfsmenn aðeins
greidda þrettán veikindadaga á ári en
hér á landi er reglan að launþegar fá
greidda tvo veikindadaga fyrir hvem
unninn mánuð.
Baldri var sagt upp störfum með
þeim hætti að hann var rekinn heim
í einn mánuð án launa. Þessa aðferð
telur Baldur sig ekki geta litið á nema
sem brottrekstur. Þess vegna hóf hann
ekki störf aftur en honum stóð það til
boða með skilyrðum.
Starfsmaður, sem unnið hefur hjá
sendiráðinu frá árinu 1959, hefur nú
sagt upp störfum. Hann sagði við DV
að helsta ástæða uppsagnarinnar væri
mikil óánægja. Hann sagði ennfremur
að mál Baldurs væri ekki einsdæmi,
því miður.
Eftir að Baldur Frederiksen hafði
látið af störfum hjá sendiráðinu fékk
hann innheimtubréf þar sem hann var
krafinn greiðslu á ofgreiddum veik-
indalaunum, alls 52 klukkustundum,
og einnig fyrir þijá daga í ofgreiddu
sumarleyfi. Baldur hefur nú fengið
lögmenn í lið með sér þar sem hann
Baldur Fredriksen
krefst þess að tá venjulegan uppsagn-
arfrest greiddan og auk þess að hann
fái notið sömu réttinda í veikindum
sínum og tíðkast almennt hér á landi.
Samkvæmt reglum íslensks stjóm-
skipunarréttar eru íslenskir ríkis-
borgarar undir valdi og vemd íslenska
ríkisins hvar sem er á hnettinum. Jafn-
framt er hveijum sem staddur er á
íslandi skylt að hlýða íslenskum lög-
um. Þær undantekningar, sem hér em
gerðar með lögum nr. 16 frá 1971 urn
aðild íslands að alþjóðasamningi, sem
löggilti Vínarsamninginn um stjórn-
málasamband, ná samkvæmt gagná-
lyktun frá 2. tl. 37. gr. Vínarsamnings-
ins ekki til skrifstofu- og tæknistarfs-
manna sendiráða sem em
ríkisborgarar móttökuríkis.
Samkvæmt þessum reglum virðist
bandaríska sendiráðinu ekki vera
stætt á að fara ekki eftir íslenskri
vinnumálalöggjöf. Það er fleira en
fjöldi veikindadaga sem sendiráðið
greiðir ekki samkvæmt því sem við
eigum að venjast. Ekki er greitt orlof
á yfirvinnu, ekki greitt fæðingarorlof
og vísitöluhækkanir á laun hafa ekki
verið greiddar síðan í september í
fyrra. -sme
„Það hefur ekki legið fyrir að þetta
væri kostur sem hægt væri að reyna
en auðvitað er það ágætt ef hægt er
að gera kjötið verðmætara," sagði
Gunnar Guðbjartsson, framkvæmda-
stjóri Framleiðsluráðs landbúnaðar-
ins, um þá hugmynd að eitthvað af
umframnautakjötsbirgðunum yrði
notað til framleiðslu á gæludýramat.
Hátt í 500 tonn af umframnauta-
kjötsbirgðum fara i refafóður á 5
krónur kílóið og heyrst hefur að allt
að 250 tonnum sé hreinlega fleygt. Því
hafa margir velt því fyrir sér hvort
ekki megi vinna afurðimar og gera
þær verðmætari.
„Ef kjötið er á því stigi að það komist
ofan í refina þá má setja það í gælu-
dýrafóður," sagði Gunnar Páll Ingólfs-
son en hann gerði á sínum tíma tilraun
til framleiðslu á slíkri fóðurfram-
leiðslu, til að mynda Lucy-hundamat.
Segir Gunnar að slík framleiðsla sé
möguleg ef hún njóti skilnings og fyr-
irgreiðslu í byijun og þá jafnvel til
útflutnings.
„Ég vil ekkert um þetta segja án
athugana, það vantar aðstöðu og hvað
hún kostar, en hugmyndin er ágæt og
mætti reyna ef hægt er,“ sagði Gunnar
Guðbjartsson og bætti við að þetta
væri hugmynd sem bændasamtökin
myndu ef til vill hugleiða. -JFJ
Byggingaivísítalan:
Mælir um
20% árs-
hækkun
Útreikningur Hagstofunnar á
hækkun byggingarkostnaðar í júní
sýnir 1,99% hækkun byggingarvísi-
tölu. Sfðustu 12 mánuði hefur þessi
vísitala hækkað um 18,5% en hækkun
síðustu þriggja mánaða svarar til 21%
hækkunar á heilu ári.
Sú byggingarvísitala, sem Hagstofan
hefur reiknað út nú, gildir fyrir júlí-
mánuð einan og er 319,84 stig. Þann
1. júli taka jafnframt gildi ný lög um
þessa vísitölu og þar með nýr vísitölu-
grunnur sem mun miðast við verðlag
í júní. -HERB
Árgerð 1988
/'ucnAi/cc
LHtKUKht
BASE kr. 1 .010.000 PIONEER kr. 1 .108.000
CHIEF kr. 1 1.160.000 LAREDO kr. 1 .245.000
PlJeep
UMBOÐIÐ
wm A|U|A
f ■ MIVIv
UMBOÐIÐ
ATH. Þegar aö endurnýjun
kemur tryggir bíli
innfluttur af AGLI
mun betri endursölu.
Stuttur afgreiðslufrestur.
riJeep EGILL VILHJÁLMSSON HF.
umboúlð 1 Smiðjuvegi 4, Kóp., s. 7 72 00 -7 72 02.
Lúxus útgáfa -
WAGONEER LIMITED
Verð kr. 1.635.000,-
Bíll þar sem fara saman
gæði og glæsilegt útlit.