Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1987, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNl 1987. Grunnskólinn á Flateyri Kennara vantar í grunnskólann á Flateyri. Meðal kennslugreina raungreinar. Upplýsingar í síma 94-7645. Skólastjóri Dægradvöl IBUÐ FYRIR STARFSMENN LANDSPÍTALANS fbúð, helst 4-5 herbergi, óskast á leigu fyrir erlenda starfsmenn. íbúðin þarf að vera nálægt Landspítalanum eða þar sem góðar strætisvagnaferðir eru til spítalans. Nánari upplýsingar veitir yfirmatráðskona í síma 29000^491. Reykjavík 23. júní 1987. Vinningstölurnar 20. júní 1987 Heildarvinningsupphæð: 4.150.764,- 1. vinningur var kr. 2.078.415,- og skiptist á milli 5 vinningshafa, kr. 415.683,- á mann. 2. vinningur var kr. 622.134,- og skiptist hann á 246 vinningshafa, kr. 2.529,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.450.215,- og skiptist á 7.437 vinningshafa sem fá 195 krónur hver. Upplýsingasimi: 685111. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 138., 144. og 151. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eigninni Brekkutanga 27, Mosfellshreppi, þingl. eign Davíðs Guðmundsson- ar og Helgu Hansen, fer fram eftir kröfu Brunabótafélags islands, Veðdeildar Landsbanka íslands, Reynis Karlssonar hdl., Jóns Ingólfssonar hdl. og Arnar Höskuldssonar hdl. á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, föstudaginn 26. júní 1987 kl. 14.30. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu Nauðungaruppboð sem auglýst var í 11., 17. og 24. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eigri- inni Reykjabyggð 6, Mosfellshreppi, þingl. eign Guðrúnar H. Snorradóttur og Einars H. Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu Arnar Höskuldssonar hdl. á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, föstudaginn 26. júni 1987 kl. 15.00. _________ Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu Nauðungaruppboð sem auglýst var í 24., 30. og 33. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign- inni Arkarholti 17, Mosfellshreppi, þingl. eign Jónasar Björnssonar, fer fram eftir kröfu Iðnaðarþanka islands á skrifstofu emþættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, föstudaginn 26. júní 1987 kl. 15.30. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu Nauðungaruppboð sem auglýst var í 11., 17. og 24. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign- inni Víði, Mosfellshreppi, þingl. eign Eygerðar Ingimundardóttur, fer fram eftir kröfu Sigurðar G. Guðjónssonar hdl. og Björns Ólafs Hallgrímssonar hdl. á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, föstudaginn 26. júní 1987 kl. 16.00. Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu Nauðungaruppboð sem auglýst var í 51., 55. og 57 tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eign- inni Lóð úr landi Miðdals I, Mosfellshr., þingl. eign Einars V. Tryggvasonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Mosfellshreppi á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, föstudaginn 26. júní 1987 kl. 16.45. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu Nauðungaruppboð sem auglýst var í 12., 19. og 30. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eign- inni Helguvík, Bessastaðahreppi, þingl. eing Þórðar Jóhannessonar og Ragnhildar Einarsdóttur, fer fram eftir kröfu bæjarfógetans í Keflavík, Giss- urar V. Kristjánssonar hdl., Útvegsbanka islands, Jóns G. Briem hdl., Ólafs Axelssonar hrl., Guðmundar Kristjánssonar hdl. og Friðjóns Ö. Friðjónssonar hdl. á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, föstudaginn 26. júní 1987 kl. 17.30. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu' Maður heyrir margt skemmtilegt loftinu, segir Guðjón Einarsson sem verið hefur radíóamatör í fjöldamörg ár. DV-mynd JAK Hitti svo marga í loftinu - segir radíóamatörinn Guðjón Einarsson „Maður hittir svo marga í loftinu, það gerir þetta svo skemmtilegt," sagði Guðjón Einarsson, fyrrum ljós- myndari og núverandi skrifstofu- stjóri á Tímanum, en hann hefur verið radíóamatör í tugi ára og á einhverjar fullkomnustu græjur sem til eru hér á landi. Guðjón á vini og kunningja um allan heim í gegnum þessi fjarskipti. „Margir eru ansi hreint skemmtileg- ir. Stundum kemur konan mín hingað inn í herbergi til þess að at- huga hvort eitthvað sé að því henni finnast grunsamlega mikil læti í mér. Þá sit ég hér og veltist um af hlátri yfir einhverju sem ég heyrði í loftinu. Einn kunningja á ég á Hawa- ii sem heitir Bolla, mjög skemmtileg- ur karl. Ég hitti hann oft klukkan sjö á kvöldin, þá er hann að fara á fætur.“ Fyrstu kynni Guðjóns af amatör- radíói voru í gegnum föður hans. „Faðir minn, Einar Jónsson, var einn af þeim fyrstu í þessu svo segja má að ég hafi haft þetta í blóðinu,“ sagði hann. í amatörradíóhreyfingunni er að finna alls konar fólk, bæði konur og karla, á öllum aldri og úr öllum stétt- um. Hér á landi eru fáar konur radíóamatörar en það mun vera al- gengara erlendis, hvernig sem á því stendur. „Ég hef oft talað við eina þriggja barna móður í Frakklandi. Hún er alltaf í loftinu, ég veit ekki hvenær hún sefur, sú manneskja," sagði Guðjón og hló. Að sögn Guðjóns er mikið um það TF3AC til dæmis í Bandaríkjunum að eftir- launaþegar, einkum fyrrverandi hermenn, gerist radíóamatörar. Fatl- aðir eru líka fjölmennir og Guðjón hefur oft talað við einn sem er handa- laus og morsar með munninum. „Hann segir að amatörradíóið hafi opnað fyrir honum nýja heima.“ Landasöfnun Margir radíóamatörar safna lönd- um, eins og það er kallað. Þeir keppast við að ná til sem flestra landa en til þess að sambandið sé viðurkennt verða þeir að hafa stað- festingu í höndunum. Svokölluð QSL eru hin endanlega sönnun þess að samband hafi átt sér stað og radíó- amatörar senda hver öðrum slík kort sé um það beðið. Á þessum kortum, sem eru á stærð við venjuleg póst- kort, eiga að koma fram kallmerki viðkomandi amatörs, staður og stund og ýmsar tæknilegar upplýsingar. Hver radíóamatör útbýr sitt eigið kort og reynt er að hafa þau á ein- hvern hátt persónuleg. Á korti Guðjóns er mynd af honum þriggja ára gömlum með loftskeytatæki föð- ur síns - skemmtilegt kort sem Guðjón segir hafa gert mikla lukku. Radíóamatörar geta fengið viður- kenningar fyrir að hafa náð staðfestu sambandi til ákveðins fjölda landa og margir safna slíkum viðurkenn- ingum. Guðjón er það sem á ensku kallast „award manager" fyrir Is- land. Það þýðir að hver sá sem vill fá viðurkenningu verður að senda Guðjóni kort sín og dagbækur en Op: GUÐJÓN EINARSSON "John” 'pTh'J A p Fálkagölu 21, Reykjavík, lceland J. f Ollij CFM QSO with ______________________ V DATE GMT 19 MHxBAND RST 2-WAY CW SSB FM Rig: Kenwood TS 520 -TR 7200G Anl- GP/Dinol. YAESU FT-107M Ant. GP/D.pole 73»a G00D DXj GOOq luck, TNX FOR QSO PSE QSL TNX At my father’s rig in 1926 Via Direcf, I.R.A. Bureau, Box 1058, Reykiavík, lcoland Þetta kort sendir Guöjón til radióamatöra sem hann nær sambandi við. Kort af þessu tagi eru hin endanlega sönnun þess að samband hafi komist á. Myndin á kortinu er af Guðjóni þriggja ára gömlum með loftskeytatæki föður sins. radíóamatörar færa öll fjarskipta- sambönd sín í bækur. Guðjón fer yfir þetta og kemur því rétta boðleið. Guðjón segist hafa safnað löndum hér áður fyrr og telst svo til að hann hafi náð staðfestu sambandi við um það bil hundrað og fjörutíu lönd. „En nú nenni ég ekki lengur að eltast við slíkt. Það er ekki nema maður heyri frá einhverjum sérstökum stað að maður biður viðkomandi að senda sér kort. Það eru frekar þessi mann- legu samskipti sem ég hef áhuga á núorðið.“ Bylting í Bólivíu Guðjón segist hafa upplifað margt skemmtilegt í loftinu og að mörgum radíóamatörum finnist það sérstakt að heyra í félaga frá íslandi. „Einu sinni náði ég sambandi við lækni í Alsír sem var að flýta sér í aðgerð. Þegar hann heyrði að ég var frá ís- landi gat hann samt ekki annað en hinkrað við, honum fannst það svo sérstakt. Einu sinni heyrði Kuwait- búi í mér og bað alla í guðanna bænum að fara af bylgjunni því hann hefði aldrei talað ■ til íslands áð- ur. Radíóamatörar eru alltaf að gera tilraunir og prófa eitthvað nýtt. Eitt skiptið talaði ég til Bretlands og sá sem ég náði sambandi við varð óskaplega hissa þegar hann heyrði að ég talaði frá ísíandi. Hann sagðist vera rétt fyrir utan Liverpool og vera einungis með kústskaft fyrir loftnet; datt sjálfsagt ekki í hug að hann næði svona langt.“ Hussein Jórdaníukonungur er sagður mikill áhugamaður um amat- örradíó og við spurðum Guðjón hvort hann hefði einhvern tíma náð sam- bandi við hann: „Nei, en það hafa nokkrir íslend- ingar talað við hann. Hann er með mann á stöðinni hjá sér en ef heyrist frá íslandi lætur hann kalla í sig. Ég veit ekki af hverju það er.“ Guðjón segist einu sinn hafa talað til Bólivíu sama dag og bylting var gerð þar. „Menn tala samt yfirleitt ekki um stjórnmál á þessum vett- vangi. Þegar þorskastríðið stóð yfir töluðum við og Bretar stundum um „þetta leiðindastríð sem er okkar á milli“ en annars forðast menn slík mál og radíóamatörar erp rólegir menn og kurteisir. Ég hef ekki heyrt menn blóta í loftinu," sagði Guðjón.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.