Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1987, Blaðsíða 28
40
MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 1987.
Sviðsljós
Jennifer Beals
sem þekkt er fyrir leik sinn í
kvikmyndinni „Flashdance"
er bókaormur mikill. Hún
stundar bókmenntanám í
Yale-háskólanum og gengur
víst ansi vel. Jennifer þykir
eiga ýmislegt sameiginlegt
með stöllu sinni, Brooke Shi-
elds, sem hefur einmitt nýlok-
ið námi í frönskum
bókmenntum. Jennifer hefur
hvílt sig frá kvikmyndaleik í
bili og hyggst einbeita sér að
náminu. Rómantíska tímabilið
er hennar uppáhald og gleyp-
ir hún allt í sig frá því skeiði.
Eftir bókmenntanámið hyggst
hún mennta sig eitthvað frek-
ar. En hvað það verður er
óráðið.
Luciano
Pavarotti
óperusöngvarinn kraftmikli er
ekki aðeins kröftugur söngvari
heldur tekur hann mjög svo
kröftuglega til matar síns þeg-
ar því er að skipta. Tökum
dæmi: Þegar Pavarotti heldur
hljómleika tekur hann vissu-
lega hlé. Í hverju hléi, sem
stendur í tuttugu til þrjátíu
mínútur, gleypir hann tuttugu
samlokur og drekkur fimm
lítra af ávaxtasafa. Hvað hann
borðar á morgnana eða í
kvöldmatinn fylgir ekki sög-
unni. Kannski morgunverður-
inn samanstandi af tuttugu
eggjum og slatta af beikoni?
Aldrei að vita.
Kari Storækre
fyrrverandi eiginkona norsar-
ans Arne Treholt er eins og
löngu er kunnugt kominn
með pýjan mann upp á arm-
inn. Ku hún kunna mjög svo
vel við þann nýja og eru þau
víst eins og ástfangnir ungl-
ingar hvar sem þau koma.
Veitinga- og kaffihús eru þeir
staðir sem skötuhjúin sækja
sem stífast. Þar dúsa þau og
rabba eins og ástföngnu fólki
einu er lagið. Alls staðar þar
sem þau koma pantar Kari það
sama að drekka; þurrt
spænskt hvítvín.
Bruce
og
kærastan
Sá kynþokkafulli leikari og nú söngvari, Bruce Willis, er kominn á dúnd-
urfast. Þau hreinlega féllu fyrir hvort öðru, Oliva Brown og Bruce.
Olivia er þekkt fyrir leik sinn í þáttunum „Miami Vice“. Þau skötuhjú
kynntust fyrir þremur árum þegar Bruce var óþekktur og lék gestahlutverk
í „Miami Vice“.
„Það gerðist eitthvað ólýsanlegt þegar við hittumst fyrst. En ég var ekki
tilbúinn til að fara út með honum þar sem ég var þá að reyna að bjarga
hjónabandi mínu,“ segir Oliva. Hún var gift leikaranum Mykel Williamsson
en þau skildu endanlega fyrir nokkrum mánuðum.
En hún var svo heppin að hitta Bruce aftur. Fyrr í sumar hittust þau í
samkvæmi sem Don Johnson hélt.
„Bruce kom þá til mín og sagði: „Heyrðu, þú skuldar mér kvöldstund með
þér.“ Og þar með greip ég tækifærið. Hann var svo sniðugur og skemmtileg-
ur og mig vantaði einmitt eitthvað upplífgandi inn í líf mitt,“ segir Olivia.
„Upphaflega ákvað ég að fara út með honum bara upp á félagsskapinn,"
heldur hún áfram. „En svo varð ég yfir mig ástfangin."
Bruce er jafnántegður með gang mála. „Oliva er frábær. Mér líður alveg
stórkostlega með henni. Það er alltaf líf og fjör í nálægð hennar. Við eigum
mjög vel saman," segir hann.
Olivia hlær bara að þeim viðvörunum sem hún fær frá vinum og kunningj-
um. Þeir segja að betra sé fyrir hana að taka öllu rólega frá Bruce hendi.
Hann geti einn góðan veðurdag sagt að allt sé búið. Og þá sitji hún kannski
eftir alveg veik af ást. Bruce er víst nokkuð lagið að gera dömurnar sjúkar í
sig og svo skyndilega slíta sambandinu.
Þau féllu hvort fyrir öðru í orðsins fyllstu merkingu, Bruce Willis og Olivia
Brown.
safhar
hringum
Símadaman
Það er ekki vegna glysgirni sem
hún Mary King símadama safnar
hringum. Hún á orðið sextán
hundruð og fimmtiu hringa og eftir
því sem komist verður næst þá
flesta í heimi - að minnsta kosti í
einkasafni.
Mary byrjaði að safna hringum
þegar hún var tólf ára gömul. Þá
keypti hún sér hringa fyrir það fé
sem hún vann sér inn sem barnap-
ía. Síðan þá hefur mikið vatn
runnið til sjávar. Mary hefur keypt
sér hringa alls staðar þer sem hún
kemur á ferðalögum og fengið
hringa í gjafir frá vinum og ætt-
ingjum.
„Ég á hringa af öllum stærðum
og gerðum. Ödýrasti hringurinn
kostaði tuttugu krónur en sá dýr-
asti fjörutíu þúsund," segir Mary.
„Þó finnst mér stórir hringar fal-
legastir. En ég ber aldrei fleiri en
tvo hringa í einu - einn á hvorri
hendi. Að hlaða sig hringum fmnst
mér hræðilega ljótt.“
Bianca
á horna-
bolta-
leik
Fyrrverandi eiginkona Mick Jagg-
er, Bianca, fegurðardísin frá Nic-
aragúa, hefur ýmis áhugamál. Hún
er iðin við að sýna sig með þotuliðinu
en nú síðast sást til hennar á homa-
boltaleik. Þar háðu keppni lið
heimaslóðar hennar, Nicaragúa, og
lið Bandaríkjanna. Það þótti eftir-
tektarvert að á meðan á leik stóð
kom leikmaður númer fimmtán, Bar-
ney Boltodano, og hvíslaði einhverju
í eyra Biöncu. Er haldið að eitthvað
sé á milli þeirra. Homabolti er nú
orðin ein vinsælasta íþróttin í Róm-
önsku Ameríku.
Bianca Jagger er orðin ötul áhugamanneskja um hornabolta. Hér sést hún fylgjast með leik i Pan American
mótinu sem haldið er nú í vikunni. Mynd Reuter