Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Síða 5
FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987.
5
Fréttir
Landsprtalinn:
Hjartaþræðingar liggja
niðri vegna tækjabilunar
Hjartaþræðingartæki Landspítal-
ans hefur verið bilað að undanfornu
en vonir standa til að það komist í lag
í þessari viku.p Hjartaþræðingar liggja
niðri á meðan, samkvæmt upplýsing-
um sem DV fékk hjá Grétari Ólafssyni,
yfirlækni á Landspítalanum.
Sagði Grétar skaðlaust að hjarta-
þræðingar lægju niðri í nokkra daga
enda eru hjartaaðgerðir ekki fram-
kvæmdar nú á Landspítalanum, vegna
sumarleyfa starfsfólks, þar sem ekki
er nægur mannafli til að halda úti
þessum aðgerðum í fjórar vikur yfir
sumartímann. Hjartaaðgerðir hefjast
aftur 11. ágúst næstkomandi.
Grétar sagði að sjúklingar væru á
biðlistum vegna hjartaaðgerða og
undanfarið hefðu tilfelli, sem ekki
hefðu þolað bið, verið send utan til
að gangast undir aðgerðir þar.
Grétar sagði hjartaaðgerðimar hafa
gengið vel þann tíma, sem þær hafa
verið gerðar hér á landi. en um 70
sjúklingar hafa gengist undir slíkai
aðgerðir hér. Árangur sagði Grétar
ekki vera verri hér en erlendis enda
þótt íslensku læknarnir fengju oft erf-
iðari tilfelli til meðferðar. sjúklinga
sem af einhverjum ástæðum vildu ekki
fara til útlanda eða ekki væru talið
fært að senda þmigað.
-ój
Hressir krakkar i Olafsvik, talið frá hægri: Jóhanna Ósk Jónsdóttir, Viöar
ingi Pétursson, Lúðvik Rúnarsson og Þráinn Egilsson. DV-mynd JAK
Olafsvík:
Fótbolti og
dúfharækt
„Það er frábært að eiga heima í Ólaf-
svík. Hér er sko margt skemmtilegt
hægt að gera,“ sögðu fjórir hressir
krakkar þegar tíðindamenn DV hittu
þau að máli síðdegis á fógrum degi
fyrir skömmu. Þetta voru þau Þráinn
Egilsson, Lúðvík Rúnarsson, Viðar
Ingi Pétursson og Jóhanna Ósk Jóns-
dóttir.
Strákarnir sögðust allir vera að
vinna í fiskinum. Tveir, sem orðnir eru
14 ára, fá vinnu allan daginn, einn vai-
13 ára og fær því bara vinnu hálfan
daginn en Jóhanna, sem er 12 ára, fær
ekki vinnu fyrr en næsta sumar.
Og hvað gera svo krakkar í Ólafsvík
í tómstundum?
„Yfir veturinn stundum við mikið
skíði og leikum okkur við eitt og ann-
að. En yfir sumarið er margt hægt að
gera. Við syndum í sjónum á góðviðr-
isdögum, erum i fótbolta á kvöldin og
svo stundum við dúfnarækt.“
- Fótbolta, segið þið, - þetta gengur
hálfilla hjá ykkur Ólsurum, Víkingur,
Ólafsvík, er fallinn í 3. deild.
„Já, það er rétt, en það verður nú
sko ekki lengi. Taktu eftir því. Það
er stutt þar til við komum inn í þetta
og þá breytist allt. Við verðum komn-
ir í 1. deild eftir nokkur ár:"
Ekki hvarflaði að fréttamanni að
efast um þessi orð. Krakkamir sögð-
ust hlakka til næsta vetrar vegna þess
að þá yrði nýja félagsheimilið komið
í notkun og þar ætti að reka félagsmið-
stöð fyrir börn og unghnga.
„Það verðui' nú flott rnaður." köll-
uðu krakkamir á eftir okkur þegar
við kvöddum. -S.dór
Fiskmarkaður
á Akureyri
Jón G. Haukssan, DV, Akureyrú
„Við stefnum að því að vera með
fyrsta uppboðið á fiskmarkaðnum 1.
september," sagði Sigurður P. Sig-
mundsson, fi'amkvæmdastjóri fisk-
markaðar Norðurlands, við DV i gær.
Sigurður tók til starfa föstudaginn 10.
júlí en hann hefur unnið í sjávarút-
vegsráðuneytinu. Líklegast er hann
þó þekktastur sem langhlaupari í
frjálsum íþróttimi.
Fiskmarkaðurinn á Akureyri verður
til að byrja með fyrst og ffemst fjar-
skiptamarkaður. „Það er verið að
vinna í því núna að smíða fyrir okkur
fullkomið tölvukerfi," sagði Sigurður.
I húsi fiskmarkaðarins verður tölvu-
Þegar starfsfólk hjá sportfatagerð
Henson hf. mætti til vinnu í gær kom
i ljós að innbrot hafði verið framið.
Benedikt Guðmundsson hjá Henson
Brotist inn hjá Henson
sagði við DV að ekki væri fullkannað
hverju hefði verið stolið. Þó væri víst
að tveimur tölvulyklaborðum hefði
verið stolið, svo og myndavél. Bened-
ikt sagði að ekki hefðu verið unnar
skemmdir við innbrotið. Málið er í
rannsókn.
miðstöð. Þangað berast frá seljendum
upplýsingar sem jafnharðan eru tölvu-
skráðai'. Kaupendur, hvort sem þeir
eru á Ólafsfirði, Dalvík eða annarstað-
ar, tengjast kerfinu. Það þýðir að þeir
þurfa aðeins að ýta á einn takka til
að sjá hvaða magn er í boði, hvaða
tegundir, hversu gamall fiskurinn er.
hvar viðkomandi skip nmn landa o.s.
frv.
Um áramótin er stefnt að því að
byrja með uppboðsmarkað eins og
hann tíðkast í Reykjavík og Hafnar-
firði. Á þeim markaði mæta menn á
staðinn og bjóða í fiskinn. En fisk-
markaður Norðurlands verður þó fyrst
og fremst íjarskiptamarkaður.
THAILAND
A KANARIEYJA -
VERÐI
BANKOK 09 baðstrandabærinn PATTAYA
ÓTRÚLEGT EN SATT -
Nú getum við boðið •likaur
ævmtyraierou: a ivanan-
eyjaverði.
Takmarkað s»ta£ramboð.
Brottför 18. «ept 19 dagar - Kyxmingarverð kr. 59.400
Jólaferð 18. des.,21. dagur.
FLUGFERÐIR
IFLUC
Vasturgötu 17 aímar 10661,15331, 22100
/ JL-BYGGINGAVÖRUR TEPPADEILD
UTSALA-NEI!
LÁGTYERB-
Við höldum ekki útsölu. En með hagstæðum innkaupum
reynum við að hafa vöruverð alltaf sem lægst.
Madras 100% zinthetic.kr.405 perm2
Meriden 50% polyprop, 50% polyamid .. kr. 640 per m2
Sandra 50% polyprop, 50% polyamid.kr. 665 per m2
Turbo 50% polyprop, 50% polyamid..kr. 665 per m2
Cadis 100% poíyamid...kr.760 per m2
Tweed 50% polyprop, 50% polyamid..kr. 785 per m2
Rosanne 100% polyamid.kr. 875 per m2
Shadows 100% polyamid. kr. 1.185
RENNDU VIÐ EÐA HAFÐU SAMBAND
per m2
FTl BYGGIMCAWÖBÐBl
Greiöslukjör gerast varla betri Aðeins að Stórhöfða, sími 671-100 ]
>:■!