Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1987, Blaðsíða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNl' 1987.
Frétdr
Vertingasalan í flugstöðinni
Aætluð velta 150 milljonir
„Þetta var unnið þannig að hlut-
lausum aðila var falið að gera úttekt
á útboðsgögmun og annast útboðið.
Síðan var sérsveit fagmanna fengin
til að j’firfara tilboðið frá peninga-
legu sjónarmiði og þjónustulegu
sjónarmiði og fleiru. Það var sam-
dóma álit allra sem um þetta fjölluðu
að Flugleiðir ættu hagstæðasta til-
boðið. Eg skoðaði þetta nákvæmlega
sjálfur og féllst á þaðt“ sagði Pétur
Guðmundsson, flugvallarstjóri á
Keflavíkurflugvelli, um útboð á veit-
ingasölunni í Leifsstöð.
Hjá Almennu verkfræðistofunni,
sem sá um útboðið, fengust þær upp-
lýsingar að 9 aðilar hefðu boðið í
verkið. Hæsta tilboðið hljóðaði upp
á rúmar 13,3 mifljónir í ársleigu og
kom firá Gagni hf. Flugleiðir hf., sem
áttu hagstæðasta tilboðið að mati
flugvaUarstjóra, buðu 10,6 miUjónir
í fasta leigu en jafnframt þvi 8% af
þeirri veltu sem væri umfram 106
milljónir á ári.
Pétur Guðmundsson sagði að ef
miðað hefði verið við veltuhugmynd-
ir bjóðenda hefðu Flugleiðir átt
besta boðið. Það þýðir að áætluð
velta af veitingasölimni í Leifsbúð
getur ekki verið undir um 150 millj-
ónum króna.
-JFJ
Kumlið sem fannst að Granastöðum í Eyjafirði. Telja menn að þarna hafi fundist gröf að heiðnum sið.
DV-mynd JGH
Merkur fomlerfafundur í Eyjafírði:
Gröf úr heiðnum sið
finnst við eyðibýli
Jón G. Haukssan, DV, Akureyii
Bjami Einarsson fomleifafræðingur
telur að hann hafi fundið kuml, gröf
úr heiðnum sið, við fomleifarannsókn-
ir að Granastöðum í Eyjafirði sem
staðið hafa yfir frá 1. júní. Ef um kuml
er að ræða þá er þetta í fyrsta skipti
sem kuml finnst við rannsóknir á eyði-
býlum hér á landi.
„Þetta em ákaflega spennandi rann-
sóknir og fomleifamar em viðameiri
hér en ég reiknaði með. Sjálft bæjar-
stæðið er einnig mun flóknara. Við
höfum fundið um 15 rústir,“ sagði
Bjami Einarsson við DV í gær.
Beinin úr gröfinni á eftir að rann-
saka sem reyndar verður erfitt þar sem
um svo lítil brot er að ræða. Eitt bei-
nið, augntóftarbein, er þó það mark-
verðasta og talið er að hægt verði að
ákvarða aldur þess.
Auk þess hafa fundist bein af öllum
hugsanlegum húsdýrum. Þá hefur
fundist snældusnúður úr grænum
sandsteini, tafla úr hnefatafli og brýni.
Allt er úr sandsteini sem fengist hefur
úr umhverfinu.
Hvað bæjarstæðið varðar þá er það
ekki talið upphaflegi bærinn. í bæjar-
stæðinu em tvö jarðhýsi sem bæði
hafa líklega verið notuð sem baðhús.
„Það jarðhýsi sem ég hef rannsakað
er mjög djúpt og vel varðveitt. Ég tel
það mjög merkilegt," sagði Bjami.
Granastaðir em sögualdarbær.
Munnmælasögur segja að hann hafi
farið í eyði í Svartadauða árið 1402.
Bæjarins er einu sinni getið í Reyk-
dælu. Það er stutt frásögn sem segir
frá bóndanum Grana sem þar bjó og
þess er getið að hann hafi gift dóttur
sína vestur í Þingeyjarsýslu. Tilgang-.
urinn með rannsóknunum er að
komast að aldri eyðibýlisins og hvað
það var sem gerði búsetu þama lengst
inni í Eyjafirði svo fysilega. Jaínframt
er reynt að komast að því hvaðan
ábúendumir vom.
„Við ljúkum uppgreftrinum núna i
vikunni. Við höldum áfram næsta
sumar fáist til þess fé,“ sagði Bjami
Einarsson.
Isaflörður.
Nefnd ræðir um steypudeiluna
Búist var við að samstarfsnefhd
ísafiarðar, Bolungarvíkur og Súða-
víkurhrepps fjallaði um uppsetningu
steypuatöðvar BM Vallár í Bolung-
arvík á fundi sínum í morgun
samkvæmt upplýsingum sem DV
fékk hjá Haraldi L. Haraldssyni,
bæjarstjóra á ísafirði, í morgun.
Svo sem kunnugt er vom hlutar
steypustöðvar sem BM Vallá flutti
til ísaijarðar lokaðir af á brýggjunni
af starfsmönnum steypustöðvarinn-
ar Steiniðjunnar á ísafirði. Vom
þessir hlutar steypustöðvar BM
Vallár fluttir frá ísafirði til Bolung-
arvfkur í gærkveldi.
Til stendur að reisa radarstöð á
Bolaijalli og verður steypan keypt
af þessari steypustöð BM Vallár og
einnig hyggst verktaki, sem ætlar
að steypa vegskála i Óshlíð, kaupa
steypuna frá þessari steypustöð.
Samkvæmt upplýsingum DV hefur
BM Vallá fengið lóð undir steypu-
stöðina í Bolungarvík og gildir
samningur þar um til 15. október.
Haraldur L Haraldsson, bæjar-
stjóri á ísafirði, sagðist í samtali við
DV ekki hafa áhyggjur af samkeppn-
inni á þessu sviði heldur því að
steypustöðvar væm fluttar á þetta
svæði til þess að taka kúfinn af verk-
efhunum. Kvaðst hann hræddur við
að það leiddi til óhagkvæmara
steypuverða á avæðinu, Ekki kvaðst
hann haía áhyggjur af samkeppninni
ef hún ætti sér stað allt árið.
-ðj
Hæst verð fyrir lúðu
Hæst verð fékkst fyrir lúðu á fisk-
markaðnum í Haiharfirði í gær en
annars var meðalverðið 35,43 krónur
á kílóið. í dag verður síðan boðinn
upp afli úr Víði en á morgun úr
Karlsefrii.
Meðalverð var annars þetta:
Þorskur 36,64 - ýsa 61,31 - ufsi 17,46
- skarkoli 16,95 - karfi 21,93 (lítið
magn) - grálúða 12,00 - steinbítur
17,20 - lúða 82,70.
-JFJ
Kynferðisleg áreltni:
TVær konur hafa þurft
að flýja vinnustaði
Samkvæmt könnun Iðju á Akureyri
og tímaritsins Vinnunnar um kynferð-
islega áreitni á vinnustöðum á
Akureyri hafa tíu af þrjátíu og sjö
konum, sem spurðar vom, orðið fyrir
kynferðislegri áreitni á sínum vinnu-
stað. Tvær konur hafa þurft að flýja
vinnustað vegna þessa og aðrar tvær
sögðust hafa orðið fyrir rógburði.
I Vinnunni segir m.a. að„ ... engin
kvennanna hafi orðið fyrir nauðgun
eða tilraun til nauðgunar á vinnustað,
en tvær konur segjast hafa ítrekað
orðið fyrir því að farið var fram á sam-
ræði. Ein þeirra kvenna sem rætt var
við segir að á sínum vinnustað sé mik-
ið um áreitni og hún vari nýbyrjaðar
stúlkur við. „Við reynum að styðja
þær, segjum þeim að bíta frá sér.“
Onnur, nýkomin úr skóla, sagði að
einn kennara skólans hefði þuklað á
nemendum en þær ekki þorað að
kvarta."
Valgerður Bjamadóttir félagsráð-
gjafi er ein þeirra kvenna sem vann
að gerð könnunarinnar. Sagði hún að
lengi hefði verið grunur um að ástand
þessara mála væri slæmt og þessi for-
könnun sýndi það. Valgerður sagði
að gera þyrfti stærri könnun og ef
niðurstöður úr þeirri könnun yrðu
alvarlegar, þá yrði að bregðast við
með alvarlegum hætti. Valgerður vildi
taka fram að engin ástæða væri til að
ætla að ástandið væri verra á Akur-
eyri en annars staðar á landinu. Þegar
rætt var um að gera svona könnun
hefði Iðja á Akureyri látið í Ijós vilja
til að leggja sitt af mörkum og þess
vegna hefði þessi könnun verið gerð
á Akureyri.
-sme
Mikill asi var á þeim Þorsteini Pálssyni, Jóni Baldvin Hannibalssyni og
Guðmundi Bjarnasyni þegar þeir hittust í morgun til að reyna til þrautar
að ná samkomulagi milli flokkanna þriggja um breytta skipan ráðuneyta.
DV-mynd KAE
Stjómarmyndunin:
Almennur pirringur
að grípa um sig
„Nei, stjómarmyndunin er ekki að
springa en ósköp er þetta nú samt
orðið þreytt," sagði einn af forystu-
mönnum Sjálfstæðisflokksins í
morgun þegar DV spurði um stöðuna
í stjómarmyndunarviðræðunum.
Almennur pirringur virðist vera að
gripa um sig meðal þeirra sem í við-
ræðunum em og ýmiss konar ásakanir
og kvartanir em nú bornar á mótaðil-
ana á bak við tjöldin.
Þrátt fyrir mikil fundahöld hefur
ekki náðst endanlegt samkomulag um
efnahagsaðgerðir, kaupleiguíbúðir,
uppstokkun ráðuneyta og síðast en
ekki síst skiptingu ráðuneyta.
Forystumenn flokkanna hittust kl. 8
í morgun og gerðu úrslitatilraun til
þess að ná samkomulagi um uppstokk-
un ráðuneyta. Nokkur skoðanamunur
er á því hvaða ráðuneyti skuli samein-
uð en svo virðist sem framsóknarmenn
geti vel fellt sig við hugmyndir al-
þýðuflokksmanna.
Mestar virðast deilumar um fram-
kvæmd breytinganna. Sjálfstæðis-
menn höfðu sagt að þeir teldu að gera
ætti lagabreytingu sem tæki t.d. gildi
um næstu áramót. Þetta telja alþýðu-
flokksmenn ekki nóg. Þeir vilja breyta
ráðuneytaskipaninni strax og þá með
bráðabirgðalögum.
Hugmynd þeirra er sú, samkvæmt
heimildum DV, að nýr forsætisráð-
herra verði einn skipaður ráðherra á
ríkisráðsfundi. Fundi verði slitið og
forsætisráðherrann verði á þeim tíma
punkti eini ráðherra ríkisstjórnarinn-
ar. Hann gefi út bráðabirgðalög um
breytta skipan ráðuneyta og leiti eftir
staðfestingu forseta. Þegar hún verði
fengin verði annar- ríkisráðsfundur
haldinn og þar verði hinir ráðherrar
ríkisstjómarinnar skipaðir samkvæmt
hinni nýju skipan ráðuneyta.
Allt ætti þetta að geta gerst á einu
síðdegi og telja alþýðuflokksmenn að
á þessu séu engir lagalegir meinbugir.
Sjálfstæðismenn virðast hins vegar
síður en svo hrifnir af þessari aðferð.
Um þessi mál verður fjallað á þing-
flokksfundum sem ráðgerðir em hjá
flokkunum þremur í dag og er stefnt
að því að taka endanlega ákvörðun
um uppstokkun ráðuneyta á þeim.
-ES