Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987. Fréttir Keflavíkuiflugvöllur: Slökkviliðið á skyttiríi Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli hefur fleiri starfa en að glíma við eld og eldhættu. Á þriðjudag voru sex slökkviliðsmenn vopnaðir hagla- byssum að skjóta svartbak við nýju flugstöðina. Með þeim var einn mað- ur frá Náttúrufræðistofhun. Jóhann Egilsson slökkviliðsmaður sagði í samtali við DV að svart- bakurinn hefði aldrei verið ágengari við flugvöllinn en nú. Hann sagði að í vor hefði verið reynt að eitra fyrir fuglinn en það hefði ekki tekist eins og vonast var til. Jóhann sagði að þessi plága væri að ágerast. Jó- hann sagði að áður en farið var að nota haglabyssur hefði hvellbyssa verið reynd en hún hefði laðað að sér fuglinn í stað þess að fæla hann frá. Á þriðjudaginn tókst þeim félögum að farga alls 280 svartbökum. Jó- hann taldi víst að framhald yrði á þessum aðgerðum þar sem þetta virt- ist vera eina leiðin sem skilaði árangri. -sme Fáskrúðsfjörður: Mikil þátttaka í ökuleikni - 25 keppendur í hjólreiðakeppni Létt undir með eyðni- smituðum „Þetta er einstaklingsbundið og verður metið í hverju tilfelli fyrir sig. Þetta er gert samkvæmt heim- ild í farsóttarlögum. Ég held að það hafi ekki reynt á þetta fyrr,“ sagði Heimir Bjamason en hann gegnir störfúm borgarlæknis í fjarveru Skúla Johnsen. Teknar hafa verið upp greiðslur til fólks sem smitað er af eyðni. Heimir segir að ekki sé hægt að segja um hversu háar greiðslur til þessa fólks eru. Þetta sé hugsað til að létta undir með þeim sem geta ekki unnið og/eða ef hagir fólksins séu þannig að það geti ekki framfleytt sér án hjálpar. „Eins og ég sagði verður þetta metið í hverju tilfelli fyrir sig sem vonandi verða sem fæst,“ sagði Heimir Bjamason. -sme Keðjubréf: Hefur fengfð þrjú bréf á stuttum tíma ]ón G. Haukaaon. DV, Akureyn Nokkuð er um keðjubréf á Akur- eyri um þessar mundir. Reyndar hafa keðjubréf verið gangandi í allan vetur. Kona ein sem hafði samband við DV í gær hefur feng- ið þrjú bréf nýlega. Um er að rreða svokölluð hamingjubréf og boða þau happ og hamingju. Ekki er um peninga að ræða. I bréfúnum er sagt að ef keðjan verði slitin þá geti óhamingja riðið yfir. Ökuleikni fór vel af stað hér á Fá- skrúðsfiröi og var mikil þátttaka, bæði í karla- og kvennariðli og hjólreiða- keppninni. 13 keppendur kepptu í eldri riðli í hjólreiðakeppninni og lenti Rafn Heiðar Ingólfsson, 12 ára, í fyrsta sæti með 65 refsistig, i öðm sæti lenti Birg- ir Ómar Ingason, 15 ára, með 73 refsistig og í þriðja sæti lenti Guðjón Gunnarsson, 12 ára, með 74 refsistig. í yngri riðli lenti Ágúst Þór Margeirs- son, 11 ára, í fyrsta sæti með 52 refsi- stig og er það besti árangur sem náðst hefur í sumar og hjólaði hann alveg villulaust í gegnum brautina. 1 öðm sæti lenti Þórður Hansson, 11 ára, með 73 refsistig og í þriðja sæti lenti Ingim- ar Óskarsson, 10 ára, með 78 refsistig. í ökuleikninni var það Gunnar Skarphéðinsson sem varð í fyrsta sæti með samtals 139 refsistig, í öðm sæti lenti Garðar Skarphéðinsson með 195 refsistig og í þriðja sæti lenti Jón Kárason með 236 refsistig. í kvenna- Regina Thoiarensen, DV, Gjögri; Það er byggt fleira en kirkjur í Ámes- hreppi á Ströndum. Á Krossnesi á að byggja í sumar íbúðarhús handa eldri hjónum en sonur þeirra er tekinn við búskapnum ásamt ungri konu sinni. riðli, sem var frekar íjölmennur, lenti Sigríður Pálsdóttir í fyrsta sæti með samtals 346 refsistig, í öðm sæti lenti Helga Hrönn Melsted með 361 refsi- stig og í þriðja sæti lenti Sigrún Ragnarsdóttir með 396 refsistig. Verð- Gerðar Jónsson, fiskverkandi úr Reykjavík, er að byggja á Gjögri hús sem er 14 metrar á léngd og 7 á breidd. Verður það fiskmóttaka og íbúðarhús yfir sumarmánuðina en allt er byggt undir sama þaki. Þá er verið að stækka íbúð skólastjórans í barna- launin í hjólreiðakeppninni gaf reið- hjólaverslunin Fálkinn og í ökuleikn- inni gáíú verðlaunin Bíla- og búvélaverkstæðið Ljósaland og Álím- ingar á Fáskrúðsfirði. EG skólanum á Finnbogastöðum og er sú bygging orðin fokheld og á að verða tilbúin í haust. Einnig er verið að steypa viðlegukant á tveggja ára gamla bryggju í Norðurfirði. Ágúst Þór Margeirsson fór villulaust í gegnum brautina og er nú með besta árangur yfir landið í yngri riðli. Gjögur: Mikið um byggingar Hækkar hrá- efhið í grjóna- grautinn? Kvennalistinn hefúr sent frá sér áskorun til ríkisstjómar Islands þar sem áformum um söluskatt á matvæli er mótmælt. „Kvennalistinn skorar á hina nýju ríkisstjóm að láta af áfomum um 10% söluskatt á matvæli. Þeg- ar hefur framkvæmd þessarar skattheimtu veriö frestað til næstu mánaðamóta og vill Kvennalistirm benda nýjum valdhöfúm á að nota þann tíma til að íhuga vandlega kosti og galla skattlagningar á matvæli," segir í áskoruninni. Þá bendir Kvennalistinn á að hin nýja skattlagning samræmist illa markmiðum ríkisstjómarinnar um verðbólgu og að tekjuöflun rík- isins verði gerð réttlátari og einfaldari. -ES Stöð 2 beint til Ólafsfjarðar Jón G. Haukssan, DV, Akureyit Stöð 2 mun líklegast nást beint til Ólafsíjarðar í næsta mánuði. Sjónvarpskóngurinn Skúli Páisson á Ólaísfirði hyggst nefrdlega setja upp sendi efet á Múlakollu, fjallinu sem Ólafsfjarðarmúli er í. Þannig mun Skúh ná sendingunni beint frá Akureyri. Vindrafstöð mun framleiða rafmagn fyrir sendinn uppi á íjallinu. Vikugamalt efiii Stöðvar 2 er nú sýnt á Ólafefirði. Slátturgengurvel Regfea WiararKBffli, DV, G^ogri: Sláttur er byijaður í Ámeshreppi og gengur vel, því hér hefúr verið frábært tíðarfar, en þurrkar og hiti hafa tafið fyrir grassprettu og þá sérstaklega þar sem tún eru rækt- uð á sandi. Bændur slá og aka heyjunum i flatgryfjumar svo að gömlum Ámeshreppsbúum, sem hér em á ferð, ofbýður hvað hey- skapurinn gengur fljótt. Þegar það var í sveit fyrir um 30 árum var slegið með orfi og ljá og heyskapur stóð þá lengi yfir. í dag mælir Dagfari AUir þekkja Parkinsons-lögmálið. Hins vegar hafa færri séð eða heyrt í Parkinson sjálfúm og því var það skemmtileg uppákoma þegar Versl- unarráð íslands og Almenna bókafé- lagið buðu þessum aldna heiðurs- manni hingað til lands nú í vikunni. Parkinson er þekktur maður af naíhi sínu en ekki í eigin persónu og enda þótt bæði AB og Verslunarráðið séu mikilvægar samkundur þá var það vel til fimdið hjá Sjónvarpinu að bjóða Parkinson í beina útsendingu, svo fleiri gætu skemmt sér við að hlusta á hann. Þetta var gert í fyrra- kvöld undir stjóm Ólafs Sigurðsson- ar en auk þess var kynnt í dagskránni að þau Davíð Scheving Thorsteinsson og Guðrún Helga- dóttir ræddu við gestinn. Þátturinn fór fram á ensku, enda ekki hægt að gera ráð fyrir að Park- inson gæti tjáð sig á íslenskri tungu þótt hann sé víðförull maður og hafi mikið álit á íslendingum. Þetta gerði ekki svo mikið til vegna þess að þorri þjóðarinnar er reiprennandi í enskunni og þar að auki gátu sjón- varpsáhorfendur séð íslenskan texta neðanmáls á skjánum. I upphafi þáttarins mátti ráða að íslensku þátttakendumir skildu það hlutverk sitt rétt að þeir væm boðn- I enskri útsendingu ir í sjónvarpssal til að ræða við Parkinson og spyija hann spjörun- um úr. Davíð og Guðrún gátu heldur ekki búist við að ríkissjónvarpið eíhdi til umræðuþáttar á síðkvöldum til að leyfa áhorfendum að kynnast viðhorfhm þeirra. Það var Parkin- son sem var interessant, enda óvæntur og sjaldséður gestur hér á landi. En ekki hafði þessi þáttur staðið lengi yfir þegar ljóst var að Parkin- son gegndi aukahlutverki í þættin- um. Davíð og þó einkum Guðrún alþingiskona tóku forystuna í því að lýsa sínum skoðunum og karpa um það sín í milli hvort það borgaði sig að vera ríkur. Og eins hvað mað- ur ætti að gera við peningana ef maður væri ríkur. Bæði Parkinson og Ólafúr stjómandi drógu sig fljót- lega í hlé og það verður að segja þeim til hróss að báðir sýndu þá kurteisi að grípa ekki fram í fyrir skötuhjúunum nema til að slíta þættinum og segja nokkur orð að lokum. Allt var þetta sök sér en nýstárlegt að því leyti að þama sátu tveir ís- lendingar og þráttuðu fram og til baka á ensku. Er það áreiðanlega í fyrsta skipti sem sjónvarpið tekur upp á þeirri nýbreytni að láta íslend- inga leiða saman hesta sína á erlendu tungumáli. Áður en yfir lauk mátti Parkinson þakka fyrir að fá að skjóta inn orði og orði og maður fór að velta því fyrir sér til hvers hann hefði verið fenginn í sjón- varpið til að hlusta á þessa kapp- ræðu. Þótt ekki verði það dregið í efa að Parkinson hafi margt og mik- ið lært af því að heyra skoðanir þingmanns Alþýðubandalagsins annars vegar og framleiðanda gos- drykkja hins vegar á þvi til hvers peningar em notaðir þá hefur maður á tilfinningunni að hann hafi ýmis- legt heyrt um það áður. En kannski er þetta nýbreytni sem verður fastur liður í framtíðinni, aö bjóða mektarmönnum til Islands til að fá þá í sjónvarpssal til að hlusta á íslendinga rífast innbyrðis. Hvers vegna þá ekki að láta stjómmála- mennina okkar hætta þessari vit- leysu, að karpa fram og til baka á íslensku, þegar í ljós kemur að hér er til fólk sem er miklu færara til að tjá sig á ensku? Þar að auki er engin hætta á öðm en að bjóða megi frægum, erlendum mönnum til að vera viðstaddir slíka umræðu til að lyfta stjómmálaumræðunni upp á æðra plan. Parkinson er áreiðan- lega ekki einn um það að vilja mæta í sjónvarpssal til að hlýða á gáfuleg- ar athugasemdir innfæddra um sjálfan sig. Eins kemur það til álita að sleppa því að hafa útlending viðstaddan, enda miklu ódýrara ef hægt er að komast hjá því. Ef sjónvarpið er á annað borð þeirrar skoðunar að Parkinson þurfi upp á líf og dauða að vita hvað þau Davíð Scheving og Guðrún Helgadóttir hafa að segja hvort við annað þá má alltaf senda honum spólu. Islendingar em gáfað fólk, vel máli famir og segja margt af viti sem útlendingar gætu lært af. Parkinson er ekki einn um að þurfa á því að halda. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.