Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987. Sviðsljós Ólyginn sagði... Bee Gees Lítiö hefur heyrst frá hljóm- sveitinni Bee Gees síðan kvikmyndirnar Saturday night fever og Staying alive voru og hétu. En nú á að verða breyting á. Barry Gibb, einn hinna þriggja Gibbbræðra í hljómsveitinni, segir þá bræð- ur hafa skipt um útgáfufyrir- tæki og nú standi til að gefa út plötu og fara í hljómleika- ferðalög um allan heim. Þeir segja gamla útgáfufyrirtækið sitt, Warner Bros, hafa staðið í vegi fyrir frama þeirra en nú á að taka heiminn með trompi. er peninganna virði og vel það," segir leikstjóri nýrrar myndar um tónskáldið Arturo Toscanini. Elísabet mun leika í myndinni en það fékkst hún ekki til að gera fyrir einhverjar smáfúlgur. Hún fær rúmlega 39 milljónir ísl. kr. fyrir hlut- verkið. Já, þetta er ekki prentvilla. Elísabet mun fara með hlutverk hinnar frægu sópransöngkonu Nadinu Bul- isjijovu en Toscanini var yfir sig ástfanginn af henni. Leik- stjórinn er mjög bjartsýnn og segir að peningunum sé vel varið og muni skila sér í að- sókn. Lisa Bonet byrjaði á því að hneyksla alla vel siðaða áhorfendur Fyrir- myndarföður með leik sínum í hryllingsmyndinni Angel he- art sem nú er sýnd við góðar undirtektir hér á landi. Ekki alls fyrir löngu birtust svo myndir af henni, topplausri í karlablaði af því taginu sem aðeins sést í efstu hillum bókabúðanna og undir rúm- um siðlausra karlmanna. Nú segist Lisa vera búin að fá sig fullsadda af Bandaríkjunum og tilkynnti um daginn að hún ætli að flytja af landi brott. Margrét Blöndal og Kristján Sigurjónsson, nýir dagskrárgerðarmenn á Akureyri, í nýjum bil svæðisútvarpsins. en saxnt ekkisaman Jón G. Hauksson, DV, Akureyri: Þau Margrét Blöndal og Kristján Sigurjónsson, bæði gömul í hettunni á Rás 2, eru nú orðin dagskárgerðar- menn við Ríkisútvarpið á Akureyri. Blöndal er frá Akureyri og er því komin heim á fornar slóðir en Krist- ján segist vera linmæltur austubæ- ingur úr Reykjavík. Þau er bæði þrælvanir útvarpsmenn og því mikill styrkur fyrir Ríkisútvarpið á Akur- eyri að fá þau til starfa. Sumir halda að þau séu hjón en svo er ekki. Þau voru meira að segja spurð að því, þegar þau komu til Akúreyrar, hvort þau væru ekki búin að fá sér ibúð. Til viðbótar við þau Kristján og Margréti hefur svæðisútvarpinu bæst nýr bíll af gerðinni Subaru. Allt er þegar þrennt er. í aldarfjórðung James Bond á 25 ára afmæli á þessu ári og nýjasta Bond-myndin, The Li- ving Daylight, er sú fimmtánda í röðinni um myndarlega spæjarann James Bond og glæsipíurnar hans. Leikarinn, Timothy Dalton, fer nú með hlutverk James Bond í fyrsta skipti en áður voru það þeir Sean Connery og Roger Moore sem fengust við þetta hlutverk. Myndin fær góða dóma og hefur ve- rið tekið mjög vel i London en hún var frumsýnd þar fyrir rúmlega viku. The Living Daylight yerður frumsýnd hér á landi í Bíóhöllinni næsta föstu- dag, þann 17 júlí. Norska hljómsveitin A-ha, sem leikur titillag myndarinnar, verður stödd hér á landi í tónleikaferð um sama leyti og vel gæti farið svo að strákarnir kíktu á frumsýningu. A frumsýningu myndarinnar, The Living Daylight, í London. Diana prins- essa heilsar upp á aðalleikarana i myndinni, þau Timothy Dalton og Maryam d’Abo. Edduhótel stækkar á Kirkj ui>æj arklaustr i Við kynningu nýbyggingarinnar í blíðviðri á Klaustri: Kjartan Lárusson, forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins, Jón Helga- son, formaður stjórnar Bæjar hf., Margrét ísleifsdóttir hótelstýra, Jafet Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson, forstöðu- maður Edduhótelanna, og Gunnlaugur Sigmundsson, forstjóri Þróunarfélagsins. „Kirkjubæjarklaustur er einn mesti álagspunktur af öllum stöðum á landinu enda geysilegur fjöldi ferðamanna sem fer hér um árlega. Það var því ekki vanþörf á þessu nýja gistirými sem verður án efa full- nýtt í sumar,“ sagði Kjartan Lárus- son, forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins, þegar kynnt var nýbygging á Klaustri sem er í eigu Bæjar hf. en Ferðaskrifstofan rekur þar Eddu- hótel. Gistiálma er sú þriðja í röðinni af álmum sem reistar hafa verið á Kirkjubæjarklaustri. I henni eru 14 herbergi með baði og var byggingar- tíminn óvenju stuttur, aðeins þrír mánuðir. Þess má geta að Þróunarfé- lag íslands lagði til hlutafé í bygg- inguna og er þetta fyrsta fjárfesting sem félagið tekur þátt i í ferða- mannaiðnaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.