Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1987, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987. Utlönd Stjömustríðsáætlun Reagans fyrir bí? Þær raunir sem Reagan Banda- ríkjaforseti hefur ratað í síðustu misseri hafa stórlega dregið úr áhrifamætti og pólitískum slagkrafti forsetans. Eitt af hjartans málum Reagans er stjömustríðsáætlunin svonefnda sem átti að valda byltingu í ógnaijaínvægi stórveldanna. Nú er útlit fyrir að áætlunin verði ekki nema svipur hjá sjón ef hún þá kemst einhvem timann í framkvæmd. Veik staða Reagans er ein orsökin fyrir slæmu gengi áætlunarinnar en einn- ig koma til aðrir pólitískir og tæknilegir agnúar. Hörðustu stuðn- ingsmenn stjörnustríðsáætlunarinn- ar viðurkenna að sem stendur séu litlar líkur á að áætlunin nái fram að ganga. Einn þeirra, Howard Phillips, úr stuðningshópi sem áður studdi Reagan af ákefð, sakar forset- ann um að hafa fargað stjörnu- stríðsáætluninni. Hugmyndafræði stjörnustríðsins Reagan kynnti stjömustríðsáætl- unina árið 1983 og sagði að áætlunin myndi bylta ógnarjafnvæginu og gera kjamorkuvopn úrelt. Mælska Reagans átti að sannfæra banda- rísku þjóðina um að áætlunin tryggði friðinn betur en jafnvægi óttans sem í áratugi var trygging beggja stórveldanna gegn árásum. Ógnarjafnvægið byggist á því að hugsanlegur árásaraðili óttist að andstæðingurinn geti endurgoldið kjamorkuvopnaárás af slíkum krafti að ekki borgi sig að reyna. Reagan vildi binda endi á ógnar- jafnvægið með því að búa til kerfi sem eyddi kjamorkuflaugum Sovét- ríkjanna þegar þær væm enn á flugi. Úti í geimnum vrði komið fy'rir eins- konar „regnhlíf' sem hindraði eld- flaugaárásir á Bandaríkin. Eldflaugum Sovétríkjanna yrði eytt áður en þær gætu gert nokkurn skaða í Bandaríkjunum. Gagnrýni Aætlun forsetans varð strax um- deild. Gagnrýnendur bentu á að stjömustríðsáætlunin bvlti ekki ógnarjafhvæginu heldur raskaði því aðeins. Bandaríkjamenn ætluðu að halda sínum kjamorkuvopnum en gera kjamorkuvopn Sovétríkjanna úrelt. Með einhverjum ráðum yrðu Sovétríkin að jafna metin, annað- hvort með eigin stjömustríðsáætlun eða leggja áherslu á smíði nýrra og fullkomnari árásarvopna sem gætu komist í gegnum „regnhlífina" yfir Bandaríkjunum. Hvora leiðina sem Sovétríkin fæm yrði niðurstaðan sú sama; vígbúnað- arkapphlaup stórveldanna héldi áfram með auknum hraða og gegnd- arlausum fjáraustri í þróun og smíði Stjörnustríðsáætlunin á ekki að forða Evrópu frá kjarnorkuvopnaárásum, aðeins Bandaríkjunum. vopna. Tæknilega hliðin á stjömustríðsá- ætluninni var einnig umdeild. Margir vísindamenn sögðu að aldrei tækist að smíða svo fullkomin vopn og tæki að hægt væri að vera viss um að „regnhlífin" brygðist ekki þegar á reyndi. Enn fremur að Sovét- ríkin gætu smíðað árásarvopn, sem kæmust í gegnum geimvöm Banda- ríkjanna, fyrir tíunda hluta þess sem áætlun Reagans kostaði. Stig af stigi Enn sem komið er er stjömu- stríðsáætlunin aðeins rannsóknar- verkefhi Qöldamargra stofnana, fyrirtækja og háskóla. Þó að kostn- aðurinn við áætlunina sé þegar orðinn himinhár hefur engum hluta vamarkerfisins verið komið fyrir í geimnum. Þeir sem ákafastir em um að hrinda áætluninni í framkvæmd vilja að þeim búnaði, sem þegar er hægt að smíða, verði komið á sinn stað í geimnum. Á þennan hátt auk- ast líkur fyrir því að stjörnustríðsá- ætlunin lifi Reagan. Næsti forseti Bandaríkjanna ætti erfiðara með að hætta við áætlunina þegar hluti hennar væri kominn í framkvæmd. Með þetta í huga var reynt að fá ríkisstjóm Reagans til að fallast á víða túlkun á ABM samkomulagi stórveldanna frá 1972. Það sam- komulag kveður á um bann við uppsetningu á gagneldflaugakerfúm. Þótt ríkisstjómin fallist í reynd á víðari túlkun á samkomulaginu, því annars hefði stjömustríðsáætlunin ekki komið til, vildi hún ekki gera formlega samþykkt þess efnis. Slík samþykkt hefði spillt fyrir þeim við- ræðum sem nú standa yfir í Genf um fækkun kjamorkuvopna í Evr- ópu. Óánægja í Evrópu Bandaríkjamenn vildu ekki hætta á að styggja Evrópuríkin enn meir og gættu þess að viðræðumar í Genf strönduðu ekki. Evrópa mun ekki njóta góðs af stjörnustríðsáætlun Reagans. „Regnhlífin" mun aðeins vemda Bandaríkin fyrir eldflugaár- ásum. Af þeini ástæðu hefur áætlun- in legið undir harðri gagnrýni í Evrópu því margir telja hættuna á svæðisbundnu stríði þar aukast ef Bandaríkin öðlast þá tryggingu sem stjörnustríðsáætlunin lofar. Bókaútgáfa er að verða eitt af mestu gróðafyrirbrigðum heims. Slagurinn stendur um útgáfu, kvikmyndarétt og önnur hlunnindi af hugverkum rithöf- unda sem þykja þess virði að veita milljörðum til jjess að ná tangarhaldi á. Milljarðaslagur um bókaútgáfufyrirtæki Mikil barátta stendur nú um yfir- ráð í bókaútgáfu á Vesturlöndum og ganga milljarðar Bandaríkjadala manna á milli í viðskiptum þar sem einstakir aðilar seilast til áhrifa í útgáfufyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. Fyrir nokkm reyndi breski auðjöfurinn Robert Maxwell að kaupa útgáfufyrirtækið Harcourt Brace Jovanovich fyrir tvo milljarða dollara. Kanadíska fyrirtækið Int- ernational Thomson keypti nýverið breska fyrirtækið Associated Book Publishers fyrir þrjú hundmð og fimmtíu milljónir dala. Mörg hol- lensk útgáfufyrirtæki em umsetin tilboðum. Nýlega keypti v-þýskur útgefandi bandaríska fyrirtækið Doubleday og Robert Murdoch keypti upp fyrirtækið Harper and Row. I sama mánuði keypti banda- ríska fyrirtækið Random House samsteypu af breskum útgáfufyrir- tækjum. Þá hefur Penguin keypt upp fyrirtækin Michael Joseph, Hamish Hamilton og Sphere og Collins hefur yfirtekið fyrirtækin Fontana og Grafton. Aukin gróðavon Bak við öll þessi viðskipti liggur að sjálfsögðu gróðavon. Þrátt fyrir að mörgum hafi virst bókin vera á undanhaldi fyrir léttari miðlum, svo sem sjónvarpi og jafnvel tölvunni, er raunin sú að prentað mál heldur gildi sínu og hefur jafnvel styrkst. Stórfyrirtæki þau, sem nú sölsa undir sig bókaútgáfu á Vesturlönd- um í síauknum mæli, vonast til þess að renta fjárútlát sín á ýmsa vegu. í fyrsta lagi með mjög aukinni út- gáfu á bókum, einkum skólabókum, og i öðru lagi með nýtingu ýmiss konar réttar sem fylgir útgáfu. Ljóst er að útgáfa skólabóka mun aukast stórlega á komandi árum, bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Stjórnvöld í báðum löndum hafa stórlega aukið styrki sína við skóla- bókaútgáfu og að auki hefur skóla- fólki á öllum stigum fjölgað verulega. Þá hefur á undanförnum árum komið i ljós að þrátt fyrir hag- kvæmni þeirra upplýsingamiðla, sem nútíma tækni hefur gert almenningi kleift að nota, það er sjónvarps og tölvu, er mikill fjöldi sérfræðinga sem enn gera skýlausa kröfu um að fá allar grunnupplýsingar á bók. Svo kemur til aukin nýting rétt- inda sem bókaútgefendur öðlast. Með því að sameina á eina hendi fyrirtæki boggja vegna Atlantshafs- ins, auk þess að steypa saman við fyrirtæki sem framfeiða sjónvarps- efni eða kvikmyndir, nýtast réttindi mun betur. Öll sala á réttindum til kvikmyndunar, sjónvarpsefnis, jafn- vel vídeóleikja upp úr ritverkum helst þá innanhúss og ekkert af ágóðanum fer út fyrir móðurfyrir- tækið sjálft. Lýsa áhyggjum Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti þessara breytinga á útgáfumarkað- inum. Margir óttast að með þeim séu boðaðir nýir tímar þar sem rótgrónar hefðir þessa iðnaðar muni víkja úr sessi fyrir kaldri gróðahyggju. Rithöfundar og umboðsmenn þeirra segja að hið persónulega og einstaklingsbundna sé að hverfa úr útgáfustarfsemi. Allt það sem lagt var í vinnslu og útgáfu bóka, i því augnamiði að gera bókina frambæri- lega sem menningartillag, sé að hverfa. Þessi stóru samsteypufyrir- tæki bjóði að vísu nokkrum rithöf- undum betri kjör og aukið svigrúm til birtingar en hins vegar muni með tímanum verða æ erfiðara að fá verk nýrra höfunda birt vegna bók- menntagildis þeirra eins. Ef ekki sé augljóslega hægt að nýta verk þeirra til framleiðslu á sjónvarpsefni, kvik- myndum og öðru og ef verk þeirra séu of staðbundin til þess að falla inn í heildarmynd útgefandans fáist ekki birting. Þróun þessi færi heiminn því einu skrefi nær þeim tíma þegar all- ar bækur verða eins, litlausar og formúlukenndar afþreyingarbók- menntir. Aðrir lýsa meir áhyggjum af því að með ofurvaldi þeirra útgáfufyrir- tækja, sem mest fjármagn hafa, muni mætti bókarinnar til skoðanamynd- unarwerða misbeitt. Aðeins það sem hlýtur náð fyrir augum „sérfræð- inga“ þeirra muni fást prentað og þar væri þá kominn angi af Stóra Bróður sem í orði kveðnu vakir yfir velferð almúgans en í raun notar velferðina sem stjórntæki. Þessi milljarðaviðskipti hafa svo að sjálfsögðu vakið mikla andúð meðal lítilla breskra útgefenda. Þeir haí'a áratugum og öldum saman starfað á afskaplega hefðbundinn hátt og sjá þeim hefðum nú búna gröf. Þykir þeim ef til vill verst að sjá stórfyrirtækið Penguin í hópi þeirra sem ástunda viðskipti af þessu tagi, því þau brjóta þvert gegn hug- sjónum þeim sem lagðar voru til grundvallar fyrirtækinu. Stofnandi þess, Allan Lane, vildi að Penguin yrði eins konar alþýðu-uppfræðslu- fyrirtæki sem gæfi út góðar bók- menntir og seldi þær á sem samsvaraði verði tíu sígarettna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.