Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1987, Blaðsíða 36
36
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987.
Sviðsljós
DV
i
Nina Wendel-
boe-Larsen
heitir nýjasta kærasta glaumgos-
ans Philippe Junot, fyrrum eigin-
manns Karólínu Mónakóprins-
essu. Síðan slitnaði upp úr
hjónabandi Philippe og Karólínu
hafa allar hans vinstúlkur verið
undir smásjánni. Nina, sem er 24
ára og sænskættuð, er þó farin
að venjast því að vera á milli tann-
anna á fólki. Áður var hún í
tygjum við son eins ríkasta manns
heims, gríska skipakóngsins Ník-
aríosar. Hún er því ekkert að fara
í felur með samband sitt við Ju-
not en segist bara ætla að giftast
honum hið fyrsta, jafnvel þótt
skilnaður hans við Karólínu hafi
ekki enn verið viðurkenndur.
Katherine
Helmond
Þau eru i sviðljósinu vegna Háskólans á Akureyri. Talið frá vinstri, Margrét Tómásdóttir hjúkrunarfræðingur, Stefán G. Jónsson, Haraldur Bessason rektor
og Bárður Halldórsson.
Ungur og efnilegur á þrítugsaldri Með frægari hlutverkum Brandos
og ekki jafnhátt launaður og síðar. er í kvikmyndinni Uppreisnin á
Bounty. Upptökur fóru fram á Suð-
urhafseyjum og þar varð Brando
ástfanginn af stúlku sem hann síð-
ar giftist og átti með barn. Nú eru
þau löngu skilin.
Þau stýra
háskólanum
eða Jessica úr Löðri er nú orðin
sextug en í fullu fjöri og hefur
aldrei verið kátari. Menn segja að
ein helsta ástæðan fyrir þessari
kátínu allri sé nýr elskhugi sem
hún hefur sést með undanfarna
daga og er hann ekki nema tutt-
ugu og tveimur árum yngri en
hún, 38 ára.
1
- Marlon Brando selur sig dýrt
Marlon Brando selur sig ekki
ódýrt. Því fundu þeir fyrir leik-
stjórinn Francis Ford Coppola og
forráðamenn bandaríska kvik-
myndafyrirtækisins Paramount
fyrir löngu þegar þeir þurftu að
greiða honum himinháar fúlgur
fyrir hlutverkið í Guðföðurnum.
Síðan hefur Marlon Brando að-
eins leikið í einni mynd. Það var
fyrsta Superman myndin. Þar sást
hann i sex mínútur og tók 12 millj-
ónir dollara fyrir. Mínútukaupið
var sem sé tvær milljónir dollara.
Leikarinn er nú orðinn 63 ára og
hefur alfarið dregið sig út úr skark-
ala heimsins en lifir enn á forni
frægð. Nýlega sást hann í London
með leikstjóranum Michael Cim-
ono og heyrst hefur að Brando fari
með aðalhlutverkið í mynd Cimon-
os, Sikileyingnum. Upptökur eru
þó ekki hafnar enn og samningur
hefur ekki verið gerður. Brando fer
nefnilega fram á minnst 45 milljón-
ir dollara fyrir 10 daga vinnu.
„Heimsins ofmetnasti leikari,"
hreytir Frank Sinatra út úr sér
þegar hann heyrir minnst á
Brando. Eftir að Brando fékk
óskarinn fyrir draumahlutverk
Sinatra í kvikmyndinni „On the
Waterfront" árið 1954 hefur Sin-
atra hatast við hann.
Elizabeth Taylor
er sögð svo hamingjusöm þessa
dagana að hún Ijómar víst eins
og sól í heiði og er sem hún sé
að upplifa unglingsárin á ný. Það
er varla hægt að trúa því að fyrir
aðeins fáeinum árum hafi sama
manneskja þjáðst af þunglyndi,
offitu og ofdrykkju. í dag er hún
ástfangin upp fyrir haus af leikar-
anum George Hamilton. Hamil-
ton þessi er víst einna þekktastur
fyrir að þjást af sjúklegum eyðni-
ótta og hefur sökum þess komið
á laggirnar eigin blóðbanka þar
sem hann lætur grandskoða sig
með stuttu millibili. Skemmtileg
tilviljun er að hann varð einna
fyrst frægur í hlutverki vampýru.
Eitt er þó víst, að það er eins og
Elizabeth hafi fengið nýtt blóð
eftir að hún kynntist honum.
Jón G. Hauksson DV Akureyri
Háskólinn á Akureyri tekur til starfa
lO.september í haust. Rektor er Har-
aldur Bessason, prófessor við
Manitoba háskólann. Haraldur er
nýkominn til landsins og fer ekki í
heimahagana í Skagafirði heldur að
sjálfsögðu beint til Akureyrar. Til
að byrja með verða hjúkrunarfræði
og iðnrekstrarfræði kennd við skól-
ann. Það er Stefán G. Jónsson sem
stýrir iðnrekstrinum og Margrét
Tómasdóttir hjúkrunarfræðinni.
Skrifstofustjóri var ráðinn Bárður
Halldórsson menntaskólakennari á
Akureyri. Háskólinn á Akureyri á
að vera sjálfstæður og ekki er þar
um neitt háskólastig að ræða heldur
alvöru háskóla.
Marlon Brando eins og hann lítur
út I dag. Orðinn gamall og næstum
óþekkjanlegur en lifir á fornri
frægð.
Brando gerir sér far um að þekkj-
ast ekki þá sjaldan hann fer út
meðal fóiks. Hér má sjá eina hálf-
misheppnaða tilraun við að dulbúa
sig sem Ijósmyndarar voru ekki
lengi að sjá í gegnum.
Þetta er Háskólinn á Akureyri. Núverandi húsnæði Verkmenntaskólans er
fyrir ofan sundlaugina og verður háskóli í haust. DV-myndir: JGH
Ólyginn
sagði