Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1987, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987. 19 Dægradvöl Amatörradíó Eini alþj óðlegi sveitasíminn segir Kristján Benediktsson Flesta dreymir um að ná langt. Hins vegar er það misjafnt hvaða skilning menn leggja í það að ná langt. Radíóamatörar ná langt í bókstaflegum skilningi því þeir ná um allan heim. Radíóamatörar „hitta“ fólk frá fjarlægum heims- hornum á hverjum degi - ekki þó í þeim skilningi sem venjulega er lagður í það að hitta fólk því rad- íóamatörar hittast í loftinu. Hér á landi er þónokkur hópur manna sem á sér það áhugamál að standa i loftskeytasamböndum við fólk um víða veröld. í Félagi ís- lenskra radíóamatöra eru um það bil tvö hundruð manns, þar af eitt hundrað með radíóamtörleyfi. Loftskeytaáhugamennska Kristján Benediktsson rafverk- fræðingur er mikil áhugamaður um amatörradíó. Hann var formaður Félags íslenskra radíóamatöra um langt árabil og hefur staðið fyrir námskeiðum til nýliðaprófs. Við ræddum við hann um þetta áhuga- mál og spurðum fyrst hvort ekki væri til eitthvert íslenskt orð yfir amatörradíó: „Við höfum verið að leita að orði en það hefur ekki fundist. Ég gæti sjálfur sætt mig við orðið áhuga- loftskeytamennska, á meðan ekkert betra finnst, en um það eru skiptar skoðanir," sagði Kristján. Stundum hafa radíóamatörar verið kallaðir radíóáhugamenn en Kristján benti á að á sama hátt og flugáhugamaður er ekki endilega áhugaflugmaður þá er radíóáhuga- maður ekki það sama og radíó- amatör. Til aðgreiningar frá öðrum radíóáhugamönnum kalla þeir sig radíóamatöra til þess að leggja áherslu á að þeir falla undir skil- greiningu alþjóðafjarskiptalag- anna á amatörradíóþjónustu og hafa tekið próf hjá Póst- og síma- málayfirvöldum því til staðfesting- ar. Það getur hver sem er verið radíóáhugamaður en til þess að verða radíóamatör þarf leyfi. „Amatörradíó eða áhugaloft- skeytamennska er ekki bara dægradvöl heldur alþjóðlega skil- greind radíóþjónusta. Hver sá sem vill gerast radíóamatör þarf að sanna hæfni sína áður en hann fær leyfi til þess að senda á stuttbylgju með því að taka próf í morsi og radíótækni sem Póstur og sími taka gild,“ sagði Kristján. Fjölbreytt áhugamál En hvað er amatörradíó? „Amatörradíó er miklu fjöl- breyttara áhugamál en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Sumir hafa gaman af því að smíða sjálf tækin og hella sér út í rafeinda- tæknina. Síðan eru það þessi mannlegu samskipti sem heilla marga. Menn geta líka fengið útrás fyrir söfnunaráráttuna í þessu. Sumir radíóamatörar safna löndum eins og aðrir safna frímerkjum. Enn aðrir keppa að því að ná sem lengst með sem aflminnstum send- um, eins og laxveiðimenn sem vilja veiða lax á sem grennsta línu og finnst ekkert varið í að veiða lax í net. 17. júní er einmitt alþjóðlegur dagur hinna aflminni senda. ís- lendingar lögðu fram tillögu á alþjóðlegri ráðstefnu radíóamatöra um að gera einn dag á ári að al- þjóðlegum degi aflminni senda og sú tillaga var samþykkt. Af því það voru Islondingar, sem báru fram tillöguna, þótti við hæfi að þjóð- hátíðardagur okkar yrði fyrir valinu." Kristján segir að það vilji stund- um gleymast í umræðunni um radíóamatöra að þetta er ekki bara tómstundagaman. „Fyrir mörgum Talað til Israels úr eldspýtustokk Kristján talaði meðal annars til Israels úr þessum eldspýtustokk. Það er hægt að ná langt án mikils tilkostnað- ar eða fyrirhafnar, segir hann. DV-mynd KAE er þetta auðvitað bara áhugamál en þetta er einnig alþjóðleg radíó- þjónusta. Þetta er ekki bara dægradvöl nokkurra dellukalla sem ekki er við bjargandi. Alþjóða fjarskiptastofnunin (ITU) skil- greinir þetta sem þjónustu sjálf- þjálfunar og sem slík hefur hún mikið menntunargildi. Þeir sem stunda þetta gera það að eigin frumkvæði, það er áhuginn sem rekur þá áfram. Ungmenni með áhuga innbvrða meiri þekkingu á skemmri tíma en ítroðsla í skólum fær áorkað og þónokkur hópur ungs fólks hér á landi. sem sprott- inn er upp úr amatörhrevfingunni. stundar nú háskóla- eða annað tækninám hérlendis og erlendis og innan hreyfingarinnar er líklega meirihluti þeirra Islendinga sem hafa sérfræðiþekkingu á radíó- tækni. Það má kannski segja að þetta sé nokkurs konar grasrótar- hreyfing; bvrjar sem áhugamál en síðan spretta upp úr þessu atvinnu- menn." Uppspretta uppgötvana Kristján sagði einnig Ijóst að amatörradíó væri oft uppspretta tæknilegra uppgötvana í radíó- og rafeindatækni. Margir radíóama- törar fást við smíði ýmiss konar tækja. Þetta veitir mörgum reynslu og innblástur til ýmissa nýjunga sem geta náð langt út fvrir áhuga- mennskuna. Sem dæmi nefndi Kristján íssjá sem Raunvísinda- stofnun Háskólans smiðaði og veitir okkur upplýsingar um þykkt jökla og er ómetanleg fyrir vatns- orkubúskap okkar. Þessi íssjá er að hálfu leyti hönnuð og smíðuð af radíóamatör. „Áhugamenn leggja oft meiri frumleika í starf sitt heldur en hinir sem eru bara að vinna fyrir salti í grautinn." sagði Kristjún. Annað dæmi um gagnsemi radíó- amatöra er að finna í neyðarþjón- ustu. Víða erlendis hafa radíóamat- örar skipulagt innan sinna raða nevðarfjarskiptasveitir sem starfa sjálfstætt og hafa samvinnu við hjálparaðila. Fjarskiptakerfi Al- mannavarna hér á landi ér byggt upp og skipulagt af hópi radíó- amatöra. „Radíóamatörar öðlast þjálfun í radíósamböndum við erfið skilyrði. Það geta allir talað i síma eða tal- stöð þegar sambandið er gott en hvað gerist þegar skilvrðin versna. tækin bila eða sambandið dettur út? Morsið er óriietanleg kunnátta við erfiðar aðstæður. Morsið er einfaldleikinn sjálfur. þú getur pakkað því saman í eldspýtustokk og samt náð sambandi. Það er líka langdrægara en talið og hefur þann kost að þú segir bara það sem segja þarf og ekkert meira. Radíóamatör- ar þekkja líka alla leið skilaboð- anna gegnum tækin og um það margbreytilega umhverfi sem rad- íóbvlgjur ferðast í og eiga þvi meiri möguleika en meðalnotandi á að bæta úr því sjálfir ef eitthvað klikkar." Alþjóðlegur sveitasími Hin mannlegu samskipti heilla marga sem kvnnast amatörradíói. Það hljómar óneitanlega spenn- andi að geta „hitt" fólk frá Ástral- íu, Saudi-Arabíu, Rússlandi eða guð má vita hvaðan og það án þess að hreyfa sig úr húsi. íslendingar erlendis, sem hafa amatörleyfi. nýta sér það vel til þess að hafa samband heim eða hver við annan. Kristján sagði mér til dæmis frá nokkrum Islendingum sem búa eða eru í námi erlendis. einn í Þýska- landi. annar í Danmörku. tveir i Bandaríkjunum. einn í Noregi og annar í Skotlandi. Þessir hittast oft í loftinu á sunnudögum og spjalla og segja hver öðrum frétt- ir. „Radíóbvlgjur virða engin landa- mæri. Boðin. sem þær flvtja. berast óhindrað víðsvegar um heiminn. X morsi er enginn greinarmunur gerður á mönnum eftir kyni. aldri eða litarhætti. Áhugaloftskeyta- mennska brúar á sérstæðan hátt þessi bil. Þetta er eini möguleikinn í heiminum til sambands frá degi til dags beint milli einstaklinga um allan heim frá heimilum sínum. Það mætti ef til vill kalla þetta eina alþióðlega sveitasímann. Það geta allir talað við alla og allir heyrt í öllum. Þetta vita allir og það þvkir engin hnýsni þótt hlust- að sé á náungann. Áuðvitað hefur þetta samt áhrif á umræðuefnið. Menn ræða ekki mikið heit deilu- mál og revna vfirleitt að forðast það að rífast," Radíóamatörar eignast marga góða kunningja i gegnum fjarskipt- in og þessi sambönd nýtast þeim þegar þeir eru á ferðalögum. Krist- ján tók sem dæmi íslenskan radíó- amatör sem var á ferðalagi erlendis ásamt konu sinni og hafði samband við radíóamatöra með stöð sem hann hafði í bíl sínum. Var þeim hjónum tekið opnum örmum hvar sem þau komu og kom jafnvel fyrir að menn biðu á bryggjunni þegar ferjan, sem þau ferðuðust með, Eins og sagði Lér að framan er 17. júní alþjóðlegur dagur hinna aflminni senda. Það hefur verið til- hneiging í amatörradíói til þess að auka sendingarstyrkinn og þegar allir eru farnir að hækka sig heyr- ist kannski illa vegna þess að það eru svo margir sterkir sem trufla. Hugmyndin á bak við þennan dag aflminni senda var sú að láta á það j’eyna hvort ekki heyrðist jafnvel ef allir sameinuðust um að nota minni sendana. „Auðvitað er langt i land með að allir geri þetta en það var samþykkt að gera þessa tilraun." sagði Kristján. Sendirinn. sem Kristján notaði 17. júní. er ábyggilega með þeim afiminnstu. ef ekki sá minnsti. því hann rúmast i eldspýtustokk. Send- inn. sem er aðeins 0.3 vött. smíðaði Vilhjálmur Kjartansson verkfræð- ingur en hann er mikill áhugamað- ur um þá íþrótt að ná sem lengst með sem aflminnstum sendi. I fyrstu var hugmyndin sú að freista þess að setja heimsmet með sendinum en þar sem engin formleg skráning eða keppni fer fram í þessu. og því fylgir skriffinnska að koma meti í heimsmetabók Guinn- ess. hættu þeir félagar að hugsa um slíkt. í bili að minnsta kosti. „Það sem vakti fyrir okkur var fyrst og fremst að sýna fram á hvað hægt er að ná góðum árangri með litlum tilkostnaði og fyrirhöfn. Vist væri gaman að setja heimsmet en það var ekki aðalatriðið. Þar sem ekki er keppt í þessu vitum við ekki hvort aðrir hafa náð lengra með svo litlum sendi. Allavega held ég að það sé ekki algengt að talað sé til ísraels úr eldspýtustokk," sagði Kristján. Kristján náði ekki aðeins sam- bandi við ísrael með þessum agnar- litla sendi. þó það hafi verið það lengsta. Hann talaði einnig við radíóamatöra í Þýskalandi. Norð- ur-írlandi. Rússlandi. Tékkósló- vakíu og fleiri löndum. Radíófræðilegt listaverk Kristián heldur þvi fram að send- irinn hans Vilhiálms sé radíófræði- legt listaverk. Með þessari fullyrðingu segist hann í aðra röndina vera að mótmæla því sem oft er haldið fram að tækni sé al- gjör andstæða listar. „Ég lít svo á að í öllu sé list og tækni eða vísindi. bara í mismun- andi hlutföllum. Tökum sigilda tónlist sem dæmi. Hún lýtur ákveðnum stærðfræðilíkum lög- málum. Innan lögmálanna rúmast samt mikil listaverk. Við þurfum vissan lágmarksskilning og þjálfun áður en við kunnum að meta list. Nútíma stærðfræði er til dæmis eitt mesta framúrstefnulistform sem til er. Hinir hefðbundnu list- fræðingar bera hins vegar fæstir skynbragð á þá list. frekar en stein- aldarmaðurinn á list listfræðing- anna. Rafeindarásir lúta ákveðnum lögmálum. Þær geta bvggst upp á ýmsa vegu en innan þess ramma geta rúmast listaverk. Til að skvnja þau þurfa menn hins vegar að hafa lúgmarksskilning á samspili hlutanna. Þegar ég segi að sendirinn, sem Vilhjálmur smið- aði í eldspýtustokkinn. sé radió- fræðilegt listaverk meina ég ekki útlitið. í þessum sendi er allt sem þarf, hvorki of né van, og allt í jafn- vægi. Er það ekki einkenni góðrar listar?" sagði Kristján Benedikts- son. lagðist að. Þegar heim kom sagði konan við mann sinn, honum á óvart: „Nú ætla ég að læra mors og verða radíóamatör."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.