Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Side 7
FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987. 7 Viðskipti Hærra fiskverð hækkar hásetahlut Mikið hefur verið rætt og ritað um hækkun á fiskverði nú að undanfömu og ekki af ástæðulausu, enda hafa orðið róttækar breytingar á fiskverðs- mynduninni með því að gefa verðið frjálst. Flestir eru sammála um það að fiskverðið hafi hækkað nokkuð að undanfömu en hins vegar treystir eng- inn ábyrgur' aðili sér til að segja nákvæmlega til um það hver sú hækk- un er, enda byggist dæmið á margsl- ungnum og síbreytilegum forsendum. Því síður treysta menn sér til þess að spá einhverju um þróun fiskverðs- ins á næstu mánuðum. Þjóðhagsstofnun hefur t.d. ekkert sagt um það hve mikið fiskverðið hafi hækkað frá því að það var gefið frjálst en ef fiskverð hefúr hækkað um 15% að meðaltali gerir Þjóðhagsstofnun hins vegar ráð fyrir því að meðalárs- laun háseta á fiskiskipum hækki um hundrað þúsund krónur. Þetta merkir að meðalárslaun háseta hækki úr 1,2 milljónum í 1,3 milljónir eða um 8,3%. Við bárum þennan talnaleik undir Hólmgeir Jónsson, hagfræðing Sjó- mannasambandsins „Það er afskaplega erfitt að halda fram einhveijum ákveðnum tölum í þessum efnum,“ sagði Hólmgeir. Hér er nefnilega um að ræða afskaplega margþættar forsendur. Það er t.d. ekk- ert hægt að segja með vissu um hver þróunin verður í verðlagsmálunum. Það er einnig svolítið flókið að meta meðalhækkunina að undanfömu, enda er um að ræða nokkuð misjafnt verð á ýmsum stöðum á landinu. Að vísu hafa verið gerðir fastir verð- samningar milli seljenda og kaupenda í mörgum tilfellum en það eru skamm- tímasamningar sem gilda fram að næstu mánaðamótum. Við skulum svo líka hafa það í huga,“ sagði Hólmgeir, „að nú em margir bátar á rækju en verðið á bol- fiski kemur náttúrlega ekkert inn í það dæmi.“ Hólmgeir gat þess einnig að fiskverð hefði að vísu hækkað um 6-8% um áramótin en sú hækkun hefði komið sjómönnum að litlu gagni, enda hefði stærðarkúrfunni í fiskmatinu þá verið breytt sjómönnum í óhag. „Sjómenn fengu því litla eða enga kauphækk- un,“ sagði Hólmgeir. „Hráefniskostnaður sem hlutfall af tekjum er nú mjög svipaður því sem hann var 1983 þannig að það stenst ekki að góðærið hafi allt lent hjá sjó- mönnum. Ef við hins vegar tökum laun og tengd gjöld í fiskvinnslunni kemur í ljós að þau hafa hækkað úr 22 í 25% frá árinu 1984. Það má svo ekki gleyma því að tekj- ur sjómanna ráðast af aflamagni og fiskverði en nú er einmitt útlit fyrir að á næsta ári verði verulegur sam- dráttur í þorskveiðum." -KGK Hér eru kumpánarnir kampakatir, f.v. Björn Kr. Leifsson, Magnús Scheving og Ulf Bengtson, eigandi World Class i Stokkhólmi. DV-mynd JAK íslenskur þolfimi- kennari fluttur út „Þetta er i fyrsta skipti sem við flytj’vm út íslenskan aerobick- kennara, venjulega þurfum við að fá útlendinga hingað," sagði Bjöm Kr. Leifsson, eigandi World Class stúdíó á íslandi. Þaðan er að fara einn þeirra besti kennari, Magnús Scheving, til Svíþjóðar. „Við fórum þangað saman fyrir nokkm og Svíamir urðu svo hrifnir af Magn- úsi að þeir pöntuðu hann til kennslu í stærstu World Class aerobick stöðinni í Stokkhólmi í einn og hálfan mánuð." -BTH Guörún Sigurðardóttir handfjatlar myndarlega vatnsmelónu. DV-myndir GVA „Komdu og skoðaðu í kistuna mína...“ - útimarkaður á Egilsstöðum Það er ekki bara í Reykjavík og á Akureyri sem íbúamir geta státað af líflegum útimarkaði. Á Egilsstöðum, höfuðstað Austurlands, hefur verið starfi"æktur útimarkaður í sumar og fyrrasumar. Þar er m.a. fjölskrúðugur ávaxta- og grænmetismarkaður en inni í tjaldi. sem reist hefur verið yfir markaðinn, má auk þess finna vörutegundir af hinum margbrevtilegasta toga: reykt- an silung, íslendingasögur, austur- lenska skartgripi, andaegg, lopapevs- ur, döðlur, prjónavettlinga. negrakossa og flatbrauð. Allt þetta og margt fleira fæst á útimarkaðnum á Egilssöðum. Hún heitir Guðrún Sigurðardóttir konan sem á þennan hátt hefur brotið blað í verslunarháttum þeirra Egils- staðabúa. DV-menn áttu leið um Egilsstaði á dögunum og tóku þá þessa athafnakonu tali. „Þetta gengur alveg ágætlega." sagði Guðrún. ..Það hefur að vísu tek- ið sinn tíma fyrir fólk hér um slóðir að átta sig á þessu en nú er markaður- inn orðinn ansi vinsæll og fólk kann augljóslega að meta þessa nýbreytni. Það má segja að útimarkaðurinn sé starfræktur fyrir þá sem vilja koma vörum sínum á framfæri. En það sem óneitanlega gerir markaðinn hérna svolítið skemmtilegan eru tengsl okk- ar við húsfreyjumar á bæjunum hér í nálægum sveitum. Þær hafa komið hingað með heimaunnar vörur. heima- bakað brauð og jafrivel með íslenskan sveitamat að gefnu tilefni. Svo höfum \dð verið með ýmiss kon- ar uppákomur hér til að lífga upp á stemmninguna." sagði Guðrún. Rekstur útimarkaðarins hefur hafist f júní og mun standa fram í septemb- er. Hann er opinn til klukkan tíu á sunnudags- og miðvikudagskvöldum en á miðvikudögum flykkiast þeir ferðamenn til Egilsstaða sem ætla sér daginn eftir að sigla með Norrænu frá Sevðisfirði. KGK Feröamaöur viröir fyrir sér islenskar lopapeysur en eins og sjá má eru þær til í miklu úrvali á útimarkaðnum. Viötalið Þýðir væntanlega mikla viðbót í reynslubankann - segir Jónína Michaelsdóttir, nýráðinn aðstoðarmaður forsætisráðherra „Það þýðir lítið að spyrja mig um áhugamál, ég er ekki mikill „hobbý- isti“ og nota tíma minn í að vera með fjölskyldunni, sinna vinnunni, skrifa, lesa og fylgjast með því sem er að gerast i þjóðfélaginu,“ sagði Jónína Michaelsdóttir, sem hefúr verið ráðin aðstoðarmaður Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra, í sam- tali við DV. „Þetta starf þýðir væntanlega mjög mikla viðbót í minn reynslu- banka, auk þess sem ég hlakka mikið til að vinna aftur með Þorsteini Pálssyni,“ sagði Jónína. „Við unnum saman þegar hann var ritstjóri á Vísi og það má segja að hann hafi gert mig að blaða- manni,“ sagði Jónína sem starfaði i blaðamennsku árin 1977 til 1980. Eftir blaðamennsku um þriggja ára skeið starfaði Jónina sem fram- kvæmdastjóri hjá Viðskiptum og verslun, samtökum þeirra aðila sem eiga Hús verslunarinnar, en siðan lá leiðin til Iðnaðarbankans. Frá árinu 1986 hefur hún starfað sjálf- stætt við markaðs- og kynningarmál ■ Jónína Michaelsdóttir. en auk þess skrifaði hún söluhæstu bókina á síðustu jólabókavertið. ævisögu Þiu-íðar Pálsdóttur. ..Eg er nú með hálfúnna viðtalsbók sem ég veit ekki hvort mér tekst að ljúka við áðiu- en ég byvja í forsætisráðu- neytinu." sagði Jónina en hún hefur störf þar þann 1. ágúst næstkomandi. Jónina hefur haft afskipti af stjóm- máliun og tekið \drkan þátt í flokks- stai'fi í Sjálfstæðisflokknum um árabil. „Ég gaf ekki kost á mér til áframhaldandi setu í miðstjórn á landsfundi 1985 og hef þannig ekki tekið þátt í flokksstarfinu undanfar- in tvö ár. ekki vegna áhugaskorts heldur einfaldlega vegna þess að ég hef verið að gera annað. Ég hafði líka setið í miðstjórn í 4 ár og þótti eðlilegt að rýma fyiir nýju fólki," sagði Jónína. „Ég held að starf aðstoðarmanns forsætisráðherra sé fjölbreytt og áhugavert en helst vildi ég nú hefja störf áður en ég fer að tjá mig um það,“ sagði Jónína Michaelsdóttir að lokum. -ój

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.