Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987. Utlönd Stjórnmálastarfsemi bönnuð í Lesotho Herforingjastjórnin í konungdæminu Lesotho reynir nú að koma á heimatil- búnu lýðræði eða höfðingjaveldi án þátttöku stjórnmálaflokkanna. Frá því í janúar í fyrra hefur her- inn verið við völd í Lesotho og enn er ekki að sjá að nein breyting sé i aðsigi. Herinn lofaði að víkja um leið og friður væri kominn á í landinu. Farið er að bera á auknum áhuga fyrir því að þingstjóm verði mynduð en herráðið heíúr, undir forystu Justin Lekhanya, bannað öllum stjómmálaflokkum starfsemi. Sagt er að Lekhanya, sem gegnir embætti vamarmála- og öryggis- málaráðherra, hafi haldið fundi með leiðtogum stjómmálaflokkanna sjö og gefið í skyn að hann hygðist halda ráðstefnu með þátttöku allra flokka. I mars fór herforingjastjórnin fram á að fram yrðu bomar tillögur um myndun þjóðarráðs og yrði það skref í áttina að þingbundinni stjórn. Höfnuðu þjóðarráði Fimm flokkar höfnuðu tillögunni um þjóðarráð og bandalag demó- krata stakk upp á að mynduð yrði stjórn með þátttöku hersins þar til almennar kosningar yrðu haldnar. Ekkert svar hefur enn borist frá herforingjastjóminni. Lesotho hlaut sjálfstæði 1966 eftir að hafa verið bresk nýlenda í rúm- lega öld. Undir forystu höfðingjans Leabua Jonathans hlaut Þjóðar- flokkurinn meirihluta í almennum kosningum sem haldnar vom 1965 og varð Jonathan fyrsti forsætisráð- herra Lesothos. Æðsti höfðinginn var útnefhdur konungur og tók hann sér nafnið Moshoeshoe II. Efna átti til kosninga 1985 en ekk- ert varð úr þeim þar sem stjómar- andstöðuflokkamir fimm buðu engan fram. Fullyrtu þeir að Þjóðar- flokkurinn hefði haft í frammi svik í sambandi við undirbúning kosn- inganna. Steypt af stóli í byrjun janúar 1986 sneri stjómin í Lesotho sér til Bandaríkjanna og Bretlands til þess að leita aðstoðaj'. Var landið á barmi gjaldþrots vegna efnahagsþvingana af hálfu stjómar- innar í Suður-Afri'ku. Nokkrum dögum seinna steypti herinn stjórn Jonathans af stóli til þess að binda enda á morð framin af stuðnings- • mönnum forsætisráðherrans að því nú fer með framkvæmda- og löggjaf- arvald. Efnahagsþvingununum, sem S- Afríka beitti Lesotho, hefur nú verið aflétt þar sem herráðið í Lesotho hefur lofað að koma í veg fyrir alla er sagt var. Herráð tók við völdum en formlega er það konungurinn sem starfsemi Afriska þjóðarráðsins í landinu. Stungið í steininn í júní síðastliðnum varð Mofeli, formaður Sameinaða demókrata- flokksins, fyrsti stjómmálaleiðtog- inn til þess að bjóða banni við stjómmálastarfsemi birginn. Fór hann þess á leit við konunginn og herráðið að eðlileg stjómmálastarf- semi yrði leyfð og að þingræði yrði komið á fót samkvæmt stjómar- skránni frá 1966 en hún var lýst ógild árið 1970. Vegna þessara krafria var hann lokaður inni í sjö daga. í beiðni sinni skrifaði Mofeli að þar sem friður hefði ríkt í Lesotho síðastliðna fimmtán mánuði væri ástæða fyrir herinn að efna loforð sitt um að láta af völdum. Heimatilbúið lýðræði Herráðið hefur aftur á móti komið á fót heimatilbúnu lýðræði um landið eftir að kosningar hafa verið haldnar til þess að velja bæjamefnd- ir. Fyrirhugað er að kjósa héraðs- nefndir og að lokum á svo að velja þjóðarráð. Stjórnmálaflokkunum er meinuð þátttaka í þessum kosningum en að sögn vestræns stjómarerindreka læða þeir inn frambjóðendum sínum í gervi hlutlausra þátttakenda. Rómversk-kaþólskur prestur, sem búið hefur í Lesotho í 36 ár, er með- al þeirra sem lýsir yfir andúð sinni á þessu fyrirkomulagi sem enn er ekki að fullu skipulagt. Segir prest- urinn það vera fásinnu að hörfa aftur til höfðingjavaldsins. Margir þeirra séu fylliraftar og fólk treysti þeim ekki lengur. Ofurmennin breytast í takt við tímann og nýja lesendahópa Ofurmenni, Superman, sem eitt sinn var fullur sjálfstrausts og ákveðinn, er nú viðkvæmur, fullur efasemda og hvergi nærri jafhsterk- ur og hann var. Hann fer enn hraðar en byssukúla, en þreytist, finnur til, hefur áhyggjur og talar um tilfinningar sínar. Leðurblökumaðurinn, Batman, sem eitt sinn var ímynd afturhalds- samrar baráttu gegn afbrotum, er nú bitur og illgjam. Hann skýtur fyrst, spyr spuminga á eftir. Ofurstúlka, Supergirl, er dáin. Ofurkona, Wonderwoman, Græni kyndillinn og aðrar hetjur teikni- myndasagna hafa einnig tekið breytingum, fengið andlitslyftingu. Leðurblökumaðurinn Leðurblökumaðurinn er sá sem mestum breytingum hefur tekið. Hann leit fyrst dagsins ljós árið 1933, þá sem ímynd borgaralegra dyggða, og hélt uppi merki baráttu gegn glæpum ásamt félaga sínum, Robin. í dag er Robin ekki lengur strákl- ingur heldur stelpa. Leðurblöku- maðurinn er sjálíúr gjörbreyttur því nú er hann haldinn hefndaræði, er bitur og rekinn áfram af dauðaósk, svipað því sem Charles Bronson var í kvikmyndunum um baráttuna gegn óaldarmönnum stórborganna. Leð- urblökumaðurinn ber fórnarlömb sín til óbóta, lætur þau lafa fram af húsþökum og lýsir því yfir að hann njóti þess að heyra neyðaróp þeirra. Hann virðist altekinn sektartil- finningu vegna allra þeirra sem erkióvinur hans hefur eyðilagt og myrt. Telur ef til vill að þeir hinir sömu myndu lifa nytsömu lífi í dag, hefði hann tekið á glæpamanmnum af meiri ákveðni. í nýju útgáfunni af Batman afgreiðir hann enda mál- ið með þvi að taka afbrotamanninn Leðurblökumaðurinn er nú bitur, haldinn kvalalosta og sést ekki fyrir í baráttu sinn gegn glæpahyski. Símamynd Reuter af h'fi en hinn gamli Batman hefði aldrei leyft sér slíkt. Ofurmennið Ofurmenni, Superman, hefur einn- ig tekið miklum breytingum. Hér áður fyrr var hann óþreytandi, gat flutt fjöll og flogið hraðar en byssu- kúla án þess að blása úr nös. Nú er hann öllu mannlegri. Hann þreytist, hefur mun minna afl og á oft í stök- ustu erfiðleikum með að yfirvinna illmennin. Afl þeirra er oft nær jafn- mikið og hans. Gamli súperman var fullur sjálfe- trausts, jafnvel hrokafullur. Hinn nýi hefur áhyggjur af því að missa atvinnuna sem Clark Kent blaða- maður vegna þess hve mikill tími fer í að vera Superman. Hann hefur einnig áhyggjur af sambandi sínu við kærustuna enda þurfti hann í nýlegri sögu að sleppa stefnumóti við hana til þess að bjarga þorpi í Brasilíu frá eyðileggingu. Slíkt lætur engin nútímastúlka bjóða sér til lengdar. Framleiðendur og teiknarar ofur- hetjanna segja þessar breytingar aðeins vera í takt við tímann. Gömlu ímyndimar falli illa inn í nútíma- samfélag, hafi verið orðnar eins konar eftirlegukindur sem enginn las nema til þess að brosa að þeim. Mörgum aðdáendum þykir þó nóg um. Þótt ef til vill hefði mátt gera hetjumar mannlegri hafi verið óþarfi að gefa þeim ímynd tauga- veiklaðra og jafnvel sinnisveikra ofstækismanna. Eins og annað lúta þessar hetjur þó markaðslögmálunum og útgef- endur hafa komist að þvi að stærri markaða sé að leita meðal unglinga og fullorðinna heldur en barna, svo þeir hafa tekið fyrir allan bamaskap. Tíminn einn leiðir svo í ljós hvort þessar breytingar reynast vel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.