Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Side 37
FIMMTUDAGUR 16. JIJLÍ 1987. 37 DV Misjafn sauður í mörgu Hassan, konungur Marokkó, og El- ísabet, drottning Breta, i kvöldverö- arboði i Buckingham Palace til heiðurs Hassan. JtL Eyðni- kvikmynd í USA Ronald Rcagan yngri brosir breitt á blaðamannafundi þar sem hann var að kynna kvikmynd um eyðnivanda- málið. Hann verður sögumaður í myndinni sem heita mun „eyðni breytir reglunum". Myndin verður nokkurs konar fræðslumynd þar sem frægir kappar, s.s. Ronald Reagan forseti, munu segja bandarískum al- menningi frá hættunum í sambandi við sjúkdóminn og hvernig mú var- ast þær. Sviðsljós Hassan, konungur Marokkó, líktist hinum hvita sauði, íklæddur sínum hefðbundna kufli, i svartri hjörð iifvarða bresku krúnunnar þegar þeir stóðu heiðursvörð við komu hans til Bretlands i fyrradag en þangaö kom hann i fjögurra daga opinbera heimsókn. Hætti til að bjarga hjónabandmu Nastassia Kinski og eiginmaður hennar. egvpski kvikmvndaframleiðandinn Ibrahim Moussa voru uamingjusöm og brosandi þegar þau voru viðstödd sýningu á kvikmynd Fellinis ..Entrevista” á kvikmyndahátíðinni í Moskvu í fyrradag. Eina hlutverkið. sem Nastassia hefur tekið að sér síðastliðið ár. er einmitt í þeirri kvikmvnd. Samband þeirra Nastassia og Ibrahim stóð völtum fótum um langan tima eða þangað til hún tók þá ákvörðun að hætta að leika til að bjarga hjónabandinu. Síðan er liðið rúmlega ár og nú ýirðist allt vera í himnalagi. Við skulum vona að þessi frábæra leikkona siái sér loks fært að fara út á vinnumarkaðinn aftur án þess að stofna sambandi sínu við eiginmanninn og tvö börn þeirra í hættu. Nastassia Kinski og eiginmaður hennar, Ibrahim Moussa, á góðri stundu á kvikmyndahatíðinni í Moskvu. Nastassia hefur afþakkað öll tilboö að undanförnu en nú geta aðdáendur loksins farið að vona að hún eigi eftir að birtast aftur á hvíta tjaldinu. Slysí kóngafjöl- skyldunni Paul. sonur Önnu Mariu drottn- ingu og Konstantíns. fyrnun Grikk- landskonungs. lenti í alvarlegu umferðarslysi fyrir nokkrum dögum þegar hann bíll hans fór fram af 10 metra hárri brú og valt þar um 7 metra. Krónprinsinn er alvarlega slasaður og liggur nú á gjörgæslu í Englandi þar sem slysið varð. Paul prins er tvítugur og er hann elsti sonur Önnu Maríu og Konstantíns. Talið er víst prinsinn muni lifa slysið af en áverkarnir eru alvarlegir og það mun taka langan tíma fyrir hann að ná sér að fullu. Ólyginn sagði... Paul Newman Góðu fréttirnar af leikaranum og poppkónginum vinsæla Paul Newman eru þær að hann er byrjaður að skrifa ævisögu sína. Hann hefur vafalítið frá mörgu að segja og myndi þessi frétt gleðja hjörtu margra ef ekki væri fyr- ir hina hliðina. Þessi bók mun nefnilega aldrei koma fyrir augu almennings. Newman ætlar aðeins að gefa bókina út í 40 eintökum og dreifa henni á meðal vina sinna. Enginn vafi er’á að bókin mun hækka álitlega í verði eftir nokkur ár. Jesper Olsen, danska fótboltahetjan, sem spilar nú með 1. deildar liðinu Manchester United, gifti sig um daginn enskri yngismey að nafni Sarah. Brúðkaups- gjöf knattspyrnufélagsins Manchester United var nýr samningur sem hljóðar upp á 25 milljónir ísl. króna. Dálag- leg búbót það fyrir ungu hjónin. Jesper er sæll og afar lukkulegur með hjónabandið og segist ætla að skora börn í framtíðinni. Don Johnson fær svo mörg aðdáendabréf að til vandræða horfir. Hann fær bréf hvaðanæva að úr heiminum, ekki síður frá Ástr- alíu og Evrópu en Bandaríkj- unum. Bréfin streyma inn til allra sem að einhverju leyti tengjast Don og hann hefur eytt svo miklum tíma í að svara æstum aðdáendum að vinnan er farin að sitja á hakanum. En nú á að snúa þessari öfug- þróun við og öll bréf á nú að senda beint til aðdáenda- klúbbsins. Sviðsljósið birtir hér heimilisfangið, íslenskum yngismeyjum til hagræðingar. Club D.J., P.O. Box 1863, Encino, CA 91426-1863. Njótið heil.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.