Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Side 23
FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987. 23 DV Dægradvö] Islendingar eru vinnudýru Maria Edholm, 24 ára, frá Svíþjóð og Satu Kankaala, 20 ára, frá Finnlandi. Maria frá Svíþjóð og Satu frá Finn- landi hafa verið hér á landi í 1 mánuð á vegum Nordjobb. Þær þekktust ekkert áður en þær komu til íslands en nú búa þær saman og eru bestu vinkonur. „Hafði lesið Sölku Völku“ - Af hverju völduð þið ísland? Maria svarar fyrst. „Ég hafði lesið Sölku Völku og mikið af bókum um íslenska menningu og hið sérstaka samband á milli lands og þjóðar, náttúrutengslin. Ég ákvað því að slá til og skella mér hingað." Satu segir: „Ég vildi fyrir það fyrsta bara kom- ast eitthvert út. Ég treysti mér ekki til að fara á flakk á eigin spýtur, redda vinnu o.s.frv. svo ég valdi Nordjobb til að hafa þetta allt saman öruggt og skipulagt. ísland varð svo fyrir valinu vegna þess að þær tvær personur sem hafa haft mest áhrif á mig hafa verið á íslandi og líkað vel. Ég fór á bókasafn og gleypti í mig allt sem hægt var að finna um landið." „Fín föt, flott hús“ Þær stöllur vinna báðar hjá Ár- mannsfelli og hafa helst eignast íslenska vini í gegnum vinnuna. „Mér finnast Islendingar vera frekar lokaðir, þeir eru með nokkurs konar grímu sem svo brotnar þegar þeir fara á fyllirí," segir Maria og bætir við: „íslendingar eru lika vinnusjúk- ir, það er unnið myrkranna á milli til að eignast fín föt, hraðskreiðan bíl og flott hús.“ Maria kveðst, þrátt- fyrir þetta, líka ágætlega á íslandi og ætlar hún að koma aftur í vetur, vinna í fiski og læra íslenskuna. „Vildi deyja í Þórsmörk“ Þeim stöllum finnast ungir Islend- ingar vera mjög feimnir við að tala dönsku. „Þeir vilja bara tala ensku en aftur á móti er eldra fólkið óhræddara við dönskuna." Þær voru sammála um að Island væri mjög fallegt land. „Þórsmörk er frábær, alveg stórbrotin. Þar vildi ég deyja,“ segir Maria að lokum. Aldrei áður smakkað fisk! „Ég er byrjaður að skilja svolítið þó ég sé aðeins búinn að vera í 2 vik- ur,“ sagði Jörgen Leded, tvítugur Dani frá Hjorring á Jótlandi. „Það er erfiðara að tala og það eina sem ég kann er: Ég skilja ekki íslensku." Jörgen býr hjá fjölskyldu í Njarðvík- um og svo skemmtilega vill til að sú fjölskylda hefur búið í heimabæ hans, Hjorring. Jörgen frá Danmörku með skyr og islenskt brennivín í höndunum. Hon- um fannst skyrið gott en brennivínið afleitt. - Er eitthvað sem þér finnst öðru- vísi hér en í Danmörku? „Já, mjög margt. Þið drekkið t.d. mjög mikið kók og þá oft með lakkrísröri í og svo borðið þið súkkulaði með lakkrís utan um. Þetta hef ég aldrei séð og mér finnst þetta stórfurðulegt.“ Krakkarnir sem sátu í kring höfðu líka tekið eftir þessari venju íslend- inga. Þeim fannst þetta alveg ferlega fyndið og ætluðu aldrei að hætta að hlæja. Þegar mestu hláturgusurnar voru yfirstaðnar hélt Jörgen áfram: Mikið videogláp „Mér finnast fjölskyldu- og vina- böndin líka vera sterk hérna. Fólk kemur bara og bankar og kíkir í heimsókn. Heima í Danmörku er alltaf hringt áður en maður fer í heimsóknir og þá er allt svo form- legt, þú veist, kaffi og kökur og svoleiðis. Þetta er miklu betra og frjálslegra hérna. En svo ég haldi áfram að telja upp hluti sem eru öðruvísi þá finnast mér íslendingar horfa alveg rosalega mikið á sjón- varp og video. í Keflavík búa 7 þús. manns og það eru 6 videoleigur á staðnum en i heimabæ mínum búa 20 þús. og þar eru aðeins 3 leigur!“ „Bjórinn ekki nauðsyniegur“ - Saknarðu bjórsins? „Svolítið en hann er ekki nauðsynlegur. Það er kannski vegna þess að þið hafið ekki bjór sem þið drekkið svona mikið kók. Maturinn hérna finnst mér bara góður. Ég hafði aldrei smakkað fisk áður en ég kom til íslands en mér líkar hann mjög vel. Ég get vel hugsað mér að koma aftur til Islands og skoða landið þá bet- ur,“ sagði þessi hressi Dani að lokum. Vegna hagkvæmra-innkaupa getum við nú boðið UNO 45 á 279 þús.kr., Einnig höfum við fengiö nýja 5 dyra útgáfu af UNO 45S á aðeins 327 þús.kr.. Tilboðið gildir meðan birgðir endast. Skiptikjör: Eldri bifreið er tekin sem greiðsla upp í nýja. Kr. 45.000.- út og eftirstöðvar eru lánaðar í allt að 24 mánuði. Dæmi: Nýr UNO 45 279.- Peningar 45.000,- Eldri bifreið 150.000,- Eftirstöðvar lánaðar í allt að 24 mánuði. Lánakjör: Þeir sem ekki láta eldri bifreið ganga upp í kaupin borga 20% út. Eftirstöðvar eru lánaðar í allt að 24. mánuði. UN0 45 3jœdyra UN0 45S 3jadyra UN0 45S 5dyra UNO60S 5 dyra öll verð eru háð gengisbreytingum IVu i ER VIÐ SKEIFUNA tíð FIAT UMBOÐIÐ SVEINN EGILSSON HF. S: 688850 - 685100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.