Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Side 22
22
FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987.
Dægradvöl
Föngulegur hópur Islendinga, Norðmanna, Finna og Dana.
Texti: Brynhildur
Ólafsdóttir
Ljósmyndir: Sveinn
Þormóðsson
N ordi obb
- hvað er nú það?
Uppi á annarri hæð í Hátúni 12 sátu
um 50 krakkar og horfðu á íslensku
Stuðmannamyndina, Með allt á
hreinu. Öðru hverju glumdu hlátur-
rokur í salnum. Það hefði mátt ætla
að allt væru þetta íslenskir krakkar
sem skildu það sem fram fór í mynd-
inni en það var nú öðru nær. Þarna
atvinnumiðlun fyrir ungt fólk á aldr-
inum 18 til 26 ára. Hugmyndin var
upphaflega að auka ungmennaskipti
á milli Norðurlandanna með því að
leyfa ungu fólki að kynnast frænd-
þjóðum sínum af eigin raun. Þetta á
auðvitað líka að styðja og auka nor-
ræna samvinnu.
húsnæði fyrir krakkanna. Hann fer
líka og heimsækir þá sem eru að
vinna úti á landi einu sinni á sumr-
in. Eyjólfur Pétur Hafstein, starfs-
maður Norræna hússins, er
verkefnisstjórinn hér á landi.
Tungumálið ekki vandamál
- Hvar fá þau svo vinnu? Krakk-
arnir fá störf á ótalmörgum stöðum
um allt land og þau fá sömu laun og
aðrir. Sumir vinna í stórmörkuðum,
Hampiðjunni, Rafmagnsveitum rík-
isins og SS, aðrir hjá bönkum, á
skrifstofum, í fiski o.fl. o.fl. Tungu-
málið virðist ekki valda þeim neinum
erfiðleikum og þeir læra fljótt al-
gengustu orðin.“
- Hvað eru þeir lengi? „Það er
mjög misjafnt. Alveg frá 1 mán. upp
í 3 mán. og þá yfir sumartímann. Það
fer oftast eftir því hve langt sumarfrí
þeir eiga frá skólum eða bara hve
lengi þeir vilja vera. Sum eru jafnvel
lengur og mörg koma aftur árið eftir
og fá vinnu hjá fyrri vinnuveitenda
án þess að það fari í gegnum
Nordjobb. Krakkarnir ferðast líka
oft á eigin spýtur um landið eftir að
vinnunni lýkur og þá getur teygst
úr dvölinni.
„Fleiri íslendingar
sem fara út“
- Er jafnt hlutfall á milli íslendinga
sem fara út og hinna sem koma hing-
að? „Nei, enn sem komið er eru það
miklu fleiri fslendingar sem fara til
starfa á Norðurlöndunum eða hátt á
annað hundrað á meðan aðeins um
90 manns koma hingað. Það er fyrst
leitað að störfum og síðan er ráðið í
þau.
- Hvað á maður að gera til þess
að fá starf í gegnum Nordjobb? „Það
birtist auglýsing upp úr áramótum
og kynningarbæklingar eru sendir
Kristin Stefánsdóttir.
til skóla og ráðningarskrifstofa, auk
þess sem Norrænu félögin gefa allar
upplýsingar. Umsækjendur fylla út
blað, sérstaklega til þess gert og
segja örlítið frá sjálfum sér og við
hvað þeir vilja helst vinna. Umsókn-
irnar eru svo sendár til þeirra landa
sem viðkomandi hefur áhuga á.
Umsóknarfrestur er til 1. mars. Hvert
land fyrir sig velur úr umsóknunum
sem inn koma og oftast komast færri
að en vilja.
Á hestbaki í Hveragerði
- Hvernig er svo félagslífið? Ég er
æskulýðsfulltrúi Norræna hússins
og hef yfirumsjón með frístunda-
starfi þeirra krakka sem hér dvelja
á vegum Nordjobb en það er mjög
víðtækt. Við höfum farið í ýmsar
styttri og lengri ferðir um landið, t.d.
að skoða Gullfoss og Geysi, upp í
Þórsmörk, farið var á hestbak í
Hveragerði og um síðustu helgi var
farið til Vestmannaeyja. Nú, svo er
stutt íslenskunámskeið í gangi og
svokölluð landakvöld eru að byrja.
Þá taka krakkar frá hverju landi sig
til, bjóða upp á þjóðarrétti og kynna
sína þjóð og menningu."
íslenskir hrútspungar
Islandskvöldið var einmitt sama
kvöldið og blm. kíkti i heimsókn.
Stórt langborð var hlaðið íslenskum
kræsingum og ýmislegt var á boð-
stólum s.s. slátur, svið, harðfiskur,
hangikjöt og ýmislegt súrmeti eins
og súrsaðir hrútspungar, sem reynd-
ar vöktu litla hrifningu. Ekki má
heldur gleyma íslenska brennivíninu
sem drukkið var sem snaps með
matnum. Kristín sagðist ekki ætla
að útskýra fyrir krökkunum hvað
væri í réttunum fyrr en eftir borð-
hald. Það voru íslensku krakkarnir
sem fóru til Norðurlandanna á veg-
um Nordjobb í fyrra sem sáu um
kvöldið.
Með fullan munninn. „Alveg ágætur matur, alla vega sumt, en þessir súrs-
uðu hrútspungar oj.“ Það er tilraunasvipur á krökkunum.
var saman komið ungt fólk sem tal-
aði 5 mismunandi móðurmál, frá 5
mismunandi löndum og átti það eitt
sameiginlegt að vinna á íslandi.
Ungt fólk kemur hingað á vegum
Nordjobb.
„Atvinnumiðlun ungsfólks“
- En hvað er Nordjobb? Það er
Kristín Stefánsdóttir, æskulýðsfull-
trúi Norræna félagsins, sem verður
fyrir svörum. „Nordjobb er norræn
Það var svokölluð Gyllenhammar-
nefnd, sem hét í höfuðið á forstjóra
Volvo i Svíþjóð, sem kom fyrst með
þessa hugmynd um norræn ung-
mennaskipti og árið 1985 fór þessi
starfsemi af stað. Nú er svo komið
að Nordjobb er sjálfseignarstofnun
sem norrænu félögin ásamt ýmsum
fyrirtækjum eiga aðild að.
í hverju landi er einn verkerfnis-
stjóri sem hefur alla yfirumsjón með
starfseminni, þ.e. útvegar atvinnu og
„Finnar líkastir íslendingum
u
Jóhanna er ein þeirra íslendinga
sem farið hefur á vegum Nordjobb
á vit nýrra landa og ævintýra. Jó-
hanna fór til Svíþjóðar í fyrra og
vann þar á sjúkrahúsi í Gautaborg.
Hún var stödd á íslandskvöldinu
og reyndar ein af þeim sem sáu um
það.
„Bjuggum öll saman“
„Það sem var skemmtilegast úti
í Gautaborg var að við bjuggum
öll saman á stúdentagarði og
kynntumst þar af leiðandi mun
betur og héldum alltaf hópinn. Við
bjuggum í einstaklingsherbergjum
og vorum með sameiginlegt eldhús.
Þetta eru risastórir stúdentagarðar
með þvottahúsum, sjónvarpsher-
bergjum og öllu mögulegu. Hér á
íslandi búa krakkarnir hins vegar
vítt og breitt um bæinn og það hlýt-
ur að vera mun leiðinlegra.
Strákarnir hjá Volvo
- Hvar unnu flestir? Flestir strák-
anna unnu hjá Volvo en forstjóri
Volvo er einn stofnanda Nordjobb.
Annars var unnið í öllu mögulegu,
þvottahúsum, mjólkursamsölu o.s.
frv. Kaupið var mjög gott miðað
við ísland. Verst var að það var
tekið af okkur 25 % í skatta, sem
við að vísu fáum endurgreitt um
næstu jól, en þetta kom sér frekar
illa. Ég held að nú sé búið að semja
um lægri skatta Nordjobburum til
handa.“
„Alveg til í að fara aftur." Jóhanna
Kristjánsdóttir fór í fyrra á vegum
Nordjobb til Gautaborgar þar sem
hún var í 3 mánuði.
Hjólreiðaferðalag
til Danmerkur
- Hvað varstu lengi? „Ég var í 3
mánuði, vann í 2 'A og ferðaðist svo
aðeins um Svíþjóð fór t.d. til Stokk-
hólms. Flestir fara út í júní og eru
þetta einn til tvo mánuði, en sumir
fá tilboð frá vinnuveitandanum um
að vera lengur."
- Hvemig var félagslífið? „Alveg
æðislegt, meiriháttar. Það var opið
hús einu sinni í viku, veislur haldn-
ar og alltáf eitthvað sniðugt að
gerast um helgar. Svo var farið í
fullt af ferðum. T.d. fórum við einu
sinni í hjólreiðaferðalag til Dan-
merkur. Allar ferðimar eru skipu-
lagðar og greiddar niður af
Nordjobb"
„Mjög þroskandi"
- Hvað var það einna helst sem
þú fékkst út úr dvölinni? „Ég kom
ein til Svíþjóðar og hafði aldrei
áður farið svona að heiman. Ég
varð því að læra að treysta á sjálfa
mig, láta enda ná saman o.s.frv.
Þetta var mjög þroskandi. Svo
kynntist ég auðvitað alveg fullt af
krökkum þó aðallega íslenskum og
finnskum Nordjobburum. Þeir
héldu líka mest hópinn og mér
finnast Finnar einna líkastir ís-
lendingum í hegðun, ekki eins
formlegir og lokaðir og mér finnast
hinir vera oft á tíðum. Ég ráðlegg
fólki tvímælalaust að fara í svona
ferð. Það er skemmtilegt að kynn-
ast öðru fólki en íslendingum.”