Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1987, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð I lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Hvalveiðar á krossgötum Enn og aftur eru hvalveiðar íslendinga komnar í sviðsljósið. Fyrir fjórum árum lét alþingi undan hótun- um og vafasömum alþjóðsamþykktum með því að leggja niður hvalveiðar, aðrar en þær sem stundaðar eru í vísindaskyni. Þær veiðar hafa ekki heldur fengið náð fyrir augum umhverfis- og friðunarmanna og nú hafa stjórnvöld óskað eftir stöðvun á þeim veiðum meðan viðræður fara fram við Bandaríkjamenn að ósk þeirra síðarnefndu. Margur spáir því að hvalveiðar muni ekki hefjast aftur, leikurinn sé tapaður. Enginn þarf að vera undrandi á því þótt íslendingar vilji sjálfir fá að ráða því hvernig þeir stunda sínar fisk- veiðar. Ekki síst þegar um er að ræða veiðar sem hér hafa verir stundaðar frá aldaöðli og fært okkur björg í bú. íslendingar eru fiskveiðiþjóð og kunna því illa að þjóðir, sem engra hagsmuna eiga að gæta og eru með tvöfalt siðgæði í samskiptum sínum við dýra- og lífríki náttúrunnar, skuli taka sér það vald að beita íslendinga efnahags- og ofbeldishótunum ef þeir gegna ekki fyrir- mælum utan úr heimi. Það er líka hart aðgöngu fyrir íslensku þjóðina að una því að hvalveiðibátum sé sökkt, mannvirki eyðilögð og íslenskir hagsmunir skaðaðir erlendis af ofstækismönnum án þess að fá rönd við reist. Er það þetta sem við viljum: viðurkenna sigur ofbeldisins? Sumir kunna að segja það misskilið þjóðernistolt að snúast til varnar gegn slíkum öflum en þá er þess að minnast að sjálfstæðisbarátta og tilvera þjóða, hvar- vetna í heiminum, hefur einmitt byggst á þeim grund- vallarmetnaði að fá að ráða sínum málum sjálfar. Hver segir olíuríkjunum að draga úr framleiðslu sinni vegna þeirrar hættu að olíulindir þverri? Hver ætlar að banna Ný-Sjálendingum að að slátra sauðfé vegna þess að það skaðar kindakjötsframleiðslu annars staðar? Hver leyf- ir sér að setja Bandaríkjamönnum stólinn fyrir dyrnar í efnaframleiðslu vegna hættunnar á mengun og eyð- ingu lífríkisins af þeim sökum? Ætli það heyrðist ekki hljóð úr horni! Hver þjóð er sjálfri sér næst og það sama gildir um hvalveiðar hér við land. íslendingar hafa engan áhuga á að eyða hvalastofnum, einfaldlega vegna þess að þeir byggja afkomu sína á að fiskstofnarnir haldi viðkomu sinni. Vísindamenn okkar.hafa lagt á ráðin um takmörk- un veiðanna, sem nú eru reyndar eingöngu stundaðar í vísindaskyni. Á það hefur einnig verið bent, að hvalur- inn sækir í sama æti og nytjafiskarnir og með því að samþykkja fulkomna verndun hvala eru menn að sam- þykkja röskun lífkeðjunnar í hafinu sem getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í hinum hefðbundnu bol- fiskveiðum. Hvalveiðar eru ekki umfangsmikill atvinnurekstur. Þjóðarbúið fer ekki á hausinn þótt þær leggist af. En þær eru engu að síður hefðbundin og arðsöm búgrein sem okkur er annt um og er hluti af okkar atvinnumenn- ingu. íslenska viðræðunefndin á að gera Bandaríkja- mönnum grein fyrir að afskipti þeirra mælast illa fyrir á íslandi. Þau misbjóða metnaði okkar, kasta rýrð á vísindamenn okkar og kippa fótunum undan afkomu og atvinnu fjölda fólks. Umhverfisvernd og náttúrufrið- un er af hinu góða en hún má ekki ganga út í öfgar. íslendingar eru fullfærir um það sjálfir að gæta síns fjöreggs og þeir munu samstundis stöðva hvalveiðar ef eyðing hvalanna er yfirvofandi. En þeir eiga ekki að láta hóta sér til uppgjafar. Ellert B. Schram „Borgara“-flokki getur náttúrlega dulist að nú er aðeins um helmingur íslensku sauðkindanna rekinn á fjall. Hinar eru „í byggð“.“ Fylgist Borgaraflokkur- inn nógu vel með? Aðalheiður Bjamfreðsdóttir, al- þingismaður Borgaraflokksins, viðrar ágætar tillögur í grein í DV 13. júlí og víkur m.a. að landbúnað- armálmn. Það besta við hugmyndir flokksins er samt að flestar þeirra eru þegar komnar í framkvæmd. í allri vinsemd verður að benda á þetta: Fækka fé og stöðva ofbeit? Aðalheiður: „Skipulag má bæta og breyta og umfram allt koma í veg fyrir eyðingu lands í óbyggðum með ofbeit, mest vegna þes að sumir eru með fleiri skepnur en land þeirra getur borið...“ Framkvæmdin: Uppástunga Borg- araflokksins er síðbúin: Sauðfénu á íslandi hefur þegar verið fækkað um 25% á síðustu 10 árum. Hvorki meira né minna en 225 þúsund vetrarfóðr- aðar kindur eru horfnar af vettvangi. Og enn er haldið árfram að fækka fullorðnu fé. (Hvaðan hélduð þið að kjötbirgðimar kæmu?) Varðandi ofbeit: Nokkur undan- farin ár hefur verið ítala (ákveðin hámarkstala búfj;ir) í 7 stórum af- réttarlöndum. Svæðin eru í hópi þeirra sem mest eru vemdar þurfi: Mývatnsöræfi, Eyvindarstaðaheiði, Aðkúluheiði, Grímstungu- og Haukagilsheiði, Kolbeinsstaða- hreppur, Landmannaafréttur og afréttur í Hálshreppi, S-Þing. Svona er barist gegn ofbeit og eyðingu lands þótt betur megi ef duga skal. Þetta framtak er undantekningalítið að frumkvæði bænda en opinber nefnd ákvarðar töluna. Og eitt gott enn: Beitartíminn á afréttunum á sumrin hefur verið styttur, rekið á fjall seinna, fyrr smalað á haustin. Beita fé „í byggð“? Aðalheiður: „Engin ástæða er til að reka á §all þegar nóg gras er í byggð." Framkvæmdin: „Borgara“-flokki getur náttúrlega dulist að nú er að- eins um helmingur íslensku sauð- kindanna rekinn á fjall. Hinar eru „í byggð". Afréttir eru víða illa fam- ir vegna ofbeitar og kuldakastanna 1965-1971 og 1979-1983. Þetta vita bændur og hegða sér í samræmi við það. Beit á ræktuðu landi, vor og haust, hefur stóraukist. „ Haugakjötið“ á útsölu? Aðalheiður:...fólk, sem ekki hef- ur efhi á að borða kjöt nema endrum og eins, hefði gjaman viljað fá ódýrt kjöt“. Framkvæmdin: Þingmaðurinn minnir hér á að „haugakjötið", sem var að magni til 1,4% af 1985-slátr- uninni, hefði átt að lækka í verði í stað þess að fleygja því. En ekki bara þessi 1,4%, heldur allt sem eftir var af þessum kjötárgangi hafði reyndar tvisvar verið á útsölu. Lítið seldist. Það var hörmungarlausn að urða skammtinn. En það er ekki eins- dæmi: Evrópubandalagið ráðgerir nú að eyðileggja 20 milljón rúm- metra af nautakjöti, smjöri og komi. Þeir segja að það sé ódýrasta leið- in... Engar útflutningsbætur? Aðalheiður: „Mér hefur alltaf fundist þetta ráðslag fram úr hófi vitlaust". (Að greiða útflutnings- bætur með búvörum). Framkvæmdin: Útflutningsbætur Kjallariim Ólafur H. Torfason forstöðumaður Upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins vom frá 1959 - 1985 10% af verð- mæti búvöruframleiðslunnar. í ár em þær 6%, á næsta ári verða þær 5%. Þessu miðar öllu í rétta átt! Smám saman dregur úr útflutningi búvara þar eð ákveðið hefur verið að laga framleiðsluna að innan- landsþörfum. íslendingar fá hæst um 45% skila- verð fyrir útflutt kindakjöt (og niður í 10-12%) en að meðaltali hefur það verið ofan við svokallað heimsmark- aðsverð. Það er fróðlegt að skoða hverjir fleiri em svona vitlausir: Bandaríkjastjóm ábyrgist sykur- bændum þrefalt heimsmarkaðsverð á sykri og greiðir í útflutningsbætur sem svarar einu tonni af komi með hverju útfluttu komtonni. Saudi- Arabar flytja út hveiti og greiða bændum sínum 350 Bandaríkjadali fyrir tonnið, heimsmarkaðsverð er 80 dollarar. Japanir greiða hrís- grjónabændum sínum áttfalt heims- markaðsverð. Evrópubandalagið greiðir 17-falt með smjörinu til Sov- étríkjanna... Þetta er ekki komið til af heimsku heldur vegna þess að dæmið er stórt, tilvera margra í húfi og lengi verið að bremsa flókna atvinnugrein. En nú hillir undir þáttaskil í landbúnað- arstyrkjakerfi iðnríkjanna og milli- ríkjaversluninni. Útflutningsbætur notaðar inn- anlands? Aðalheiður: „Útflutningsbæturmá sjálfsagt ekki taka af í einu vet- vangi. En má ekki nota þær innan- lands?" Framkvæmdin: Borgaraflokkur- inn er heilum 2 árum á eflir með þessa hugmynd: Útflutningsbætur námu um langt árabil 10% af verð- mæti búvörufraleiðslunnar. Við- reisnarstjóm Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks kom þeim á. Síðan var ákveðið með búvörulögunum 1985 að skipta þessu fjármagni og nota hluta þess til uppbyggingar innan- lands: Útflutningsbætumar sjálfar fara stiglækkandi þessi árin og em nú 6%. Afgangurinn af fjármagninu (3% í ár, 4% næsta ár) rennur til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins: „Til búháttabreytinga vegna aðlög- unar framleiðslumagns að markaðs- aðstæðum.“ í stað þess að nota allt féð í út- flutningsbætur er einmitt verið að gera það sem Aðalheiður stingur upp á: Að byggja upp nýjar greinar í landbúnaði: loðdýrarækt, ferðaþjón- ustu, hlunnindanýtingu, helstaleigu, reiðskóla, loðkamnurækt, fóður- stöðvar, skinnaverkun og fleira. í ár er þessi upphæð 267 milljónir. Auknar niðurgreiðslur? Aðalheiður: „Hvemig væri að nota útflutningsbætumar til að greiða niður allar landbúnaðarvörur til opinberra stofnana?" Framkvæmdin: Þama er Borgara- flokkurinn með nýja hugmynd. Niðurgreiðslur á „hefðbundnar bú- vörur“ hafa farið hríðlækkandi undanfarin ár. Kindakjötsniður- greiðslur hafa lækkað um helming í prósentum frá 1982, mjólkumiður- greiðslur em þriðjungur af því sem þær vom 1982. Hætt er að greiða niður nautgripakjöt. En vaðandi ódýra búvöm fyrir opinbem stofnanimar: Vonandi á Borgaraflokkunnn ekki við opinber mötuneyti eða finnst honum matur- inn of dýr þar? Ef hugmyndin á við sjúkrahúsin, þá er það e.t.v. sumum umhugsunarefni að á fjárlögum 1987 fara alls 3 milljarðar til landbúnað- arins en 1,5 milljarður í Borgarspít- alann einan. Þarf að auka það? Ólafur H. Torfason „Það var hörmungarlausn að urða skammtinn. En það er ekki einsdæmi: Evrópubandalagið ráðgerir nú að eyði- leggja 20 milljón rúmmetra af nautakjöti, smjöri og korni. Þeir segja að það sé ódýrasta leiðin....“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.