Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1987, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNl 1987. 17 Lesendur Þeir blúsuðu - Marvin Bussy Morton og M. Stacy Johnson. Vorar illa fyrir blúsinum Blúsmaðurinn G.S. skrifar: Sunnud. þann 31 maí hélt Jazz- vakning blúshljómleika í Brodway. Það var blússveitin St. Louis Kings of Rhythm sem spilaði á þessum, að mínu mati, langbestu blúshljómleikum hingað til. Þrátt fyrir greinar um bandið í öllum helstu blöðum og þátt á Rás 2 með fleiru, komu aðeins um 90 manns á hljómleikana. Þess má geta að bæði Mississippi Delta Blues- band og Buddy Gay & Junior Wells spiluðu fyrir fúllu húsi hér í bæ, einn- ig íslenskar sveitir eins og Blúshund- amir á Borginni og Blúskompaníið á Duus húsi. Hver er þá ástæðan fyrir því að Kings of Rhythm sem eru all- þekktir í heimi blúsins og klassa ofar en áðumefhd bönd, draga ekkert fólk að? Mér skilst að það sé búið að nauða lengi í Jazzv'akningu um að taka hing- að blúsband en nú er félagið skuldum vafið. Það er bara að vona að þetta verði ekki síðasta blúsheimsóknin hingað. Sjálfúr bjó ég lengi erlendis og sótti þá fjöldann allan af hljómleik- um, þegar ég svo flutti heim fannst mér andrúmsloftið gott, menn töluðu sig heita um blús hvar sem maður kom. Því spyr ég blúsfólk: Hvar vomð (emð) þið? Eyjamenn vilja ekki aðeins eyða tíma sínum í sprang heldur heimta ökuleikni og Megas út á skerið líka. DVmynd: G.S. Vestmannaeyjum. Eyjamar á kortið Reiður Eyjamaður hafði samband: ,. Það virðist allt á sömu bókina læit þegar stórviðburðir fara í gang - Vestmannaeyjar em ekki til á kortinu. Nú síðast var það ökuleikni BFÖ og DV en það sama gildir um hina ýmsu skemmtikrafta svo sem Megas. Sumar- gleðina og fleiri. Væri ekki athugandi fyrir þessa að- ila að muna að við erum líka fólk - þótt við búum á eyju? “ Þingmenn, ráðherrar eða hefðardúllur? Hildur skrifar: „ Undanfamar vikur og daga hafa verið að renna á kjósendur tvær grímur varðandi stjómmálalega getu þingmannanna sem kosnir vom yfir þjóðina þetta vorið. Stjómar- myndunarviðræður hafa verið með þeim endemum að hvert mannsbam hlýtur að sjá að ekki em blessaðir mennimir þrúgaðir af ábyrgðartil- finningu vegna ástandsins í peninga- málum íslensku þjóðarinnar. Meginmálið er raunvemlega ekki hvemig fjárhagsvandinn verði best leystur og skútunni stjómað í nán- ustu framtíð. Miklu skiptir hins vegar hvemig skipting ráðuneyta tekst milli hinna ýmsu stjómmála- flokka og þá einnig hver gæðing- anna í flokknum setjist í hvem ráðherrastólinn. Málefnin löngu gleymd - hafi þau einhvem tíma verið ofarlega á blaði - en hefðard- úllumar slást grimmt um álitlegustu titlana. Sumsé gamla góða bitlinga- kerfið þar sem hver otar sínum tota af bestu getu. Steininn tók þó úr þegar sæta- brauðsliðið velti fyrir sér hvort slitna myndi upp úr stjómarmyndunarvið- ræðunum við komu sænska kónga- parsins hingað síðar í þessum mánuði. Kokkteildrengimir yrðu þá væntanlega of önnum kafnir við veisluhöld og baráttu um bestu sæt- in á þeim vettvangi til þess að geta með nokkm móti sinnt leiðinlegum fundarhöldum um ríkisfjármálin. Stjómarmyndunin því best söltuð að sinni. Ef til vill er eina rétta leiðin fyrir íslensku þjóðina að setja auglýsingu í dagblöðin þar sem lýst er eftir harð- duglegum verkamönnum sem bretta vilja upp ermamar, stjóma ríkinu og hreinsa til í fjánnálunimi. Ekki sakaði að þeir hefðu nokkurt vit á fjármálum og reynslu í því efni - en þó ekki skilyrði eins og dæmin sanna. Sömu aðferð mætti eflaust nota á heilbrigðismál og mennta- kerfið með ekki síðri árangri en verið hefur síðustu árin. Hefðardúll- umar gætu svo eftir sem áður sinnt þindarlausum kokkteilboðum og fjölmiðlavafstri, enda á heimavelli á þeim vígstöðvunum. Það eitt er víst að eitthvað þarf að gera, því virka stjómendur vantar á þjóðarskútuna. Menn sem starfa með öðrum formerkjum en núver- andi stjómmálaforingjar því við getum átt von á stöðugu flandri er- lendra kónga og annarra glitmenna í framtíðinni." TIL SÖLU OG SÝNIS Á HÓTEL ESJU TÆKI FYRIR STÓR ELDHÚS UPPL. VEITIR VÖLUNDUR I SlMA 82200 Á MIÐVIKUDAG Starfskraft í bókhald Stórt útgáfufyrirtæki óskar að ráða starfskraft í bók- hald. Æskilegt er að umsækjandi sé töluglöggur, hafi reynslu af bókhaldsstörfum og tölvuvinnslu eða sé með verslunarpróf. Um er að ræða framtíðarstarf allan daginn. Tilboð sendist auglýsingadeild DV fyrir nk. sunnudag, merkt „Töluglöggur". Hefurðu áhuga á námi í prentiðn? Ef svo er þá erum við að leita að nemum. Við erum ein af best búnu prentsmiðjum landsins. Hafirðu áhuga þá hafðu samband við okkur milli kl. 12 og 14 næstu daga í Þverholti 11 (ekki í síma). Sjúkrahús á Akureyri Innanhússfrágangur Tilboð óskast í innanhússfrágang í rannsóknardeild í nýbyggingu Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða nálægt 355 m2 svæði. Verktaki tekur við húsrýminu múrhúðuðu með hitalögn að hluta og skal skila því fullgerðu. Innifalið er allt, sem til verksins þarf, þ.m.t. t.d. innréttingar, loftræsi- og raflagnir. Verkinu sé að fullu lokið 1. apríl 1988. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Rvk. og á skrifstofu umsjónarmanns framkvæmdadeildar I.R., Bakkahlíð 18, Akureyri, gegn 5.000,- kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð hjá Innkaupastofnun ríkisins þriðjudaginn 14. júlí 1987 kl. 11.00. INNKAUMSTDFNUN RÍKISINS BOWGAffTÚNI 7 SÍMI 268A4 POSTMÓIF 1441 TELEX 2006 ; BLAÐAUKI ALLA LAUGAKDAGA BÍLAMARKAÐUR DV er nú. á fulhi ferð Skilafrestur í bílagetraun er til fimmtudags.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.