Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 16. JÚLI' 1987. AndJát Skarphéðinn Guðbrandsson frá Ólafs- vík verður jarðsettur frá Fossvogs- kirkju í dag. Foreldrar hans voru Guðbrandur Sigurðsson og Jóhanna Valentínusdóttir. Eftirlifandi eigin- kona hans er Laufey Þórðardóttir og eignuðust þau fjögur börn. Jóna Þorkelsdóttir, Snorrabraut 58, Droplaugarstöðum, áður til heimilis á Bergþórugötu 20, lést 14. júlí. Guðbjörg Júlía Þorsteinsdóttir, Furugerði 1, andaðist í Landakots- spítala þriðjudaginn 14. júli. .Sigurður Pálsson lést þann 13. júlí í Sjúkrahúsi Suðurlands. Útför hans verður gerð frá Selfosskirkju föstu- daginn 17. júlí kl. 13.30. Árni Garðar Kristinsson, Melabraut 55, Seltjarnarnesi, lést í Landspítal- anum 14. júlí. Ýmislegt Kennsla í jóga Konum á öllum aldri er boðið upp á frýja ^eiðsögn og kennslu í jóga og hugleiðingu sem leið til heildræns þroska. Hægt er að velja um einkatíma eða hóp- tíma eftir óskum og þörfum. Hafið samband við Dídí c/o Leikskólinn Sælukot, Þorragötu 1, sími 27050. AEmæli 75 ára er í dag, 16. júlí, Lárus Þ.J. Blöndal, fyrrverandi bóksali á Siglu- firði, nú búsettur að Hlíðarbyggð 9, Garðabæ. Jón Baldvin leitar að aðstoðarmanni Jón G. Hauksscm, DV, Akureyri; !»Ég er að leita mér að aðstoðar- manni en niðurstaðan er ekki fengin. Hins vegar er ljóst að það er meiri en nóg þörf fyrir slíkan mann,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráð- herra þegar hann var spurður í gær hvort hann væri búinn að fá sér að- stoðarmann. Jón Baldvin sagðist ekki vera fyrir fram með neinn ákveðinn mann í huga til að taka við þessu starfi. Hafnarfjörður: Opna gistihús og tjaldstæöi og gefa út fyrsta leiðakortið Hafnfirðingar eru þeirrar skoðunar að bærinn þeirra eigi framtíð fyrir sér sem ferðamannabær. Til að stuðla að því að svo megi verða komu bæjaryfirvöld á lagg- irnar fimm manna ferðamálanefnd á síðasta ári og vinnur hún nú ötullega að áætlanagerð. Fyrir fáeinum dögum var tjaldstæði tekið í notkun á Víðistaðasvæðinu þar sem unn- ið er að miklu útivistarsvæði samkvæmt nýsamþykktu skipulagi. Við opnun tjald- stæðisins notaði »)C--Hafnaríjörður tæki- færið og afhenti fulltrúum ferðamála- nefndar fyrsta kortið af Hafnarfirði sem prentað er fyrir ferðamenn. Er það á ensku en næsta sumar verður einnig prentuð ís- lensk útgáfa af kortinu. Þá má geta þess að blómabúðin Burkni við Linnetsstíg hefur tekið að sér að starf- rækja upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og er það í fyrsta skipti sem slík þjónusta er í Hafnarfirði. Einnig er vert að geta þess að nýtt gistihús verður senn opnað í Hafnarfirði en gistihús hefur ekki verið í bænum í áratugi. Þá liggur einnig fyrir bæjaryfirvöldum ósk um leyfi til að reisa mótel við Reykjanesbraut í tengslum við veitingahús sem á að fara að reisa þar innan skamms. Og svo má ekki gleyma því að náttúruöfl- in hafa einnig lagt sitt af mörkum til þeirrar viðleitni Hafnfirðinga að laða að ferðamenn. Öllum að óvörum tók „túrista- holan" eða borhola 14 í Krýsuvík að gjósa á nýjan leik en hún hrundi saman í fyrra og var af flestum talin dauð. Meðfylgjandi mynd var tekin við afhend- ingu fyrsta eintaksins af kortinu. Til vinstri eru ritari og formaður ferðamála- nefndar Hafnarfjarðar. þeir Þórarinn Jón Magnússon og Páll Pálsson. Til hægri eru JC-félagarnir Guðni Gunnarsson. fráfar- andi formaður JCH, Svava H. Svavars- dóttir og Ægir Björgvinsson. Tilkyrmingar Golfklúbbur Ísafjarðar Meistaramót Golfklúbbs ísafjarðar var haldið í Tungudal um helgina. Keppt var í tveimur flokkum karla og unglingaflokki. Gunnsteinn Jónsson sigraði í 1. flokki karla á 306 höggum. í öðru sæti varð Arn- ar Baldursson á 309 höggum og í þriðja sæti Einar Valur Kristjánsson á 327 högg- um. Unglingameistari varð Ólafur Sigurðsson. fór á 184 höggum, í öðru sæti varð Jón Yngvi Jónsson á 185 höggum og í þriðja sæti varð Pétur Þór Grétarsson á 200 höggum. 1 2. flokki karla sigraði Viðar Konráðsson á 363 höggum, 2. varð Baldur Geirmunds- son á 373 höggum og í þriðja sæti Samúel Einarsson á 374 höggum. Sigurður Th. Ingvarsson fór holu í höggi á 6. braut og varð fyrstur klúbbfélaga til að fara holu í höggi á Tungudalsvelli. Veður var frábært alla mótsdaga og fór mótið hið besta fram. Foreldra- og vinafélag Kópa- vogshælis Hin árlega sumarhátíð Foreldra- og vina- félags Kópavogshælis verður á lóð Kópavogshælis kl. 14. laugardaginn 18 júlí. Félagar og velunnarar velkomnir. ASÍ vill 7-7,5 prósent Hagfræðideild ASÍ hefur spáð að verðhækkanir fari 5,5% fram yfir rauðu strikin svonefndu 1. sept. Þetta telja ASÍ menn að þurfi að bætast að fullu 1. okt. Auk þess er samningsbundin hækkun um 1,5% 1. okt. svo í heild telur ASÍ að hækkun- in þurfi að vera 7-7,5%. Hækkunin samanstendur af mörg- um liðum en þyngst vega ýmsar stjómvaldsaðgerðir svo sem söluskatt- ur á matvæli sem veldur um 1,2% hækkun. -ES Ferðlög Dagsferðir Ferðafélagsins: Laugardagur 18. júlí - kl. 08. - Hekla Gönguferð fram og til baka á Heklutind (1491 m) tekur 10 klst. Ógleymanleg gönguferð. Verð kr. 1.200. Sunnudagur 19. júlí: Kl. 08 - Þórsmörk - dagsferð. Verð kr. 1.000. Kl. 10 Dyravegur - Grafningur. Gengið frá Kolviðarhóli um Dyraveg (gömul þjóðleið) í Grafning. Verð kr. 800. Kl. 13. Illagil - Vegghamrar í Grafningi. Ekið í Hestavík og gengið þaðan inn Illag- il að Vegghömrum. Verð kr. 800. Miðvikudagur 22. júlí: Kl. 08 - Þórsmörk - dagsferð. Verð kr. 1000. Kl. 20. Ketilstígur (kvöldferð). Brottíor frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Útivistarferðir 18. júlí. Kl. 8 Eyjafjöll - Skógar, fossar og gil. Kvernárgil (Kvernárfoss). Byggðasafnið að Skógum $koðað, Paradísarhellir, Selja- landsfoss, sund í Seljavallalaug sem er nýuppgerð. Verð 1.100, frítt fyrir börn með fullorðnum. Sunnudagur 19. júlí. Kl. 8.00 Þórsmörk - Goðaland. Góð skoð- unarferð um Þórsmerkursvæðið. Verð 1.000. Féll niður af hús|iaki Jón G. Haukssan, DV, Akureyri: Maður slasaðist mikið þegar hann féll niður af þaki dvalarheimilisins í Skjaldarvík, sem er rétt utan við Ak- ureyri, um sexleytið í gær. Maðurinn var að vinna uppi á þaki þegar hann missti jafnvægið og datt niður. Fallið var nokkuð hátt. Ijögreglan á Akur- eyri gat ekki sagt í morgun nákvæm- lega hversu hátt fallið hefði verið. Kl. 13.00 þjóðleið mánaðarins: Skipsstíg- ur - Bláa lónið. Gengin gamla þjóðleiðin frá Njarðvíkum til Grindavíkur að hluta. Bað i Bláa lóninu í lok göngunnar ef vill. Verð 700. Miðvikudagur 22. júlí Kl. 8.00 Þórsmörk - Goðaland. Létt skoð- unarferð um Þórsmörkina. Áning í Básum. Verð 1.000. Þetta er líka tilvalin ferð fyrir þá sem vilja dvelja í góðu yfirlæti í skálum Útivistar í Básum. Friðsælt umhverfí, góð- ar gönguleiðir. Leitið upplýsinga á skrifst. Grófinni 1. Símar. 14606 og 23732. KI. 20.00 Dauðadalahellar. Kvöldferð. Sjáumst! Útivist, ferðafélag. Útivistarferðir. Símar. 14606 og 23732. Helgarferðir 17.-19. júlí. 1. Þórmörk - Goðaland. Gist í skálum Útivistar í Básum, einum friðsælasta stað Þórsmerkur. Gistiaðstaða eins og best ge- rist í óbyggðum. Skipulagðar gönguferðir. 2. Landmannalaugar - Eldgjá, nýtt. Skemmtilegt og ijölbreytt hringferð um Fjallabaksleið nyrðri. Gengið um Eldgjá, (Ófærufoss) og Landmannalaugasvæðið. Fararstjóri: Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir. Brottför föstud. kl. 20.00. 3. Skógar - Fimmvörðuháls - Básar. Brottför laugard. kl. 8.00 Sumarleyfi í Þórsmörk Tilvalið að dvelja á milli ferða t.d. frá föstudegi eða sunnudegi til miðvikudags. Ódýrt og þægilegt sumarleyfi. Sumarleyfisferðir. 1. Eldgjá - Strútslaug - Þórsmörk, 7 dagar, 27. júlí. 2. Hornstrandir, Hornvík, 6 dagar, 30. júlí.—4. ágúst. 3. Lónsöræfi 5.-12. ágúst. 4. Hálendishringur, 10 dagar, 5.-14. ágúst. Tjaldferð. Gæsavötn - Askja Kverkfjöll - Snæfell o.íl. 5. Tröllaskagi, 7 dagar. 9.-15. ágúst. Bak- pokaferð. Munið ferðir um verslunar- mannahelgina: 1. Þórsmörk, 2. Núpsstað- arskógar, 3. Lakagigar - Leiðólfsfell. Upplýsingar og farmiðar á skrifstofunni, Grófinni 1. Sjáumst, Útivist. Tímarit Aukahefti Máls og menningar Út er komin sjötta bókin sem ber afmælis- merki Máls og menningar. Þetta er aukahefti af Tímariti Máls og menningar með ýmsu efni sem tengist hálfrar aldar afmæli félagsins. I heftinu eru fyrst tvær greinar. Jakob Benediktsson skrifar minningar frá þeim dögum þegar hann var framkvæmdastjóri Máls og menningar fyrir fjörutíu árum. Og Pétur Gunnarsson birtir grein sem hann nefnir Fjögrablaðasmárinn og eit- ursveppurinn, um samspil sósíalisma og þjóðarvakningar, Fjölnismenn og stofn- anda Máls og menningar, Kristin E. Andrésson. Meginefni heftisins er tvær miklar skrár sem Kristín Björgvinsdóttir bókasafns- fræðingur hefur unnið. Önnur er efnisskrá Tímaritsins frá 1977 til 1986, vandlega flokkuð, og fylgir henni nákvæm nafna- skrá yfir alla sem skrifað hafa í Tímaritið þessi ár og alla sem skrifað hefur verið um. Hin skráin er yfir allar bækur sem út hafa komið á vegum Máls og menningar og Heimskringlu frá upphafi. Þar má finna allar frumútgáfur bóka á vegum þessa for- lags og líka endurútgáfur, en ekki óbreytt- ar endurprentanir. I skrá þessari teru hátt í þúsund titlar. Spakmælið Með því að hefna sín gerir maður sig aðeins að jafninga óvinar síns, en með því að láta það ógert sýnir maður yfirburði sína. Bacon Hringvegurinn lokaðist Síðustu daga hafa verið miklar rign- en vegurinn var ruddur fljótlega eftir ingará Austurlandiogígærféllskriða hádegi. Enginn slasaðist né var i á veginn í Þvottárskriðum. Lokaði hættu. þetta hringveginum um nokkra stund -JFJ Staðgreiðslan kemur um áramót - segir ión Baldvin Hannibalsson Jón G. Haukssan, DV, Akureyit „Það er ekkert bakslag að koma í staðgreiðslukerfið en ekki mun veita af tímanum til að undirbúa það,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson fjármála- ráðherra á Akureyri í gær þegar hann sótti þing skattstjóra sem haldið er á Hótel KEA. Gestur Steinþórsson, skattstjóri í Reykjavík, sem staddur er á Akureyri á þingi skattstjóranna, sagði við DV í morgun að verið væri að ræða undir- húning staðgreiðslukerfisins fyrst og fremst. - Verður af staðgreiðslunni? „Já, já.“ Að sögn Gests bendir ekkert til ann- ars en að dæmið gangi upp, „en það þarf að nýta tímann mjög vel.“ Þingi skattstjóranna lýkur í kvöld. Á þinginu eru átta skattstjórar. Um það hvenær álagningin kæmi sagði Gestur að það yrði síðast í þess- um mánuði. „Dagurinn er ekki ákveðinn." Hvalveiðimálið: Yiðræðunefndin fér til Banda- ríkjanna á laugardaginn íslenska viðræðunefndin, sem mun freista þess að semja við banda- rísk stjómvöld um hvaladeiluna, mun halda til Baltimore á laugar- daginn kemur. Nefndin var skipuð í gærdag. Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra mun leiða nefndina en auk hans eiga sæti í henni tveir fúlltrúar frá utanríkisráðuneytinu, tveir frá sjávarútvegsráðuneytinu og einn frá Hafrannsóknastofnun. Frá utanríkisráðuneytinu fara þeir Guðmundur Eiríksson þjóðréttar- fræðingur og Helgi Ágústsson sendifulltrúi. Frá sjávarútvegsráðu- neytinu fara þeir Ámi Kolbeinsson ráðuneytisstjóri og Kjartan Júlíus- son deildarstjóri en frá Hafrann- sóknastofnun fer Jóhann Siguijóns- son sjávarlíffræðingur. „Auk þess mun svo sendiherrann okkar og hans fólk í Washington verða okkur til halds og trausts," sagði sjávarútvegsráðherra. „Eg býst ekki við löngum viðræð- um þama úti,“ sagði ráðherra, sem vildi að öðm leyti ekkert tjá sig um hugsanlegan árangur viðræðnanna. „Ég hvorki get né vil tjá mig neitt um viðræðumar svona fyrirfram," sagði hann. Eins og fram hefur komið í fréttum munu hvalveiðar liggja niðri á með- an á viðræðunum stendur en sjávar- útvegsráðherra tók það fram að fúllkomin eining væri innan ríkis- stjómarinnar um þá ákvörðun. -KGK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.