Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1987, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 23. JUNI 1987.
37
Sviðsljós
Madonna hefur undanfarna viku skemmt Japönum með tónleikum vítt og
breitt um Japan og hvarvetna komið fram fyrir troðfullu húsi. Hér sést hún
syngja lag sitt Open your heart með miklum tilþrifum á tónleikum í Tokyo
í fyrrakvöld fyrir um 45 þúsund áhorfendur.
Tilþrif
Aðdragandinn að Madonnutónleikunum í Tokvo gekk þó ekki átakalaust
fyrir sig. Raunar átti að halda þá daginn áður en vegna þess að þeir áttu
að fara fram á útileikvangi var þeim frestað um einn dag vegna rigninga.
Um tíu þúsund æstir aðdáendur, sem þegar voru mættir á staðinn. gerðu sig
ekki ánægða með þetta heldur reyndu að ryðjast inn á leikvanginn. Lögregl-
unni tókst þó að afstýra meiriháttar óeirðum og enginn slasaðist þrátt fvrir
mikinn troðning.
- Simamynd Reuter
Borðstofuhúsgögnin góðu eru hönnuð af bandaríska hönnuðinum Frank
Lloyd og seldust á rúmlega 23 milljónir króna. Þau eru gerð árið 1903, úr
eik og borðfæturnir eru átthyrndir. Höfundurinn var einn mesti brautryðj-
andi í bandarískum arkitektúr á þessari öld. - Simamynd Reuter
23 miUjóna
borðstofuliúsgögn
Bofðstofuborð ásanit átta stólum. hannað af bandaríska arkitektinum
Frank Lloyd Wright. var selt á 594 þúsund dollara. eða sent samsvarar rúm-
lega 23 milljónum íslenskra króna. á Christie's uppboði sem haldið var í
New York á laugardaginn. Þar með var nýtt verðmet slegið á tuttugustu
aldar húsgögnum en ltið fyrra var slegið í París fyri.r tveimur árum þegar
stofuhúsgögn. hönnuð af Jean Dunard. frá árinu 1930 voru slegin á 449 þús-
und dollara.
Borðstofusettið er raunar ekki aðeins verðmet á húsgögnum frá þessari
öld heldur er það einnig dýrasti tuttugustu aldar hlutur sem nokkurn tíma
hefur verið seldur á uppboði. en húsgögnin eru hönnuð árið 1903. Hæst-
bjóðandinn var Hirschl og Adler galleríið í New York og bauð það i húsgögnin
í gegnum síma.
Jerry Lewis
ljósmyndar
Eitt helsta áhugamál bandaríska kvikmyndaleikarans Jerry Lewis er Ijós-
myndun. Hér sést leikarinn í fagmannlegum stellingum á tennismóti sem
haldið var í París fyrir nokkru. Hann virðist líka þurfa að fylgjast vel með
tímanum því það duga ekkert minna en tvö úr eins og sjá má.
- Simamynd Reuter
Ólyginn
sagði . . .
Edward prins
örverpið í bresku konungsfjöl-
skyldunni, er nú orðinn 21 árs og
af mörgum talinn myndarlegastur
bræðranna en jafnframt sá mót-
þróagjarnasti. Til að byrja með
neitaði hann að gegna herskyldu
á sínum tíma enda er hann friðar-
sinni og hefur engan áhuga á
foringjatitlum eða stríðshetjuorði
eins og föður hans og bræðrum
hefur hlotnast. Karl bróðir hans
og Philip faðir hans bera, báðir
foringjatitla og Andrew bróðir
hans er stríðshetja úr Falklands-
eyjastríðinu. í fyrsta skipti í sögu
bresku konungsfjölskyldunnar
hefur prins afneitað öllum nafn-
bótum af þessum toga.
Sting
segist hafa fundið draumastaðinn
sinn til að eyða sumarfríinu á,
enda sé hann laus við allan
átroðning Ijósmyndara og blaða-
snápa. Staðurinn ku vera fámenn
eyja í miðju Kyrrahafinu. Eins og
við er að búast er nafnið á henni
ekki gefið upp.
Paul McCartney
er ekki jafnfrumlegur í vali á sum-
arleyfisstöðum fyrir fjölskylduna.
Poppstjarnan, sem nú er farin að
reskjast dálítið, segist engan
áhuga hafa á sólarstrandahúllum-
hæi. Nei, leiðin liggur til tengda-
foreldranna sem búa á Long
Island. Þar eýðir Páll sinu fríi.